Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 27 Hvað er lítið, öruggt og snöggt? Finndu svarið í blaðinu. Síðumúla 1 • 108 Reykjavík Sími 510 4000 • Fax 510 4001 www. honnun.is ÁR M ÚL I GRENSÁSVEGUR SÍ ÐU M ÚL I F E LL S M Ú LI M IK LA B R A U T SU ÐU RL AN DS BR AU T 11 89 / T A K T ÍK Hönnun mun í byrjun næsta árs flytja starfssemi sína úr höfuðstöðvunum að Síðumúla 1 í glæsilegt húsnæði að Grensásvegi 1, sem nú hýsir skrifstofur Orkuveitu Reykjavíkur en er í eigu Hönnunar. Núverandi húsnæði Hönnunar er farið að þrengja verulega að starfseminni enda hefur umfang Hönnunar og starfsmannafjöldi vaxið talsvert á undanförnum árum. Nýja húsnæðið er um það bil tvöfalt stærra en núverandi húsnæði og því ljóst að fara mun vel um starfsfólk Hönnunar á Grensásvegi 1. Síðumúli 1 til sölu eða leigu Hönnun flytur á Grensásveg 1 Um er að ræða húsnæði í tveimur byggingum að Síðumúla númer 1 og hluta hússins að Síðumúla 3-5. • Síðumúli 1 – 1130 m2 á þremur hæðum • Síðumúli 1 – 140 m2, á 2. hæð • Síðumúli 3-5 – 325 m2 Nánari upplýsinga er hægt að leita hjá neðangreindum fasteignasölum: Sími 595 9000 FASTEIGNASALA Sími 552 6000 Sími 530 1500 NÚTÍMALJÓSMYNDIR eftir 36 þýska ljósmyndara eru nú til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ljós- myndirnar koma frá Nytjalistasafn- inu í Gera í Þýskalandi og eiga það sameiginlegt að hafa verið í verð- launasamkeppni kenndri við lista- konuna Aenne Biermann sem bjó og starfaði í Gera frá árinu 1921 en lést langt fyrir aldur fram árið 1933. Tilgangur Aenne Biermann verð- launasamkeppninnar er að stuðla að framgangi frjórrar og frumlegrar nútímaljósmyndunar og er það vel. Þó er fátt mjög frumlegt, frjótt eða nýstárlegt að sjá á þessari sýningu séu verkin borin saman við margt af því sem gert hefur verið á sviði ljós- myndunar á 20. öldinni og það sem af er þessari öld. Ljósmyndin sem miðill hefur farið í gegnum svo margar umbyltingar í meðförum listamanna að það að dæma verk í ljósmyndasamkeppni út frá frumleika verður sífellt erfiðara, hugtakið er of víðfeðmt. Það er frek- ar að myndverkið sem slíkt í heild- stæðri mynd sinni, hugmynd, úr- vinnsla, framsetning í rými og ólíkindi geti þegar allt kemur saman verið frumlegt eða frjótt í mjög ákveðnu samhengi. Allt slíkt er víðsfjarri á sýningunni þar sem allar myndirnar eru eins rammaðar inn á svörtum bakgrunni í grönnum álramma. Framsetning myndverka á sýningu er gríðarlega mikilvæg og sama framsetningin passar langt því frá öllum myndun- um, því hver þeirra hefur jú sinn persónulega stíl. Þær myndir sem athyglisverðast- ar eru á sýningunni eru New Albania eftir Norbert Enker frá Essen, þar sem hann teflir saman börnum að leik í tívólítækjum og mönnum að hengja upp dýraskrokka framan við blóði drifinn slátrunarvöll. Stefanie Grebe frá Krefeld er með tvö portrett af konum sem njóta sín vel, en titlar myndanna eru Simulate yourself. Jeanette Abee frá Berlín sýnir listræna takta í Frosthörkum og jafnframt eru tvær myndir Nina Schmitz af konum á ýmsum aldri listrænar og minna á margt úr nú- tímamyndlistarljósmyndum sem aft- ur vísa í tískuljósmyndun. Síðast en ekki síst ber að nefna myndina Barki söngvarans, þar sem teflt er saman mynd af bláum rósum og mynd af Maríulíkneski, með áhrifamiklum hætti. Flestar ljósmyndirnar eru snotrar og vel unnar, nokkrar komast ná- lægt því að vera góð listaverk en Barki Söngvarans og New Albania ná því að verða eftirminnilegar. MYNDLIST Ljósmyndasafn Reykjavíkur Opið virka daga frá kl. 12-17 og um helg- ar frá kl. 13-17. Til 15. október. LJÓSMYNDIR ÝMSIR LISTAMENN Frumleg- ar nú- tímaljós- myndir? Án titils eftir Ninu Schmitz. Verkið hlaut önnur verðlaun í verðlauna- samkeppni Aenne Biermann árið 2001. Þóroddur Bjarnason Frida er eftir Bárbara Mujico í þýðingu Helgu Þór- arinsdóttur. Í kynningu segir m.a.: „Mexíkóska listakonan Frida Kahlo hefur í tím- ans rás orðið að átrúnaðargoði kvenna um allan heim. Málverk hennar eru táknmynd- ir um sköpunarmátt og sigurvilja kvenna og ævi hennar er sveipuð goðsögulegum ljóma. Hún giftist öðrum frægum myndlistarmanni, Diego Rivera, og ástríðuþrungið hjónaband þeirra einkenndist af ást, afbrýðisemi og svikum. Sagan er lögð í munn Cristinu, yngri systur Fridu, sem alla ævi stendur í skugga systur sinnar, en þær systur sóttust báðar eftir ástum sama mannsins.“ Bárbara Mujico er rithöfundur, gagnrýnandi og prófessor í spænsku við háskólann í Georgetown. Hún hefur tvisvar verið tilnefnd til Push- cart-verðlaunanna, sigrað í al- þjóðlegri bókmenntasamkeppni sem kennd er við E.L. Doctorov og hlotið Pangolin-verðlaunin ásamt fleiri við- urkenningum. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda úr lífi Fridu og einnig litmyndum af verkum hennar. Nýverið var frumsýnd kvikmynd byggð á ævi Fridu þar sem Salma Hayek leikur Fridu og verður hún sýnd hér á landi í nóvember. Útgefandi er JPV-útgáfa. Skáldsöguleg ævisaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.