Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALLNOKKUÐ er umliðið síðan
ungur prestsnemi kom heim frá námi
í Frakklandi og hafði hvorki farkost
né förunaut til ferðarinnar annan en
kölska sjálfan, sem þekktur er fyrir
það, að geta breytt sér í allra kvikinda
líki. Kölski brá yfir sig selsham og
synti með guðfræðinginn á bakinu til
Íslands. Í fjörunni fyrir Suðurlandi
dró guðsmaðurinn ritninguna upp úr
pússi sínu og endurgalt ferðafélaga
sínum samfylgdina með því að keyra
hana í höfuðið á honum. Það höfuð-
högg hefur frægast orðið á Íslandi,
fyrr og síðar, nema ef vera skyldi það
axarhögg sem skildi að höfuð og háls
Jóns Arasonar biskups á Hólum.
Svo minnisstætt varð þetta högg,
að ástsæll listamaður þjóðarinnar
greypti atvikið í líkneskju sem nú
stendur framan við Háskóla Íslands
og hefur orðið að táknmynd þeirrar
stofnunar, jafnvel íslensku þjóðarinn-
ar. Íslendingar voru stoltir af þessu
höggi Sæmundar prests og hafa sagt
af því sögur allt fram á okkar daga.
Fleiri guðsmönnum hefur orðið
laus höndin í gegnum söguna og voru
þó sumir teknir í dýrlingatölu eða
hafnir á stall síðar. Páll postuli þótti
slyngur að kasta grjóti og Símoni
Pétri lék sverðið vel í hendi er hann
hjó eyrað af þjóni æðstaprestsins til
þess að verja meistara sinn og eru
þeim báðum helgaðar höfuðkirkjur
hér á landi og erlendis. Ekki þóttu
prestar heldur neinar liðleskjur með-
an vopnaburður var leyfður í landinu
og dugðu stundum vel. Ögmundur
Pálsson sparði hvorki vín og vopn né
latti menn sína til verka þegar losna
þurfti við Dani úr Skálholti á sínum
tíma og var hann þó biskup.
Allt fram á 19. öld voru prestar enn
taldir til mennskra manna og þannig
minnist Geir biskup Vídalín kunn-
ingja síns og kollega í sendibréfi.
„[Dáinn] er gamli sira Eggert Eiríks-
son, áður prestur í Glaumbæ. Hann
var mestur reiðmaður allra Skagfirð-
inga alla sína tíð, áflogamaður við
betri kost, skáld sæmilegt, þó heldur
níðskælinn.“ Þessi ummæli lýsa
tepruleysi biskupsins gamla í Reykja-
vík enda var Geir ekta maður og
nefndur í daglegu tali „hinn góði“.
Hann bjó við alþýðukjör og vissi hvað
það var að basla í þessu lífi. Prestur
getur ekki sett sig á stall eins og guð-
dómlega veru, afneitað mannlegum
kjörum sínum, hann er þáttakandi í
hráum hversdagsleikanum þar sem
ýmislegt ber við, sumt óvænt og
óskemmtilegt.
Prestsvígslan er ekki og hefur aldr-
ei verið trygging fyrir hreinleika og
sakleysi, hún er hvorki fullkomin vörn
gegn freistingum, né óbrigðult meðal
gegn mistökum. Sú mynd er ný, tilbú-
in og fölsk að prestar séu eða eigi að
vera öðru vísi en annað fólk, lifandi
helgimyndir, ósnortnir á sálu og lík-
ama eins og óspjallaðar meyjar.
Hvaðan skyldi sú fabúla vera ættuð?
Úr rauðum ástarsögum sem gefnar
eru út í lélegu bandi fyrir jólin? Það er
undarleg sýn manna á presta í sam-
tímanum. Þeir eiga helst ekki að vera
af alþýðukyni, ekki venjulegir menn
heldur upphafnir öðlingar, atvinnu-
góðmenni. Ræðumenn miklir, eigi
síðri en meistarinn forðum á fjallinu,
fullkomnir fræðarar, fagrir við altar-
ið, góðir börnum og ungmennum, eft-
irlæti aldraðra og allra hugljúfi. Og
ekki þykir verra að þeir séu öllum
sammála, alls engum andsnúnir,
þægilegir og meðfærilegir í hvívetna,
frjálslyndir og alþýðlegir niður fyrir
sig. Andsnúnir syndinni en engum
syndara. Með öðrum orðum, það má
helst ekki sjást, að þeim renni heitt
blóð um æðar, með mannlegar hvatir
og viðbrögð og gætu þess vegna allt
eins verið úr pappa, rétt eins og lög-
regluþjónarnir hennar Sólveigar sem
koma átti fyrir við þjóðvegi landsins.
