Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 12
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Katrín Harðardóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal, ásamt hund-
inum Missý. Þær eru sammála um að endurskinsólar séu nauðsynlegar á
gæludýr heimilisins þegar myrkrið skellur á.
KISURNAR í borginni eru tæpast
par ánægðar með skammdegið.
Að minnsta kosti hafa þær þurft
að leita sér þjónustu í ríkari mæli
en áður hjá dýralæknum borg-
arinnar þar sem ákeyrslum á
þessa ferfættu vini mannskepn-
unnar fer fjölgandi með haustinu.
Að sögn Katrínar Harð-
ardóttur, dýralæknis hjá Dýra-
spítalanum í Víðidal, er nú sá
tími þar sem slysum á dýrum
fjölgar. „Þetta eru kettir sem
verða fyrir bíl því ökumenn sjá
þá hreinlega ekki og við erum að
gera endalausar beinbrotaað-
gerðir. Það er gríðarlega mik-
ilvægt að setja endurskinsólar á
dýrin og merkja þau vel. Svo á
maður helst ekki að hleypa kött-
unum út í myrkri því þeir sjást
svo illa.“ Aðspurð segir hún sjálf-
lýsandi kattaraugun ekki duga í
þessu sambandi.
Hún segir slysunum alltaf
fjölga á haustin annars vegar og
svo á vorin þegar tekur að hlýna
í veðri. Hún segir þó eigendur lít-
ið þurfa að huga að dýrum sínum
vegna kuldans sem nú er að
ganga í garð og til dæmis sé ekki
nauðsynlegt að breyta fóðri.
„Hross eru öll í útigöngu enda
hefur verið ofboðslega góð tíð að
undanförnu og nánast ekkert
þurft að hugsa um þau. En nú er
nánast bara að verða sina eftir
og það fer að líða að því að það
þurfi að gefa þeim úti.“ Hún
bendir fólki einnig á að nú sé
rétti tíminn til að gefa hross-
unum ormalyf.
Fáir hundar í kápum
En hvað um hundana, sem
margir hverjir eru snöggklipptir
samkvæmt nýjustu hundatísku.
Verður þeim ekkert kalt svona
hálfhárlausum? „Yfirleitt ekki,“
segir Katrín, „Það er alls ekki
slæmt að snyrta dýrin. Hundar
fylgja yfirleitt eigendum sínum
hér innanbæjar og þeir hundar
sem fara í snyrtingu eru yfirleitt
heimilishundar sem fara út í sín-
ar göngur en koma svo inn aft-
ur.“
Hún segir lítið um að hundar
hérlendis klæði sig sérstaklega
upp fyrir slíkar gönguferðir með
eigendum sínum.
„Það eru helst litlu hundarnir
sem ná ekki að halda á sér hita
og þeim sem eru mjög stutt-
hærðir verður náttúrlega
ískyggilega kalt. En þú hefur
svoleiðis hund ekkert úti í garði
allan daginn eða fyrir utan eins
hús og honum verður ekki meint
að svolitlum göngutúr.“
Endurskinsólar eru lífsnauðsynlegar
ferfættum vinum mannanna í myrkrinu
Endalausar beinbrota-
aðgerðir á köttum
Víðidalur
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLBÝLISHÚS, sem fyrirhugað
er að reisa í Stakkahlíð 17 í
Reykjavík hefur vakið hörð við-
brögð íbúa í nágrenninu sem segja
húsið allt of stórt að umfangi og
rýri þannig gæði eigna sinna.
Teikningar að húsinu voru sam-
þykktar í skipulags- og bygginga-
nefnd Reykjavíkur á miðvikudag
en búist er við að borgarráð fjalli
um málið í dag.
Forsaga málsins er sú að í des-
ember síðastliðunum var íbúum í
hverfinu kynnt fyrirhuguð hækkun
einnar hæðar verslunarmiðstöðvar
sem stendur á umræddri lóð auk
þess sem húsið var lengt til suðurs.
