Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 23
hafa sýnt að í kringum helmingur
kjósenda sé ákveðinn í að greiða
ESB-aðildinni atkvæði sitt en um
þriðjungur á móti. Munu því báðar
fylkingar berjast hart um atkvæði
hinna óákveðnu. En jafnvel þótt allt
gangi eftir og Malta verði fullgildur
aðili að ESB árið 2004 er spurning
hvað gerist ef Verkamannaflokkur-
inn skyldi ná aftur meirihluta í
næstu þingkosningum og Sant
mynda nýja ríkisstjórn, skipaða
mönnum ósáttum við aðildina. And-
staðan hefur helgast m.a. af ótta um
að þátttaka í sameiginlegu landbún-
aðarstefnunni myndi hækka verðlag
á lífsnauðsynjum og um að aðildin
myndi spilla fyrir rótgróinni hlut-
leysisstefnu lýðveldisins.
Búlgarar lengra komnir
en Rúmenar
Strax áður en framkvæmda-
stjórnin kynnti formlega niðurstöð-
ur nýju aðildarhæfnis-matsskýrsln-
anna voru ráðamenn í Búlgaríu
byrjaðir að bregðast við þeim. „Eins
og sakir standa eru umbætur í Búlg-
aríu mun lengra á veg komnar [en í
Rúmeníu]; þetta er niðurstaða
framkvæmdastjórnarinnar, ekki
mín eigin skoðun,“ var í síðustu viku
haft eftir Meglevu Kunevu, Evrópu-
málaráðherra og aðalsamninga-
manni Búlgaríu í aðildarviðræðun-
um.
Búlgarar hafa nú náð að ljúka 22
af 31 efniskafla aðildarviðræðnanna
(sem miðast við uppskiptingu laga-
safns ESB, sk. acquis commun-
autaires), en Rúmenar aðeins 13.
Er greinarhöfundur hitti Kunevu
í Berlín fyrr á árinu sagðist hún
telja raunhæft að Búlgarar gætu
lokið aðildarviðræðunum á árinu
2003. Hún lagði einnig áherzlu á að
því fylgdu áhættur að halda landi
hennar utan við fyrstu stækkunar-
lotuna til austurs. Ein væri sú að
það gerði landinu enn erfiðara að ná
sama stigi aðlögunar að ESB og hin
mið- og austur-evrópsku umsóknar-
ríkin/nýju aðildarríkin en ella. Sú
aðstoð sem Búlgaría og Rúmenía
gætu vænzt að fá við umbótaferlið
yrði tæpast jafn umfangsmikil og sú
aðstoð sem nýju aðildarríkin munu
hafa aðgang að.
Þá benti Megleva á, að vart yrði
hjá því komizt að frestun á ESB-
aðildinni myndi hafa neikvæð áhrif á
almenningsálitið í Búlgaríu í garð
Evrópusambandsins, svo og á
möguleika landsins á að draga til sín
erlenda fjárfestingu.
Aftur á móti hefur verið bent á að
veikburða efnahagslíf Búlgaríu og
Rúmeníu myndi ekki hafa gott af því
að þurfa of fljótt að standast sam-
keppnisþrýstinginn á innri markaði
Evrópu. Lengri aðlögunartími væri
því sjálfu fyrir beztu. Það sem þó
hefur verið hvað erfiðasta málið í
samskiptum Búlgaríu og ESB er
deila um kjarnorkuverið í Kozlodui,
sem er með gamla kjarnaofna af
sovézkri gerð. ESB þrýstir á um að
tveir af ofnum versins verði teknir
úr umferð fyrir 2006. Sambandið
hafði reyndar gert lokun tveggja
elztu ofnanna að skilyrði fyrir upp-
töku aðildarviðræðna á sínum tíma.
Búlgarska þingið ályktaði hinn 1.
október að ekki skyldi loka kjarna-
ofnunum og setti þar með strik í
reikning ríkisstjórnarinnar sem
hafði gert sér vonir um að geta lok-
að orkumálakafla aðildarviðræðn-
anna fyrir lok þessa árs. Kozlodui-
verið sér Búlgörum fyrir 40% raf-
orkuþarfa sinna.
