Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 21 HUGO Chavez, forseti Venesúela, hélt því fram á sunnudag, að and- stæðingar hans hefðu ætlað að myrða hann er hann sneri aftur heim um helgina frá ferð um Evr- ópu. Verkalýðsfélög og atvinnurek- endur efndu til 12 stunda allsherj- arverkfalls í landinu í gær til að krefjast þess, að Chavez segði af sér eða boðaði fljótt til kosninga. Chavez sagði, að öryggislögregl- an hefði komið í veg fyrir samsærið, sem fólst í því að skjóta niður flug- vél hans er hún kæmi inn til lend- ingar á Maiquetia-flugvellinum fyrir utan höfuðborgina, Caracas. Hefði flugvélinni þess í stað verið beint til Libertador-herflugvallarins. Forsetinn sagði, að öryggissveit- irnar hefðu komið að vopnuðum mönnum nálægt Maiquetia aðfara- nótt laugardagsins og hefði þá kom- ið til vopnaviðskipta. Sagði Chavez, að samsærismennirnir hefðu sloppið en skilið eftir sig flugskeytabyssu og kort, sem sýndi áætlun forseta- flugvélarinnar. Einnig hefði fundist poki með farsíma og mynd af hon- um, forsetanum, og flugvélinni. Chavez sagði, að nokkur símtal- anna, sem skráð væru í farsímanum, hefðu verið við nokkra þá, sem skipulagt hefðu allsherjarverkfallið í gær en nefndi þó engin nöfn. Að verkfallinu í gær stóðu stærsta verkalýðssambandið í Venesúela og samtök atvinnurekenda, sem standa að 70% þjóðarframleiðslunnar. Hóta þau að halda verkfallsaðgerðum áfram verði Chavez ekki við kröfum um afsögn eða nýjar kosningar. Andstæðingar Chavez segja, að með óstjórn og getuleysi beri hann ábyrgð á efnahagslegri upplausn í landinu auk þess sem hann hafi tek- ið sér næstum alræðisvöld undir því yfirskini, að hann sé að berjast gegn spillingu. Á þremur stjórnarárum Chavez hefur erlend fjárfesting í landinu gufað upp, hættulegur klofningur er kominn upp í hernum og blóðug átök milli andstæðinga og stuðn- ingsmanna stjórnarinnar eru al- geng. Verkfall til að krefjast afsagnar Venesúelaforseta Chavez segir að morðtil- ræði hafi verið afstýrt Caracas. AP, AFP. Reuters Herinn var með mikinn viðbúnað í Caracas í gær vegna boðaðs allsherj- arverkfalls gegn Chavez forseta. SAMSTEYPA stjórnarflokkanna í Svartfjallalandi vann öruggan sigur í þingkosningunum á sunnudag og fékk hreinan meirihluta. Boða úr- slitin um leið endalok sambandsrík- isins Júgóslavíu en sigurvegararnir stefna að fullu sjálfstæði Svartfjalla- lands. Ekki átti að birta fyrstu opinberu tölurnar úr kosningunum fyrr en seint í gær en þá þegar lá fyrir, að Lýðræðislistinn fyrir evrópsku Svartfjallalandi, flokkur Milos Djukanovic forseta, hafði unnið 39 þingsæti af 75 alls. Hafði helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sem styður áframhaldandi samband við Serbíu, fengið 30 þingsæti. Binda þessi úrslit enda á margra mánaða óvissu um framtíð sambandsríkis- ins. Djukanovic fagnaði úrslitunum í gær og sagði þau mikilvægt skref í átt að stöðugleika og evrópskri sam- einingu. Hét hann að vinna að nýju, lauslegu sambandi við Serbíu, sem bæði ríkin, Serbía og Svartfjalla- land, gætu sagt upp að þremur ár- um liðnum. Kosningar í Svartfjallalandi Sigur sjálfstæð- issinna Podgorica. AFP. Suma bruna verður ekki við ráðið en aðra er hægt að fyrirbyggja! Sjálfvirk slökkvitæki fyrir sjónvörp H. BLÖNDAL ehf. Auðbrekku 2 - Sími 517 2121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.