Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 34

Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að var einn góðan veð- urdag að vinur minn fyrirfór sér. Aldeilis upp úr þurru að mér fannst. Ég sá hann sem hvers manns hugljúfa og kunni ekki að lesa í hættumerkin. Þau sá ég fyrst eftir á og þá var of seint að gera eitthvað fyrir hann. Nú get ég bara hugsað til hans. En þegar ég lít í kring um mig, þá sé ég, að hann var ekki einn á báti að berjast við ofureflið. Það er engu líkara en mörg okkar hafi misst haldreipið í lífinu, hrakizt út á eitthvert berangur, þaðan sem engin von er í griðland. Hvernig má það annars vera, að þjóð, sem fyrir ekki svo löngu taldist bjart- sýnasta fólk jarðar- kringlunnar, skuli næsta dag vera að alltof stórum hluta ofurseld eiturlyfjum og geðlyfjum, horfa upp á ofbeldi og kynferðislega misnotkun í stórum stíl og missa vænan skerf af börnum sínum í sjálfsvígum? Vísitölurnar segja, að okkur eigi að líða betur en nokkru sinni fyrr. Veraldargengið er tvíbent í meira lagi, ef eftirsóknin eftir því er þessu dýra verði keypt. Eru lífsgæðin virkilega orðin okkur svo altæk hugsjón að við getum horft fram hjá öllum agnú- um kapphlaupsins og fært hverja þá fórn, sem til þarf að ná ein- hverju ímyndarmarki? Verðum við virkilega svo kald- rifjuð í leiðinni, að græðgin loki augum okkar fyrir þjáningum náungans? Og viljum við ekki missa sjónar á lífsblekkingunni, hvað sem hún kostar; jafnvel þótt við þurfum að troða börnin okkar undir í hamaganginum? Ég hlýt að vera á rangri leið með þessum þankagangi. Þetta getur ekki verið mynd minnar þjóðar, sem er svo vel menntuð og talar sig í hóp ham- ingjusömustu þjóða heimsins, þegar veraldargallúpið spyr. Samt tók vinur minn líf sitt. Þetta er að gerast hér. Ekki á yfirborðinu. Ekki ennþá. Þjóðaralbúmið er fullt af brosandi andlitum; bæði karla og kvenna. Sum eru alvarlegri en önnur, önnur brosa meira en hin. En þótt ég rýni í svip þeirra er mér ómögulegt að sjá, hvort þessi selur eiturlyf, eða hinn svívirðir börnin sín, hvort þessi gengur fyrir pillum; þarf eina til að vakna, aðra til að halda sér gang- andi, þá þriðju til að slaka á og loks eina til að sofna, eða hvort hinn hyggst taka líf sitt. Ég þekki þetta ekki í sundur. Ekki fyrr en eftir á. Það segir mér enginn neitt fyrr en eftir á. Það er sárt að þykjast hólpinn og horfa þá fyrirvaralaust ofan í hyldýpi, sem ég ímyndaði mér að væri í versta falli bara til hjá öðr- um og helzt langt í burtu. Í gær snerist allt um kynferð- islegt ofbeldi, sjálfsvíg og lyfja- notkun. Nú segja menn, að streit- an sé alvarlegasta heilsuvanda- málið. Við búum við vinnustreitu, sem leiðir af sér kvíða, þunglyndi og neikvæð lífsviðhorf. Við búum líka við heimilisstreitu og tóm- stundastreitu, sem auka á kvíð- ann, þunglyndið og neikvæðu lífs- viðhorfin. Það er eins og ekkert sé með okkur lengur, heldur allt á móti. Að við eigum öngvan vin. Og þegar ekkert haldreipi er við höndina, og hvergi griðland í garðinum, þá snúumst við gegn okkur sjálfum. Ég man enn hvað mér var kalt við kistulagningu vinar míns. Og þessi kuldastingur hleypur alltaf í mig annað slagið. En það er ekki eins og það sé ekkert gert. Nú tökum við viku í streituna; setjum á streituviku; vinna gegn streitu. Við höfum haldið viku til verndar hjartanu, viku til að vinna gegn offitu, viku gegn reykingum, viku gegn vímu- efnum, þar áður viku gegn of- beldi, viku gegn einelti og viku gegn