Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 14
ELDSVOÐINN Á LAUGAVEGI 14 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM tíma var óttast að eldurinn myndi dreifast í samliggjandi hús við Lauga- veg og er ljóst að slökkviliðsmenn unnu mikið þrekvirki þegar þeir náðu að koma í veg fyrir að eldurinn bærist yfir í timburhús, sem var nánast búið að afskrifa. Fyrst um sinn voru slökkviliðsmenn ekki fullvissir um að enginn hefði verið í bakhúsum sem gjöreyðilögust í eldinum. Minniháttar skemmdir urðu af völdum reyks og hugsanlega vatns á húsum númer 42 og 38, sem standa sitt hvorum megin við húsin sem urðu eldinum að bráð. Hús númer 40 er gjörónýtt og 40a mikið skemmt ef ekki ónýtt. Á Lauga- vegi 40a var undirfataverslunin Misty til húsa og áður Iðunnarapótek. Á Laugavegi 40 voru gleraugnaverslun- in Sjáðu og Verslunin hennar. Á Laugavegi 42 er verslunin Noa Noa og Laugavegi 38 skóverslunin Ecco. Alls voru á annað hundrað manns við störf á vettvangi stórbrunans. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæð- inu var kallað á vettvang, auk þess sem aðstoð var fengin frá Brunavörn- um Suðurnesja. Þá voru hátt í 40 lög- reglumenn á vettvangi, sem höfðu í nógu að snúast til að halda fólki sem vildi komast inn á brunavettvanginn í skefjum, en einn var handtekinn og gisti fangageymslur. Kapphlaup við tímann Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir miðnætti og þegar fyrstu þrír slökkvi- liðsmennirnir komu á vettvang úr Skógarhlíð hafði eldurinn, sem kom upp í porti milli húsa númer 40 og 40a á Laugavegi, náð að læsa sig í bakhús auk þess sem eldtungur sleiktu suð- urhlið Laugavegs 40a. Segir Birgir Finnsson, framkvæmdastjóri útkalls- deildar sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi, að næst hafi slökkviliðs- menn af Tunguhálsi borið að og þeir hafi byrjað að berjast við eldinn að sunnanverðu, þ.e. frá Grettisgötu. Þá komu menn af stöðinni í Hafnarfirði og síðan barst aðstoð frá Brunavörn- um Suðurnesja. „Þarna var kominn mikill eldur sem augljóslega var ekki viðráðanleg- ur fyrir þá sem fyrstir komu. Við vor- um í kapphlaupi við tímann. Menn byrjuðu að sprauta á eldinn að sunn- anverðu með nokkrar slöngur og síð- an var alltaf verið að bæta mönnum við þar. Þar vorum við með meira vatn og meiri mannskap. Um leið og menn komu á vettvang tóku þeir við slöngum sem var búið að leggja fyrir þá,“ segir Birgir. Einnig hafi ein- hverjir farið í það verkefni, ásamt lög- reglu, að hlaupa í hús og brjóta upp hurðir til að fullvissa sig um að enginn væri í húsum sem óttast var að gætu orðið eldinum að bráð Lögregla og reykkafarar fóru um húsin til að fullvissa sig um að enginn væri í húsunum, en ekki náðist að fara í bakhúsin. „Það var búið að fara í húsin þarna í kring, númer 42 og 38. Einnig var búið að fara í hús númer 40, en við vorum aldrei vissir um hvernig væri með bakhúsin og má segja líka með hús númer 40a.“ Íbúi á efstu hæð þar komst af sjálfsdáðum út úr íbúðinni með því að stökkva nið- ur af svölum og þá náðist í aðra íbúa hússins, sem ekki voru heima, í síma. „Við vorum ekki fullvissir um að við hefðum náð að leita allar þær íbúðir sem þarna voru, það var erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig húsaskipan var þarna á bak við. Við áttum erfitt með að komast þangað inn, með lang- ar árásarleiðir að framanverðu og ógjörningur að ráðast til inngöngu aftan megin frá. Við höfðum miklar áhyggjur.“ Segir Birgir að unnið hafi verið að því að fá yfirlit yfir vettvanginn og átta sig á því hvort öllum hefði verið bjargað út með því að púsla upplýs- ingum frá lögreglu, reykköfurum og íbúum sem höfðu komist út úr hús- unum saman. „Við töldum okkur vera búna að fá upplýsingar um að það væri enginn þarna inni en höfðum samt áhyggjur af því að svo gæti ver- ið. Við vorum í þeirri stöðu að það var orðið ljóst að ef einhver hefði verið þarna inni í bakhúsunum hefði ekki verið hægt að bjarga viðkomandi. Við gerðum okkur grein fyrir þeirri stöðu og þetta hvíldi þungt á mönnum þarna um nóttina.“ Forðuðu sér út á hlaupum Fljótlega eftir að lögregla kom á vettvang sprakk rúða í versluninni Misty, sem var í húsi númer 40a. „Það hefur ekki verið neinn smáþrýstingur þar inni fyrst rúðurnar sprungu. Það var þó kostur, hvað slökkvistarfið varðar, að rúðan skyldi fara. Þá komst reykurinn út og auðveldara að fara að eldinum að sunnanverðu.“ Segir Birgir að menn hafi velt því fyr- ir sér hvort eldurinn hafi byrjað á tveimur stöðum, þar sem eldurinn hafi svo fljótt verið kominn inn í versl- unina Misty, en hann gæti einnig hafa dreifst svo hratt. „Í portinu voru ruslatunnur og mikill eldsmatur þannig að eldurinn hefur magnast mikið. Þarna voru þakskýli byggð yfir sem hefur gert það að verkum að álagið var meira á veggina þar við hliðina og þá verða meiri líkur á að eldurinn nái að brjótast inn í versl- unina og sjálfsagt hefur verið lager á bak við og mikill eldsmatur, þannig að þetta er fljótt að gerast.