Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 28
LISTIR
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HELGIN fjórða til sjötta október
var fín á Jazzhátíð Reykjavíkur. Á
föstudagskvöldið voru frábærir tón-
leikar á Kaffi Reykjavík með septett
Jóels Pálssonar þar sem hann blés í
saxófóna og klarinett ásamt Sigurði
Flosasyni sem einnig blés í flautur,
Greg Hopkins blés í trompet, á raf-
píanó var Eyþór Gunnarsson og við
trommusettið Einar Valur Scheving.
Svo voru þeir FLÍS-bræður Valdi-
mar Kolbeinn og Helgi Svavar á
bassa og áslátt. Verkin voru öll eftir
Jóel og voru tónleikarnir eins konar
generalprufa fyrir hljóðritun verk-
anna, sem fram fer í þessari viku, en
þau koma út á hljómdiski á næst-
unni. Tónlistin er í rökréttu fram-
haldi af tónlist Jóels á Prím og Klif,
tveimur diskum hans sem vakið hafa
mikla athygli heima sem erlendis.
Rýþmísk spenna er sterkari í þess-
um verkum en áður hefur verið hjá
Jóel og rafmagn er óspart notað, en
þó alltaf af mikilli smekkvísi.
Það var troðfullt á Kaffi Reykja-
vík á tónleikum Jóels og enn fleiri á
laugardagskvöldið þegar Tómas R.
Einarsson bauð upp á tónleika til að
fagna nýjum diski sínum: Kúbanska.
Þá upplifði maður það að vera eins
og síld í tunnu. Kúbanska skipuðu að
þessu sinni Eyþór Gunnarsson sem
lék á píanó og kongatrommur; Matt-
hías M.D. Hemstock og Pétur Grét-
arsson börðu einnig trommur alls-
konar. Tómas hefur verið að þróa
þessa tónlist undanfarið ár og voru
fyrstu tónleikar hans ekki burðugir.
Þá bætti hann við trommara og þá
fóru hlutirnir að smella saman. Tón-
leikarnir á Kaffi Reykjavík voru
sjóðandi heitir í fínasta Kúbustíl og
tveir ungir blásarar hlupu í skarðið
fyrir Kjartan Hákonarson og Sam-
úel J. Samúelsson sem eru á disk-
inum en voru að leika fyrir belgíska
með Jagúar; voru það Ívar Guð-
mundsson trompetleikari og Kári
Hólmar Ragnarsson básúnuleikari
og stóðu þeir sig með stakri prýði.
Þessir strákar eru upprunnir úr
Tónmenntaskólanum þar sem Sæ-
björn Jónsson hefur unnið mikið
uppeldisstarf. Ég mun fjalla um
diska Jóels og Tómasar á þessum
síðum á næstunni og er þá röðin
komin að lokatónleikum hátíðarinn-
ar: Battle for Buddy með Stórsveit
Reykjavíkur undir stjórn Gregs
Hopkins.
Bjartsýni Snæbjarnar Jónssonar
var mikil er hann ýtti Stórsveitinni
úr vör fyrir rúmum áratug og töldu
margir að það ævintýri yrði skamm-
líft. Svo varð ekki, enda þrautseigja
Snæbjörns alkunn, og afkvæminu
skilaði hann út í lífið þar sem það
hefur þroskast og dafnað síðan.
Einn þeirra frábæru gestastjórn-
enda sem Stórsveitin hefur fengið til
liðs við sig er bandaríski trompet-
leikarinn og útsetjarinn Greg Hopk-
ins. Hann er mikill sveiflugjafi og ég
held að bestu tónleikar sem ég hef
heyrt Stórsveitina halda hafi verið
tónleikarnir í Kaffileikhúsinu þar-
sem Greg stjórnaði verkum af efnis-
skrá stórsveitar Woodys Hermans.
Hopkins var líka í stuði á Broadway
og í þriðja laginu, Love For Sale eft-
ir Cole Porter í útsetningu Petes
Myers, var bandið komið á fullt. Ein-
ar Valur var á trommur og þótt bæði
Gulli Briem og Jói Hjörleifs hafi
staðið sig með stakri prýði var Einar
í sérflokki í rýþmaleiknum enda frá-
bær stórsveitartrommari. Það er
stórkostlegt hve margir góðir
trompetstrákar hafa verið að koma
fram á sjónarsviðið á Íslandi á und-
anförnum árum. Nú eru þrír þeirra
við nám erlendis: Snorri Sigurðar-
son, Birkir Freyr Matthíasson og
Eiríkur Orri Ólafsson, og Kjartan
Hákonarson á tónleikaferð erlendis,
og þá hleypur Ívar Guðmundsson í
skarðið og blæs hvern sólóinn öðrum
betri eins og þann í Love For Sale.