sjálfsvígum. Það er engu líkara, en að það sé okkur um megn að hugsa fram yf- ir helgi. Enda kemur ný skýrsla eftir helgina um ný vandamál og fleiri fórnarlömb. Við erum stöðugt að berjast við afleiðingar í stað þess að ganga á hólm við orsökina. Við berjumst við afleiðingarnar í vikuskömmt- um. En um orsökina má helzt ekki tala. Það hringlar í pilluboxum, sér- fræðingum og ráðgjöfum, en samt virðist stöðugt síga á ógæfuhlið- ina. Það er eins og við ráðum ekki við okkur. Við höfum ekkert hald- reipi í okkar lífi. Við sækjum ekk- ert lengur í lind eða læk. Þögnin er orðin skerandi hávaði. Allt er á útopnu og umfram allt að hafa pillustaukinn og fjarstýringuna innan seilingar. Stundarfriðurinn er úti. Kannski á ég ekki að mála myndina svona dökkum litum. Þeir eru margir, sem þrátt fyrir allt, eiga sinn stundarfrið. Það eru „bara“ 30% sem þjást af streitu, það er „bara“ fjórði hver Íslendingur, sem notar tauga- og geðlyf, það eru „bara“ 7,3% framhaldsskólanema, sem hafa reynt sjálfsvíg, og það eru „bara“ 17%, sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur. Við hin erum náttúrlega í mikl- um meirihluta. Og það erum við, sem erum kjarninn í glansmynd- inni af hinni hamingjusömu þjóð. Það erum við, sem spegillinn seg- ir að séum fegurst í heimi. Er þá ekki allt í lagi? Getum við ekki bara lokað augunum og skellt skollaeyrum við neyðaróp- unum? Nei, við verðum að taka til hendinni. Við verðum að tala op- inskátt um vandann og ráðast að rótum hans. Líkur á sjálfsvígstil- raunum eru nú tvöfalt meiri en fyrir áratug. Við verðum að bjarga til þess að bjargast. Við verðum að axla ábyrgðina. Hamingjan felst ekki í há- timbruðum húsum. Henni er sama um alla eðalvagna. Ef við viljum lifa, verðum við að leita uppi lindina og hlusta á lækinn; finna okkur haldreipi í lífinu og griðland um leið. Sprungur í glans- myndinni Hér er fjallað um Íslendinga; eina af hamingjusömustu þjóðum í heimi, en því fer fjarri, að allt sé sem sýnist. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is SÍÐLA árs 1995 samþykkti ríkis- stjórn Íslands tillögu menntamála- ráðherra um að 16. nóvember ár hvert, fæðingardagur Jónasar Hall- grímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu móð- urmálsins og helgað þennan dag rækt við það. Jónasi var sýndur mik- ill sómi með þessari ákvörðun þáver- andi menntamálaráðherra og er við- urkenning á því að þar hafi farið eitt af stærstu skáldum þjóðarinnar. Fæðingarstaður skáldsins Minningu Jónasar hefur verið haldið á lofti í Öxnadal með upp- byggingu Jónasarlundar en árið 1996 var upplýsingaskilti afhjúpað þar og minnisvarði um Jónas var síð- an afhjúpaður þar 1997. Jónasar- lundur er í landi Steinsstaða í Öxna- dal, en þar ólst Jónas upp eftir að hann flutti frá Hrauni, og er þessi fallegi lundur í dag vinsæll áningar- staður fólks sem leið á um Öxnadal. Það er áhugamönnum um minningu skáldsins hinsvegar áhyggjuefni að ríkisvaldið hefur ekki ennþá léð máls á því að kaupa fæðingarstað skálds- ins, Hraun í Öxnadal. Það eru u.þ.b. fjögur ár síðan hætt var búskap á jörðinni og eigendur jarðarinnar vilja gjarna selja hana aðilum sem mundu halda minningu þjóðskálds- ins á lofti. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir unnendur skáldsins, og nátt- úrufræðingsins, ef jörðin kæmist í eigu aðila sem ekki sýndu minningu skáldsins tilhlýðilegan sóma. Fyrir liggja hugmyndir um fram- tíðarnot jarðarinnar ef ríkisvaldið fæst til að kaupa hana. Þarna gæti verið fræðimannaíbúð, þarna er frá- bært útivistarsvæði frá náttúrunnar hendi, stórbrotnar gönguleiðir, margvíslegir möguleikar í ferða- þjónustu, bæði menningartengdri sem almennri. Þarna mætti koma á fót Jónasarmiðstöð þar sem saga skáldsins og verk yrðu sýnileg al- menningi og þarna eru skilyrði til náttúru- og fræðirannsókna og gætu öll þessi framtíðarnot átt samleið. Reksturinn gæti verið uppbyggður með sambærilegum eða svipuðum hætti og gert hefur verið austur á Skriðuklaustri þar sem Gunnars- stofnun og menntamálaráðuneytið hafa gert með sér samning um rekst- ur og verkefni Gunnarsstofnunar í minningu Gunnars Gunnarssonar skálds. Hverjir ættu að koma að málinu? Reifað hefur verið hvaða aðilar, auk ríkisvaldsins, kynnu að hafa áhuga á að eiga hlut að framtíðar- rekstri og koma margir aðilar til sög- unnar: Rekstur fræðimannaíbúðar gæti verið á könnu Rithöfundasam- bands Íslands, Félags íslenskra náttúrufræðinga, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og e.t.v. fleiri félaga og stofnana. Útivistarsvæðið yrði á forræði ríkisins yrði jörðinni breytt í þjóðgarð (sem væri besti kosturinn) eða friðland og myndi þá Náttúruvernd ríkisins koma að mál- inu ásamt heimamönnum, en væri um fólkvang að ræða væri það á veg- um Eyfirðinga. Að menningartengdri ferðaþjón- ustu gætu komið einkaaðilar, ferða- málayfirvöld og Hólaskóli. Jónasar- miðstöðin ætti að vera áhugamál allra ofangreindra aðila og vera kjarninn í starfseminni. Af hálfu rík- isvaldsins eru það einkum umhverf- isráðuneyti og menntamálaráðu- neyti sem þetta mál snertir. Áskorun Eftir fimm ár, eða hinn 16. nóv- ember 2007, munum við halda upp á 200 ára afmæli Jónasar og væri hon- um virkilegur sómi sýndur ef ofan- greind markmið yrðu komin í fram- kvæmd þá. Það er ekki seinna vænna að hefjast handa og fyrsta skrefið er að fá ríkisstjórn Íslands til að sam- þykkja kaup á jörðinni nú þegar áður en hún lendir í höndum aðila sem kjósa að nýta hana undir eitthvað allt annað og óskylt minningu skáldsins. Hvernig væri að stíga fyrsta skrefið á næsta degi íslenskrar tungu, sem nú nálgast óðum? Áhugamannahóp- ur um framgang málsins skorar því á alla þá sem málið varðar að láta í sér heyra og styðja við bakið á þeim hópi sem hefur myndað óformleg samtök um að fæðingarstaður Jónasar kom- ist í eigu ríkisins nú þegar. Hægt er að hafa samband við undirritaðan til að styðja framgang þessa máls. Hraun í Öxnadal og Jónas Hallgrímsson Eftir Benedikt Guðmundsson „Fyrsta skrefið er að fá ríkisstjórn Íslands til að sam- þykkja kaup á jörðinni.“ Höfundur er forstöðumaður þróunarsviðs Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. HINN 21. október var aldarfjórð- ungur liðinn frá því að Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin útbjó og setti opinberlega fram fyrsta grunnlyfja- listann (essential drug list). Á þess- um lista eru lyf sem af virtustu vís- indamönnum talin eru fullnægja þörfum þeirra sem á annað borð þurfa að nota lyf. Þetta eru því lyfin sem ávallt þurfa að vera tiltæk á hentugu formi og í nægilegu magni að mati Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar. Viðurkennd lyf – betri stjórnun Hugsunin að baki grunnlyfjalist- anum er í stuttu máli sú, að tak- markaður fjöldi vel valinna og við- urkenndra lyfja leiði til betri stýringar á lyfjanotkun, lægri kostn- aðar og betri heilbrigðisþjónustu. Grunnlyfjalistinn og sú hugmynda- fræði, sem