Stóð til að breyta nýtingu hússins í
íbúðir. Vegna mótmæla íbúa voru
þessar tillögur endurskoðaðar og í
stað þess að byggja eina hæð ofan
á húsið var lagt til að það yrði rifið
og byggt yrði tveggja hæða fjöl-
býlishús, sem stæði neðar í lóðinni
en gamla húsið. Þær tillögur voru
svo kynntar íbúum í vor. Eftir það
var ákveðið að færa bílastæði undir
húsið og það var fært til í lóðinni
þannig að það yrði fjær húsum við
Bogahlíð. Þá var íbúðum fækkað úr
tólf í tíu samhliða því sem þær
stækkuðu. Þannig var húsið
grenndarkynnt íbúum í hverfinu
með bréfi í sumar.
Skuggavarp mikið
og útsýni hverfur
Að sögn Benedikts Guðbjarts-
sonar, formanns húsfélagsins í
Bogahlíð 2–6, eru íbúar við götuna
mjög andvígir þeim tillögum sem
nú liggja fyrir. „Þetta hús stendur
mjög nálægt öðrum húsum, sér-
staklega húsum númer 8 og 10 og
skemmst vegalengd á milli er inn-
an við 20 metrar. Þar er fólk með
sínar svalir á móti suðri sem fær
tvær hæðir með þétta gluggaröð
allt yfir þá hlið. Þetta leiðir til þess
að skuggavarpið verður mjög mik-
ið enda er styttra á milli húsa
þarna en í nokkru öðru hverfi sé
miðað við bakhlið húsa á móti
framhlið.“ Hann segir ekki hægt að
miða við fjarlægð á milli gafla húsa
í þessu sambandi, eins og fulltrúar
borgarskipulags hafi gert.
Þá segir hann mjög alvarlegt að
húsið hækki frá því sem verið hef-
ur. „Það eru ansi margir sem missa
þarna útsýni. Ég, sem er á annarri
hæð í Bogahlíð 6, sé greinilega
Öskjuhlíðina og Perluna en það
mun allt hverfa.“ Benedikt segir
ljóst að þetta muni rýra verðgildi
eigna þeirra sem þarna búa. Þá er
umfang hússins gagnrýnt en að
sögn Benedikts eykst grunnflötur
þess úr 339 fermetrum eins og nú
er og í 545,2 fermetra. „Það má alls
ekki skilja það sem svo að við séum
á móti húsi. Þetta er ekki nema
1.388 fermetra lóð og það á að
byggja á henni 1.090 fermetra hús
ofanjarðar að báðum hæðum með-
töldum og 6–700 fermetra neðan-
jarðar. Þannig að þarna er verið að
byggja allt of stórt hús.“
Deiliskipulag vantar
Hann segir einnig að samráði við
íbúa og kynningu hafi verið mjög
ábótavant. „Það er gjarnan sagt að
húsið hafi tvisvar sinnum verið
grenndarkynnt en það er ekki rétt
því við vorum með allt aðra teikn-
ingu og allt annað hús í desember
og það þýðir ekkert að tala um
margar grenndarkynningar ef þú
ert alltaf með nýja og nýja tillögu.“
Þá bendir hann á að ekki sé til
deiliskipulag af svæðinu þannig að
ekki hafi verið um að ræða eðlilegt
breytingarferli á skipulagsstigi.
Að sögn Benedikts hefur verið
erfitt að átta sig á raunverulegri
stærð hússins af teikningum og
það hafi ekki verið fyrr en í sept-
ember síðastliðnum, eftir grennd-
arkynningu, sem endanlegir út-
reikningar hafi legið fyrir.
