Morgunblaðið - 22.10.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.10.2002, Qupperneq 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HATTURINN hans Saddams Huss- eins er brynvarinn og íraski ein- ræðisherrann borðar ekki mat án þess að einhver annar hafi bragðað hann fyrst til að ganga úr skugga um hvort hann sé eitraður. Hermt er að Saddam hafi einnig látið út- búa svefnklefa á hjólum til að geta flúið og falið sig, auk þess sem hann hafi ráðið nokkra tvífara til að villa um fyrir þeim sem kynnu að reyna að ráða hann af dögum. Fyrirskipi Bandaríkjastjórn inn- rás í Írak er ljóst að markmið henn- ar verður að losna við Saddam. Hann hefur því gert fjölmargar ráðstafanir til að verja sig, að sögn fyrrverandi samstarfsmanna hans og vestrænna leyniþjónustumanna. Saddam Hussein hefur ekki kom- ið fram meðal almennings frá því í desember 2000 og kemur ekki fram í sjónvarpi nema á mjög öruggum stöðum. Hann var til að mynda um- kringdur vopnuðum vörðum þegar ræðu hans á íraska þinginu var sjónvarpað í vikunni sem leið. „Allt talið um stjórnarskipti er draumur. Vilji þeir tala um morð eða eitthvað annað er það bara draumur,“ sagði íraski þingmaður- inn Mohammed Mudhafr al- Adhamy og skírskotaði til frétta um að Bandaríkjamenn hygðust reyna að ráða Saddam af dögum. „Þeir margreyndu þetta í 30 ár og gátu það ekki,“ sagði al- Adhamy. „Þeir reyndu það árið 1991 en gátu ekki gert neitt.“ Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta dregur enga dul á að markmið hennar er að losa Íraka við Saddam Hussein, annaðhvort með hernaði, sem áætlað er að kosti andvirði 780 milljarða króna á mánuði, eða ódýrari leiðum. „Ein byssukúla kostar miklu minna, ef íraska þjóðin tekur það sjálf að sér,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkjaforseta, fyrr í mánuðinum og virtist hvetja Íraka til að ráða Saddam af dögum. Hefur lært af reynslunni Fjölmargir aðrir hafa reynt að losna við Saddam. Reynt hefur ver- ið að minnsta kosti níu sinnum að myrða hann eða steypa honum af stóli, að því er fram kemur í ævi- sögum hans. Saddam hefur dregið lærdóma af þessum morðtilraunum. „Þið þurfið að bíða í röð eftir því að ná mér. Þúsundir annarra, sem vilja myrða Saddam Hussein, eru á undan ykk- ur í röðinni,“ er Saddam sagður hafa sagt við höfðingja eyðimerk- urættbálks í Írak fyrir áratug þeg- ar höfðinginn hugði á blóðhefndir vegna manndráps sem fjölskyldu Saddams var kennt um. Saddam tók sjálfur þátt í mis- heppnaðri morðtilraun árið 1959, þegar hann var 22 ára. Hann reyndi þá að myrða einræðisherra lands- ins, Abdel Karim Kassem hershöfð- ingja, þegar hann ók niður helstu umferðaræð Bagdad, Al Rashid- götu. Saddam og félagar hans voru of æstir, skutu eins og vitfirringar og misstu marks. Kassem komst undan en Saddam varð sjálfur fyrir skoti frá félaga sínum. Saddam hefur æ síðan talað um þetta óhapp sem dæmi um mikil- vægi góðrar skipulagningar. Skjótast milli halla í ómerktum bílum Nú þegar Bandaríkjamenn virð- ast vera að undirbúa innrás er það írösku þjóðinni hulinn leyndar- dómur hvar Saddam heldur sig. Hann kom ekki fram opinberlega í vikunni sem leið þegar samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að hann yrði áfram við völd næstu sjö árin. Elsti sonur Saddams, Udai, var sá eini í fjölskyldu Saddams sem sást í grennd við kjörstaðina. Hann ók að einum þeirra í glæsibifreið, afhenti sex ára dreng kjörseðil, bað hann að stinga honum í kjörkassann og hraðaði sér síðan í burtu. Reynt var að ráða Udai af dögum í desember 1996 en hann