Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 17
SIGRÍÐUR Snæbjörnsdóttir fram-
kvæmdastjóri verður skipuð fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja, eftir því sem næst verður
komist. Valið hefur einkum staðið á
milli hennar og Skúla Thoroddsen
framkvæmdastjóra en Skúli staðfesti
það í samtali við Morgunblaðið í gær
að ráðherra hefði tilkynnt honum að
hann yrði ekki ráðinn.
Átta sóttu um stöðu framkvæmda-
stjóra Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja (HSS) sem rekur meðal annars
sjúkrahúsið í Keflavík en einn um-
sækjandi dró sig til baka. Sérstök
matsnefnd taldi alla umsækjendur
hæfa en Sigríði og Skúla hæfust.
Fulltrúar sveitarstjórnanna á Suður-
nesjum í stjórn HSS, fjórir af fimm
stjórnarmönnum, samþykktu tillögu
til ráðherra um að Skúli yrði ráðinn
en stjórnarformaðurinn, sem ráð-
herra skipar án tilnefningar, mælti
með Sigríði.
Sigríður Snæbjörnsdóttir er hjúkr-
unarfræðingur, fyrrverandi hjúkrun-
arforstjóri Borgarspítalans og núver-
andi framkvæmdastjóri Heyrnar- og
talmeinastöðvar Íslands. Skúli Thor-
oddsen er lögfræðingur og starfar
sem framkvæmdastjóri Miðstöðvar
símenntunar á Suðurnesjum.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra skipar í stöðuna. Elsa B. Frið-
finnsdóttir, aðstoðarmaður hans,
sagði að í dag yrði gengið frá skipun
framkvæmdastjórans og þá kæmi í
ljós hver það yrði. Ráðherra kallaði
Sigríði og Skúla á sinn fund í gær.
Skúli segir að Jón Kristjánsson hafi
tjáð sér að hann gæti ekki skipað sig í
stöðuna vegna ákvæða jafnréttislaga.
Þar sem tveir umsækjendur væru
taldir jafn hæfir yrði konan ráðin í
starfið. Skúli tekur fram að hann telji
þessi rök ekki haldbær.
Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Sigríður verður
skipuð í embættið
Skúli
Thoroddsen
Sigríður
Snæbjörnsdóttir
Keflavík
„FÓLKI þykir þetta sniðugt, þægi-
legt til dæmis fyrir útivinnandi
fólk að skilja þvottinn eftir á snúr-
unum,“ segir Karl Njálsson, 14 ára
nemandi í Gerðaskóla í Garði.
Karl og bekkjarfélagi hans, Rúnar
Freyr Hólm, unnu fyrstu verðlaun
í uppfinningaþætti nýsköp-
unarkeppni grunnskólanna fyrir
Veðurvakt sína og tóku við verð-
launum sínum úr hendi Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands, við athöfn í Kennarahá-
skóla Íslands um helgina.
Hugmynd þeirra félaga gengur
út á það að tjald dregst yfir
þvottasnúrur á sjálfvirkan hátt
þegar byrjar að rigna. Hugmyndin
kviknaði á þemaviku í Gerðaskóla
á síðasta vetri. Af einhverjum
ástæðum sem Jóhann Sigurður
Víglundsson kennari kann ekki
skil á fóru þrír hópanna að vinna
með þvottasnúrur. Karl kom fram
með hugmynd að vætuskynjara
sem léti húsráðendur vita þegar
það byrjaði að rigna svo hægt
væri að taka þvottinn inn. Annar
hópur vann með þá hugmynd Rún-
ars Freys að setja tjald yfir
þvottasnúrur til að fólk gæti
þurrkað þvottinn sinn í friði. Hóp-
arnir voru sameinaðir og Karl og
Rúnar Freyr tengdu saman hug-
myndir sínar. Útkoman varð sú að
tjald dregst á sjálfvirkan hátt yfir
þvottasnúrurnar þegar boð koma
frá regnskynjaranum.
