Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 30
SAMSÝNINGIN „Kuu“ var opnuð í gær í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þar sýna í Sverrissal og Apóteki fjórir myndlistarmenn sem búsettir eru í Eistlandi, þeir Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan Toomik og Jan Paavle. Listamennirnir eru þekktir jafnt í heimalandi sínu sem utan þess, en Jaan Toomik er óhætt að kynna sem einn þekktasta samtímalistamann Eistlands. Toomik hefur m.a. verið fulltrúi á Feneyja- og Sao Paulo- tvíæringnum en verk hans hafa orð- ið umdeild í Eistlandi vegna póli- tískra skírkotana þeirra. Paul Rodg- ers er Breti en hann hefur verið búsettur í Eistlandi undanfarin ár. Hann hefur líkt og þeir Ojaver og Paavle sýnt víða í Eystrasaltslönd- unum, á Norðurlöndum og í öðrum Evrópulöndum. Listamennirnir fjór- ir hafa starfað nokkuð saman, eink- um Jaan Toomik og Paul Rodgers. Um sýninguna segir m.a. í kynn- ingu: „Orka einstaklingsins – hvern- ig hún myndast og hvernig hún eyðist. Ekki kraftur efnisins eins heldur andans og tilfinninganna, það er kjarni þessarar sýningar. Fjórir listamenn eiga hér verk, mynd- bandsverk, innsetningar og gern- inga. Þeir starfa allir í Eistlandi og starfa saman að listsköpun sinni sem oft nálgast sviðslist, leiðir okkur á nýjan sjónarhól þaðan sem útsýni er ókunnuglegt og hleypir hrolli milli skinns og hörunds, áhorfandinn fær gæsahúð.“ Sýningin er styrkt af mennta- málaráðuneyti Eistlands og mennta- málaráðuneyti Íslands. Hún stendur til 4. nóvember og er Hafnarborg opin milli 11 og 17 alla daga nema þriðjudaga. Samtímalist frá Eistlandi Eistneski myndlistarmaðurinn Jaan Toomik sýnir ásamt þremur öðrum löndum sínum í Hafnarborg í Hafnarfirði um þessar mundir. Morgunblaðið/Kristinn KÁRI Svensson og Eyðun af Reyni, tveir færeyskir list- málarar, sýna nú verk sín hvor í sín- um hluta sýningar- salarins Húss mál- aranna á Eiðistorgi. Eyðun er fæddur í Þórshöfn árið 1951 og nam á sínum tíma listmálun við Konunglegu aka- demíuna í Kaup- mannahöfn. Hann er jafnframt sonur Ingálvs af Reyni, eins af þekktari list- málurum sem Fær- eyingar hafa átt. Kári er fæddur í Þórshöfn árið 1954 og er sjálfmenntað- ur listamaður. Auk listsköpunar er hann í forsvari sam- taka færeyskra myndlistarmanna. Báðir sækja listmálararnir innblást- ur í náttúruna og vinna úr áhrif- unum í óhlutbundið form. Formræn nálgun þeirra er ekki ólík og báðir vinna þeir í grófum expressjónísk- um handtökum í anda eftirstríðs- málverka á Norðurlöndum og Þýskalandi, sem ríkt er í færeyskri myndlistarhefð. Innan þess ramma er þó dágóð vegalengd á milli verka þeirra. Kári Svensson vinnur með brúnleita jarðliti sem hann ýmist teygir í gult eða svart. Skýr skil eru á milli forma og vinnubrögðin eru misjafnlega átakamikil, líkt og listamaðurinn skipti skapi á milli verka. Í tveimur myndanna, „Á fjöllum“ og „Hugbirting“, krotar hann útlínur af manneskjum í horn- ið á verkunum. Gefur það allt ann- an inngang að myndunum en þeim sem eru að öllu óhlutbundnar. Festi ég síður hald á þau verk þrátt fyrir fígúrasjónina og að lokinni sýningu sitja þau mér sterkar í minni en önnur verk Kára. Verk Eyðuns af Reyni eru litrík, efnistökin laus og hröð. Mynda þau samstæða heild, enda samskonar uppbygging á þeim öllum. Lista- maðurinn vinnur mörg lausleg form en skiptir þó fletinum í þrjá hluta, efri hluta, miðju og neðri hluta. Eru formin gjarnan breiðust um miðjan myndflötinn og þannig leiðir eitt málverk mjög eðlilega af öðru í rýminu. Naumt er á milli verka á sýning- unni, en þau standa það bærilega af sér. Er hér á ferðinni sýning sem aðdáendur ljóðrænnar abstraksjón- ar ættu að heimsækja áður en yfir lýkur. MYNDLIST Hús málaranna Salurinn er opinn á fimmtudögum til sunnudags frá 14–18. Síðasti sýningardagur