komst naumlega undan. Síðan hefur fjöl- skylda Saddams forðast bílalestir og notað ómerkta bíla til að skjótast milli hallanna. Said Aburish, Palestínumaður sem starfaði fyrir Íraksstjórn á ní- unda áratugnum, fyrrverandi yfir- maður írösku leyniþjónustunnar og fleiri íraskir útlagar hafa veitt ýtarlegar upplýsingar um varúðar- ráðstafanir Saddams. Þeir segja að matur sé eldaður í öllum höllum Saddams og ekki sé skýrt frá því fyrr en á síðustu stundu hvar hann borði. Áður en leiðtoginn setjist að snæðingi þurfi alltaf einhver að bragða á matnum til að ganga úr skugga um hvort hann sé eitraður. Gestum Saddams er ekið um í margar klukkustundir áður en þeir hitta hann til að rugla þá í ríminu og koma í veg fyrir að þeir geti vís- að á leynilegu fundarstaðina. Abur- ish segir að flókahattur, sem Sadd- am notaði síðast þegar hann kom fram opinberlega, sé brynvarinn og skotheldur. Þúsundir sérþjálfaðra öryggisvarða Hermt er að Saddam hafi notað nokkra tvífara síðustu tvo áratugi og þeir hafi stundum orðið fyrir árás launmorðingja. Þúsundir öryggisvarða hafa fengið sérþjálfun í því að vernda Saddam. Þeir eru allir súnnítar eins og Saddam, fá ýtarlega fræðslu um baráttuna gegn „niðurrifsstarf- semi“ og eru látnir lesa um öll valdarán og allar byltingar 20. ald- arinnar. Í Persaflóastyrjöldinni árið 1991 faldi Saddam sig á heimilum venju- legra borgara í Bagdad í margar nætur og forðaðist hallir sínar, lík- leg skotmörk flugvéla Bandaríkja- hers, að sögn Abeds Hameeds Hahmouds, fyrrverandi ritara Saddams. Hefji Bandaríkin hernað í Írak er talið að Saddam feli sig í Bagdad eða nálægt æskustöðvum sínum í grennd við borgina Tikrit í norðurhluta landsins. Fréttamenn sáu skotbyrgi og loftvarnabyssur á sléttum nálægt Tikrit þegar þeir voru þar í vikunni sem leið. Svefnklefar í flutningabílum Vestrænir leyniþjónustumenn segja að Saddam geti haldið sig í neðanjarðarbyrgjum hersins og segjast einnig hafa fengið upplýs- ingar um að hann hafi látið útbúa svefnklefa í flutningabíla sem hann geti notað til að flýja og fela sig. Í „Zabiba og kónginum“, róman- tískri skáldsögu sem talið er að Saddam hafi skrifað, gagnrýnir Zabiba, falleg smábóndadóttir, kon- unginn fyrir að eingangra sig frá þjóðinni og loka sig inni í höllunum. „Loka ég mig inni, Zabiba?“ spyr þá konungurinn. „Verðirnir sem þú sást eru ekki hér til að loka mig inni, heldur til að vernda mig og sýna mér virðingu.“ „Öllu er hagað þannig að þú hitt- ir engan,“ segir Zabiba. „Hagað þannig að hægt sé að fullnægja kröfum um öryggi og völd,“ svarar konungurinn og suss- ar blíðlega á ungu bóndadótturina. Brynvarinn hattur og svefnklefar á hjólum Bagdad. AP. Saddam Hussein gerir ráðstaf- anir til að verjast morðtilræðum AP Saddam Hussein bregður forláta sverði sem honum var gefið áður en hann sór eið sinn sem forseti landsins í vikunni sem leið. ’ Þúsundir annarra,sem vilja myrða Saddam Hussein, eru á undan ykkur í röðinni. ‘ LUCIO Gutierrez, fyrrverandi uppreisnarleiðtogi, og auðjöf- urinn Alvaro Noboa virtust í gær hafa tryggt sér þátttöku í annarri um- ferð forseta- kosninga í Ekvador. Þeg- ar hátt í 92% atkvæða úr fyrstu um- ferðinni höfðu verið talin hafði Gutierrez fengið um 20% fylgi og Noboa 17,5%. Sósíalistinn Leon Rold- os var þriðji með 15,6 af hundraði. Gutierrez hrósaði sigri á sunnudagskvöldið og kvaðst hann ekki myndu eiga í neinum erfiðleikum með að hafa betur í annarri umferð kosninganna, sem fer fram 24. nóvember. Tveir myrtir í Melbourne MAÐUR vopnaður nokkrum skammbyssum hóf skothríð í