“ Segir Birgir að þegar bakhúsið við hús númer 40 var orðið alelda hafi slökkviliðsmenn þurft að forða sér þaðan út á hlaupum. „Það var aldrei möguleiki að standa þar inni í húsinu, heldur þurftu menn að hörfa og fóru jafnvel út á svalirnar sunnanmegin og þaðan yfir á þakið í húsi númer 38. Þeir komust ekki út sömu leið og þeir fóru inn og brunnu slöngur í sundur.“ Búslóð flutt á brott Birgir segir að ótrúlegt sé hversu vel veggurinn milli húsa númer 40 og 38 hafi haldið eldinum í skefjum. Hús- in eru bæði timburhús, en náði slökkviliðið að koma í veg fyrir að eld- urinn næði þarna yfir. Einnig náðu þeir að hindra að eldurinn færi í hús númer 42. Fyrir aftan hús númer 38 er lítið einbýli úr tré og óttaðist lög- regla að færi eldurinn í hús númer 38 myndi hann dreifast þaðan í einbýlið. Því fór lögregla í það ásamt fólki úr Björgunarsveitinni Ársæli að bera búslóðir úr húsunum tveimur og var um helmingur skólagers úr verslun- inni Ecco, sömuleiðis fjarlægður. Alls fóru fjórir flutningabílar frá Lauga- veginum. „Við erum ánægð með að við náð- um að verja þessi tvö hús. Í heild telj- um við okkur hafa náð þarna góðum árangri, miðað við aðstæður.“ Birgir segir að eldvarnareftirlitið muni skoða hvernig búið var að eldvörnum þarna og í framhaldinu verði skoðað hvað megi læra af þessu en víða í gamla miðbænum eru tengibygging- ar og gömul hús áföst við önnur hús. Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri segir að alls hafi um 100 manns verið að störfum á vegum Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins þessa nótt. „Jafn- framt þessu þurftum við að sinna öðr- um verkefnum. Við náðum að sinna öllum sjúkraflutingum þessa nótt og vorum með mannaðar stöðvar ef eitt- hvað annað hefði komið upp,“ segir Hrólfur. Hann segir að vel hafi gengið að skipta út mönnum, sumir hafi þó staðið vaktina samfleytt í tólf tíma, frá miðnætti til hádegis á sunnudag. Mik- il vinna hafi verið við að halda utan um mannskapinn, senda blauta og kalda menn heim og fá einhverja í staðinn fyrir þá. Lögregla átti fullt í fangi með að halda ágengu fólki í skefjum Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við vettvang brunans og átti lögregla fullt í fangi með að halda fólki frá vett- vanginum, bæði drukknu fólki og for- vitnu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns. Fyrst um sinn hafi lögregla farið í að loka vettvanginum og ganga í nærliggjandi hús, þannig að fólk gæti verið í viðbragsstöðu ef það þyrfti að yfirgefa hús sín snögg- lega og tryggja að enginn væri í þeim húsum sem voru í mestri hættu. Einnig ráðlögðu þeir nágrönnum að loka vel gluggum, en mikinn reyk lagði frá eldinum yfir Skólavörðuholt. Lögregla hafi átt í fullu fangi með að halda drukknu fólki, sem var að koma af skemmtistöðum, frá vettvangi sem og forvitnu fólki sem kom aðvífandi, sumir vopnaðir myndavélum. Einn ágengur vegfarandi var handtekinn og gisti hann fangageymslur lögreglu. Segir Geir Jón að þetta hafi verið við- varandi alla nóttina, þó mest meðan skemmtistaðir voru enn opnir. „Þetta er frekjugangur, það er ljóst að það þarf að koma líka í veg fyrir það að fólk fari sér að voða. Ég er klár á því að lögreglumenn hefðu getað verið að huga að ýmsu öðru. Það er dapurt og sorglegt að þetta skuli margendurtaka sig með þessum hætti að óagaður lýður geti ekki látið okkur vera til að vinna í friði við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður, það er alveg með ólíkindum.“ Geir segir að lögregla hefði heldur viljað nota kraftana til að bjarga frekari verð- mætum, huga betur að vettvangi auk þess að hlúa að íbúum húsanna. Á annað hundrað manns við störf á vettvangi stórbruna á Laugavegi aðfaranótt sunnudags Ekki fullvissa um að bakhúsin væru mannlaus Morgunblaðið/Hallfríður Mestur var eldurinn í bakhúsum sunnan megin við húsin og barst eldurinn þannig fljótt milli húsanna við Lauga- veg 40 og 40a. Hér má sjá hversu stutt var frá logunum að einbýlinu við Laugaveg 38b, en óttast var að eldurinn myndi berast í húsið og var búslóðin því borin út og flutt á brott í flutningabíl. Morgunblaðið/Júlíus Björgunarsveitin Ársæll var kölluð út til að aðstoða lögreglu við björgun verðmæta. Var búslóð úr húsunum á Laugavegi 38 og 38b flutt á brott auk lagers skóverslunarinnar Ecco. Fimm íbúðir í tveimur samliggjandi húsum við Laugaveg eyðilögðust aðfaranótt sunnudags í mesta eldsvoða sem hef- ur orðið í íbúðabyggð í Reykjavík í áratugi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.