er 13. október. OLÍUMÁLVERK EYÐUN AF REYNI OG KÁRI SVENSSON Afstrakt jörð Kári Svensson: Á fjöllum. Vetrarsól eftir Eyðun af Reyni. Jón B.K. Ransu LISTIR 30 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stærsti vinnustaður heims er orðinn hljóðlaus héð.gag g Ra uð ar ár st íg ur Þv er ho lt lt St Stan Skipholt Brautarholt at ún Laugave Hát M Sa B H öf ða tú n Sæt únSkúlatún Skúlagata eintún HLEMMUR M jö ln is h. Sýning um helgina á milli kl. 10-16 Invita sýnir nú um helgina nýja skúffu- hemlunarbúnaðinn - „Ljúfskúffulokun- ina“ - sem lokar skúffunum þínum leik- andi létt og ljúft. Reyndu og hlustaðu - upplifðu kyrrðina í eldhúsinu. Tökum ennþá gömlu eldhúsinnrétting- una upp í nýja. Ýmis tilboð einungis um þessa helgi. - persónulega eldhúsið ELDASKÁLINN Brautarholti 3 • 105 Reykjavík Sími: 562 1420 • Fax: 562 1375 Netfang: eldask@itn.is www.invita.com Hér erum við: Song Kurt Weils söng hún tromp- etsóló Cliffords Brown með dygg- um stuðningi Sonders bassaleikara og minntu þau stundum á Slam Stewart og Major Holley. Túlkun sveitarinnar á My Funny Valentine var óvenjuleg. Fyrst bjóst maður við tangói en svo kom Valentinan með latínfíling. Memories Of You eftir gamla ragtæmpíanistann Eubi Blake steinlá. Håkon Mjåset bregst aldrei burstasveiflan og Live Maria brá fyrir síg viskírödd. Annars beitti hún röddinni spar- lega þetta kvöld og náði mikilli ná- lægð í túlkun söngdansanna án þess að gefa nokkuð eftir í sveifl- unni. Ýmis lög tengd Ellu Fitzger- ald voru á efnisskránni, s.s. Mr. Paganini, Let’s Do it og Love For Sale og geislaði Live Maria af lífs- gleði í þessum söngvum. Tvær ball- öður voru sérstaklega eftirtektar- verðar í túlkun hennar. Þar náði hún inn að innstu kviku þeirra: You’ve Changed sem Dexter Gord- on blés allra manna best og Nature Boy. Þarna fór ekki á milli mála að fullþroskuð söngkona vélaði um. Útsetningar Erlend Skomsvoll voru hver annarri skemmtilegri, en einna best var útsetning hans á My Favorite Thing úr Sound Of Music eftir Richard Rodgers og Hammer- stein þriðja. Eftir að Coltrane lék þennan söngdans í djassi hefur verið erfitt að leika hann á annan hátt með árangri, en skemmtileg útsetning Skomsvoll, þarsem hall- æri söngleiksins og ferskleiki djasshugsunar hans blandaðist, hitti beint í mark. Skomsvoll er ansi sleipur píanisti en ber þess merki að vera tónskáld og útsetjari. Massívir hamrandi hljómar skiptust á við einfaldan einsfingursspuna og á stundum brá fyrir impressjónískri tónhugsun af skóla Jarretts og félaga. Flygillinn var heldur vanstilltur þetta kvöld og hljómblöndun í sal slæm, en það kom ekki í veg fyrir að maður nyti hvers tóns er Come Shine flutti og Söndre var traustur í bassaleiknum og Håkon er óefað einn fremsti trommari Norður-Evrópu undir þrítugu. DJASS Kaffileikhúsið Live Maria Roggen, söngur, Erlend Skomsvoll, píanó og útsetningar, Sondre Meisfjord, bassi, og Håkon Mjåset Jo- hansen, trommur. COME SHINE Gæða- djass ÞAÐ var gleðilega mikið um er- lendar heimsóknir djasssveita í september. Fyrst kom japönsk bossasveit, sem ekki var upp á marga fiska, þá barrok og djass milli steins og sleggju í túlkun tríós Jacques Loussiers, en allt er þegar þrennt er og norska hljómsveitin Come Shine kom sá og sigraði. Margar ungar norrænar söngkonur hafa náð heimsfrægð undanfarin ár og fetað í spor hinna miklu djassdíva; Alice Babs og Karen Krog. Ég er sannfærður um að Live Maria verður í þeim hópi er fram líða stundir. Klassískir söngdansar báru upp efnisskrána þótt einstaka nútímaverk flyti með s.s. The Saga of Harrison Ceabfethers eftir Steve Kuhn, sem Sheila Jordan söng sem best með Arild Ander- sen. Það tók Live Mariu dálítinn tíma að hita sig upp en í September Vernharður Linnet
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.