Morgunblaðið - 10.10.2002, Síða 51
samskiptum við bæði starfsfólk og
viðskiptavini. Þar kom hann fram af
sömu kurteisi og virðingu við alla,
hver sem átti í hlut. Þessi glæsilegi
maður með hlýja brosið var hvers
manns hugljúfi og var góður vinur
okkar allra sem við fyrirtækið störf-
um. En Gunnar var líka slyngur
samningamaður sem er aðalsmerki
góðra stjórnenda.
Þegar menn hafa skilað svo góðu
dagsverki finnst manni sanngjarnt að
þeir fái að njóta efri áranna, uppskera
í líkingu við það sem þeir hafa sáð. En
þannig er það ekki alltaf. Gunnar lét
af störfum 68 ára gamall og áttu þá
flestir von á því að hann ætti góð ár
fyrir höndum. En fljótlega lét það á
sér kræla meinið sem nú hefur fellt
þennan góða mann.
Um leið og við þökkum Gunnari
Steingrímssyni fyrir vináttuna, sam-
fylgdina og samstarfið færum við
Halldóru Óladóttur og fjölskyldu
hans allri innilegustu samúðarkveðj-
ur.
F.h. starfsfólks og stjórnar
Ó. Johnson & Kaaber,
Ólafur Ó. Johnson.
Minningin um Gunnar er okkur
mjög hugstæð. Hann var maður vin-
sæll í starfi og framúrskarandi fjöl-
skyldufaðir. Hjónaband Gunnars og
Halldóru var afar ástríkt. Samheldni
þeirra var til fyrirmyndar og virðing
þeirra hvors fyrir öðru var öllum ljós.
Fyrir allmörgum árum varð Halldóra
heilsutæp og þá sýndi Gunnar af sinni
eðlislægu nærfærni hversu mikill
hjúkrunarmaður hann var í sambandi
við heilsubetrun konu sinnar. Varla
hefði hann grunað þá, að alllöngu
seinna myndi þetta snúast við. Síðast-
liðin þrjú ár hjúkraði hún Gunnari í
illvígum sjúkdómi hans. Það var aðdá-
unarvert að fylgjast með því hve hún
stóð sig eins og hetja og var afgerandi
í að líkna Gunnari síðustu árin. Þau
ætluðu að njóta efri áranna í nálægð
barna og barnabarna, en gátu það
ekki nema alltof – alltof stutt.
Guð ræður för.
María Anna, Hákon
og fjölskylda.
Í þann góða hóp sem voru frum-
byggjar í Hæðarbyggð í norðanverð-
um Garðabæ vantar nú einn. Til
moldar er borinn í dag Gunnar Stein-
grímsson, vinur okkar og samherji.
Sorgarstund og saknaðar hvílir yfir
okkur öllum. Enginn er ber að baki
sem átti Gunnar og þau hjónin að vin-
um. Réttsýni Gunnars, sanngirni og
mannúð kom sér oft vel og kært er að
minnast Gunnars sem persónulegs
vinar. Hefðbundin var samkoma fé-
laganna í götunni á gamlársdag, þeg-
ar við litum yfir farinn veg og fögn-
uðum framtíðinni. Gætti þá áhrifa
fagurkeranna, Gunnars og Halldóru,
sem bjuggu heimili sítt af slíkri
smekkvísi að við er brugðið. Segja má
þó að vináttan og tryggðin sé dýrasta
gullið sem lagt er í hinn mikla eilífð-
arsjóð. Gunnar hefur átt við vanheilsu
að stríða um skeið, sem bæði reyndi á
líkamsþrek hans og sálarstyrk. Var
honum þá dýrmætt að eiga óvenju
umhyggjusama eiginkonu og ágætar
dætur. Samband þeirra hjóna var al-
úðlegt og svo gott að allir sem til þess
þekktu urðu af betri menn. Já, Gunn-
ar var góðfús maður og drengur góð-
ur.
Við félagarnir í götunni sendum
þér, Halldóra, og dætrum ykkar ein-
læga vinarkveðju á erfiðri stund.
Emilía og Karl,
Stella og Pétur og
Þórunn og Örn.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 51
Genginn er góður drengur
Gunnar til feðra sinna.
Öðlaðist gæfu um ævi,
ötull, þarfur í starfi.
Hreinskiptinn hlaut giftu,
hann tregum sárlega.
Drengur góður er genginn,
gull af manni – með sanni.
