Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 1
247. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 22. OKTÓBER 2002
AÐ minnsta kosti fjórtán manns
týndu lífi og um 45 slösuðust í sjálfs-
morðsárás við bæinn Pardes Hanna
í Norður-Ísrael í gær. Var bíll hlað-
inn sprengiefni sprengdur upp við
hliðina á strætisvagni. Lýstu palest-
ínsku Jihad-samtökin yfir ábyrgð á
ódæðinu en talsmaður Ariels Shar-
ons, forsætisráðherra Ísraels, sagði,
að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, bæri í raun ábyrgð á því þótt
hann hefði fordæmt það strax.
Fjölmiðlar í Ísrael sögðu, að
jeppa með 60 til 80 kílóum af
sprengiefni og olíubrúsum hefði ver-
ið ekið upp að strætisvagninum er
hann hafði stanzað til að taka far-
þega. Við sprenginguna varð hann
strax alelda og gerði það lögreglu og
björgunarmönnum erfitt fyrir í
fyrstu með að nálgast hann og koma
fólki til hjálpar. Vagninn og bíll til-
ræðismannanna, sem voru tveir,
brunnu til kaldra kola. Voru 38
manns fluttir á sjúkrahús í þremur
bæjum en talið var, að fjórtán
manns og hugsanlega fleiri hefðu
látizt.
Hörð viðbrögð
Arafat fordæmdi hryðjuverkið
harðlega í gær og lagði áherzlu á, að
palestínska heimastjórnin væri al-
gerlega andvíg morðum á óbreytt-
um borgurum. Zalman Shoval, ráð-
gjafi Sharons í utanríkismálum,
kenndi hins vegar Arafat um og
sagði, að hann bæri í raun ábyrgð á
því. Annaðhvort hefði hann beinlínis
heimilað ódæðið eða látið vera að
banna það.
Hryðjuverkið í gær er það blóð-
ugasta í Ísrael í nokkra mánuði og
búist við hörðum viðbrögðum Ísr-
aelsstjórnar.
Uzi Landau, almannavarnaráð-
herra Ísraels, hvatti til þess að leif-
arnar af öryggissveitum heima-
stjórnar Palestínumanna yrðu
leystar upp. „Við megum ekkert slá
af og verðum að halda áfram að-
gerðum af fyllstu hörku alls staðar
þar sem hryðjuverkaöfl Palestínu-
manna eru að verki,“ sagði Landau.
Aðaltalsmaður Ísraelshers, Ruth
Yaron hershöfðingi, sagði ekki hver
yrðu líklegustu viðbrögðin við til-
ræðinu af hálfu hersins, en setti það
í samhengi við að herinn hefur á síð-
ustu dögum slakað á útgöngubanni í
nokkrum borgum og bæjum á Vest-
urbakkanum. Tilræðið átti sér stað
innan við 10 km frá markalínunni að
yfirráðasvæði Palestínumanna á
Vesturbakkanum, en Ísraelsher
endurhertók flesta bæi þar í júní sl.,
í nafni þess að uppræta starfsemi
palestínskra hryðjuverkamanna.
Að minnsta kosti fjórtán manns farast í sjálfsmorðstilræði í Ísrael
Bíl hlöðnum sprengiefni
ekið að strætisvagni
Jerúsalem, Karkur. AP, AFP.
Reuters
Strætisvagninn brann til kaldra kola. Þrjátíu farþegar voru um borð, auk bílstjórans, sem þeyttist út úr vagninum.
BANDARÍSKIR rannsóknarlög-
reglumenn sögðust í gær hafa fengið
símhringingu frá leyniskyttunni sem
valdið hefur skelfingu á svæðinu í og
í kringum Washington-borg undan-
farnar vikur, en ekki hefði verið
hægt að skilja röddina í símanum.
Hvöttu þeir manninn til að hafa aftur
samband.
„Sá sem þú hringdir í heyrði ekki
allt sem þú sagðir. …Hringdu aftur í
okkur svo við náum þessu örugg-
lega,“ sagði Charles Moose, lög-
regluforingi í Montgomery-sýslu í
Maryland, á fundi með fréttamönn-
um. Nokkrum tímum fyrr höfðu lög-
reglumenn í Virginíuríki umkringt
stóran hvítan bíl við almenningssíma
við benzínstöð í bænum Richmond
og handtekið tvo menn. Kom í ljós
við yfirheyrslur að mennirnir tengd-
ust raðmorðunum ekki á neinn hátt;
þeir munu vera ólöglegir innflytj-
endur frá Mið-Ameríku og ekki sak-
aðir um annað. „Þeir voru á röngum
stað á röngum tíma,“ hefur AP eftir
háttsettum rannsóknarlögreglu-
manni í Washington, sem ekki vildi
láta nafns síns getið.