Monash-háskólanum í borg- inni Melbourne í Ástralíu í gær og myrti tvo og særði átta aðra, að því er lögregla greindi frá. Maðurinn er á fertugsaldri og höfðu nokkrir nemendur hann undir eftir að hann hóf skothríð í kennslustofu í skól- anum, og handtók lögreglan hann skömmu síðar. Einn hinna særðu var í lífshættu. Lögregla greindi ekki frá því hvers vegna maðurinn hefði hafið skothríðina. Landnemar hvika hvergi UM 200 ísraelskir landnemar neituðu í gærmorgun að yfir- gefa ólöglegt landnám á pal- estínsku svæði skammt frá Nablus á Vesturbakkanum. Fyrir viku gaf varnarmálaráð- herra Ísraels, Binyamin Ben- Eliezer, fyrirmæli um að land- námið, Havat Gilad, skyldi lagt niður og rifið. Um fimmtíu manns særðust í átökum þar um helgina milli landnemanna og Palestínumanna, sem mót- mæltu því, að landið væri frá þeim tekið. Var kveikt í þrem- ur palestínskum bifreiðum og einnig í akri, sem Ísraelar hafa erjað á þessum slóðum. Land- nemarnir eru flestir undir tví- tugu og voru í gær byrjaðir að endurbyggja hús sem ísraelski herinn hafði rifið, þar á meðal bráðabirgðabænahús. Sakaðir um vopnahlésrof FRANSKIR hermenn tóku sér í gær stöðu á mjórri land- ræmu um miðbik Fílabeins- strandarinnar til þess að hafa eftirlit með brothættu vopna- hléi sem stjórnarherinn í land- inu hefur þegar sakað upp- reisnarmenn um að hafa rofið. Samið var um vopnahléið að tilhlutan nokkurra Vestur- Afríkuríkja sl. fimmtudag, en þá hafði uppreisn staðið í land- inu í tæpan mánuð. Frakkar tóku að sér að hafa eftirlit með því að vopnahléinu yrði fram- fylgt uns vestur-afrískt friðar- gæslulið verður skipað. STUTT Önnur umferð í Ekvador Gutierrez DORA Bakoyannis bar sigur úr být- um í síðari umferð borgarstjóra- kosninganna í Aþenu á sunnudag og verður hún fyrsta konan til að gegna því emb- ætti. Vegnaði flokksbræðrum hennar, hægri- mönnum í Nýja lýðræðisflokkn- um, almennt vel í sveitarstjórnar- kosningunum í Grikklandi, en ríkisstjórn sósíalista er þó sögð hafa sloppið með skrekkinn. Bakoyannis fékk á milli 57,5 og 62% atkvæða í Aþenu og lýsti því yf- ir er það var orðið ljóst, að „vanda- málin í borginni eru eini andstæð- ingur minn“. Þau væru líka ærin. Andstæðingur hennar, sósíalistinn Christos Papoutsis, fékk á milli 38 og 42,5%. Bakoyannis, sem er fyrr- verandi menntamálaráðherra, hefur heitið að taka til hendinni í Aþenu en þar verða Ólympíuleikarnir haldnir árið 2004. Nýi lýðræðisflokkurinn vann einnig sigur í Þessalóniku og hafn- arborginni Piraeus og það stefndi í sigur hans í kosningum um 32 rík- isstjóra á móti 20 fyrir sósíalista. Höfðu hægrimenn lýst því yfir, að kosningarnar væru jafnframt at- kvæðagreiðsla um vantraust á rík- isstjórnina en svo virðist sem hún hafi þó sloppið fyrir horn hvað það varðar. Til dæmis sigraði sósíalist- inn Fofi Yennimatra á stór- höfuðborgarsvæðinu, utan Aþenu og Piraeus, með um 53% atkvæða en þar eru meira en tvær milljónir kjós- enda. Mikið verk framundan Bakoyannis er dóttir Konstantins Mitsotakis, fyrrverandi forsætisráð- herra, og var fyrst kjörin á þing fyr- ir 13 árum þegar liðsmenn hryðju- verkasamtakanna 17. nóvember höfðu myrt fyrri eiginmann hennar, þingmanninn Pavlos Bakoyannis. Bíður hennar erfitt verk í Aþenu en borgin er kunn fyrir mikla loftmeng- un, umferðaröngþveiti og skrif- finnsku. Á það þátt í því, að ferða- fólki hefur fækkað þar mikið á síðustu árum. „Vandamálin eru andstæðingurinn“ Aþenu. AP. Kona hlýtur yfirburðakosningu sem borgarstjóri í Aþenu Dora Bakoyannis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.