Annars er gaman hvað trompet-
sveitin er sterk og getur neglt mann
niður og ekki skaðaði að Greg Hopk-
ins var sjötti maðurinn í sveitinni
þegar svo bar undir. Greg blés fal-
lega á flýgilhornið uppáhaldsballöðu
Buddys Rich, Hear’s That Rainy
Day eftir Jimmy Van Heusen, í eigin
útsetningu. Þetta lag lék hann á
hverju kvöldi með Buddy Rich árum
saman og sagðist aldrei hafa þreyst
á því. Síðan tók við hörku svíngópus
í Basiestílnum, blús með búggafíl-
ing; Big Swing Face, samið og útsett
af Bill Potts. Stefán S. blés fantagóð-
an altósóló og Óli Jóns og Jóel blésu
eins og þeir væru á JATP-konsert í
tenórana. Jóel er alltaf pottþéttur,
sama hvað hann spilar, og Óli kom
enn einu sinni á óvart á þessari há-
tíð. Ég man eftir Stórsveitartónleik-
um í Salnum sem Stefán S. stjórnaði
fyrir nokkrum árum. Þá datt allur
Basiefílingur niður í sólóum Ólafs en
núna var annað upp á teningnum og
þegar þeir Jóel skiptust á fjórtökt-
unum var gaman að lifa ekki síður en
í samspuna þeirra við dynjandi
trommur Gulla Briem. Ekki er hægt
að skiljast við tónleikana án þess að
nefna New Blues, samið og útsett af
Don Piestrup. Dálítið dauflega skrif-
að í upphafi í stíl impressjónistanna
en eftir gullfallegan píanósóló Ást-
valdar fór landið að rísa og náði há-
marki í glæsilega uppbyggðum sóló
Jóels Pálssonar sem var dyggilega
studdur af Gunnari Hrafnssyni
bassaleikara sem lék fínan sóló í lok-
in. Útsetning Olivers Nelson á
meistaraverki Ellingtons: In A
Mellowtone, var ekki eins vel spiluð
og ég hefði kosið, en saxófónsveitin
var þó frábær og síðan komu tromm-
ararnir þrír á svið og léku í djass-
lausri útsetningu Bills Readdys á
lagasyrpu úr West Side Story.
Trommararnir þrír stóðu sig frá-
bærlega vel og bardaginn varð sam-
spil í hæsta gæðaflokki í stað hall-
ærisbardaga. Þeir léku líka í
aukalaginu Bugle Call Rag í útsetn-
ingu Bills Holmans. Þar brá stund-
um fyrir brotum úr Jimmy Mundy-
útsetningunni sem Benny Goodman
hljóðritaði 1936, en hljómsveitin var
orðin ansi þreytt þótt ekkert biti á
söxunum með Sigurð Flosason í far-
arbroddi í heitum stuðsólói a la Ill-
inois Jacquet.
Fín lok á gæðadjasshátíð þar sem
íslenskt var í fyrirrúmi og fram-
kvæmdastjórinn Friðrik Theódórs-
son, sem stjórnaði hátíðinni af mikl-
um skörungsskap, var skemmtilega
glaðbeittur í kynningum sínum og
þegar hann hafði kynnt á því ylhýra
brá hann sér út, kom inn aftur og
kynnti á engilsaxnesku fyrir banda-
rísku kapalsjónvarpsstöðina BET
Channel – enda staddur á Broad-
way.
Barist í bróðerni DJASSBroadway
Einar St. Jónsson, Eiríkur Örn Pálsson,
Guðmundur Hafsteinsson, Örn Haf-
steinsson og Ívar Guðmundsson tromp-
eta; Edward Frederiksen, Björn R. Ein-
arsson, Oddur Björnsson og David
Bobroff básúnur; Sigurður Flosason,
Stefán S. Stefánsson, Jóel Pálsson, Ólaf-
ur Jónsson og Kristinn Svavarsson saxó-
fóna; Ástvaldur Traustason píanó, Eðvarð
Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa
og Jóhann Hjörleifsson, Einar Valur
Scheving og Gunnlaugur Briem trommur.