Vasile Puscas, aðalsamninga-
manni Rúmeníu í aðildarviðræðun-
um, var ekki skemmt yfir nýjustu
ummælum kollegu sinnar Kunevu
sem gengu í raun út á að Búlgaría
verðskuldaði að vera tekin fyrr inn í
sambandið en Rúmenía; kallaði
Puscas afstöðu hennar „machiavell-
íska“.
En er greinarhöfundur hitti Pusc-
as í Berlín fyrr á árinu viðurkenndi
hann að stærð Rúmeníu gerði
stjórnvöldum erfiðara um vik að
hrinda þeim umbótum í framkvæmd
með árangursríkum hætti sem
nauðsynlegar eru til að búa landið í
stakk fyrir aðild að ESB. Í Rúmeníu
búa um það bil jafnmargir og á öll-
um Norðurlöndunum til samans, yf-
ir 22 milljónir. Íbúar Búlgaríu eru
um 8,2 milljónir.
Að dómi framkvæmdastjórnar-
innar eru vandamálin í Rúmeníu
býsna víðtæk; efnahagsástandið er
slæmt, spilling útbreidd og stjórn-
kerfið óskilvirkt. Aðildarviðræðurn-
ar við Rúmeníu eru þó það langt
komnar, að búið er að opna alla
samningskafla. Sagðist aðalsamn-
ingamaðurinn Puscas í samtali við
greinarhöfund vonazt til að hægt
yrði að ljúka öllum köflunum í sein-
asta lagi árið 2004. Með dyggum
stuðningi ESB við umbótaþróunina
í landinu á næstu árum álítur
Puscas raunhæft að landið geti
gengið í sambandið árið 2007. Vilji
Búlgarar fá inngöngu fyrr sé það
„þeirra vandamál“, að því er netritið
Transitions Online hefur eftir
Hildegard Puwak, Evrópumálaráð-
herra Rúmeníu.
Balkanlönd: ESB-aðild
er langtímamarkmið
Mesta „vandamálasvæði“ Suð-
austur-Evrópu, löndin á vestanverð-
um Balkanskaga, er af augljósum
ástæðum ekki eins langt á veg kom-
ið að því markmiði að taka virkan
þátt í Evrópusamrunanum og önnur
og friðsamari svæði álfunnar. Slóv-
enía er eini hluti gömlu Júgóslavíu
sem auðnazt hefur að sleppa við
stríðseyðileggingu og tilheyrandi
efnahagslega og pólitíska óreiðu
sem einkennir hins vegar ástandið í
Króatíu, Bosníu-Herzegóvínu,
Júgóslavíu (þ.e. Serbíu-Svartfjalla-
landi), Makedóníu og Albaníu. Með-
al stjórnmálamanna í þessum lönd-
um öllum er þó mjög útbreiddur
stuðningur við það langtímamark-
mið að fara að dæmi Slóveníu og fá
inngöngu í ESB, sem litið er á sem
félagsskap sem tryggir velmegun og
stöðugleika. Óhætt er þó að fullyrða
að af þessum ríkjum eigi eingöngu
Króatía raunhæfa möguleika á að
takast að uppfylla skilyrðin fyrir að-
ild að sambandinu á þessum áratug.
Loks má ekki gleyma því að aust-
an við væntanleg austurlandamæri
stækkaðs ESB eru lönd sem tví-
mælalaust eru evrópsk og uppfylla
þar með grundvallarforsenduna fyr-
ir því að eiga tilkall til þess að mega
sækja um aðild að ESB, eins og
kveðið er á um í stofnsáttmála sam-
bandsins. Reyndar leikur ekki vafi á
því að þessi lönd, fyrrverandi Sov-
étlýðveldin Úkraína, Hvíta-Rúss-
land, Moldóva og Rússland sjálft,
eru „evrópskari“ en Tyrkland. Þrátt
fyrir það er vart raunhæft að ætla
að þessi lönd verði nokkurn tímann
fullgildir aðilar að ESB. Líklegra er
að þessi lönd – og jafnvel fleiri fyrr-
verandi Sovétlýðveldi – verði þegar
til lengri tíma er litið tengd ESB-
markaðnum með aðlögunarsamn-
ingum sem þó munu vart ganga eins
langt og EES-samningurinn, en
eitthvað í þá áttina þó, þ.e. fríverzl-
unarsamningar að viðbættum fleiri
atriðum sem binda þessi lönd innri
markaði Evrópu nánari böndum og
kvæðu t.d. á um pólitískt samráð og
samstarf á fleiri sviðum en hinu
efnahagslega.
