Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 56

Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                        !   "#       $   $ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÚTDRÁTTUR úr opnu bréfi Friðar 2000 til alþingismanna, félaga og stofnana: Með öllu er óviðunandi að for- sætisráðherra hvetji til ofbeldis eins og Davíð Oddsson gerði í DV: „Þá lamdi ég þá alveg leiftursnöggt í hausinn…Það á að lemja viðkomandi í hausinn“. Ofbeldi er jafnóviðunandi hvort sem það beinist gegn einum einstak- lingi eða heilli þjóð eins og stríðs- ofbeldið gagnvart írösku þjóðinni sem forsætisráðherra studdi í stefnuræðu á Alþingi. Framtíð okkar stafar ógn af þjóðarleiðtogum sem eru úr slíku andlegu jafnvægi. Alvarlegt er að ráðherra gefi grænt ljós á ofbeldi í skólastofum landsins, enda hætt við að hvers kyns ofbeldi kennara sveipist í ung- um huga hulu réttlætinga sem rugla börn og unglinga í ríminu. Í Bret- landi t.d. er slíkt nú refsivert enda hafa rannsóknir sýnt að ofbeldi kennara getur stóraukið ofbeldi í þjóðfélaginu og meðal komandi kyn- slóða. Samkvæmt könnun Rauða kross- ins og dómsmálaráðuneytisins tvö- falda jákvæð viðhorf til ofbeldis í vinahópi drengja líkur á því að þeir beiti aðra ofbeldi. Í kynningu segir: „Veruleg ábyrgð hvílir á stjórnvöld- um…Fjölskyldan, skólinn, og fé- lagsstarfið gegna veigamiklu hlut- verki í að halda utan um lífsstíl ungmenna og brynja þau fyrir þeim straumum menningar og lífsstíls sem taldir eru óæskilegir. Við þurf- um í raun á viðhorfsbreytingu að halda, ekki bara meðal unglinga, heldur einnig meðal foreldra…Tölur frá lögreglunni sýna að tilkynning- um vegna líkamsárása hefur fjölgað á síðustu árum.“ Aðrar rannsóknir sýna að margir sem beita ofbeldi hafa sjálfir orðið fyrir barðinu á því í bernsku og að eitt helsta vandamálið við að hefta ofbeldi sé að ungt fólk telji það stundum „töff“ að lumbra á einhverjum. Fjöldi þjóðarleiðtoga og um 100 milljónir manns studdu yfirlýsingu UNESCO á alþjóðlegu friðarmenn- ingarári, og hétu því að hafna hvers konar ofbeldi. Áhugavert væri að vita hvort forsætisráðherra hafi und- irgengist þennan samning eða hvort hann hafnar honum. Margir taka leiðtoga þjóðarinnar sér til fyrirmyndar. Með ummælun- um er forsætisráðherra að grafa undan mikilvægu forvarnarstarfi til viðhorfsbreytinga til ofbeldis. Hætt er við að stuttmyndir gegn ofbeldi, eins og þær sem Friður 2000 lagði RÚV og Stöð2 til án endurgjalds, eða landsátak Rauða krossins gegn ofbeldi megi sín lítils gegn orðum landsföðurins. Harkalegt ofbeldi eykst samfara aukinni neyslu vímuefna sem losa um hömlur og skerða dómgreind. Erfitt getur verið í hita leiksins að draga línur hvort gefið er létt eða þungt höfuðhögg. Hvatning for- sætisráðherra til að leysa mál með höfuðhöggum er algerlega út úr kortinu og alvarlegt brot í starfi. Friður 2000 telur útilokað að for- sætisráðherra sitji óátalið áfram í embætti eftir að hafa látið hafa slíkt eftir sér. Afsögn væri eðlilegust til að sýna ótvírætt í verki að slíka hvatningu til ofbeldis láta ráðamenn þjóðar ekki frá sér fara. ALÞJÓÐASTOFNUNIN FRIÐUR 2000, Ástþór Magnússon og Eiríkur Eiríksson. Forsætisráðherra biðjist afsökunar Frá Friði 2000: „ÁSTAND rjúpnastofnsins“ heitir grein, sem birtist í Morgunblaðinu 11. september 2002. Undir grein- inni stendur: „Rjúpnaveiðimaður“. Hann lýsir rjúpnablóðbaðinu, sem viðgengist hefur ár eftir ár – og kennt við friðarhátíð – jólin. M.a. segir hann: „Allir, sem nálægt rjúpnaveiði koma, vita að því fer fjarri, að það lagaákvæði sé virt“, sem hann svo vitnar til, þ.e. að „rjúpu má ekki elta á vélsleða eða fjórhjóli! En fjöldi veiðimanna not- ar fjórhjól og vélsleða, gagngert til þess að elta uppi bráðina. Veiði- maður á vélsleða fer mjög hratt yf- ir og er fljótur að finna út hvar fuglinn heldur sig. Þegar hann er fundinn, er það undir hælinn lagt, hvort veiðimaðurinn stígur af sleð- anum á meðan skotið er, eða ekki.“ Ólafur K. Nielsen fuglafræðing- ur segir um rjúpuna: „Stofnsveiflur eru um það bil að þurrkast út.“ Hann telur, að lík- lega sé stofninn að hausti núna um 400–600 þúsund fuglar. En áður fyrr hafi rjúpurnar skipt milljón- um. Svona væri ekki komið nú ef listamanninum Jóhannesi Kjarval hefði verið hlýtt; hann vildi banna að skjóta rjúpuna. Íslendingum er það ævarandi skömm og skaði ef þeir reyna ekki strax með alfriðun að koma upp þeim staðfugla friðarstofni, sem var hér milljónir fugla löngu fyrir landnám og allt fram á 20. öld. Al- friðun, gjörbann á allar skotveiðar er lífsnauðsyn nú þegar. En það þarf líka átak til að fækka minkum og refum. Síla- og hettumáfar eru eggja- og ung- aræningar. Þeim þarf líka að fækka. Eingöngu eru ungar frá vori skotnir á haustin. 5.000 veiðimenn eru þar að verki, auk ýmissa ann- arra, sem skjóta jafnvel rjúpur á hlaði og kálf í túni, óskyggnir úti í náttúrunni. Skjótið nú minka í staðinn fyrir rjúpur. RÓSA B. BLÖNDALS, rithöfundur. Rjúpnaveiðar verður að banna strax Frá Rósu B. Blöndals:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.