Benedikt undirstrikar að íbúar séu
ekki á móti því að þarna verði
byggt en þeir vilji að strangar regl-
ur gildi um bygginguna. „Það hef-
ur því miður verið þannig að í
hvert sinn sem eitthvað er gert
stækkar húsið og nú er það orðið
miklu stærra en það var þegar það
var grenndarkynnt í desember í
fyrra.“
Hann segist sannfærður um að
úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingamála muni fella bygging-
arleyfi úr gildi en íbúar hyggist
kæra ákvörðunina verði henni ekki
breytt. „Fundargerð skipulags- og
bygginganefndar á eftir að fara
fyrir borgarstjórn. Ég hef trú á því
að fulltrúar minnihlutans muni þá
taka málið upp auk þess sem við
munum hugsanlega skrifa borgar-
stjóra bréf til að benda á að þarna
sé ekki löglega að hlutum staðið.“
Lægra en blokkir í kring
Margrét Þormar, hverfisstjóri
hjá Skipulags- og byggingasviði
Reykjavíkur, segir að mótmæli
íbúa hafi leitt til þess að upphaf-
legu tillögunni var breytt. „Þegar
maður skoðar heildina sér maður
að það verður ekki styttra á milli
húsa þarna en gengur og gerist í
hverfinu,“ segir hún.
Aðspurð hvort nauðsynlegt hafi
verið að stækka húsið svo mikið að
grunnfleti miðað við þá byggingu
sem til stendur að rífa segir Mar-
grét að þetta hafi verið ósk bygg-
ingaaðila sem hafi viljað gæta hag-
kvæmni við bygginguna. Húsið hafi
ekki verið talið í ósamræmi við um-
hverfi sitt og það verði einungis
tæplega einum metra hærra en
verslunarbyggingin sem fyrir er á
lóðinni. Skýrist það af því að eldra
húsið er með óvenju mikla lofthæð
auk þess sem það stendur hærra í
lóðinni en nú er gert ráð fyrir. Í
kring séu allt að fjögurra hæða
blokkir og því ætti tveggja hæða
fjölbýlishús ekki að stinga í stúf.
Ekki venja að halda fundi
Hún vísar á bug gagnrýni um að
samráðsferli hafi verið ábótavant.
„Þegar svona erindi kemur inn á
borð til okkar er ekki venjan að
halda fundi með íbúum heldur
grenndarkynnum við það með því
að senda bréf í hús. Svo getur fólk
óskað eftir að hitta okkur og það
var gert í þessu tilfelli með fundi í
febrúar og svo aftur í maí. Þarna
voru tveir fundir haldnir og seinni
tillagan var sýnd fólkinu og hún
var ekki mikið breytt þegar hún
var svo síðan grenndarkynnt.“
Margrét staðfestir að ekkert
deiliskipulag sé til af svæðinu en
segir að svo sé um fleiri staði í
borginni. Byggingin sé í samræmi
við nýtt aðalskipulag sem bíði eftir
staðfestingu ráðherra en þar sé
gert ráð fyrir íbúðabyggð. Í eldra
aðalskipulagi hafi lóðin hins vegar
verið skilgreind sem verslunar-
svæði en því hafi verið breytt í
íbúðasvæði.
Hvað varðar stærð hússins segir
Margrét ekki rétt að hún hafi
breyst meðan á kynningarferli
stóð. „Þegar verið er að teikna
bygginganefndarteikningar af húsi
fer bygginganefndarfulltrúi yfir
allar stærðir og það er algengt að
tölur séu lagfærðar á meðan á
hönnunarferlinu stendur. Það er
ekki það að húsið hafi breyst að
umfangi því málin eru þau sömu.“
Margrét segir næsta skref vera
það að borgarráð taki málið fyrir á
fundi sínum í dag. „Þetta mál er
búið að vera ótrúlega langvarnadi
og margir íbúar ósáttir,“ segir hún.
„Það er mjög leiðinlegt þegar mál
fara svona en við höfum reynt að
gera það sem við getum til að
kynna þetta á réttan hátt.“
Fyrirhugað fjölbýlishús við Stakkahlíð veldur deilum
Teikningar
samþykktar
í síðustu viku
Teikning/Zeppelin-arkitektar
Vesturhlið hússins eins og það kemur til með að líta út við hliðina á húsi númer 10 við Bogahlíð. Hönnuður byggingarinnar er Zeppelin-arkitektar.
Hlíðar