Lokaorð
Flest bendir nú til þess að það
gangi eftir að aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins – og Evrópska
efnahagssvæðisins þar með – fjölgi
úr 15 í 25 árið 2004, í 27 árið 2007 og
jafnvel enn fleiri áður en áratugur-
inn er úti. Ýmislegt getur þó enn
sett þetta ferli út af sporinu; hafni
Írar því að staðfesta Nizza-sáttmál-
ann svokallaða er þeir greiða at-
kvæði um hana öðru sinni um næstu
helgi verða góð ráð dýr, þar sem
enginn nýr aðildarsamningur getur
tekið gildi fyrr en þær breytingar á
stofnanakerfi og ákvarðanatöku
ESB sem kveðið er á um í sáttmál-
anum verða komnar til fram-
kvæmda. Þá verða þjóðaratkvæða-
greiðslur haldnar í flestum
umsóknarríkjunum um aðildar-
samningana og ekki er hægt að úti-
loka að í einhverju þeirra komi upp
„norskt ástand“; þ.e. að meirihluti
almennings felli samninginn þótt
allt starf stjórnkerfisins í viðkom-
andi landi hafi árum saman miðað að
því marki að ganga í sambandið. Og
hvort eitthvað verður úr hótunum
Tyrkja og Grikkja í sambandi við
Kýpur á líka eftir að koma í ljós.
Hvað sem öllu þessu líður er víst,
að næsta stækkunarlota sambands-
ins mun jafngilda stökkbreytingu á
skipulagi álfunnar.
auar@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 23
Dr. Fischer
hreinsiklútar
Frábær vara á verði sem
kemur á óvart
Dr. Fischer hreinsiklútarnir eru
ótrúlega auðveldir og þægilegir í
notkun því þeir fjarlægja allan farða
á augabragði, hvort sem um er að
ræða andlits- eða augnfarða. Í
hreinsiklútunum er andlitsvatn auk
kamillu (Chamomille), sem hefur
róandi og nærandi áhrif á húðina
og hjálpar til við að halda
rakastigi húðarinnar réttu.
Dr. Fischer hreinsiklútarnir eru
ofnæmisprófaðir og henta
öllum húðgerðum.
Útsölustaðir: Allir helstu stórmarkaðir og apótek landsins.
* Innifali›: Flug, flugvallaskattar,
gisting, fer›ir til og frá flugvelli
erlendis og íslensk fararstjórn.
kr.
*
kr.
*
41.150
á mann m.v. tvo fullor›na og
25.000 frípunkta.
Fríkortstilbo›
Tilbo›sver› 54.900
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666
og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts‡n
Nú fer hver a› ver›a sí›astur - fer›ir a› seljast upp
Fjölbreytt úrval gó›ra gistista›a og glæsihótela.
Úrval-Úts‡n b‡›ur upp á skemmtilegar og fræ›andi
sko›unarfer›ir um eyjuna og á kvöldin kviknar fjölbreytt
skemmtanalíf flar sem allir finna eitthva› vi› sitt hæfi. Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
1
90
50
10
/2
00
2Kanaríeyjar
Trygg›u flér sól í vetur
Betri fer›ir – betra frí
Enn eru örfá sæti laus í jólafer› 19. desember.
Golf á hagstæ›u ver›i
Tvöfaldir frípunktar 30. nóvember
í 19 nætur.
fiú getur n
ota› frípun
kta í
allar fer›ir
til Kanaríe
yja á›ur
en fleir ren
na út um á
ramótin.
Bankastræti 3, 551 3635
pink mat; eau de parfum
japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA