Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 45
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk
mánudagskvöld kl. 20 í kórkjallara.
Laugarneskirkja. Dótasöludagur mánu-
dag kl. 13-15 til styrktar Hjálparstarfi kirkj-
unnar. Foreldrafélag Laugarnesskóla og
Laugarneskirkju efna til dótasölu í safn-
aðarheimilinu í tilefni af starfsdegi kenn-
ara. Börn í 1. til 6. bekk selja heilleg leik-
föng á hagstæðu verði og afrekstur
sölunnar rennur allur til styrktar „fóstur-
systkina“ frá Indlandi, sem TTT krakkar
hafa ákveðiða að taka að sér með hjálp fé-
laga sinna í hverfinu. Safnaðarheimilið
verður opnað kl. 13. Sölu lýkur kl. 15 en
kl. 16 verður húsinu lokað. Tólf spora hóp-
ar koma saman í safnaðarheimilinu mánu-
dag kl. 20. Umsjón Margrét Scheving sál-
gæsluþjónn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Kirkjustarf fyrir 6 ára börn
mánudag kl. 14. Söngur, leikir, föndur og
fleira. 10-12 ára starf (TTT) mánudag kl.
16.30. Tólf sporin, andlegt ferðalag. Litli
kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl.
16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir
velkomnir.
Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélag kl. 20
(8.-10. bekkur).
Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas
með fund í safnaðarheimilinu kl. 20.
Mánudagur: Kl. 15.15 TTT í safnaðarheim-
ilinu.
Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13-
16.30 kirkjustarf fyrir fullorðna í safnaðar-
heimili kirkjunnar í umsjón Lilju djákna.
Farið verður frá Fella- og Hólakirkju kl. 13 í
heimsókn í Félags- og þjónustumiðstöðina
í Árskógum. Hægt er að kaupa sér kaffi og
meðlæti í Árskógum. Fyrirbænaefnum má
koma til djákna í síma 557 3280. Þeir
sem óska eftir akstri láti vita í sama síma
fyrir hádegi á mánudögum. Æskulýðsstarf
fyrir 8.-10. bekk á mánudagskvöldum kl.
20.
Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp-
ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla
virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070.
Mánudagur: Kirkjukrakkar fyrir börn 7-9
ára í Engjaskóla kl. 17.30-18.30. KFUK
fyrir stúlkur 9-12 ára í Grafarvogskirkju kl.
17.30-18.30. TTT fyrir börn 10-12 ára í
Engjaskóla kl. 18.30-19.30.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10.
bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag
fyrir 8. bekk kl. 20.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagur: Ung-
lingar 16 ára og eldri kl. 20-22.
Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10-12 ára
drengi og stúlkur kl. 17.30-18.30 í stofu
104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum
heim að loknum fundi. Skemmtileg dag-
skrá. Mætum öll.
Vídalínskirkja. Fjölbreytt æskulýðsstarf
fyrir 9-12 ára drengi í safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli kl. 17.30-18.30 í umsjón
KFUM.
Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon-fund-
ur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánu-
dagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag
kl. 19.30.
Keflavíkurkirkja. Fjöskylduguðsþjónusta
kl. 11. Undirleikari: Helgi Már Hannesson.
Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór
Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Hákon
Leifsson.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Mánudag-
ur: Kl. 16 æskulýðsstarf fatlaðra, yngri
hópur. Hulda Líney, Ingveldur Theódórs-
dóttir og sr. Þorvaldur Víðisson.
Akureyrarkirkja. Mánudagur: Kirkjusprell-
arar, 6-9 ára starf, kl. 16. Allir 6-9 ára
krakkar velkomnir. Ingunn Björk Jónsdótt-
ir, djákni. TTT-starf kl. 17.30. Allir 10-12
ára velkomnir. Ingunn Björk Jónsdóttir,
djákni.
Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára
5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Vegurinn. Fjölskylduhátíð vegna 20 ára af-
mælis kirkjunnar kl. 16.30. Trúðar, leikir,
dans o.fl. sniðugt. Boðið upp á gos og kök-
ur á eftir. Allir velkomnir. Minnum á að
miðasalan er í fullum gangi vegna matar-
og skemmtikvöldsins 19. okt. nk.
KEFAS, Vatnsendabletti 601. Sunnudag-
ur: Samkoma kl. 14. Björg R. Pálsdóttir
talar. Bænastund fyrir samkomu kl.
13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt
barnastarf fyrir 1-5 ára börn og 6-12 ára.
Þriðjud: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.:
Samverustund unga fólksins kl. 20.30.
Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiksmolar og
vitnisburðir. Allir velkomnir.
KFUM & KFUK. Samkoma kl. 17. Friðrik
Hilmarsson byrjar samkomuna með upp-
hafsorðum. Sr. Ólafur Jóhannsson talar út
frá yfirskriftinni: Maðurinn sem þekkti
Guð. Barnastundir á sama tíma. Heitur
matur seldur eftir samkomuna. Vaka kl.
20. Loftgjörð, fræðsla og fyrirbæn. Allir
velkomnir.
Biblíulestur í Landakoti. Sr. Halldór Grön-
dal heldur áfram biblíulestri sínum mánu-
daginn 14. október kl. 20 í safnaðarheim-
ili kaþólskra á Hávallagötu 14.
Safnaðarstarf
NÚ er kórastarfið í Hafnarfjarð-
arkirkju að fara í gang og er nýr
kórstjóri, Antonia Hevesi, tekin
til starfa. Framundan eru
skemmtileg verkefni í vetur.
Starfræktur verður kórskóli og
haldnar raddæfingar. Laust pláss
er fyrir fleiri söngvara í öllum
röddum, sérstaklega alt, tenór og
bassaröddum. Greitt er fyrir
starf í kórnum.
Málþing
PRÓFASTSDÆMIN í Reykjavík
kynna málþingið: Umburðarlyndi
og ólíkar lífsskoðanir í skóla-
starfi sem verður haldið í Kenn-
araháskóla Íslands, stofu M-391,
þriðjudaginn 15. okt. nk. kl.
16.30-19.
Framsögumenn eru sr. Sig-
urður Pálsson og Hanna Ragn-
arsdóttir, lektor. Fundarstjóri er
Gísli Tryggvason, framkvstj.
BHM og formaður foreldrafélags
eins leikskólans í Kópavogi. Einn-
ig munu heyrast raddir ólíkra
hópa. Fanny K. Tryggvadóttir
talar fyrir Hvítasunnumenn, Sig-
urður Hólm Gunnarsson fyrir
Siðmennt og Svanberg K. Jak-
obsson fyrir Votta Jehóva.
Málþingið er öllum opið og að-
gangur ókeypis.
Morgunblaðið/Sverrir
Hafnarfjarðarkirkja og Tónlistarskóli Hafnarfjarðar.
Kórastarf Hafnarfjarðarkirkju
KIRKJUSTARF
✝ Marta Vilbergs-dóttir fæddist á
Hvalnesi 27. október
1913. Hún lést 24.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Vilbergur
Magnússon, bóndi og
sjómaður á Hvalnesi í
Stöðvarhreppi, f.
31.7. 1881, d. 26.12.
1956, og Ragnheiður
Þorgrímsdóttir hús-
freyja á Hvalnesi, f.
19.2. 1884, d. 26.9.
1968. Systkini Mörtu
eru Sigurborg, f.
21.4. 1906, d. 1.4. 1992, Þorgrím-
ur, f. 27.9. 1907, d. 15.10. 1979,
Magnús, f. 1909, dó ungbarn, Hall-
dóra, f. 26.3. 1911, d. 12.9. 1989,
Aðalheiður, f. 2.6. 1915, d. 2.5.
1982, Þórarinn, f. 11.7. 1919,
Kjartan, f. 6.3. 1921, d. 20.4. 1993,
Ari, f. 6.5. 1925, d. 10.8. 1988, og
Anna, f. 8.4. 1928. Á lífi eru Þór-
arinn og Anna. Marta eignaðist
ekki börn en tók í fóstur ársgamla
Guðbjörgu Reimars-
dóttur, f. 14.2. 1937.
Maður hennar var
Sverrir Þorgríms-
son, f. 9.5. 1928, d.
25.5. 1988. Börn
þeirra eru: Ragn-
heiður Bergrún f.
27.10. 1953, Þor-
grímur, f. 9.1. 1957,
Þórarinn Daði, f.
11.7. 1961, Marta
Stefanía, f. 8.7. 1963,
og Oddný Þórunn, f.
19.9. 1968. Núver-
andi sambýlismaður
Guðbjargar er
Tryggvi Ingvarsson, f. 11.9. 1920.
Marta hóf búskap 1943 með Stef-
áni Þórðarsyni í Ási á Breiðdals-
vík og bjó þar þangað til hann lést
1970. Eftir það fluttist hún til
Stöðvarfjarðar og bjó þar þar til
hún fluttist á Hjúkrunarheimilið á
Fáskrúðsfirði.
Útför Mörtu var gerð frá Stöðv-
arfjarðarkirkju 1. október síðast-
liðinn.
Fyrstu minningar mínar um vin-
konu mína, Mörtu Vilbergsdóttur,
eru frá barnaskólanum á Stöðvarfirði.
Við höfðum lent í sömu deild þetta
haust. Þá voru nú bara tvær deildir,
setið við langborð og bekkir sitt hvor-
um megin. Það var komin sprenglærð
kennslukona norðan úr Þingeyjar-
sýslu, Unnur Jakobsdóttir, og frést
hafði að hún ætlaði ásamt öðru að
kenna Íslandssögu eftir Jónas frá
Hriflu.
Hefst nú fyrsti skóladagur, kenn-
arinn birtist og heilsar öllum með
handabandi. Síðan setjast allir, hún
skrifar niður nöfn okkar og fer að
rabba við okkur og spyrja um ýmis-
legt, hvort við kynnum einhver kvæði
eða sálma og hvort einhver treysti sér
til að fara með sálm er hann kynni.
Við sátum eins og dæmd, dauð-
feimin, og var lítið um svör. Hún snýr
sér þá að Mörtu og spyr hana hvort
hún vilji fara með einhvern sálm sem
hún kunni. Henni hefur sjálfsagt litist
best á hana, og hún varð heldur ekki
fyrir vonbrigðum. Ekki stóð á Mörtu.
Hún flutti svo fallega sálminn „Þú guð
sem stýrir stjarnaher og stjórnar ver-
öldinni“. Það var dauðaþögn á meðan,
og ég efast um að nokkurn tíma hafi
verið hlustað eins vel. Enda fékk hún
hrós fyrir. Hún var sannarlega til fyr-
irmyndar og átti eftir að vera það allt
sitt líf.
Marta kom úr stórum systkinahópi
frá Hvalnesi í Stöðvarfirði, dóttir
hjónanna Ragnheiðar Þorgrímsdótt-
ur og Vilbergs Magnússonar er þar
bjuggu. Kynni okkar Mörtu héldu
áfram. Hún var lánuð að Hóli, næsta
bæ við heimili mitt. Við hittumst þeg-
ar við vorum að sækja kýrnar, það var
nú ekki alltaf gott að finna þær þegar
þokan var að angra okkur. Þá lágu
þær kannski í einhverjum hvammin-
um svo lítið bar á og létu fara vel um
sig. Það þýddi ekkert að fara heim og
kvarta, okkur var skipað af stað aftur
og sagt að leita betur. Hún þurfti
einnig að sækja geiturnar sem þar
voru og marga ferðina fór hún eftir
strákunum á heimilinu sem voru að
stelast að heiman. Hún var sívinnandi
því margt var að gera á stóru sveita-
heimili. Marta var stundum lánuð í
önnur byggðarlög, því alls staðar var
þörf fyrir duglega unglinga. Hún var
líka sérsaklega dugleg og samvisku-
söm og barngóð, enda eftirsótt.
Marta giftist Stefáni Þórðarsyni,
sjómanni og afgreiðslumanni hjá
Kaupfélaginu á Breiðdalsvík, áður
hafði hún tekið í fóstur litla stúlku,
Guðbjörgu Reimarsdóttur, og voru
þá báðar á Hvalnesi. En nú fylgdust
þær að til Breiðdalsvíkur. Stefán
hafði búið með móður sinni sem var
orðin lasburða. Marta reyndist henni
mjög vel og annaðist hana meðan hún
þurfti með.
Það var alltaf jafn gaman að koma
að Ási, en svo hét hús þeirra. Þau
voru samhent um að taka vel á móti
gestum og láta þeim líða vel, enda leið
varla sá dagur að ekki væru einhverj-
ir aðkomumenn þar og kostgangarar í
lengri eða skemmri tíma.
Eftir fráfall Stefáns flutti Marta
aftur til Stöðvarfjarðar. Guðbjörg,
eða Gugga eins og hún var alltaf köll-
uð, var þá gift og farin þar að búa og
átti börn og yndislegt heimili og þar
var ákaflega friðsælt og gott að koma.
Mér fannst Marta alltaf sjá eftir því
að fara frá Breiðdalsvík. Þar átti hún
marga góða vini og fyrsta heimilið.
Þar verður alltaf eitthvað eftir af
manni. En hún bar harm sinn í hljóði,
lagði ekki í vana sinn að kvarta yfir
neinu. Hún hélt áfram að taka á móti
fólki, allir alltaf jafn velkomnir. Sér-
staklega hændust börn að henni,
þeim þótti gott að koma við hjá henni
og hlýja sér, þá voru vettlingar vel
þegnir. Frændi minn er oft búinn að
segja mér hve góð Marta sé, henni
fannst sjálfsagt hann eiga stundum
erfitt. Hún var fundvís á þá sem áttu í
erfiðleikum eða voru minni máttar.
Guðbjörg, dóttir mín, sagði er ég
tilkynnti henni lát Mörtu: – Mamma,
manstu þegar þið pabbi komuð einu
sinni að heimsækja mig, þá komuð þið
með svo falleg brúðuföt frá henni sem
hún hafði prjónað handa börnunum
mínum.
Fleiri gætu sagt frá slíku, því hún
hafði yndi af að gefa og ekki vantaði
myndarskapinn. Ég á marga fallega
dúka frá henni. Ég leit oft inn hjá
henni eftir að hún flutti í Hátún og
alltaf var hún að vinna að einhverju
listaverki eða þá að lesa, því hún hafði
yndi af bókum og gat nú veitt sér það,
var alltaf með eitthvert lesefni á borð-
unum og hjá sófanum. Með bljúgum
huga læt ég hugann reika. Mér finnst
hún Marta hafa átt stóran hóp af
börnum í orðsins fyllstu merkingu.
Með hjartans þakklæti frá mér og
mínum. Innilega samúð flyt ég öllum
börnunum og öðru venslafólki.
Þorbjörg Einarsdóttir
frá Ekru.
MARTA
VILBERGSDÓTTIR
✝ Jóhann Vilhjálm-ur Guðlaugsson
fæddist á Steinstúni
í Árneshreppi á
Ströndum 6. júní
1906. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 6. október síð-
astliðinn. Hann var
þriðji yngsti tíu
barna hjónanna á
Steinstúni, Guðlaugs
Jónssonar og Ingi-
bjargar Jónsdóttur.
Hinn 19. október
1935 giftist Jóhann
Sigríði Ingibergs-
dóttur frá Vestmannaeyjum, f.
31. maí 1911, d. 29. janúar 2002.
Þau eiga tvo syni, Guðlaug, f.
