Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 13.10.2002, Síða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 55 með Maríu Björk, Siggu Beinteins og Helgu Skipt í hópa eftir aldri, 5 í hópi. Einum kennt í einu, sungið í hljóðnema. Kennsla í raddbeitingu og sungið við undirleik. Hljóðnematækni. Aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi! Allir fara á skrá fyrir væntanleg verkefni. Tónleikar í lok námskeiðs og upptaka á snældu. Barnaborg og Barnabros Flikk Flakk Söngvaborg Jabadabadú Bugsy Malone Greace Litla Hryllingsbúðin Jóhanna Guðrún Christina Aguilera Whitney Houston Mariah Carey Atomi Kitten Nelly Furtato Monica Brandy Leann Rimes N´Sync Boyzone Backstreet Boys Red Hot Chilli Peppers TLC Eminem Beastie Boys M.C. Hammer Bobby Brown Fat Boys L.L. Cool J. Abba The Beatles Tina Turner Elton John Eric Clapton Patsy Cline og margt fleira... Allt það nýjasta frá: Britney, Destiny´s Child, Macy Gray, Pink, Kylie Minogue, Jennifer Lopes, Dido, Shakira, Alicia Keys, Gwen Stefani, Celine Dion, Alanis Morisette, Creed og No Doubt Byrjenda- og framhaldsnámskeið 5-12 ára R’n’B og rapp fyrir stráka og stelpur Söngnámskeið fyrir unglinga og fullorðna Langar þig að læra að syngja? Nú er tækifærið. Yfir 500 ný og gömul lög í boði, dægurlög, popplög, jazz og rokk. Upplýsingar og innritun í síma 575 1512. Námskeiðin hefjast síðustu vikuna í október Kennt verður í Valsheimilinu, Hlíðarenda. Jóhanna Guðrún ég sjálf 10 Lögin sem í boði eru: (Allt það nýjasta!) Nemendum gefst kostur á að fara í hljóðver og syngja inn á geisladisk. Erum alltaf að leita eftir börnum og unglingum í væntanleg verkefni t.d. leikhús kvikmyndir ofl. Viltu ráða því í hvaða framhaldsskóla þú ferð næsta haust? Ertu með nógu góðar einkunnir til að geta það? Ef ekki þá bjóðum við þér NÁMSAÐSTOÐ svo þú getir náð þér á strik í náminu Nemendaþjónustan sf. s. 557 9233 www.namsadstod.is EKKI er það bara að meira erum að vera í hiphopi vestanhafs en nokkru sinni heldureru menn innan þess að beita nýjum leiðum og aðferðum til að koma sér í samband við áheyr- endur. Víst eru margir enn að eltast við peninga og frægð, setja sig í stellingar og þykjast vera bófar og bísar, rappa um byssur, kvensur og dóp, en þeir eru fleiri sem eru með veigameiri yrkisefni, pólitík, sam- félagsmál og innviði mannshjartans. Nýjar gerðir hiphopara nýta sér gjarnan Netið til að ná sambandi við áheyrendur sína, byrja á því að gefa út diska og snældur sjálfir og gera tónlistina jafnvel aðgengilega á Net- inu eða þeir láta afskiptalaust að menn séu að skiptast á mp3-skrám. Non Phixion er flokkur hiphopara sem hafa verið áberandi undanfarin fjögur til fimm ár en ekki tekist að koma frá sér skífu fyrr en nú fyrir skemmstu að The Future is Now kom út. Fjórmenningar skipa sveitina, þrír rímnamenn, Ill Bill, Goretex Medinah og Sabac Red, og einn taktsmiður, DJ Eclipse. Þeirra er fyrst getið hjá útgáfunni Wild Pitch Records fyrir fjórum árum (en stjóri þess fyrirtækis var MC Serch úr 3rd Bass). Hjá Wind Pitch gaf Non Phixion út snældu og var á safnsnældu frá fyrirtækinu en aldrei kom eiginleg breiðskífa. Næstu ár voru þeir félagar hjá ýmsum fyr- irtækjum, gáfu út snældur og stök