Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 19
nemur rúmlega 2.022 milljónum
króna samkvæmt efnahagsreikningi.
Eiginfjárhlutfall er 99% og innra
virði hlutafjár 1,74 á hverja krónu
nafnverðs.
Hlutafé félagsins nam 540,7 millj-
ónum króna í ársbyrjun. Hlutafé fé-
lagsins var hækkað um 621 milljónir
króna á fyrsta og öðrum ársfjórð-
ungi, vegna kaupsamninga sem
gerðir voru við Nýsköpunarsjóð at-
vinnulífsins og Landsbankann Fjár-
festingu hf., auk sameininga við Tal-
entu Hátækni og Talentu Internet.
Engin hækkun hefur orðið á hlutfé
ÍSHUG síðan. Heildarhlutafé félags-
ins í lok september 2002 nemur því
um 1.163,4 milljónum króna, en þar
af á ÍSHUG eigin bréf að nafnverði
tæplega 2,2 mkr.
Eignasafn breyttist
eftir 9 mánaða uppgjör
Á þriðja ársfjórðungi urðu engar
breytingar á eignasafni ÍSHUG.
Tvær markverðar breytingar hafa
hins vegar orðið á eignasafninu það
sem af er októbermánuði. Áhrifa
þessara breytinga mun gæta í árs-
uppgjöri ÍSHUG fyrir árið 2002.
Hinn 11. október 2002 samþykktu
hluthafafundir Skýrr hf. og Teymis
hf. samrunaáætlun þessara félaga.
Við samrunann eignaðist ÍSHUG,
sem áður átti 26,4% hlut í Teymi,
sem nemur 6,5% hlut í Skýrr hf..
Með þessu verður ÍSHUG þriðji
stærsti hluthafinn í sameinuðu fé-
lagi.
Þennan sama dag var tilkynnt í
Kauphöll Íslands að ÍSHUG og
Landssími Íslands hf. hefðu undir-
ritað samkomulag um kaup ÍSHUG
á eignasafni Símans í upplýsinga-
tæknifyrirtækjum. Ásamt því að
selja ÍSHUG hlutabréf í óskráðum
upplýsingatæknifyrirtækjum að
verðmæti 270 m.kr., samdi Síminn
jafnframt um 140 m.kr. beina fjár-
festingu í ÍSHUG. Til þess að mæta
skuldbindingunni mun ÍSHUG m.a.
gefa út nýtt hlutafé sem nemur um
218,4 m.kr., að fengnu samþykki
hluthafafundar.
SAMKVÆMT óendurskoðuðum
árshlutareikningi Íslenska hugbún-
aðarsjóðsins hf. nam heildarhagnað-
ur þriðja ársfjórðungs 43,3 milljón-
um króna.
Innleyst tap félagsins á þriðja árs-
fjórðungi nam 20,2 milljónum króna,
samanborið við 17,5 milljónir á öðr-
um ársfjórðungi þessa árs. Samtals
nemur innleyst tap á fyrstu níu mán-
uðum ársins 2002 um 61 milljón
króna. Óinnleyst gengishækkun á
skráðum hlutabréfum í eigu ÍSHUG
nemur hins vegar 63,5 milljónum og
er heildarhagnaður samkvæmt
rekstrarreikningi því 43,3 milljónir
króna.
Heildareignir rúmir tveir milljarðar
Heildareignir félagsins þann 30.
september námu 2.039 milljónum
króna. Þetta er um 502 milljón króna
hækkun frá áramótum. Eigið fé
Heildarhagnaður
43 milljónir
Afkoma ÍSHUG á þriðja ársfjórðungi
GENGI krónunnar hækk-
aði töluvert í gærmorgun,
en hækkunin gekk að
nokkru leyti til baka þegar
leið á daginn. Síðdegis
hafði gengisvísitalan lækk-
að um 0,5% og stóð í
130,25. Sem kunnugt er
miðast gengisvísitalan við
gengi erlendra gjaldmiðla
og því þýðir hækkun henn-
ar að krónan lækkar í
verði og öfugt. Velta á
gjaldeyrismarkaði var í
meðallagi, en síðdegis var
hún orðin um 4 milljarðar
króna.
Eftirvænting var nokk-
ur við opnun markaða í
gærmorgun, enda var á
laugardag tilkynnt um
sölu ríkisins á ráðandi hlut
í Landsbanka Íslands til
Samsonar ehf. Samið var
um að kaupverðið, 12,3
milljarðar króna, yrði reitt
fram í bandarískum doll-
urum og tilkynnt að féð
yrði nýtt til að borga niður
erlendar skuldir ríkis-
sjóðs. Uppi voru vanga-
veltur um að gengi krónunnar
myndi e.t.v. lækka, þar sem mark-
aðsaðilar hefðu tekið stöðu í von
um að krónur myndu streyma inn í
landið við söluna.
Í gærmorgun var svo tilkynnt að
Moody’s hefði bætt lánshæfismat
ríkissjóðs og breytt því úr Aa3 í
Aaa. Sérfræðingar voru flestir
þeirrar skoðunar að báðar fréttir
ættu að styrkja gengi krónunnar,
þegar til langs tíma væri litið.
Krónan styrkt-
ist í gærmorgun
HAGNAÐUR J.P. Morgan Chase-
bankasamsteypunnar dróst saman
um 91% á þriðja fjórðungi ársins
vegna minnkandi tekna og hækkandi
fjármagnskostnaðar. Fjárfestingar-
bankahluti J.P. Morgan Chase var
rekinn með miklum halla og nú er
áformað að segja upp 2.000 starfs-
mönnum þess hluta bankans. Vegna
erfiðleika bankans hafa helstu mats-
fyrirtæki lækkað mat sitt á honum.
Hagnaður fjármálafyrirtækisins
Merrill Lynch á þriðja fjórðungi árs-
ins hækkaði um 64% milli ára, þrátt
fyrir lækkun hlutabréfa á fjórðungn-
um. Hagnaður hjá fyrirtækinu jókst
um 22% ef tekið er tillit til óreglu-
legra liða, meðal annars kostnaðar
vegna 11. september í fyrra.
Erfið-
leikar hjá
J.P. Morgan
Chase