Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Adda SigríðurArnþórsdóttir fæddist á Reyðar- firði 24. nóvember 1956. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 3. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Arn- þór Þórólfsson, f. 14. apríl 1927, d. 12. des. 1999, og Sigríð- ur Eiríksdóttir, f. 26. febrúar 1931. Systk- ini Öddu eru Eirík- ur, f. 19. júlí 1949, Kjartan, f. 6. júní 1952, Erna, f. 15. mars 1954, Harpa, f. 10. maí 1958, og Agnar, f. 12. janúar 1967. Hinn 23. desember 1979 giftist Adda Sigríður Stefáni Rúnari Garðarssyni stýrimanni frá Hornafirði, f. 20. júní 1954. For- eldrar hans eru Guðfinna Bjarnadóttir, f. 23. des. 1922, d. 21. febrúar 1997, og Garðar Sig- jónsson, f. 18. október 1916. Börn Öddu og Rúnars eru Hilmar Þór, f. 18. júní 1981, Guðfinna, f. 16. nóvember 1983, og Kjartan Már, f. 10. febrúar 1989. Adda Sigríður ólst upp á Reyðar- firði, lauk þaðan grunnskólaprófi og fór síðan einn vetur í Héraðsskólann á Laugarvatni. Eftir það lá leið hennar til Englands sem „au pair“ í tvo vetur og síðan starfaði hún við hótelstörf í Noregi í eitt ár. Eft- ir það fór hún á síld- arvertíð á Höfn þar sem hún kynntist mannsefni sínu. Adda og Rúnar hófu búskap sinn á Höfn í Hornafirði og bjuggu þar í fjög- ur ár. Eftir það bjuggu þau í Reykjavík þar sem Adda var heimavinnandi húsmóðir meðan börnin voru yngri. Síðustu árin starfaði Adda við ýmis verslunar- og þjónustustörf. Útför Öddu Sigríðar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Enn á ný erum við minnt á það með óþyrmilegum hætti að lífið er hverfult. Ástkær systir mín er á brott köll- uð úr þessum heimi eftir mikla bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Þá baráttu háði hún eins og hennar var von og vísa með æðruleysi og hetjuskap. Á stund sem þessari leita ósjálf- rátt á hugann ótalmargar og ljúfar minningar. Mig langar að rifja upp löngu liðinn atburð er Adda bjó á Höfn. Til marks um ósérhlífni, dugnað og kraft Öddu skal sagt frá því að fyrir rúmum 20 árum öttum við félagarnir í Val á Reyðarfirði kappi við Sindra frá Höfn. Þannig háttaði til að við þurftum að spila við þá tvo leiki. Eftir þann fyrri voru búningarnir allnokkuð skítugir og þurftu þvottar með. Þá voru góð ráð dýr. Ég sagði við strákana: „Ekkert mál, hún Adda reddar þessu.“ Ég veit ekki hvað nágrannakonur henn- ar hafa haldið er þær sáu daginn eftir um 20 íþróttabúninga hang- andi úti á snúru. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Rúnar, Hilmar Þór, Guð- finna og Kjartan Már. Við Deddý og dætur okkar biðjum Guð að vernda ykkur og styrkja á þessum erfiða tíma. Kjartan Þór. Í örfáum orðum langar mig að minnast systur minnar, Öddu Sig- ríðar Arnþórsdóttur. Þegar maður sest niður og lætur hugann reika um liðin ár rifjast margt upp. Mér er alltaf minnis- stætt þegar ég kom fyrst til Horna- fjarðar í keppnisferð, en þar bjugg- uð þið Rúnar í nokkur ár. Þú varst náttúrlega mætt á völlinn til að hvetja litla bróður. Þegar líða tók á leikinn voru strákarnir farnir að spyrja mig hver þetta væri sem heyrðist svo hátt í á hliðarlínunni. Sagði ég stoltur að þetta væri systir mín. En þegar ég skoraði og þú hljópst inn á völlinn vildi ég helst