hann byggist á, hefur á undanförnum 25 árum verið tekinn upp í 156 löndum. Í þessum löndum hefur heilbrigðisþjónustan að mestu byggst á grunnlyfjalistanum með þeim árangri að nú hafa tvöfalt fleiri einstaklingar en áður greiðan að- gang að þessum lyfjum. Framfarir í heilbrigðismálum viðkomandi landa má að verulegu leyti rekja til grunn- lyfjalistans. Fyrsti grunnlyfjalisti WHO birt- ist 21. október 1977 og tók þá til um 200 lyfja. Listinn hefur margsinnis verið endurskoðaður og nær nú til rúmlega 300 lyfja. Í ár kom út nýj- asta útgáfa grunnlyfjalistans með ít- arlegum upplýsingum um viðkom- andi lyf og er hann nú mun aðgengilegri fyrir lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn en áður og er bæði til á rafrænu formi og í að- gengilegri handbók. Afrek í sögu læknisfræði Virtir vísindamenn á sviði heil- brigðisvísinda og ráðamenn á þessu sviði víðs vegar um heim eru þeirrar skoðunar að gerð grunnlyfjalistans árið 1977 hafi verið meiri háttar af- rek í sögu læknisfræði, lyfjafræði og lýðheilsu. Listinn er settur saman og þróaður á gagnsæjan hátt á grundvelli bestu þekkingar í lyfja- og læknisfræði. Við gerð grunnlyfja- listans eru hagsmunir sjúkra hafðir að leiðarljósi, en þeir sem gera listann eru óháðir öðrum hagsmun- um. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin beinir þeim tilmælum til allra þjóða, ekki bara til þriðja heims þjóða, heldur líka til þeirra iðnvæddu, að laga heilbrigðisþjónustuna sem mest að grunnlyfjalistanum. Með því tel- ur stofnunin að það verði þjóðum ekki um megn að ná því takmarki að gera grunnheilbrigðisþjónustuna að þeim almennu mannréttindum sem hún er. Grunnlyfjalistinn er veiga- mikill þáttur í að ná því takmarki. Grunnlyfjalistinn ætti því eðli máls- ins samkvæmt að njóta frekari for- gangs í okkar heilbrigðisþjónustu. Ódýrari lyf – sama heilsufar Á undanförnum árum hafa menn lagt kapp á notkun nýrra lyfja sem sannanlega hafa aukið mjög kostnað án þess að í öllum tilvikum sé hægt að koma auga á bætta heilsu, eins og Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í læknisfræði, benti á í Morgun- blaðinu fyrir skemmstu svo eftir var tekið. Þá vekur það sérstaka athygli að á sama tíma og margar þjóðir reyna að tryggja aðgang að grunn- lyfjum eru framleiðendur og inn- flytjendur hér á landi að afskrá og hætta framleiðslu sumra þessara lyfja, en bjóða sjúkum og stofnunum í staðinn mun dýrari lyf. Er svo komið að lyfjakostnaður á mann á Íslandi er hvað mestur í heimi. Þetta þýðir að vaxandi lyfjakostnaður gæti farið að bitna á þeim sem illa eru staddir fjárhagslega en þurfa á lyfjum að halda. Augljóst er því að í næstu framtíð þarf að leggja meiri áherslu á grunnheilbrigðisþjón- ustuna, eins og Jóhann Ágúst Sig- urðsson bendir réttilega á. Grunn- lyfjalistinn er hornsteinn bættrar almennrar heilbrigðisþjónustu, sem nauðsynlegt er að standa vörð um nú og í framtíðinni. Það er brýnt að læknar og heilbrigðisstofnanir leggi áherslu á að nýta sér grunnlyfjalist- ann og þá hugsun sem hann byggist á og sá sem þetta ritar hyggst láta skoða hvort ekki sé rétt að niður- greiða frekar lyf á tilteknum grunn- lyfjalista, en önnur lyf. Lækkum lyfjareikninginn Eftir Jón Kristjánsson „Gerð grunn- lyfjalistans árið 1977 var meiri háttar afrek í sögu læknisfræði, lyfjafræði og lýðheilsu.“ Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og þingmaður Austfirðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.