Morgunblaðið - 13.10.2002, Page 31

Morgunblaðið - 13.10.2002, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 31 Við erum 20 ára! Portrettmyndir í lit eða svarthvítu Passamyndir Hópmyndatökur ( fjölskyldur, kórar, stjórnir ofl.) Auglýsingamyndatökur Innskönnun mynda AFMÆLISTILBOÐ á portrettmyndatökum í svarthvítu í október! Heimasíða: http://ww.tv.is/jlong Jóhannes Long ljósmyndari Risamyndir á tau Tækifærismyndatökur Heimildarmyndatökur Iðnaðarmyndatökur Landslagsmyndatökur Félagi í Ljósmyndarafélagi ÍslandsÁsholti 2, við Laugaveg - Sími 552 2700 Listasafn Íslands Einar Falur Ingólfsson, myndstjóri Morg- unblaðsins, verður með leiðsögn um ljósmyndasýninguna Þrá augans kl. 15–15.45. Norræna húsið Kvikmyndasýning fyrir börn verður kl. 13. Þá verður sýnd sænska kvikmyndin Pettson & Findus – kattarfarinn eftir Tor- björn Jansson í samstarfi við Sven Nordqvist. Leikstjóri er Torbjörn Jansson og Albert Hanan Kam- inski. Myndin fjallar um Pettson sem læstist inni á kamrinum og fór í fýlu, svo mikla fýlu að hann vildi að Findus tæki til eftir sig. En Findus er sannfærður um að kóngurinn ráði öllu svo hann skrifar honum bréf sem á að duga til að sannfæra Pettson um að litlir kettir þurfi ekki að taka til. Aðgangur er ókeypis. Hljómsveit Sjötta flota Bandaríkj- anna heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15-17. 35 atvinnutónlistarmenn starfa með hljómsveitinni sem hefur aðsetur í flotastöð Bandaríkjanna í Napólí. Á tónleikunum mun einkum verða spiluð svo kölluð big band tónlist. Mánudagur Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar, Engjateigi 1 Almenningi gefst kostur á að syngja keðjusöng- inn Signor Abbate, lag og texti eftir Ludwig von Beethoven kl. 12.30. Hægt er að nálgast nótur af keðju- laginu á skrifstofu skólans. Í textanum kemur fram að Beethoven er mjög veikur og óttast um líf sitt og óskar eftir að prestur komi strax og veiti sér síðustu blessun. Eitthvað leiðist honum bið- in eftir prestinum, sem í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar er kall- aður „síra Lárus“. Stjórnandi er Símon H. Ívarsson. Bíósalur Mír, Vatnsstíg 10 Kvik- myndin Endalok Sankti Péturs- borgar (Konéts Sankt Peterburga) verður sýnd kl. 15. Myndin er eftir einn af brautryðjendum kvikmynda- listarinnar, rússneska leikstjorann Vsevolod Púdovkín (1893-1953). Myndin gerist árið 1927 í tilefni 10 ára afmælis Októberbyltingarinnar í Rússlandi og var önnur kvikmynd Púdovkíns fullrar lengdar. Hér seg- ir frá sveitapilti sem fer í atvinnuleit til Pétursborgar á öðrum áratug síðustu aldar. Myndin er textuð á enska tungu. Aðgangur er ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Nýr lífsstíll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.