Lögreglan staðfesti í gær að skot-
ið var úr sama riffli og í fyrri skot-
árásum leyniskyttunnar er maður
fékk skot í magann er hann fór út af
veitingastað í Ashford í Virginíu sl.
laugardagskvöld. Er þetta í tólfta
sinn sem leyniskyttan skýtur mann á
færi frá því 3. október sl. Níu liggja í
valnum og þrír hafa særzt alvarlega.
Franskur liðhlaupi?
Annars komu fleiri upplýsingar
fram úr öðrum áttum í gær sem
kunna að tengjast leyniskyttumál-
inu. Frönsk yfirvöld tilkynntu Int-
erpol um ungan, franskan herskóla-
nema sem ekkert hefði spurzt til frá
því í ágúst sl. en þá var hann í Banda-
ríkjunum. Maðurinn kvað vera æfð
skytta.
Rannsóknin á raðmorðunum í Bandaríkjunum
Símhringing barst
frá leyniskyttunni
Richmond í Virginíu. AP, AFP.
SKÓSMIÐIR í borginni Marikina á
Filippseyjum leggja lokahönd á
risaskó, sem gerðir voru í því
augnamiði að fá parið skráð í
Heimsmetabók Guinness sem
stærstu skó í heimi, og til að vekja
athygli umheimsins á getu filipps-
eyskra skósmiða. Marikina er
þekkt sem „höfuðborg skósmíð-
innar“ á Filippseyjum. Hvor skór er
5,5 m að lengd og 2,25 m breiður.
Er fullyrt að þrjátíu manns kæmust
fyrir inni í þeim. Smíði þeirra tók
rúma tvo mánuði.
Reuters
Heimsins stærstu skór?
NORÐUR-Kóreumenn gáfu til
kynna í gær að þeir væru tilbúnir að
hefja samningaviðræður við Banda-
ríkjastjórn um að þeir hættu að þróa
kjarnavopn gegn því að þeir fengju
efnahagsaðstoð, að sögn suður-kór-
eskra embættismanna.
Kim Young-Nam, næstæðsti emb-
ættismaður N-Kóreu, sagði að stjórn
landsins væri tilbúin að hefja við-
ræður um „áhyggjur Bandaríkja-
stjórnar í öryggismálum“. Er þetta í
fyrsta sinn sem stjórnvöld í Pyong-
yang svara ásökunum Bandaríkja-
stjórnar um að N-Kóreumenn hefðu
viðurkennt að þeir væru að þróa
kjarnavopn á laun í trássi við samn-
ing við Bandaríkin frá 1994. Kim,
forseti framkvæmdanefndar þings
N-Kóreu og hægri hönd Kims Jong-
Ils, leiðtoga landsins, lét þessi orð
falla þegar hann svaraði áskorun
suður-kóreskra ráðherra, sem voru í
heimsókn í Pyongyang, um að
N-Kóreumenn hættu að þróa
kjarnavopn.
Sérfræðingar í málefnum N-Kór-
eu í Seoul sögðu ólíklegt að stjórn
Bandaríkjanna tæki tilboði Kims.
„Bandaríkjastjórn hefur framfylgt
of harðri stefnu til að tilslakanir í
deilunni um kjarnavopnin geti komið
til greina,“ sagði einn þeirra, Ko Yu-
Hwan, prófessor við Dongkak-há-
skóla í Seoul.
Bush bjartsýnn
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti kvaðst í gærkvöld telja að unnt
yrði að fá fram afvopnun Norður-
Kóreumanna með friðsamlegum
hætti. Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hafði fyrr um
daginn sagt að samningurinn frá
1994 væri ekki lengur í gildi þar sem
N-Kóreumenn hefðu viðurkennt að
þeir hefðu brotið hann. Hann sagði
þó að Bandaríkjastjórn myndi ekki
grípa til tafarlausra aðgerða gegn
N-Kóreumönnum.
N-Kóreu-
menn til-
búnir til
viðræðna
Seoul. AFP.
TÍUNDI hver Breti getur ekki
nefnt einn einasta erlendan
stjórnmálaleiðtoga en nærri því
helmingur þjóðarinnar getur
nefnt minnst fimm persónur úr
vinsælustu sjónvarpsþáttaröð-
inni, eftir því sem fram kemur í
niðurstöðum nýrrar könnunar.
Könnunin, sem tímaritið
Whitaker’s Almanac birti undir
yfirskriftinni „Er Bretland að
forheimskast?“, sýndi enn-
fremur að 42% aðspurðra voru
ófær um að nefna einn einasta
ráðherra úr brezku ríkisstjórn-
inni. „Fólk er almennt farið að
missa sjónar á heimsfréttunum
en sökkvir sér aftur á móti í
glansheim fræga fólksins,“
sagði ritstjórinn, Lauren Hill.
Stjörnur
en ekki
stjórnmál
Lundúnum. AFP.