hverfa. Eftir leikinn benti ég þér á að þú þyrftir ekkert að koma á morgun. En auðvitað varstu mætt. Þetta litla atvik lýsir þér svo vel, alltaf tilbúin að hvetja og styðja litla bróður þinn. Síðan löngu seinna þegar leið mín lá til Reykjavíkur til náms, varst þú tilbúin að taka mig inn á ykkar ynd- islega heimili í Dísarási 16. Ég leigði herbergi í nágrenni við ykkur, en var í fæði hjá þér og Rúnari allan veturinn. Þar var nú margt brallað og ófáar ferðirnar í bæinn sem við fórum að kaupa á mig og aðra. Alltaf varstu tilbúin að bjóða fram aðstoð þína sem lýsir því best þegar litli bróðir var orðinn stór og átti 30 ára afmæli. Einhver vandræði voru á mér, ég ætlaði ekki að halda neina veislu, sagðist ekki hafa neitt hús- næði. Enn og aftur varstu tilbúin að bjóða fram aðstoð þína. Þið hjónin lánuðuð mér húsnæðið ykkar og hélduð mér ógleyma afmælisveislu. En nú er mín kæra systir horfin úr þessu jarðlífi. Eftir standa fjöl- skylda og vinir í sárum og djúpum söknuði. Elsku Rúnar mágur, Hilmar Þór, Guðfinna, Kjartan og mamma, sem og aðrir ástvinir, megi góður Guð styrkja ykkur og varðveita á þessari miklu sorgarstund. Agnar. Árið 1978 kynnti Rúnar bróðir minn fjölskylduna fyrir unnustu sinni, Öddu Sigríði Arnþórsdóttur, sem hafði komið frá Reyðarfirði til Hornafjarðar á síldarvertíð. Síldar- vertíðin varð trúlega lengri en hún hafði búist við, þau hófu búskap á Höfn og giftu síg í Bjarnaneskirkju hinn 23. desember 1979. Árið 1982 fluttu Adda og Rúnar til Reykjavíkur, fyrst í Kóngsbakk- ann og síðan í Dísarásinn. Fjöl- skyldan í Dísarásnum hefur alltaf verið samheldin, þau bjuggu sér fal- legt heimili, voru mjög samrýnd og þau var alltaf gott heim að sækja. Þegar ég kom suður til náms 1984 dvaldi ég hjá Öddu og Rúnari um helgar. Mér var tekið sem einum af fjölskyldunni, naut húsaskjóls og matar og mér unglingnum þótti það alveg sjálfsagt mál þar sem Rúnar var bróðir minn en þegar ég vitk- aðist með árunum þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta var ekki al- veg eins sjálfsagt og mér hafði fund- ist en þetta lýsir Öddu vel. Hún var hjartahlý og góð manneskja og einnig góður vinur. Hún var hrein- skilin, hrósaði mér og skammaði mig líka þegar ég átti það skilið. Á Öddu verður ekki minnst án þess að geta þess hversu góð hún hefur verið föður mínum eftir að mamma dó. Þar kom fram einstakt hjartalag hennar og hlýja sem lýsti sér í óeigingirni og ósérhlífni. Þær voru ófáar stundirnar sem hún hafði fyrir pabba á hans erfiðu tímum. Í febrúar síðastliðnum greindist mágkona mín með mjög erfiðan sjúkdóm. Barátta hennar var erfið. Vegurinn frá sjúkdómsgreiningu að andláti hefur einkennst af dugnaði og hugrekki sem ekki verður í orð- um lýst. Þú varst hetja. