Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 46

Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásgeir Áskelssonvélstjóri fæddist í Hrísey 26. desember 1920. Hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Jóns- dóttir, f. 3. ágúst 1890, d. 24. júlí 1985, og Áskell Þorkelsson útgerðarmaður í Hrísey, f. 7. nóvem- ber 1883, d. 5. ágúst 1961. Systkini Ás- geirs eru Sigríður, látin; Jón Þórir, látinn; Agnar, bú- settur í Keflavík; Zophonías, bú- settur í Reykjavík, og Gyða, búsett í Reykjavík. Hinn 20. september 1947 kvænt- ist Ásgeir eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Margréti Bogadóttur, f. á Akureyri 14. október 1923. For- eldrar Jóhönnu voru hjónin Elín Friðriksdóttir og Bogi Daníelsson, búsett á Akureyri. Börn Ásgeirs og Jóhönnu eru: 1) Lovísa sjúkra- liði á Akureyri, f. 5. marz 1950. Maki Guðmundur Jónsson vél- fræðingur. Synir þeirra eru: Jón Einar vélfræðingur, f. 15. ágúst 1973, og Birgir Örn laganemi, f. 16. júlí 1975. Dóttir Lovísu er Jóhanna Margrét Ingvarsdóttir hjúkr- unarnemi, f. 9. febr- úar 1969. Maki henn- ar er Kristinn Bjarkason sjómaður og synir þeirra eru Ásgeir Jóhann, f. 6. júlí 1992, og Daníel Ingi, f. 27. maí 1997. 2) Bogi læknir í Lundi í Svíþjóð, f. 24. febrúar 1954. Maki Margrét Einarsdótt- ir læknir. Börn þeirra eru Elín Arna nemi, f. 29. apríl 1982, og Einar Kári nemi, f. 30. mars 1985. Ásgeir byrjaði ungur að stunda sjóinn, fyrst á bátum föður síns, síðar á togurum Útgerðarfélags Akureyringa og skipum Guð- mundar Jörundssonar. Einnig var hann mörg ár á flóabátnum Drangi. Ásgeir öðlaðist vélstjórn- arréttindi og lauk skipstjórnar- prófi frá Sjómannaskóla Íslands í Reykjavík. Útför Ásgeirs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar með nokkrum orðum að minnast föður míns, Ásgeirs Ás- kelssonar, sem í dag verður til mold- ar borinn frá Akureyrarkirkju. Faðir minn fæddist í Hrísey árið 1920, einn af þeim sex börnum hjónanna Lovísu Jónsdóttur og Áskels Þorkelssonar sem komust til fullorðinsára. Ólst hann upp við fremur kröpp kjör, svo sem algengt var á þeim tíma, og fór snemma að vinna fyrir sér, meðal annars við beitingar og snúninga kringum útgerð föður síns. Margar minningar átti hann frá þessum ár- um. Meðal annars sagði hann mér frá skólagöngu sinni, sem ekki var þrautalaus í upphafi. Átti hann erfitt með lestur og eftir lýsingum hans var þar um lesblindu að ræða, þótt ekki hafi það verið nefnt því nafni á þeim tíma. Eldri kona í Hrísey hafði séð í hvaða vandræðum hann var og hvað í honum bjó og með sameiginlegu átaki þeirra náði hann svo góðum tökum á lestrinum. Varð þetta hon- um hvatning til frekari dáða og öðl- aðist hann brátt meiri menntun en al- gengt var í sjávarþorpum á þeim tíma. Er þetta talandi dæmi um þá lífsspeki sem einkenndi ævi hans alla og sem hann ætíð reyndi að miðla okkur börnum sínum af; að erfiðleik- arnir eru til þess að sigrast á þeim. Eftir barnaskólann í Hrísey hélt hann ungur að heiman í Héraðsskól- ann á Laugum og síðan lá leið hans á vélstjórnarnámskeið og í Sjómanna- skólann í Reykjavík og þaðan lauk hann skipstjórnarprófi árið 1946. Sama árið kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Bogadóttur, sem hann kvæntist haustið 1947, og hófu þau búskap í Bogahúsinu á Ak- ureyri. Í Bogahúsinu bjuggu þá einn- ig tvö systkini Jóhönnu með sínar fjölskyldur, svo og móðir þeirra systkina, hver fjölskylda í sinni íbúð. Þarna í húsinu fæddumst svo við Lovísa systir mín og ólumst þar upp fram til 1964. Það var einstaklega gott að alast upp í Bogahúsi. Þótt ekki væru fjölskyldurnar þar barn- margar voru þær þó þrjár og auk þess bjó hún móðuramma okkar í húsinu og var ætíð gott til hennar að leita. Samband okkar systkina við föðurfólkið var