Leifur Eiríksson.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar
um Gunnar H. Steingrímsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
ÞAÐ ER yfirleitt fjör á fimmtudags-
morgnum í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju. En þar hittast stundum pabb-
ar, en þó aðallega mömmur um
tíuleytið yfir kaffibolla, spjalli og
leikjum með börnunum.
Með foreldramorgnunum vill Há-
teigskirkja leggja sitt af mörkum til
þess að styrkja og efla mikilvægi
foreldrahlutverksins. Hér gefst for-
eldrum tækifæri til þess að kynnast
öðrum foreldrum úr hverfinu. Og
oftar en ekki haldast þessi kynni:
Börnin fara á sama leikskóla eða í
sama skóla, sækja í sömu íþrótta-
félögin og alls staðar koma foreldr-
arnir saman til þess að styðja við og
styrkja starf viðkomandi aðila.
Þá er ekki síður mikilvægt fyrir
mömmurnar að hafa stund og stað
til þess að ræða þær áskoranir sem
fylgja því að hafa verið ólétt, vera
með barn á brjósti, vera uppgefin
eftir vökunætur og læra hver af ann-
arri um leiðir til þess að gleðjast enn
frekar yfir krílunum. Og ekki spillir
fyrir að Anna Eyjólfsdóttir hjúkr-
unarfræðingur er á staðnum og get-
ur upplýst um eitt og annað eins og
hjúkrunarfræðinga sem sinna ung-
barnastarfi er von og vísa.
Lítil helgistund í kirkjunni í um-
sjón Guðrúnar Helgu Harðardóttur,
þar sem foreldrar og börn setjast
fyrir framan altarið, syngja saman
og fara með bæn er mikilvægur lið-
ur á foreldramorgnunum, for-
eldrum til uppbyggingar og börn-
unum til blessunar.
Foreldramorgnar eru í Setrinu, á
neðri hæð safnaðarheimilis Háteigs-
kirkju alla fimmtudaga frá 10 til 12.
Góð aðstaða er fyrir barnavagna
fyrir utan Setrið. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um for-
eldramorgnana og annað starf í Há-
teigskirkju er að finna á vefslóðinni
hateigskirkja.is Einnig gefur starfs-
fólk Háteigskirkju upplýsingar í
síma 511 5400.
Opið hús hjá Nýrri
dögun
FIMMTUDAGINN 10. október verð-
ur haldið opið hús á vegum Nýrrar
dögunar, samtaka um sorg og sorg-
arviðbrögð. Þar gefst syrgjendum
kostur á að koma saman og ræða
stöðu sína í litlum hópum undir
handleiðslu reyndra aðila úr stjórn
samtakanna. Opnu húsin hefjast kl.
20 og standa til kl. 22 og eru haldin í
safnaðarheimili Háteigskirkju, 2.
hæð.
Félagsstarf aldraðra í
Neskirkju
FÉLAGSSTARF aldraðra í Nes-
kirkju verður laugardaginn 12.
október, kl. 14. Jóna Hansen kennari
segir frá ferð sinni um slóðir Vestur-
Íslendinga í Kanada og Bandaríkj-
unum. Borin verður fram léttur
málsverður. Þeir sem ætla að neyta
matarins þurfa að tilkynna þátttöku
í síma 511 1560. Allir velkomnir.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Krossinn heimsækir
Ísafjörð
KROSSINN mun sækja Salemsöfn-
uðinn á Ísafirði heim laugardaginn
12. október. Sönghópur Krossins
mun flytja tónlist og Gunnar Þor-
steinsson predikar. Samkoman hefst
kl. 20 og allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Foreldramorgnar
í Háteigskirkju
Háteigskirkja í Reykjavík.
KIRKJUSTARF
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–17 í neðri safnaðarsal.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækj-
argötu 14a.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Léttur málsverður í safnaðarheimili
að stundinni lokinni.
Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20.
Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg-
unn kl. 10–12. Umsjón hefur Ágústa
Jónsdóttir. Söngstund með Jóni Stefáns-
syni. Kaffisopi í boði kirkjunnar.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel
milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og
altarisgöngu lokinni er léttur hádegisverð-
ur í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og
innihaldsríkt. Alfanámskeið kl. 19–22.
(Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Nedó – unglingaklúbbur kl.
19.30. Svenni og Hans.
Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22 í
umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar.
Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12.
Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi kl.