Stjórnandi Greg Hopkins sem einnig blés
í trompet og flýgilhorn.
STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR
Vernharður Linnet
SENN fer hinni einstæðu sýn-
ingu, Rembrandt og samtíðarmenn
hans, í Listasafninu á Akureyri að
ljúka, hafi forstöðumaðurinn Hann-
es Sigurðsson ekki verið svo út-
sjónarsamur að opna smugu fyrir
framlengingu. Aldrei skeð norðan
heiða að slíkt samsafn hollenzkra
frummynda frá 17. öld rataði á
þessar slóðir né Íslands yfirhöfuð
að ég best veit. Upp í hugann kem-
ur þó blönduð sýning á eldri meist-
urum sem Sigurður Benediktsson
og Björn Th. Björnsson stóðu að
eftir stríð, svo önnur á grafíkmynd-
um sem Lúðvíg Guðmundsson stóð
fyrir í húsakynnum Handíða- og
myndlistarskólans árið 1947 að mig
minnir. Þá er sýningin einstök að
því leyti að menn geta ekki ábyrgst
að slíkt samsafn reki á fjörur okk-
ar í náinni framtíð og því eins gott
fyrir þá sem lítið ferðast til út-
landa, eða leita ekki slíka andlega
næringu uppi á ferðum sínum, að
láta ekki þennan viðburð fram hjá
sér fara. Vægi sýningarinnar er
ómælt, hvernig sem á hlutina er
litið, hið fyrsta hefur hún ómet-
anlegt upplýsingagildi hér á hjara
veraldar hvað varðar muninn á
frummynd og eftirgerð, t.d. í lista-
verkabókum, og svo ætti hún að
segja gestinum að myndefnið er
ekki alla jafna aðalatriðið heldur
sjálf útfærslan, í þessu tilviki skil-
greining listhugtaksins sem æðra
stig handverks í þá veru sem gert
var á þessum tímum. Að hand-
verkið er ekki meginveigurinn til
úrslita heldur sú speglun og fram-
lenging sálarinnar sem birtist í
sköpunarverkum. Hér skiptir
færnin og kunnáttan þannig ekki
öllu heldur hvernig listamaðurinn
skilar skynjun sinni á myndefninu
á myndflötinn og vit skoðandans.
Þannig þekkja menn öllu minna til
hins slynga málara og eirstungu-
meistara Herkules Pieterz Seghers
(1589/90–1635/39) en Rembrandts,
sem þó var forveri og fyrirmynd
snillingsins. Sjálfur taldi Rem-
brandt Seghers mesta snilling eir-
stungunálarinnar á Niðurlöndum
og áhrifa hans gætir mjög í hvor-
tveggja ætimyndum sem málverk-
um hans sjálfs. Munurinn er ein-
ungis sá að hin óræða dulúð og
sálræna útgeislan er mun meiri í
myndum sporgöngumannsins en
Seghers, framsæknasta málara
Hollands fyrir daga Rembrandts.
Þá sjá menn hér svart á hvítu, að
grafíkin er engin vinnukona mál-
aralistarinnar heldur sjálfstæð list-
grein við hlið hennar. Eirstungu-
myndir Rembrandts teljast þannig
óumdeilanlega hápunktur sýning-
arinnar, þrátt fyrir nokkur fram-
úrskarandi málverk annarra meist-
ara. Loks er hér komið dæmi þess
að niðurlenzkir málarar heimfærðu
hvunndaginn tveim öldum fyrr á
dúka sína en þjóðfélagshræringar
og tíðarandi buðu er fram liðu
stundir. Þetta einmitt gert til að
ganga í augun á hugsanlegum
kaupendum sem nú voru helst vel
megandi borgarar, sem um leið
sköpuðu nýja stétt listamanna mik-
ið til óháða aðlinum og dyntum
hans. Kaldhæðni að seinna var
myndefni hvunndagsins notað í
þágu áróðurs gegn borgarastétt-
inni og jafnvel hvunndagsleg við-
fangsefni van Goghs tekin sem
dæmi um mótmæli og uppreisn
gegn borgarastéttinni sem telst
misvísandi. Millistéttin sem síðar
varð helstur kaupandi myndlistar-
verka nefnd skammarorðinu smá-
borgari, en er hún leið undir lok
upphófst neyð myndlistarmanna
samfara miðstýringu listhugtaks-
ins. Og svo við víkjum að van Gogh
var Rembrandt hin stóra fyrir-
mynd van Goghs, sem taldi hann
svo mikinn meistara og töframann
að engin orð væru yfir það í tung-
unni, eins og fram kemur í sendi-
bréfi. Rembrandt upphafði iðulega
hvunndaginn í myndum sínum og
útigangsmaður gat allt eins verið
fyrirmynd að einhverjum heilag-
leiknum úr trúarsögu kristninnar.