einnig gott og oft var siglt með Flóabátnum Drangi út í Hrísey að heimsækja afa og ömmu. Ekki spillti fyrir að faðir okkar vann lengi á Drangi og þótti mér mikið gaman að fá að vera með honum um borð, standa í brúnni og fá að stýra þessu, sem mér þótti þá, stóra skipi. Upp úr 1960 fengu foreldrar mínir úthlutað lóð í Álfabyggð 5 og hófust handa við að byggja það hús sem þau hafa búið í síðan. Var ótrúlega spenn- andi að fylgjast með húsateikningum og síðar byggingarframkvæmdum. Faðir minn vann mikinn hluta verks- ins sjálfur með dyggri aðstoð eldri smiðs hér í bæ. Reyndi ég að vera með eins mikið og ég gat og á ég margar mínar beztu minningar frá samverunni með föður mínum við húsbyggingarnar. Þótt ég væri ekki hár í loftinu þóttist ég samt geta hjálpað til og var aldrei látinn finna annað en hjálp mín væri hin þarfasta. Dundaði ég meðal annars löngum við að naglhreinsa spýtur og skafa móta- timbur. Með því að fylgjast með framkvæmdunum tókst mér að læra til ýmissa verka og sjaldan hefi ég verið stoltari á ævinni en þegar faðir minn lofaði dugnað minn og færði mér litla vasabók sem hann sagði mér að skrifa í þá tíma sem ég ynni að byggingunni. Var ég alveg að rifna úr monti og þóttist aldeilis vera orðinn maður með mönnum. Eftir að ég lauk menntaskólanámi á Akureyri fluttist ég til Reykjavíkur til náms og síðar til Svíþjóðar til náms og starfa. Hafa þau orðið ófá ferðalögin milli Lundar og Akureyr- ar og fyrstu árin voru foreldrar mínir einnig dugleg að sækja okkur heim. Er mér einkum minnisstæð síðasta heimsókn föður míns til okkar í Lundi vorið 1995. Var hann þá nokk- uð illa farinn af Parkinson-sjúkdómi og fór lítt á mannamót. En hann vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af doktorsvörn minni og tilheyrandi veizluhöldum og dreif sig með móður minni til Svíaríkis. Lét hann sig hafa það að sitja lengi dags undir fyrir- lestrum og ræðuhöldum og lauk kvöldinu með að dansa eins og her- foringi við móður mína. Þegar ég minntist á við hann að lítt hefði borið á einkennum Parkinson-sjúkdómsins sagði hann mér að hann hefði laum- azt til að taka tvöfaldan skammt lyfja sinna síðustu vikurnar fyrir ferðalag- ið til að vera eins hreyfanlegur og unnt var. Svo ákveðinn var hann í að geta haldið daginn hátíðlegan með mér og fjölskyldu minni og ekki láta sjúkdóminn aftra sér. Fátt veitti föður mínum meiri gleði og ánægju en að hafa börn, barna- börn og langafabörn í kringum sig. Naut hann þess mjög að hafa börn og barnabörn systur minnar í næsta ná- grenni við sig. Þótt hann aldrei reyndi annars að hafa áhrif á ákvarð- anir mínar í lífinu lét hann samt oft í ljós þá ósk sína að ég flyttist aftur til Íslands með fjölskyldu mína, svo hann gæti haft meira samband við mín börn einnig. Nú varð það ekki svo, en við reyndum í staðinn að nýta þeim mun betur þann tíma sem okk- ur gafst saman. Nýlega uppgötvaðist sá sjúkdóm- ur sem að lokum bar föður minn of- urliði. Sjúkrahúsvistin varð ekki löng og var hann umvafinn umhyggju ást- vina sinna þar til yfir lauk. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka læknum og öllu starfsfólki lyfjadeildar FSA fyrir þá einstöku umönnun er hann hlaut síðustu vikurnar og þá vinsemd og hlýju sem okkur aðstandendum var sýnd. Elsku pabbi minn. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum þig með sárum söknuði, en minningarnar góðu eru okkur huggun í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þinn sonur Bogi. Elskulegur faðir minn er látinn eftir stutta sjúkrahúslegu. Þótt hann hafi ekki verið heilsuhraustur síðustu árin kom þetta samt á óvart. Og var það okkur fjölskyldunni dýrmætt að geta verið hjá honum síðustu dagana á spítalanum. Enda þótti honum svo vænt um okkur öll og vildi allt fyrir okkur gera. Hann var sjómaður fyrri hluta starfsævi sinnar. Þá sigldi hann oft til Englands og kom með alls kon- ar hluti með sér sem fengust ekki hér á landi í þá daga. Hann gaf mér t.d. dúkkur, dúkkuvagn, hjól með hjálp- ardekkjum og margt fleira. Hann var lengi stýrimaður á póst- bátnum Drangi og muna margir eftir honum þaðan. Þær voru ófáar ferð- irnar sem við Bogi bróðir minn fórum með Drangi til Hríseyjar að heim- sækja afa og ömmu sem bjuggu í Kelahúsinu niðri í fjörunni þar sem pabbi hafði alist upp og leikið sér og kynnst sjómannslífinu. Eftir að hann hætti á sjónum keyptu þau mamma sér bíl og ferðuðust mikið um landið þvert og endilangt og upp á hálendið. Einnig fóru þau margar ferðir til Sví- þjóðar til bróður míns og fjölskyldu hans. Hann saknaði þess að geta ekki verið nær þeim. Hins vegar voru syn- ir mínir heppnir að alast upp í ná- grenni við afa sinn og ömmu og Jó- hanna dóttir mín ólst að mestu leyti upp hjá þeim. Elsku pabbi minn ég ætla ekki að rekja æviferil þinn hér meir, við geymum góðu minningarnar um þig með okkur. Hvíl þú í friði og þakka þér fyrir allt. Þín dóttir Lovísa. Elsku tengdapabbi og afi. Við vilj- um kveðja þig með þessum ljóðlínum. En þegar hinzt er allur dagur úti og uppgerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag og rétta heimi að síðustu sáttahendi um sólarlag. (Stephan G. Stephansson.) Guð blessi þig. Margrét, Elín Arna og Einar Kári. Elsku besti afi minn. Það hefur verið skrítið að koma til ömmu í Álfa- byggðina, ég á alltaf von á að þú kom- ir brosandi á móti mér inn í eldhús, og spyrjir: „Hvar eru strákarnir?“. Það er svo margs að minnast, við átt- um svo margar góðar stundir saman ég, þú og amma. Þú leyfðir mér alltaf að gera svo margt með þér og það var alveg sama þó þú kæmir þreyttur heim úr vinnunni alltaf varstu til í að fara í búðarleik með mér, svo þegar allt var búið í búðinni velti ég mér í fangið á þér og sagði að nú væri búð- arkonan bara eftir, þá hlógum við mikið. Eins þegar það varð raf- magnslaust þá gengum við um húsið með vasaljós og þú sannfærðir mig um að það væru engir draugar í Álfa- byggðinni, bara við og amma. Líka þegar þú varst að vinna á Nótastöð- inni þá vorum við oft saman inni í herbergi, þú að gera við netin og ég að vinda í nálarnar fyrir þig, en það besta var þegar ég lá í fanginu þínu á kvöldin og við horfðum á sjónvarpið saman. Elsku afi, ég verð ævinlega þakk- lát fyrir að hafa fengið að alast upp hjá þér og ömmu, þið hafið alltaf ver- ið svo yndislega góð og alltaf til stað- ar þegar ég hef þurft á ykkur að halda. Við skulum hugsa um ömmu fyrir þig. Ég kveð þig með miklum söknuði, afi minn. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi þig elsku afi minn og takk fyrir allt. Þín Jóhanna Margrét. Elsku langafi okkar. Við, strák- arnir þínir, sendum þér þessa bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Bless elsku langafi, við skulum hugsa vel um ömmu og hjálpa henni. Þínir langafasynir Ásgeir og Daníel. ÁSGEIR ÁSKELSSON ✝ Hallfríður K. H.Stefánsdóttir fæddist á Hrísum í Fróðárhreppi 26. febrúar 1930. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Ólafur Bachman Jónsson, f. 16.1. 1891, d. 20.2. 1964, og Kristín El- ínborg Sigurðar- dóttir, f. 9.10. 1894, d. 29.8. 1966. Þau eignuðust 11 börn. Þau eru: Sigrún, f. 1917, Karl Bachmann, f. 1918, d. 1973, Lúð- vík Vilhelm, 1920, d. 1940, Unnur, Hallfríður og Helgi eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Guðlaugur Sessilíus, f. 1951, eiginkona hans Margrét Ásta Gunnarsdóttir, f. 1954, börn þeirra Helgi Gunnar, f. 1976, Ástrós, f. 1977, barn hennar Ásta Rún, f. 1996, Símon Sessilíus, f. 1980, og Daði Þór, f. 1982. 