Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALDONA Voldynskaja var16 ára gömul í ágúst 1942þegar þýskir hermenntóku hana af munaðar-leysingjahæli í Sovétríkj-
unum og fluttu til Þýskalands. Þar
var hún látin vinna við að ferma og af-
ferma bíla. Nú, 60 árum seinna, hafa
þýsk stjórnvöld beðið hana afsökunar
á meðferðinni og sent henni ávísun
upp á tæplega 200.000 ísl. kr. Hún
bíður hins vegar enn eftir bótum fyrir
það, sem hún og fjölskylda hennar
urðu að líða af hálfu stjórnvalda í eig-
in landi.
Eins og þúsundir Rússa, sem enn
eru á lífi, leið Voldynskaja minna af
hendi Hitlers en Jóseps Stalíns, ein-
ræðisherra í Sovétríkjunum. KGB,
sovéska leynilögreglan, lét taka föður
hennar af lífi 1938 en sendi Vold-
ynskaja og móður hennar í vinnubúð-
ir. Þegar Voldynskaja var 11 ára var
henni komið fyrir á munaðarleys-
ingjahæli fyrir börn „óvina fólksins“
og þar var hún þegar þýsku hermenn-
irnir tóku hana. Þegar hún sneri heim
eftir stríð var henni umsvifalaust
varpað í fangelsi fyrir að fela skjöl um
handtöku foreldra sinna.
260 krónur á mánuði
Einu sárabæturnar, sem Voldynsk-
aja og aðrir hafa fengið, eru 260 kr.
styrkur á mánuði og ákveðinn afslátt-
ur af leigu og annarri þjónustu. Að
öðru leyti heyra þjáningar og dauði
milljóna manna sögunni til og ekki er
laust við, að aðeins hafi verið hresst
upp á ímynd Stalíns.
Þjóðverjar hafa beðist afsökunar á
Hitler en í Rússlandi ríkir undarleg
þögn um Stalín þótt næstum hálf öld
sé liðin frá því dauði hans batt enda á
lengstu og skelfilegustu ógnarstjórn í
Evrópu á 20. öld. Í Rússlandi er ekk-
ert opinbert safn um glæpi Stalíns.
Talsmenn Memorial, helstu mann-
réttindasamtaka í Rússlandi, segja
opinber gögn sýna, að ein milljón
manna að minnsta kosti hafi verið líf-
látin fyrir pólitíska glæpi og 9,5 millj-
ónir manna eða fleiri verið fluttar
nauðungarflutningi, reknar í útlegð
eða fangelsaðar á árunum 1921 til
1953.
Minnismerkið í Moskvu um örlög
alls þessa fólks, steinn úr fangabúð-
um, er svo lítilfjörlegt, að fæstir koma
auga á það í litlum garði skammt frá
fyrrverandi höfuðstöðvum KGB við
Lúbjanka-torg. Þá er aðgangur að
skjalasafni KGB svo takmarkaður, að
jafnvel þeir, sem lifðu af Gúlag-
vistina, fá ekki að vita hver sveik þá.
Sumir fræðimenn telja, að vegna
ástandsins í landinu, upplausnar og
fátæktar, hafi fáir Rússar áhuga á
upplýsingum um grimmdarverk leið-
togans, Bóndans í Kreml. Aðrir, til
dæmis Alexander Jakovlev, fyrrver-
andi félagi í stjórnmálaráði kommún-
istaflokksins, óttast, að þetta upp-
gjörsleysi valdi því, að mannréttindi
verði áfram fremur fjarlægt hugtak
venjulegum Rússum. Þeir hafa
áhyggjur af því, að Rússar kunni síð-
ar að láta blindast af valdaglýjunni,
hvort sem um verður að ræða annan
einræðisherra eða aukin áhrif lands-
ins á alþjóðavettvangi.
„Það er svo undarlegt með okkur
Rússa, að við látum bugast af sorg yf-
ir dauða eins manns en ypptum öxlum
yfir dauða milljóna manna,“ sagði
Jakovlev en hann var áður einn af
frumkvöðlum efnahagslegra umbóta
á dögum perestrojkunnar og stýrir
nú nefnd, sem á að hreinsa nafn
þeirra, sem kommúnistar ofsóttu.
Stalín ekki lengur alvondur
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi
forseti Sovétríkjanna, og Borís Jelts-
ín, fyrrverandi forseti Rússlands, for-
dæmdu báðir Stalín en í forsetatíð
Vladímírs Pútíns má sjá þess merki,
að Stalín sé ekki lengur talinn alvond-
ur. Pútín hefur leyft, að slegnir séu
500 sérstakir silfurpeningar með
mynd Stalíns og hann hefur afhjúpað
minningarskjöld um herforingjann
Stalín. Á fundi með pólskum frétta-
mönnum fyrr á árinu sagði hann, að
þótt Stalín hefði verið einræðisherra,
væri „rangt að gleyma því“, að hann
hefði leitt Sovétríkin til sigurs í síðari
heimsstyrjöld.
