Morgunblaðið - 10.10.2002, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 59
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert varkár og athugull og
nýtur trausts annarra. Á
komandi ári verða nánustu
sambönd þín í brennidepli.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fólk er reiðubúið til að
greiða skuldir sínar við þig
í dag. Notaðu tækifærið til
að endurheimta eigur þín-
ar og fjármuni..
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Gamalt vandamál kemur
upp á yfirborðið að nýju.
Þú hefur sex vikur til að
ráða fram úr því.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Samstarfsmenn þínir vilja
endurgjalda þér gamla
greiða. Vertu óhræddur
við að þiggja aðstoð þeirra.
Þú átt hana inni hjá þeim.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Eitthvað minnir þig á gam-
alt ástarævintýri. Annars
setja fjölskyldumál svip á
daginn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Á næstu sex vikum muntu
leggja áherslu á að fegra
heimili þitt. Þú getur ann-
aðhvort keypt þér nýja
húsmuni eða dyttað að
þeim gömlu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Á næstu vikum verður eitt-
hvað til þess að minna þig
á það hvað þú nýtur mik-
illar ástar. Njóttu þess.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú færð tækifæri til að
kaupa eitthvað sem þú hef-
ur áður látið ganga þér úr
greipum. Íhugaðu hvort
þetta sé raunverulega það
sem þú vilt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur sýnt öðrum vel-
vild og umhyggju að und-
anförnu og nýtur því virð-
ingar annarra. Það er gott
þegar fólk tekur eftir því
sem vel er gert.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur haft mikið að
gera að undanförnu og
þarft því á hvíld að halda.
Láttu það eftir þér að vera
einn með sjálfum þér í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú nýtur óvenju mikillar
athygli í dag. Fólk er
reiðubúið til að hjálpa þér
og gera þér greiða.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hikaðu ekki við að kynna
áhrifafólki hugmyndir þín-
ar. Þú nýtur velvildar og
því er þetta rétti tíminn til
aðgerða.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Dagurinn hentar vel til að
gera áætlanir varðandi út-
gáfustarfsemi, menntun og
ferðalög. Hikaðu ekki við
að taka af skarið í þessum
málaflokkum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
SÓLSTAFIR
Sólstafir glitra um sumardaga.
Sælt er á grund og tindi.
Algróið tún og unnið flag
ilmar í sunnanvindi.
Kveður sig sjálft í ljóð og lag
landsins og starfans yndi.
Annir og fegurð augað sér.
Yfir er sólarbjarmi.
Léttklætt til vinnu fólkið fer,
fölbrúnt á hálsi og armi.
Sumarsins gleði í svipnum er,
sólstafir innst í barmi.
Guðmundur Ingi Kristjánsson
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Nk.laugardag, 12. októ-
ber, er fimmtugur Aðal-
steinn Ingi Jónsson, bóndi í
Klausturseli á Jökuldal og
formaður félags sauðfjár-
bænda. Hann verður heima
og fagnar þessum tímamót-
um með frændum og vinum
frá kl. 20.
Ljósmynd/Sigríður Bachmann
BRÚÐKAUP.
Gefin voru
saman 27. júlí
sl. á Borg á
Mýrum af séra
Þorbirni Hlyni
Árnasyni þau
Fjóla Guðjóns-
dóttir og
Francois
E.T.M. Claes.
Heimili þeirra
er að Rauða-
nesi 2, Borgar-
nesi.
Ljósmynd/Sigríður Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 13. júlí sl. í Laugar-
neskirkju af séra Bjarna
Karlssyni þau Bettý Gríms-
dóttir og Árni Hrannar
Arngrímsson. Heimili
þeirra er að Gnoðarvogi 104,
Reykjavík.
Ljósmynd/Sigríður Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 22. júní sl. í Grafar-
vogskirkju af séra Sigfinni
Þorleifssyni þau Íris Björk
Hlöðversdóttir og Ægir
Finnbogason. Heimili
þeirra er í Gautavík 1,
Reykjavík.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4
cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3
Rc6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8.
Rd5 Bxd5 9. exd5 Re7 10.
Bg5 Rd7 11. Dd2 h6 12.
Bh4 Dc7 13. c4 Rg6 14.
Bf2 Be7 15. g3 0–0 16. h4
a5 17. Dc2
Bd8 18.
Rd2 a4 19.
Bh3 Rf6 20.
0–0–0 Da5
21. c5 a3
22. b3 dxc5
23. Rc4
Da7 24.