2) Lúðvík Kristinn, f. 1959, eigin- kona hans Lovísa Björg Einars- dóttir, f. 1960, börn þeirra Einar Vilhelm, f. 1980, og Helga Hrönn, f. 1984. 3) Stefán Erlingur, f. 1965, eiginkona hans Kristín Erla Harðardóttir, f. 1966, börn þeirra Andri Björn, f. 1993 og Hannes Kristinn, f. 1995. Hallfríður og Helgi bjuggu í Reykjavík, lengst af í Bólstaðar- hlíð 42. Hallfríður bjó síðustu árin á Sogavegi 180, Reykjavík. Hún starfaði sem ökukennari frá árinu 1976 til dánardags. Útför Hallfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. f. 1922, Sigurður Kristján, f. 1923, d. 1977, Ingveldur, f. 1925, d. 2002, Jón, f. 1926, Laufey Sigríð- ur, f. 1928, Hallfríður, sem hér er minnst, Reimar, f. 1932, Erla Auður, f. 1937. Upp- eldisbróðir þeirra og sonur Karls Bach- manns er Hjörtur Hafsteinn, f. 1942. Hinn 22. september 1951 giftist Hallfríður manni sínum Helga K. Sessilíussyni, f. 5.5. 1931, d. 3.5. 1983. Foreldrar hans voru Sessilíus Sæmundsson og Guðlaug Gísladóttir, Reykjavík. Hallfríði kynntumst við fyrst tíu ára gamlar, þá skólasystur yngsta sonar hennar Stefáns. Síðan eru lið- in 25 ár og hefur sá vinskapur hald- ist síðan. Hallfríður var einstaklega góð og hlý kona. Hún starfaði sem ökukennari og með óendanlegri þolinmæði kenndi hún okkur og leiðbeindi er við stig- um okkar fyrstu skref í umferðinni. Okkur langar með eftirfarandi er- indum úr ljóði Davíðs Stefánssonar að kveðja Hallfríði: Hví syngjum við ennþá sálminn um blómið eina, ef samferðamaður er kvaddur við nyrztu höf? Hví fer um þá hrollur, sem heyra mold og steina hrynja í opna gröf? Vor leit að gleði er líkust reikulu fálmi, vor rödd er aðeins snark í brennandi hálmi, unz skynjum við blómið og skapadóminn í skáldsins eilífa sálmi. En þegar við heyrðum sálminn um blómið sunginn, var sál vor nauðug til æðri skilnings kvödd. Vor himinn, sem áður var hulinn og blikuþrunginn, varð heiður við skáldsins rödd. Úr hafi sáum við stíga röðul rauðan og reifa þann svörð, er hugðum við blóma snauðan. Í ljóðsins háttum söng heilagur máttur hjartað í sátt við dauðann. Með geislandi orðum var draumur í vitund vakinn um visna blómið, sem hvarf í mold og leir, en leyndardómur hins lifandi kjarna rak til lands, þar sem enginn deyr. Á sömu stund fór móðurmoldin að anga, og morgunsólin gyllti hvern hlíðarvanga. Um auðmjúk blómin lék upprisuljóminn og eilífð um fjöll og dranga. (Davíð Stefánsson.) Elsku Stebbi, Kristín, Andri Björn, Hannes Kristinn, Lúlli, Gulli og fjölskyldur, sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning um góða konu. Hrefna, Candy og fjölskyldur. Elsku amma. Þegar við kvödd- umst á sunnudagskvöldinu hvarflaði ekki að mér eitt augnablik að þetta yrði okkar síðasta kveðjustund. Þegar ég settist niður til að skrifa þessar línur fylltist hugurinn af yndislegum minningum um þig og þær stundir sem við áttum saman. Árið sem ég bjó hjá þér, Hol- landsferðin, gamlárskvöldin og öku- tímarnir vekja allir góðar og skemmtilegar minningar sem aldrei munu gleymast. Erfitt er að koma öllum þessum minningum frá sér á blað enda held ég að þær séu best geymdar í hjört- um okkar beggja. Ég vil enda þetta á því að þakka þér fyrir að vera eins góð amma og þú varst. Hvíl í friði. Helga Hrönn Lúðvíksdóttir. Elsku Fríða amma. Núna ert þú farin frá okkur. Þú varst alltaf glöð, kát og skemmtileg og við áttum svo margar góðar stundir saman. Við fundum okkur alltaf eitthvað til dundurs, þú kenndir okkur að tefla og fórst með okkur í húsdýragarð- inn þar sem þú sagðir okkur frá dýr- unum. Stundum sátum við bara og spjölluðum saman um allt sem við vildum. Þú gafst þér alltaf svo góðan tíma fyrir okkur. Takk fyrir að vera svona góð amma, við kveðjum þig með sökn- uði. Þínir ömmustrákar Andri Björn og Hannes Kristinn. HALLFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.