Pútín, sem var yfirmaður rúss-
nesku öryggislögreglunnar, FSB, arf-
taka KGB, 1998 til 1999, sagði nýlega,
að hún ætti „að vera hreykin af fortíð-
inni, hetjum sínum og afrekum
þeirra“. Í samræmi við það ber nýtt
dagatal FSB mynd af höfuðstöðvum
KGB við Lúbjanka-torg eins og þær
voru í tíð kommúnista ásamt stytt-
unni af Felix Dzerzhínskí, stofnanda
öryggislögreglunnar. Það eru þó tak-
mörk fyrir öllu. Þegar Júrí Lúzhkov,
borgarstjóri í Moskvu, lagði til fyrir
skömmu, að 14 tonna styttunni af
Járn-Felix yrði komið upp aftur, þá
sagði Kreml nei. Það gæti ekki gengið
gagnvart Rússum almennt.
Pútín endurspeglar samt sem áður
vissa eftirsjá meðal Rússa eftir Stalín,
sem var um það bil kominn í guðatölu
er hann lést. Í skoðanakönnun fyrir
ári var helmingur landsmanna eins og
á báðum áttum um hann og aðeins
fjórðungur sagði, að hann hefði gert
af sér meira illt en gott. Kommúnist-
ar, sem eru með stærsta þingflokk-
inn, lofa hann hins vegar í hástert og
segja sögur af fjöldahandtökum og
fjöldamorðum vera stórlega ýktar.
Sluppu við reikningsskilin
Ein af ástæðunum fyrir þögninni er
sú, að stjórnmálamennirnir eru af-
kvæmi sovétskipulagsins og önnur sú,
að friðsamleg upplausn Sovétríkj-
Ljósmynd/Perm-safniðPerm-36, einar af síðustu fangabúðum Stalíns. Þeim er nú verið að breyta í safn.
Washington Post/Sharon LaFraniere
Aldona Voldynskaja. Þjóðverjar hafa sent henni bætur en hún býst
ekki við neinu slíku frá rússneskum stjórnvöldum.
Neita að horfast í
augu við fortíðina
Í Rússlandi ríkir að mestu þögnin ein um Stalínstímann og enginn hefur verið dreg-
inn til ábyrgðar á glæpaverkunum sem þá voru framin. Það er jafnvel ekki laust við,
að aftur sé farið að hampa einræðisherranum sem miklum leiðtoga.
Moskvu. Los Angeles Times.
’ Við látum bugastaf sorg yfir dauða
eins manns en ypp-
um öxlum yfir dauða
milljóna manna. ‘
MENN vita það fyrir víst hvar þeir eru
staddir þegar komið er til Mexíkóborg-
ar: Leigubílarnir, grænu og hvítu
Volkswagen-bjöllurnar, sem hökta
másandi og blásandi eftir troðfullum
götunum, segja allt, sem segja þarf.
Nú lítur samt út fyrir, að dagar þeirra
verði brátt taldir.
Mexíkó er eina landið þar sem
gömlu Volkswagen-bjöllurnar eru enn
framleiddar og þær hafa lengi notið
mikilla vinsælda þar. Er Bjallan jafn-
einkennandi fyrir Mexíkóborg og gulu
leigubílarnir fyrir New York.
Yfirleitt hefur fremra farþegasætið
verið fjarlægt til að gera það auðveld-
ara fyrir fólk að komast inn og út úr
bílnum og sagt er, að dæmi séu um, að
fimm eða sex manna fjölskylda troði
sér í aftursætið. Einn af kostunum við
Bjölluna er, að hún er ódýr. Ný kostar
hún um 650.000 ísl. kr. og auðvelt er
að finna ódýra varahluti. Þá er hún lítil
og það kemur sér svo sannarlega vel í
eilífri umferðarteppunni í borginni.
Ókostirnir eru aftur þeir, að vélin er
loftkæld og mengar mikið. Í Bandaríkj-
unum var framleiðslan stöðvuð 1977
og bannað er að flytja gömlu Bjölluna
inn vegna þess, að hún uppfyllir ekki
mengunarstaðla.
„Vocho“ veifað á eigin ábyrgð
Bjallan, eða „Vocho“ eins og hún er
kölluð í Mexíkó, er líka vinsæl hjá þjóf-
um og mannræningjum. Láta þeir líta
út sem um leigubíl sé að ræða en þeg-
ar inn er komið á fólk sér ekki und-
ankomufæri enda engar afturdyr á
bílnum. Stundum er fólkinu haldið dög-
um saman eða svo lengi sem það tek-
ur það að tæma bankareikninginn sinn
í einhverjum hraðbankanum. Margir
fararstjórar eru vanir að segja ferða-
fólki það, sem allir borgarbúar vita:
Þeir, sem veifa „vocho“, gera það á
sína ábyrgð.
Þetta er ein meginástæðan fyrir því,
að borgaryfirvöld vilja Bjölluna feiga.
Þótt hún verði ekki bönnuð, þá munu
nýjar reglur um, að allir leigubílar hafi
fernar dyr, ryðja henni burt á skömm-
um tíma. Segja embættismenn, að
Bjallan ekki lengur boðleg sem leigubíll
AP
Mengun frá einni Bjöllunni mæld í Mexíkóborg. Nýjar reglur kveða á um, að allir leigubílar hafi fernar dyr.
Mexíkóborg. AP.
’ Bjallan er líka vinsæl hjá
þjófum og mann-
ræningjum. ‘