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Rúnar bróðir minn, Hilmar Þór, Guðfinna og Kjartan Már. Missir ykkar er mikill. Ég bið góðan Guð um að veita ykkur styrk á þess- ari stundu. Guð blessi ykkur. Steinar og fjölskylda. Kynni okkar Öddu hófust haustið 1996 þegar Steinar kynnti mig fyrir henni og Rúnari bróður sínum. Ég gleymi aldrei þessum fyrstu kynn- um enda léttleikinn og notalegheitin á heimili þeirra, eins og alltaf, alls- ráðandi. Adda lagði alltaf mest upp úr því að börnunum sínum liði sem best og velferð þeirra var henni mikilvægust, fjölskyldan og heimilið var henni allt og bar vott um smekk- vísi og hlýju. Alltaf var hægt að leita til Öddu, alveg sama hvað var, hún var ráða- góð og réttsýn og hugsaði alltaf um aðra fyrst og sig síðast. Jafnvel und- ir það síðasta, þegar hún var orðin þróttlítil og mikið veik, hringdi hún í mig seint um kvöld og spurði hvort mér liði ekki vel, ég hefði verið svo þreytuleg fyrr um daginn. Adda var viðstödd brúðkaup okkar Steinars 28. sept. sl., það er okkur óendan- lega mikilvægt, og kom í heimsókn til okkar tveimur dögum seinna til að skoða myndirnar og gjafirnar, hún ætlaði sér það og gerði það. Adda var glæsileg kona, minning hennar lifir. Ég þakka samfylgdina, Adda mín. Guð veri með þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Rúnar, Hilmar, Guðfinna og Kjartan, megi Guð vera ykkur nærri í sárri sorg. Ólafía I. Þorvaldsdóttir. Þegar mamma sagði okkur í febr- úar að Adda Sigga frænka væri al- varlega veik vonuðum við alltaf að henni myndi batna. Því miður versnaði henni stöðugt og hún fór frá okkur alltof snemma. Við eigum margar góðar minningar um Öddu Siggu, bæði í pössun hjá henni þeg- ar við vorum yngri og líka frá sumarbústaðadvöl í Hraunborgum og fleiri og fleiri. Við kveðjum hana með þessu versi: Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (M. Joch.) Elsku Rúnar, Hilmar Þór, Guð- finna, Kjartan Már, amma Sigga og aðrir ættingjar. Guð gefi ykkur styrk. Megi góðu minningarnar um Öddu Siggu frænku gera sorgina léttbærari. Sigríður, Lilja og Eiríkur. Föstudaginn 4. október barst mér sú harmafregn til Ameríku að Adda Sigga væri látin. Fréttin olli mér djúpri sorg og söknuði og minning- arnar um glaðværa, hughrausta og yndislega vinkonu streymdu fram í hugann. Við Adda kynntumst í London veturinn 1973 þar sem við höfðum báðar ráðið okkur sem barnapíur hjá íslenskum læknafjölskyldum í framhaldsnámi. Við urðum vinkon- ur við fyrstu kynni og allan þann tíma sem við bjuggum í London vor- um við óaðskiljanlegar. Fyrir tvær ungar stelpur frá Reyðarfirði og Stykkishólmi var það ævintýri að búa í London og við nut- um þess sem heimsborgin hafði upp á að bjóða. Þegar dvölinni í London lauk fór Adda aftur heim til Reyðarfjarðar og ég til Stykkishólms. Við sökn- uðum þess þegar heim var komið að geta ekki hist, en í stað þess var skrifast á og talað saman í síma. Að nokkrum mánuðum liðnum fór ég í heimsókn til Öddu austur á Reyðarfjörð og niðurstaðan af þeirri heimsókn varð sú að ég réð mig í vinnu hjá Marinó í kaupfélag- inu, þar sem Adda vann líka, og bjó hjá foreldrum hennar, sem tóku mér eins og dóttur sinni. Þegar dvölinni á Reyðarfirði lauk fórum við vinkonurnar hvor í sína áttina, en vorum ávallt í góðu sam- bandi og þegar við vorum báðar fluttar á Reykjavíkursvæðið, giftar og komnar með börn, nutum við þess að hittast og ræða um heims- borgirnar London og Reyðarfjörð. Frá því um páskana í vor vissi ég að Adda var alvarlega veik, en bú- andi hvor í sínu landinu gátum við- minna hist en við hefðum viljað. Síð- ast töluðum við saman í síma í lok september og ákváðum þá að tala saman aftur þann 8. október, en