Færi sjálfsagt vel á að hafa þannig
presta í kirkjunni eins og ástandið er.
Á þetta er minnst vegna þess, að
prestur af holdi og blóði lenti fyrir
nokkru í þeim vanda að stilla til friðar
en var barinn í höfuðið fyrir af reiðum
listamanni og bar hönd fyrir höfuð
sér. Það heitir nú á tímum auðvitað
líkamsárás af prestsins hálfu enda
sprakk fyrir og hann hvorki smiður
né sjómaður, né ölvaður unglingur á
rölti um miðbæinn. Ekki var hann
heldur Pétur eða Páll né Sæmundur
fróði. Prestur í samtíðinni er auðvitað
maður ef hann sýnir mannleg við-
brögð og háttu.
Nú eru sem sé nýir tímar. Og það
eru tímar hraðfleygra, kitlandi og lif-
andi frétta, tímar afhjúpana, þegar
allt hið myrka og soralega í mannlegu
atferli er leitt fram í dagsljósið. Ekki
er verra að fréttin fjalli um mann sem
er, eða reynir að vera, fyrirmynd ann-
arra og hefur atvinnu af því að boða
sannleikann. Slíkar fréttir eru góðu
heilli fljótunnar í tímahraki fjöl-
miðlanna, og þó þær séu ekki endi-
legar nákvæmar og réttar eru þær
skrambi sláandi og seljast vel. Það
getur þá annar leiðrétt þær seinna ef
hann nennir og þorir. Mestu skiptir,
að í þeim sé safi og bragð og óþokkinn
náist af stallinum.
Fréttamenn, stundum með tepru-
legan uppgerðar hreinleikasvip og þó
nokkuð ábyrgðarfullir í fasi, takast
einarðir á við ósómann, sjálfskipaðir
siðgæðisverðir og dómarar í málefn-
um líðandi stundar. Þeir vinna jú á
fréttastofu. Og gott ef þeir eru ekki
reiðivöndurinn og refsingin líka.
Enda hóta menn nú gjarnan því, þeg-
ar þeir eiga í illindum hver við annan,
„að fara með málið í blöðin.“
Á Vesturlandi starfar fréttaritari
RÚV, Gísli Einarsson, og ritar þarf-
lega grein í Skessuhornið nýlega í til-
efni rætinnar fréttar af alvarlegu
máli. Þar á lítilmagni í hlut. Hann
kallar þar óvandaðar fréttir „gapa-
stokk nútímans“. Hann segir: „Gall-
inn er hins vegar sá að með því að
stilla sakamanninum upp á almanna-
færi og opinbera þannig hver hann er
og niðurlægja hann um leið er ekki
aðeins verið að láta refsinguna bitna á
þeim sem til hennar hefur unnið held-
ur um leið hans aðstandendum sem í
fæstum tilfellum hafa neitt til saka
unnið. Það sama er uppi á teningnum
þegar fjölmiðlar ákveða að birta nöfn
ÞEGAR MAÐUR
BÍTUR HUND…
„Já, það
þykir dauð-
ans alvara
þegar prest-
ur ber hönd
fyrir höfuð sér í ósjálf-
ráðu fáti þegar til hans
er barið.“
Eftir Flóka
Kristinsson
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Til sölu vandað ca 135 fm einbýlishús ásamt
40 fm bílskúr og sólstofu. Húsið er mikið end-
urnýjað, klætt að utan með áli og með
nýlegu hallandi þaki.
Eigendur taka á móti áhugasömum kaup-
endum í dag, sunnudag, frá kl. 14-18.
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
OPIÐ HÚS
VORSABÆR 6
ÖLDUGATA 29
Opið hús í dag kl. 14-18
Sérstaklega falleg,
rúmgóð og mikið
endurnýjuð um 100 fm, 3ja
herbergja íbúð á 1. hæð
(jarðh.) í góðu steyptu
fjórbýli á þessum vinsæla
stað. Parket og flísar á
gólfIi. Endurnýjaðar lagnir.
Sér inngangur.
Áhv. um kr. 4,4 millj. húsbr. og lífsj. Verð 13,5 millj.
VERIÐ VELKOMIN
HEIMSENDI - HESTHÚS
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík.
Sími 568 2444, fax 568 2446.
Til sölu er 51 hesta hesthús
á besta stað á Heimsenda í
Kópavogi. Húsið er full-
innréttað á mjög vandaðan
hátt. Undir húsinu er tað-
og spónakjallari. Taðkjall-
arinn er vélmokaður. Stórt
gerði. Í dag er húsinu skipt niður í eina 6 hesta einingu, fjórar 8
hesta einingar og eina 13 hesta einingu. Húsið selst í einu lagið
eða hlutum og er til afhendingar strax.
Ingileifur Einarsson löggiltur fasteignasali
EINBÝLI
Brekkuland í Mosfellsbæ -
glæsilegt
Um 340 fm glæsilegt einbýlishús í útjaðri
byggðar. Húsið er eitt athylisverðasta
húsið á markaðnum í dag og skiptist í
mjög stórar stofu með arni og mikilli loft-
hæð, 3-4 svefnherb., mjög stórt eldhús,
bað o.fl. Í sérstakri viðbygginu er tvö-
faldur 42 fm bílskúr og 42 fm vinnustofa
eða séríbúð. Húsið stendur á stórri lóð
með fallegu útsýni. 2703
PARHÚS
Svöluás m. útsýni.
Tvílyft um 228 fm parhús með innb. bíl-
skúr og sólstofu. Tvennar svalir. Mjög
fallegt útsýni. Húsið afh. frágengið að ut-
an en fokhelt að innan. V. 14,6 m. 2777
RAÐHÚS
Ásholt - vandað raðhús
Gott raðhús á tveimur hæðum ásamt
stæði í bílageymslu. Eignin skiptist
þannig að á neðri hæð er forstofa,
gestasnyrting, stofa og borðstofa með
litlum garðskála og eldhús. Á efri hæð er
sjónvarpshol, þrjú herbergi og baðher-
bergi. Stæði í bílageymslu fylgir og sér-
geymsla í bílakjallara. V. 18,9 m. 2749
4RA-6 HERB.
Tunguvegur, fimm svefnher-
bergi - efri sérhæð
Erum með í einkasölu snyrtilega og
bjarta efri sérhæð. Eignin er skráð í heild
174 fm og þar af íbúð um 140 fm. Fimm
herbergi, tvö baðherbergi. Suðursvalir.
Tvö baðherbergi. Mjög rúmgóð íbúð á
góðum stað. Hentar vel fyrir stóra fjöl-
skyldu. V. 15,8 m. 2775
Keilugrandi með bílskýli
Erum með í einkasölu mjög fallega og
bjarta u.þ.b. 100 fm íbúð á 3. hæð (2.
hæð frá götu) ásamt stæði í bíla-
geymslu. Íbúðin er með parketi og fal-
legum innréttingum. Tvennar svalir. Hús
og sameign í góðu ástandi. V. 14,5 m.
2757
3JA HERB.
Írabakki - standsett
4ra herb. mjög falleg og björt íbúð í
barnvænu umhverfi. Íbúðin skiptist í 3
herbergi, stofu, standsett eldhús og
standsett bað. Í kjallara fylgir aukaherb.
með aðgangi að snyrtingu. V. 11,8 m.
2754
2JA HERB.
Austurströnd + stæði í bíla-
geymslu
Falleg 2ja herbergja íbúð með glæsilegu
útsýni. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eld-
hús, herbergi og baðherbergi. Sameigin-
legt þvottahús. Merkt stæði í bíla-
geymslu. Nýbúið er að yfirfara blokkina
að utan. V. 9,5 m. 2770
Sérlega glæsileg 4ra herbergja
Mótás íbúð á 2. hæð (efstu)
með sérinngangi við Starengi.
Íbúðin skiptist m.a. í þrjú her-
bergi, stofu, eldhús, baðher-
bergi og sérþvottahús í íbúð.
Vandaðar innréttingar. V. 13,9
m. 2685
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 18.
Starengi 8, 2.h.t.v. - OPIÐ HÚS
Í dag á milli kl. 13 og 15 verður
þetta fallega parhús f. eldri
borgara, á einni hæð u.þ.b. 70
fm sýnt. Eignin er í mjög góðu
ástandi og er allt sér m.a. sérbíla-
stæði. Góð suðurverönd. Húsið
stendur við þjónustumiðstöð eldri
borgara við Hjallasel þar sem
ýmsa þjónustu er hægt að fá.
Laus fljótlega. V. 14,3 m. 2769
Hjallasel 29 - parhús f. eldri borgara
- OPIÐ HÚS
5 herb. glæsileg 149 fm íbúð á
einni hæð sem snýr til allra átta.
Íbúðin skiptist í gang, þrjú her-
bergi, hol, baðherbergi, þvotta-
hús/geymslu og óvenju stórar og
glæsilegar stofur. Fallegt útsýni. V.
19,8 m. 2650
Gunnhildur og Hermann
sýna íbúðina í dag, sunnudag,
milli kl. 14 og 17.
Naustabryggja 26, 2.h.t.h. - glæsileg
- OPIÐ HÚS