11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglinga-
kór Digraneskirkju kl. 17–19. Unglinga-
starf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar
www.digraneskirkja.is)
Fella- og Hólakirkja. Biblíu- og helgistund
í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–
10 ára stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl.
10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam-
verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Allt-
af heitt á könnunni, djús fyrir börnin.
Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsa-
skóla og Grafarvogskirkju kl. 17.30–
18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.
bekk í Grafarvogskirkju kl. 20–22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í
dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu
Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl.
17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Alfanámskeið kl. 19.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka
deginum í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram
áhyggjur sínar og gleði. Bænarefnum má
koma til presta kirkjunnar og djákna.
Hressing í safnaðarheimilinu eftir stund-
ina.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið
hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl.
13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi
foreldra með ung börn að koma saman í
notalegu umhverfi og eiga skemmtilega
samverustund. Barnastarf fyrir 10–12
ára börn í dag kl. 17. Dagskrá í tali og tón-
um í kvöld kl. 20. Þorvaldur Halldórsson
syngur. Kaffisala í safnaðarheimilinu á
eftir. Allir velkomnir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–
12 ára kl. 16.30–18.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning-
ur í Kirkjulundi kl. 16–16.45. MK í Heið-
arskóla og 8. KÓ í Heiðarskóla.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra
í kvöld kl. 20 í umsjá félaga úr Lionsklúbbi
Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur
og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10
mömmumorgunn. Sr. Kristján Björnsson.
Kl. 16 æfing hjá Litlum lærisveinum, kl.
17 æfing hjá Litlum lærisveinum. Kór-
stjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Aðaldeild KFUM. Fundur í kvöld kl. 20 á
Holtavegi 28. Hvers vegna fór ég? Gísli
Arnkelsson og Katrín Guðlaugsdóttir
segja frá. Allir karlmenn velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á
vægu verði í Safnaðarheimili eftir stund-
ina. Konur eru konum bestar kl. 20.
Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur.
Seinni hluti.
Safnaðarstarf
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA INGADÓTTIR,
Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 1. október, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. október
kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Ólafur Sverrisson,
Sverrir Ólafsson, Shameem Ólafsson,
Hulda Ólafsdóttir, Stefán Stefánsson,
Ingi Ólafsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir,
Ólafur Ólafsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Anna Elísabet Ólafsdóttir, Viðar Viðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
systir,
MARTINA ERNA SIGFRIEDSDÓTTIR,
Hamrabergi 24,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 11. október kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
líknardeild Landspítalans, Kópavogi.
Jónína G.H. Daníelsdóttir, Jóhann Ingólfsson,
Sigurður M. Daníelsson, Þórunn Björk Einarsdóttir,
Þröstur S. Daníelsson, Helga Bára Magnúsdóttir,
Hanna G. Daníelsdóttir, Ámundi Ingi Ámundason,
Kristján G.H. Daníelsson,
Daníel Daníelsson,
Almut Kühl,
Heidi Jedelsky
og barnabörn.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁSTVALDUR HJÁLMARSSON,
Deplum,
er andaðist föstudaginn 4. október sl., verður
jarðsunginn frá Barðskirkju, Fljótum, laugar-
daginn 12. október kl. 14.00.
Sigríður Sveinsdóttir,
Haukur Ástvaldsson, Sigurlína Kristinsdóttir,
Sveinn Ástvaldsson, Sigríður Skarphéðinsdóttir,
Kári Ástvaldsson, Annetta María Norbertsdóttir,
Reynir Ástvaldsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Lilja Ástvaldsdóttir, Pétur Bjarnason,
Sigurjóna Ástvaldsdóttir, Bjarni K. Stefánsson,
Kristján Ástvaldsson, Sylvía Eðvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Í dag er lokað vegna jarðarfarar Dr. HELGA KRISTBJARNAR-
SONAR, stofnanda Flögu hf.
Medcare Flaga.
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR ÁRNASON,
Ártúni 4,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar-
daginn 12. október kl. 13.30.
Auður Thoroddsen,
Árni Guðmundsson, Sigurbjörg Hermundsdóttir
og fjölskylda,
Henný Matthíasdóttir
og fjölskylda.
Elskuleg systir okkar,
SIGRÍÐUR INGIBJÖRNSDÓTTIR
fyrrv. aðstoðarskólastjóri,
frá Flankastöðum,
Sandgerði,
verður jarðsungin frá Útskálakirkju föstudaginn
11. október kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldóra Ingibjörnsdóttir, Ólafur Ingibjörnsson.