ör- lögin höguðu því svo að í stað þess að hringja sit ég nú og skrifa þetta bréf. Elsku Rúnar, Kjartan, Guðfinna, Hilmar og fjölskylda. Við Benedikt, Thelma og Benni sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur öll. Elsku besta Adda mín, ég sakna þín Sif. Tilgangsleysi, tómleiki, reiði, ósanngirni, sorg, þetta eru þær til- finningar sem hellast yfir mann þegar vinkona og félagi er kvödd langt fyrir aldur fram. Hins vegar er ljóst að hæstur höfuðsmaður ræður för og ekkert um annað að ræða en ylja sér við minningar um góða vinkonu. Ég var kynntur fyrir Öddu vorið 1984. Hún var mannblendin, hress og áhugasöm um líf og líðan ann- arra. Ekki ætla ég að rekja ættir hennar hér, það munu aðrir gera, fyrst og fremst vil ég þakka henni ljúfar og eftirminnilegar samveru- stundir og trygga vináttu í minn garð og barnanna minna. Nú hefur hinn mikli dómari úr- skurðað að samfylgdinni skuli lokið – að sinni – og við hneigjum höfuð okkar í virðingu og þökk. Ég bið Guð að blessa minningu góðs vinar, Öddu. Rúnari og börnum, móður Öddu og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Jóhann Sigurdórsson og börn. Elsku Adda, nú kveð ég þig í síð- asta sinn. Við kynntumst á Horna- firði árið 1978, þú bjóst þar, nýbúin að kynnast honum Rúnari, ég að vinna þar í sumarfríi frá skólanum. Ég man hvað svipurinn varð hlýr þegar þú talaðir um Rúnar þegar hann var að koma í land af sjónum. Þú áttir yndislegan mann sem er sannur vinur, yndislegur eiginmað- ur, sannur og ósérhlífinn. Við urðum strax góðar vinkonur, sem engan skugga hefur borið á síðan, nokkurn veginn samstiga í barneignum. Oft var farið í bæjarferðir með börnin í vagni eða kerru og komið við á kaffi- húsi til að spjalla. Ég á erfitt með að hugsa mér það að geta ekki heyrt í þér eins og ég hef gert nánast á hverjum degi síðustu tuttugu og þrjú árin. Þú hafðir svo gott hjarta. Þú hefur reynst mér frábær vin- kona og alltaf verið reiðubúin að hjálpa þegar á hefur þurft að halda. Mér hefur þótt mjög erfitt að standa hjá og geta ekki aðstoðað þig. Þú hefur verið börnum þínum góður uppalandi og fyrirmynd sem þau eiga eftir að búa að alla ævi. Elsku Adda, minning þín lifir. Elsku Rúnar, Hilmar Þór, Guð- finna, Kjartan Már og aðrir að- standendur, megi guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Margrét Þórisdóttir og börn. Með sorg og söknuð í hjarta kveðjum við vinkonu okkar Öddu Siggu. Vegir lífsins eru flóknari en maður getur skilið, Adda í blóma lífsins kölluð burt frá manni og börnum. En nú er þjáningu hennar lokið eftir hetjulega baráttu. Við viljum þakka þér með þessum fá- tæklegu orðum fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt sam- an, alla hjálpsemina og hugulsemina í gegnum árin. Elsku Adda Sigga, guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sig.) Elsku Rúnar, Hilmar, Guðfinna, Kjartan og aðrir ástvinir, missir ykkar er mikill. Góður guð veiti ykkur styrk í hinni miklu sorg. Kæru vinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Guðbjörg og Sævar. ADDA SIGRÍÐUR ARNÞÓRSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.  Fleiri minningargreinar um Öddu Sigríði Arnþórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.