Hhe1 b5 25.
Rd6 Da6
Staðan
kom upp í
Evrópu-
keppni tafl-
félaga sem
lauk fyrir
skömmu í
Grikklandi.
Vladimir
Baklan (2.614) hafði hvítt
gegn Martin Borriss
(2.439). 26. Rxf7! Rxd5
staða svarts væri einnig
töpuð eftir 26... Kxf7 27.
Be6+. 27. Rxh6+ gxh6 28.
Hxd5 Hxf3 29. Bxc5 Df6
30. Hd6 og svartur gafst
upp. 3. umferð Mjólkur-
skákmótsins hefst kl. 17.00
í dag á Hótel Selfossi.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
ÁRIÐ 1966 kom á markaðinn
bridsbók sem lét lítið yfir sér,
en átti eftir að hafa mikil
áhrif í bridsheiminum: Kill-
ing Defence at Bridge eftir
Skotann Hugh Kelsey (1926–
95). Fram til þess tíma hafði
lítið verið skrifað skipulega
um vörnina og bók Kelseys
fullnægði því brýnni þörf.
Þótt margt hafi breyst í varn-
artækni á síðustu 36 árum
heldur bókin enn gildi sínu
sem þjálfun í rökréttri hugs-
un og umfram allt í því að
telja upp á þrettán.
Austur gefur; allir á hættu.
Norður
♠ –
♥ KD72
♦ KG4
♣KD8752
Vestur
♠ Á3
♥ Á8653
♦ Á9732
♣9
Vestur Norður Austur Suður
– – Pass 3 spaðar
Pass Pass Pass
Lesandinn er í vestur og
hittir á gott útspil gegn
þremur spöðum suðurs – tíg-
ulás. Makker lætur drottn-
inguna í slaginn. Hvernig á
nú að skipuleggja vörnina?
Það þarf ekki að hafa mörg
orð um það: drottning makk-
ers er ein á ferð. Sem þýðir
að suður á fjórlit í tígli til hlið-
ar við spaðann, sem senni-
lega er sjölitur í þessari stöðu
(í annarri hendi á hættunni).
Sagnhafi á því aðeins tvö spil
í hjarta og laufi. Hin „eðli-
lega“ vörn er að spila tígulníu
í öðrum slag og biðja þannig
um hjarta til baka. En það
dugir þó ekki ef suður er með
eyðu í hjarta, til dæmis þessi
spil:
Norður
♠ –
♥ KD72
♦ KG4
♣KD8752
Vestur Austur
♠ Á3 ♠ 9762
♥ Á8653 ♥ G1094
♦ Á9732 ♦ D
♣9 ♣G1043
Suður
♠ KDG10854
♥ –
♦ 10865
♣Á6
Suður trompar og spilar
spaða. Vörnin fær þá aðeins
fjóra slagi: þrjá á tromp og
einn á tígulás.
Kelsey mælir með því að
vestur spili tígultvisti í öðrum
slag og kalli þannig á lauf til
baka. Austur hlýðir og suður
tekur með laufás og spilar
spaðagosa. En vestur drepur
strax og spilar aftur smáum
tígli til að ítreka laufkallið.
Austur gefur makker lauf-
stungu og fær sjálfur þriðju
stunguna í tígli – tveir niður.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
Ætlar þú í nám?
Búfræðinám
Innritun nýnema í Bændadeild LBH stendur nú yfir.
Kennsla hefst 6. janúar 2003. Umsækjandi þarf að
vera orðinn 18 ára, hafa reynslu af landbúnaðar-
störfum og hafa lokið minnst 36 einingum í fram-
haldsskóla. Umsóknarfrestur er til 25. október 2002.
Námið er fjölbreytt starfsmenntun í landbúnaði með
áherslu á nautgriparækt og sauðfjárrækt.
Frekari upplýsingar er að finna á www.hvanneyri.is,
og á skrifstofu skólans í síma 437 0000, eða hjá
kennslustjóra, Birni Garðarssyni, netfang:
bjorng@hvanneyri.is
LBH - LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN Á HVANNEYRI
437 0000 - lbh@hvanneyri.is - www.hvanneyri.is
Vorum að
fá nýjar
haustvörur
fyrir alvöru
karlmenn
Stærðir
frá 2X-8X
VINNUFATABÚÐIN
Laugavegi 76,
s. 551 5425
Flauelsbuxur
Margir litir