Báðir voru þeir vígðir því að grípa
það sem hendi var næst sem við-
fang ef annað bauðst ekki þá
stundina og jafnvel þrátt fyrir það,
framkallaðist af sjálfsprottinni hvöt
en ekki dagskipan bendiprika.
Gestir á sýningunni fá tækifæri
til að fylgjast með því hvernig
listamennirnir nálgast viðföng sín,
jafnt í heimahúsum sem úti í nátt-
úrunni, og eru ekki endilega að
leita að upphöfnum myndefnum.
Þannig er myndin Hjörð eftir Nic-
olaes (Claes) Pieterz Berchem frá
Harlem, þar sem sér í kú að kasta
af sér vatni með miklum tilþrifum,
sem slíkra er háttur, ekki síður
verðugt viðfangsefni en sjálf guðs-
móðirin. Svo falleg og vel útfærð er
eirstungumyndin að menn gleyma
sjálfri athöfninni og hér dæmi þess
að vægi mynda er ekki komið undir
viðfangsefninu né frásögninni sem
það inniber, heldur einfaldlega út-
færslunni og tjákraftinum. Það er
þannig sjálft sköpunarferlið sem
hefur jafnaðarlega síðasta orðið og
þar er falinn hinn mikli galdur lífs
og listar.
Berchem (1620–1683) var annars
einn af höfuðmeisturum ítalska
málverksins í hollenzkri myndlist,
sonur hins einstæða kyrralífsmál-
ara Pieter Clesz. Telst þó frekar
einn af meisturunum til hliðar, eins
og menn orða það, hins vegar er
hin upphafna og stásslega eir-
stunga, Hagkvæmnishjónaband,
eftir engan annan en Pieter
Saenredam (1597–1665), sem var
einn hinna stóru á tímunum. Þó
erfitt að gera upp á milli um mynd-
ræna fegurð og listrænt gildi þess-
ara tveggja dæmigerðu rissa sem
bæði eru lýsandi dæmi um
ísmeygilegt og þó beinskeitt skop-
skyn hollenskra málara.
Þá ber sérstaklega að vekja at-
hygli á hinni fersku og lifandi línu
og hreinu skuggum í eirstungu-
myndunum, einkum eru skuggarn-
ir lærdómsríkir fyrir þá sök að þeir
eru jafnan opnir og lifandi, aldrei
lokaðir, loðnir né póleraðir, eins og
menn nefna það, öll ódýr áhrifa-
meðöl útilokuð. Jafnvel kolsvartir
skuggar lifa og anda eins og
myrkrið, minna á flauel, en flauel-
svart er dekksti tónninn í litakerf-
inu. En ekki ber að líta fram hjá
því að verkfærin sem listamenn-
irnir notuðu voru mun fullkomnari
þeim sem eru fáanleg á markaðn-
um í dag, nálarnar einstök og óvið-
jafnleg smíð.
Þótt málverkin inniberi engar
svonefndar perlur og lykilverk, er
um að ræða mjög áhugavert sýn-
ishorn hollenzkrar listar og allur
frágangur og umbúnaður kringum
myndverkin enn ein rós í hnappa-
gat Listasafnsins á Akureyri. Bet-
ur hefði naumast verið hægt að
gera.
Bragi Ásgeirsson
MYNDLIST
Listasafnið á Akureyri
og samtíðarmenn hans. Listasafnið á
Akureyri er opið alla daga nema mánu-
daga frá kl. 12–17. Til 27. október.
Aðgangur 300 krónur, ókeypis á
fimmtudögum og fyrir börn og eldri
borgara.
REMBRANDT
Auganu
veisla
Rembrandt: Kristur rekur kaupmennina úr musterinu, eirstunga.
Nicolaes (Claesz) Pietersz Berchem frá Harlem: Hjörð, eirstunga.