Verkefnið var teiknað á vegg-
spjald og haft til sýnis í skólanum,
eins og önnur verkefni þemavik-
unnar. Jóhann Sigurður kennari
sendi hugmyndirnar í nýsköp-
unarkeppni grunnskólanna, með
leyfi höfundanna, en þeir áttu
ekki von á að heyra neitt frekar af
þeim. Sex mánuðum síðar hringdu
aðstandendur keppninnar og létu
vita að hugmynd þeirra væri kom-
in í úrslit og síðar að hún hefði
unnið í uppfinningaflokknum.
Ekki segjast félagarnir vera
farnir að undirbúa umsókn um
einkaleyfi en segja að aðstand-
endur keppninnar reyni að koma
hugmyndunum á framfæri. Tím-
inn verði að leiða í ljós hvort hún
verði talin raunhæf til notkunar.
Þeir sjá þann ókost við uppfinn-
inguna, þótt reynt hafi verið að sjá
fyrir honum í hönnuninni, að erfitt
sé að koma í veg fyrir að þvott-
urinn blotni í roki. Snúrurnar
verði helst að vera í skjóli. Ekki sé
því víst að uppfinningin henti að
öllu leyti við íslenskar aðstæður.
Unnu fyrstu verðlaun í nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Rúnar Freyr Hólm og Karl Njálsson halda á veggspjaldi sem þeir gerðu um
uppfinningu sína. Þar er tæknin skýrð í texta og þó aðallega með myndum.
Tjald yf-
ir þvotta-
snúrur
Garður
MIKIL ölvun var í Reykjanesbæ og
nágrenni um helgina og annasamt
hjá lögreglunni. Hún hafði meðal
annars afskipti af fjölda unglinga
vegna áfengisdrykkju. Þá voru út-
köll á veitingahúsin vegna ölvunar
og óláta og í einu tilvikinu voru tvær
konur svo ósáttar að önnur sló hina í
höfuðið með flösku þannig að af
hlaust skurður á augabrún.
Á föstudagskvöldinu, um klukkan
hálfellefu, hafði lögreglan afskipti af
tveim unglingspiltum, 14 og 15 ára,
sem höfðu verið með háreysti og læti
við verslun á Hringbraut í Keflavík.
Þeir voru undir áhrifum áfengis og
voru teknir af þeim 6 bjórar sem þeir
höfðu í fórum sínum. Þeim var ekið á
lögreglustöð og síðan til síns heima.
Skömmu síðar var tilkynnt um ölv-
aða unglinga við Hólmgarð í Kefla-
vík. Þarna var reyndar aðeins einn
mikið ölvaður 13 ára drengur og orð-
inn veikur af áfengisdrykkju. Hann
var færður á lögreglustöð þar sem
faðir drengsins náði í hann. Lagt var
hald á áfengispela sem drengurinn
hafði meðferðis.
Um nóttina var 17 ára stúlku vísað
út af veitingastað í Keflavík sökum
ungs aldurs. Skömmu síðar hafði
lögreglan afskipti af tveim 15 ára
stúlkum vegna útivistarbrots og
þegar lögreglan kom að kastaði önn-
ur stúlkan frá sér bjórflösku. Stúlk-
unum var ekið heim og rætt var við
foreldra. Um klukkan tvö um nóttina
hafði lögreglan afskipti af tveim
drengjum við Hólmgarð í Keflavík
vegna útivistarbrota, 14 og 15 ára
gömlum. Annar hljóp af vettvangi en
þekktist og haft var samband við for-
eldra vegna þessa. Hinn var færður
á lögreglustöð þar sem móðir hans
náði í hann.
Á laugardagskvöldinu hafði lög-
reglan afskipti af tveimur 12 ára pilt-
um á gangi á Garðbraut í Garði.
Þeim var ekið til síns heima og rætt
við foreldrana. Um nóttina tilkynntu
lögreglumenn að þeir væru á eftir 16
ára dreng sem hefði brotið rúðu í
fyrirtæki á Hafnargötu í Keflavík.
Lögreglan handtók piltinn og sökum
þess að hann var ölvaður, æstur og
óviðræðuhæfur var hann geymdur í
fangaklefa þar til aðstandendur náðu
í hann rúmum klukkutíma síðar.
Höfðu afskipti af fjölda
ölvaðra unglinga
Keflavík