Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.10.2002, Blaðsíða 58
Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni Gústafsson útskrifaðist úr School of Audio Engineering í London árið 1990 og hefur starfað sem hljóðmaður síðan. HLJÓÐMENN eru ekki allir jafn heppnir og Árni Gústafsson, sem fékk tækifæri til að vinna að gerð nýjustu myndar hins þekkta leik- stjóra Peters Greenaways, sem leikstýrði m.a. myndinni Kokk- urinn, þjófurinn, konan hans og elskhugi hennar. Árni er nýkom- inn frá Lúxemborg þar sem hann vann við hljóðupptökur á The Moab Story, fyrstu myndinni í þrí- leiknum um Tulse Luper, The Tulse Luper Suitcases. Framleiðandi myndarinnar er hollenska kvikmyndafyrirtækið Kasander Film. Árni vann að ann- arri mynd fyrirtækisins, Saved by the Whales, sem tekin var upp hérlendis. „Ég bað þau svona í hálfgerðu gríni að redda mér ein- hverju að gera úti. Mánuði seinna fæ ég tölvupóst um að ég eigi að mæta til Lúxemborgar í tökur á nýjustu mynd Peters Greenaways. Mér dauðbrá en að sjálfsögðu dreif ég mig út og sé ekki eftir því,“ segir hann. Sögur hinna öfundsjúku Árni var úti í þrjár vikur og kom heim um miðjan september. Tökurnar fóru fram í upp- tökuverum í Lúxemborg en um var að ræða innitökur fyrir mynd- ina. Hann segist hafa heyrt ýmsar sögur um Greenaway en ber hon- um vel söguna eftir samstarfið. „Þetta eru bara sögur hinna öf- undsjúku að ég tel. Það kom á daginn að hann er mikill herra- maður og kurteis með afbrigðum,“ segir hann og lýsir Greenaway einnig sem rólegum og yfirveg- uðum. „Hann var líka með allt á hreinu og vissi hvað hann vildi. Þrátt fyr- ir það var hann samt til í að hlusta á stoðanir annarra og taka mark á þeim,“ segir Árni enn- fremur um leikstjórann. Hann bætir því þó við að Greenaway sé einfari og hafi oftast setið einn til borðs í matmálstímum. Árni útskrifaðist úr School of Audio Engineering í London árið 1990 og hefur starfað sem hljóð- maður síðan. Hann starfaði með reyndum hljóðmanni að myndinni og segir það hafa verið gefandi reynslu. „Við vorum tveir hljóð- menn sem tókum þetta verkefni að okkur, ég og Hugo Helmog, sem er hollenskur og búinn að starfa við þetta í 20 ár. Það var stórkostlegt að vinna með manni með þessa reynslu. Ég átti að vera aðstoðarmaður hans og var alveg sáttur við það en hann lét mig strax vita að svo væri ekki. Við gerðum þetta í sameiningu og gekk samstarfið mjög vel. Hann hafði svör við öllu,“ segir Árni. Teiknaði á veggina Greenaway er þó ekki laus við sérvisku og leitar ávallt fullkomn- unar, að sögn Árna. „Einn daginn mætti ég til vinnu og þá voru út- litshönnuðurinn og aðstoðarmenn búnir að vinna alla nóttina og búið var að eyða fjórum tímum í að lýsa settið um morguninn. Allir voru til í tökur og tæki og tól voru yfirfarin. Þá mætti Greenaway með kolaliti í hendi og fór að teikna á veggina. Á meðan sat 50 manna tökulið og horfði þegjandi á hann í fimm tíma. Svona er hann og fólk er einfaldlega búið að gera sér grein fyrir því. Leikmyndin varð miklu betri á eftir,“ segir hann. Greenaway sagði tökuliðinu sögu frá sínum yngri árum þar sem í ljós kom að hann var ekki alltaf jafn þolinmóður. Sagan fjall- aði um viðbrögð leikstjórans þegar illa gekk og tækin virkuðu ekki sem skyldi. „Þegar þess háttar gerðist á hans yngri árum átti hann það til að æsa sig,“ segir Árni og útskýrir að eitt skiptið hafi ungur drengur öskrað á móti. Drengurinn sagði að þarna væru 40 manns að vinna fyrir hann og allir gerðu þeir sitt besta. Hann sagði leikstjóranum að hætta þessum látum og vera þakklátur fyrir það sem hann hefði. „Hann hló mikið að sögunni og hefur greinilega haft þessi orð að leið- arljósi síðan.“ Saga Tulse Luper, rithöfundar með meiru, spannar yfir 60 ár síð- ustu aldar og fjalla myndirnar þrjár um ævintýri hans um víða veröld. Luper situr oftar en einu sinni í fangelsi og lærir að nýta tímann í margvíslega listsköpun. Myndin verður frumsýnd á næsta ári og er hægt að lesa meira um hana á vef Kasander Film. Níu myndavélar voru notaðar við tökur á myndinni en Árni hafði ekki kynnst því áður. „Hver ein- asti rammi í myndinni er eins og málverk og ótrúlega miklum tíma eytt í hverja senu,“ segir hann. Ennfremur var allur aðbúnaður í upptökuverinu góður og vel hugs- að um tökulið og leikara. Árni segist hafa fengið góð við- brögð við vinnu sinni við myndina og vonast til að fá fleiri verkefni af þessu tagi. Mikill aðdáandi Ingvars J.J. Feild leikur aðalsögu- persónuna, Tulse Luper, en hann lék einnig með Ingvari E. Sigurðs- syni í kafbátamyndinni K-19. „Hann var ekki mikið að leyna að- dáun sinni á Ingvari og sagðist hafa lært mikið af honum. Hann sagðist hafa unnið í marga mánuði við K-19 og endaði með eina setn- ingu eða svo í myndinni. Hann var ekkert alltof hress með það en bætti því við að heimur kvik- myndanna væri harður,“ segir Árni. Leikstjórinn mætti með kolaliti í hendi og teiknaði á veggina. Á meðan sat 50 manna tökulið og horfði þegjandi á hann í fimm tíma. TENGLAR ..................................................... www.kasanderfilm.nl ingarun@mbl.is Vann við mynd Peters Greenaways Morgunblaðið/Árni Gústafsson 58 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali. Mánudag kl. 4 og 6  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2 Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! Sýnd kl. 2 með ísl. tali. Mán 4. Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16.Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. B. i. 16. Mán kl. 5.30, 8 og 10.20. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd 5.15, 8 og 10.40. B.i. 14. 3, 5.30, 8 og 10.20. Mán 5.30, 8 og 10.20. 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.30, 5.50, 8 og 10.10. Mánudagur kl. 5.50, 8 og 10.10. „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Yfir 15.000 manns! Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Sýnd 5.50. B.i. 14. Sýnd kl. 8. 1/2Kvikmyndir.is „DREP FYNDIN“ ÞÞ. FBL Yfir 15.000 manns! Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. JENNIFER LOPEZ Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Sun. kl. 4. með ísl. tali. Sun. kl. 4. með íslensku tali.  HL Mbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.