lög, en innihald textanna þótti flest- um fullharkalegt og tónlistin hrá. Fyrsta smáskífan, Legacy, kom út 1998 og í kjölfar hennar gerði sveitin samning við Geffen-útgáfuna. Þar á bæ vissu menn aftur á móti ekkert hvað átti að gera við svo eldfima sveit og þegar Non Phixion skilaði inn smáskífulaginu I Shot Reagan gafst Geffen upp og rifti samningum. Non Phixion-félagar færðu sig um set og sömdu við Matador-útgáfuna sem hefur sérhæft sig í framúr- stefnurokki, en um það leyti sem fyrsta breiðskífan var tilbúin slitnaði upp úr því samstarfi líka. Á næstu mánuðum komu út fleiri smáskífur en engin plata, aukin- heldur sem þeir félagar komu við sögu á plötum annarra listamanna, en alls hafa Non Phixion-félagar sent frá sér sautján smáskífur hjá níu fyrirtækjum. Síðasta haust gerði sveitin svo samning við Warner- útgáfuna og loks virtist sem breið- skífa kæmi út. Ekkert varð úr, samningum var sagt upp og aftur voru þeir félagar lausir allra mála. Gerðu þeir svo samning við enn eina útgáfuna, að þessu sinni smáfyr- irtæki, og þá fóru hjólin að snúast, The Future Is Now kom út fyrir skemmstu. Frábærlega kraftmikil skífa með beittum textum sem gegn- sýrðir eru af nöpru háði. Kanadískt rímnaskáld Ákveðinn þáttur í því hve hiphop hefur verið að breytast undanfarin ár er að rímnasmiðir koma frá fleiri stöðum en helstu stórborgum Bandaríkjanna og til að mynda er mikið líf með kanadískum rímna- skáldum. Margur kannast eflaust við kanadískt hiphop í gegnum safnskíf- una skemmtilegu Battle Axe Warr- iors, en einnig eru Swollen Members kanadískir, Buck65 og Noah 23 sem sendi frá sér fyrirtaks skífu, Quick- sand, fyrir skemmstu. Noah Brickley, sem kallar sig Noah23 er frá háskólabænum Guelph í Ontario-fylki í Kanada, en býr í Toronto. Líkt og alsiða er á hann sér fjölmörg aukasjálf, Scuzz- bucket, Andy Warhol, The Hall Monitor, Fuzzy Logic, Knee High Sesscity, Lampshade Panorama, Yukon Dawn, Thudbug og svo má telja. Hvað tölurnar fyrir aftan nafnið varðar segir hann þær hafa valið sig er hann las Illuminatus-þríleikinn. Meðal sérkenna Noah23 er hvern- ig hann kryddar hiphopið með drum ’n’ bass, hefur reyndar látið þau orð falla í viðtölum að framtíð hiphops- ins liggi meðal annars í því að menn séu ófeimnir við að leita fanga í öðr- um tónlistarstefnum, enda segir hann að hiphop eigi eftir að kvíslast í ótal áttir líkt og rokkið. Sitthvað er til af tónlist með Noah23 þótt ekki sé hlaupið að því að komast í hana. Netfróðir geta vit- anlega sótt sér skífur og lög, til að mynda Neophyte Phenotype, en einnig er hægt að kaupa diskana á Netinu. Á þessu ári kom út safn- diskur, Tau Ceti, með úrvali af eldri lögum, fimm laga stuttskífa sem kallast Andy Warhol and the orphan, nokkuð af stamstarfs- verkefnum, meðal annars með Baracuda félaga sínum undir nafn- inu Bourgeois Cyborgs og svo Quicksand sem getið er. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Nýir hljómar Mikið hefur komið út af hiphopi hér á landi á árinu og meira í vændum. Vestan hafs eru menn líka iðnir, sjá til að mynda nýjar skífur Non Phixion og Noah23. Non Phixion-kvartettinn. Noah Brickley, sem kallar sig Noah23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.