24.4. 1936, d. 26.2. 1942, og Guð-
laug Reyni, f. 25. ágúst 1944,
maki hans er Berglind Oddgeirs-
dóttir og börn þeirra eru Sigríð-
ur, Hanna og Jóhann. Fyrir
hjónaband átti Sig-
ríður: 1) Ármann
Jónsson, f. 27. ágúst
1928, maki Margrét
Einarsdóttir, þau
skildu. Börn þeirra
eru Haukur, Val-
garður, Guðbjörn
og Einar, d. 1992. 2)
Edda Jóhannsdótt-
ir, f. 7. febrúar
1932, fyrri maki
hennar var Brandur
Brynjólfsson, þau
skildu. Börn þeirra:
Sigríður Inga og Jó-
hann. Seinni maki
Eddu er Magnús Magnússon.
Síðustu æviárin dvöldu þau Jó-
hann og Sigríður á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför Jóhanns verður gerð frá
Fossvogskapellu á morgun,
mánudaginn 14. október, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Svo lengi sem ég man eftir var
nafn föðurbróður míns Jóhanns Vil-
hjálms Guðlaugssonar frá Steinstúni
í Árneshreppi og tilvera hluti af
veruleikanum, þó ég muni hann ekki
á æskuheimili okkar Steinstúni,
nema sem gest, enda var aldursmun-
ur okkar svo mikill að hann hafði lagt
af stað út í heiminn um það leyti sem
ég fór að muna eftir mér.
Jóhann ólst upp hjá foreldrum sín-
um á Steinstúni. Hann missti föður
sinn þegar hann var 15 ára og var því
fljótlega þörf fyrir krafta hans við
hin ýmsu störf á heimilinu. Af þessu
leiddi að hann fór snemma að vinna
og þótti strax með afbrigðum mikill
verkmaður, enda var hann eftirsótt-
ur starfsmaður hvar sem hann fór.
Sláttumaður var hann svo mikill að
fáir stóðu honum á sporði í þeirri
„íþrótt“. Hann bjó á Kirkjubóli í
Skutulsfirði í nokkur ár um miðjan
fjórða áratuginn. Líklega blundaði
bóndinn lengi í brjósti Jóhanns þó
vettvangurinn yrði annar. Síðan
fluttist hann til Reykjavíkur og var
verkamaður meðan starfsævin ent-
ist. Jóhann skipaði sér strax í fylk-
ingarbrjóst í verkalýðsbaráttunni og
var lengst af félagi í Iðju, félagi verk-
smiðjufólks í Reykjavík. Hann er
ótvírætt einn af þeim sem með virkri
þátttöku lögðu grunninn að þeim
kjörum sem íslensk verkalýðsstétt
býr við í dag.
Ekki er hægt að tala um ævi og
starf Jóhanns Guðlaugssonar án
þess að nefna lífsförunaut hans, hana
Sigríði Ingibergsdóttur, þá yndis-
legu konu. Áður og fyrr kom ég
ósjaldan á heimili þeirra. Þar mætti
maður ævinlega sama glaða og
elskulega viðmótinu hjá þeim hjón-
um. Ástríkið milli þeirra fór heldur
ekki milli mála. Þau höfðu mikið yndi
af að spila bridge og stunduðu þá
íþrótt lengi.
Síðustu árin urðu þeim hjónum
þung í skauti. Eftir að Sigríður
veiktist var aðdáunarvert að fylgjast
með þeirri nærgætni og umhyggju
sem Jóhann sýndi konu sinni. Þegar
eitthvað bjátaði á og Sigríður gat
ekki tjáð sig, eða annað var að, tók-
ust þau í hendur, horfðust í augu, og
brostu hvort til annars. Og allt varð
gott.
Þegar ég heimsótti Jóhann
frænda minn í síðasta sinn var ég ný-
kominn norðan frá Steinstúni, hann
vissi það, og sagði: ég var að bíða eft-
ir að þú kæmir. Við töluðum ekki um
annað en tilveruna þar, fyrr og nú.
Mér fannst eins og hann væri kom-
inn heim, í huganum.
Heiðarlegur maður og einlægur er
genginn. Ég og mitt fólk þakkar hon-
um samfylgdina. Far þú í friði kæri
frændi.
Guðlaugur Gíslason.
JÓHANN V.
GUÐLAUGSSON
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít