Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 36

Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EF þú ert á aldrinum 10–60 ára ættirðu að hafa fengið litla bláa bók að gjöf þegar þú varst 10–12 ára. Bókin er ekki fyrirferðarmikil og síður hennar eru afar þunnar. Hún hefur þó í sér fólgin mikil verðmæti. Verðmæti sem standa öllum til boða og enginn má fara á mis við. Með- fylgjandi í þessari litlu bláu bók er einnig að finna útbreiddustu og þekktustu ljóðabók allra tíma, sjálfa Davíðssálmana. Ástarsaga Þessi einstaka bók fjallar um ein- stæða ást. Einstæða ást Guðs á manninum. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3:16.) Hún fjallar um ást Guðs á þér. Um kærleika hans til þín sem er dýpri, hærri og víðari en hugur þinn nær að skynja eða skilja. Hún fjallar um ást Guðs á þér, sem eng- inn og ekkert fær gert þig viðskila við. Þessi einstaka bók fjallar um réttlæti. Réttlæti þér til handa. Þar sem þú ert réttlættur frammi fyrir hástóli Guðs. Í bókinni sýnir Guð manninum samstöðu og vill reisa hann við, úr fjötrum og vonleysi, og hann heitir því að vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar. Þessi einstaka bók fjallar jafn- framt um náð Guðs, fyrirgefningu og miskunn. Hún fjallar um ljósið, veginn, sannleikann og lífið sjálft, sem er Guðs sonurinn eini, frelsari heimsins, frelsarinn þinn, Jesús Kristur. Hann er aðalsögupersónan í bókinni. Auk þess að gefa okkur líf að ei- lífu og frið sem er æðri mannlegum skilningi hvetur hann okkur til að virða og elska okkur sjálf því að við erum heilög í hans augum. Óend- anlega dýrmæt. Hann hvetur okkur jafnframt til að elska, umbera og fyrirgefa náunga okkar, hversu smár sem hann kann að vera. Hann hvetur okkur til að baktala ekki náungann og setja okkur ekki í dómarasæti. Því að hann varar okk- ur við því að með þeim dómi sem við dæmum munum við sjálf dæmd verða. Þess vegna hvetur hann okk- ur til að fyrirgefa eins og hann sjálf- ur fyrirgefur okkur allar okkar mis- gjörðir og syndir, hvort sem þær þrífast í hugsunum okkar, orðum eða gjörðum. Hvar er eintakið þitt? Á þessum tímamótum þar sem flestir Íslendingar 10–60 ára ættu að hafa fengið Nýja testamentið og Davíðssálmana að gjöf vil ég nota tækifærið og hvetja fólk til að leita að litlu bláu bókinni sinni, blása af henni rykið og lesa í henni reglulega sér til næringar, innblásturs og svölunar. Hún hefur að geyma upp- örvandi orð, orð huggunar, hún styður og hvetur. Hún veitir okkur nýtt þrek, glæðir trú og vekur von. Hún hjálpar okkur að horfa bjart- sýn fram á veginn. Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, framkvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Landssambands Gídeonfélaga á Íslandi. „Fólk er hvatt til að leita að litlu bláu bókinni sinni, blása af henni rykið og lesa í henni reglulega sér til næringar, innblásturs og svölunar.“ Ert þú á aldrin- um 10–60 ára? NÝ raforkulög, væntanleg nú í vetur, munu breyta starfsemi aðila í raforkugeiranum verulega. Frumvarpið og væntanlega líka reglugerðir sem því fylgja þurfa að vinnast á íslenskum forsendum. Að öðrum kosti geta menn lent í því, að flytja inn vandamál með því að nota erlendar fyrirmyndir án að- lögunar. Erlendar fyrirmyndir þjóna oft þeim tilgangi að hagkvæmni náist í samkeppninni milli raforkuvera sem nýta vatnsorku, kjarnorku, kol, gas eða olíu. Hér eru eldsneyt- isstöðvar sjaldan keyrðar og sú samkeppni ekki fyrir hendi. Er- lendis er það meginmálið að koma ódýrustu orkunni á markað hvert á land sem er. Stærstu málin hér eru öryggi um að virkjanirnar hafi nóg vatn og að allir landsmenn hafi ætíð öruggan aðgang að rafmagni undir öllum kringumstæðum. Hingað til hefur eitt fyrirtæki, Landsvirkjun, borið ábyrgð á mestallri vinnslu raforku og flutn- ingi hennar um landið. Í núverandi lögum er minnst á hvernig þessi ábyrgð skuli rækt og þar talað um „viðunandi öryggi“ og „ að hafa ætíð tiltæka næga orku fyrir við- skiptavini Landsvirkjunar.“ Hvorki í lögum né reglugerðum eru sett nein viðmið um það hvað sé nóg eða viðunandi, en auðvitað eru slík viðmið til, annaðhvort sem skrifaðar vinnureglur eða óskráður hluti af verklagsvenjum Lands- virkjunar. Reglurnar hafa orðið til smám saman í samskiptum innan fyrirtækisins og sem viðbrögð sér- fræðinga við gagnrýni utan frá. Í heildina tekið hefur Lands- virkjun rækt ábyrgð sína og skyld- ur vel, haft nægt framboð, gott ör- yggi og lágt orkuverð í alþjóð- legum samanburði. Sumir hafa efast um hagkvæmnina, en í um- ræðuna hefur skort haldgóð rök. Ekkert ytra eftirlit hefur verið með þeirri starfsemi raforkufyrir- tækja sem hér um ræðir og því ef til vill eðlilegt að í upplýsingasam- félagi nútímans spyrji menn hvort hér sé rétt að öllu staðið. Nú er gengin í gildi reglugerð Evrópusambandsins um frjáls við- skipti með raforku og gildir innan Evrópska efnahagssvæðisins, sem við erum aðilar að. Ísland nýtti sér ekki þann frest sem gefinn var til að sækja um undanþágu og því þurfum við nú að breyta lögum í þá átt sem er mælt fyrir. Kröfur ES um breytingar lúta meðal annars að því, að skipulagi fyrirtækja verði breytt svo að hin ýmsu ábyrgðarhlutverk verði bet- ur skilgreind, þau einangruð í af- mörkuðum einingum og eftirlits- stofnanir skilgreindar. Hlutverkin verða við þetta sýnilegri og nauð- synleg viðmið verða sett fram sem reglugerðir eða fyrirmæli eftirlits- aðila. Í þessu ferli leynist hætta sem gæti reynst þjóðinni dýr ef ekki er varlega farið. Hættan ligg- ur í því að sum núverandi viðmið, sem hafa reynst vel við okkar að- stæður, eru hvorki skráð né skrif- lega rökstudd og koma því ekki fyrir sjónir þeirra sem rita lög og reglur. Því er hætt við að tekin verði upp erlend viðmið sem þjóna vel við lausn mála erlendis, en mik- ilvæg mál tengd öryggi og jöfnuði hér á landi hverfi úr sviðsljósinu og gleymist. Erlendis snýst hönnun flutn- ingskerfa oft um það að koma ódýrustu orkunni á markað. Til dæmis þjónar flutningskerfi Skandinavíu því hlutverki að koma ódýrri vatnsorku að norðan á markaði allt suður í Þýskaland, þar sem verð er hátt, mótað af verði eldsneyta svo sem kola, gasi og olíu. Reglugerðir um stjórnun kerfanna taka einnig mið af þessu. Viðskiptasjónarmið verða ráðandi, en kröfur sem beinast að því einu að tryggja framboð víkja. Hér snýst hönnun orkukerfisins um að tryggja órofið framboð hvernig sem viðrar og stjórnun þess þarf að miðast við að tryggja öllum landsmönnum svipað aðgengi að rafmagni, þótt vatnsframboð sé misjafnt eftir landshlutum. Erlendis þekkist það varla að orkuver fyrir olíu og annað stein- gert eldsneyti séu ekki gangsett nema í neyð. Oftast eru slík orku- ver ásamt kjarnorkuverum ráðandi hluti vinnslukerfisins. Öryggi um aðföng er að sjálfsögðu afar mik- ilvægt fyrir nægt framboð raforku, en kröfur og viðmið í þeim efnum eru erlendis gjarnan byggð á hern- aðarsjónarmiðum svo hvorki orku- iðnaðurinn né þeir sem setja hon- um reglur þurfa að hafa áhyggjur af öryggi um öflun hráorku. Er- lendis reyna menn því að nýta allt vatn sem rennur til vatnsorkuver- anna, fremur en geyma nóg til neyðarbrúks. Hér snýst hins vegar allt um að tryggja nægt vatn í þurrum árum, en það sem er um- fram okkar þarfir rennur ónotað til sjávar, því engin er tengingin við önnur lönd. Eins og framangreint ber með sér, þá þurfa öryggissjónarmið að vera þyngri á metum hér gagnvart viðskiptasjónarmiðum en erlendis þar sem frjáls markaður með raf- magn er kominn lengra. Rangar áherslur í lögum og reglugerðum geta leitt af sér fjárfestingar sem ekki er viðskiptalegur grundvöllur fyrir, eða vanrækslu öryggissjón- armiða með tilheyrandi kostnaði. Okkur er því brýn nauðsyn að hefja nú þegar rannsókn á því raf- orkukerfi sem hér er með það að markmiði, að þekking á sérkenn- um þess og þau óskrifuðu viðmið sem eru í notkun verði aðgengileg fyrir þá sem um þau mál þurfa að fjalla. Lög og reglugerðir þurfum við að setja á okkar eigin forsend- um. Eftir Elías B. Elíasson „Nauðsyn er að hefja rannsókn á raforkukerfi okkar, svo þau óskrifuðu viðmið sem eru í notkun verði aðgengileg fyrir þá sem um þau mál þurfa að fjalla.“ Höfundur er yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun á orkusviði. Ný raforkulög og reglugerðir FÁUM þjóðum ætti að vera ann- ara um lýðræði og þjóðfrelsi sitt en Íslendingum. Eftir erlenda undir- okun í sex aldir hrepptu þeir frelsi sitt og sjálfstæði og eru a.m.k. sam- mála um það enn sem komið er að lýðræðið sé bezta þjóðskipulagið og raunar óhjákvæmilegt að fylgja þeim reglum sem kostur er. Fyrir því er það að þegnar lands- ins hljóta að gjalda varhug við öllu, sem í aðra átt stefnir, eða hruggar við því sem telja verður forsendur lýðræðisins. Þar er hinn frjálsi kosningaréttur þyngstur á metun- um. Þess vegna er það með ólík- indum að á nýrri öld skuli valda- menn setja lög í landinu sem mismuna þegnunum að þessu leyti og úthluta þar drjúgum meirihluta þjóðarinnar hálfum kosningarétti á við hina. En það er kannski ekki von á góðu meðan framsóknarmennskan ríður húsum á Íslandi hatrammleg- ar en draugarnir forðum, og á hinn bóginn valdastétt stærsta stjórn- málaflokksins sem er reiðubúin að semja um þennan helga rétt. Ekki er fyrir að synja að ýmsum hafi þótt hrikta í stoðum lýðræð- isins vegna framkvæmda prófkjöra hina síðari áratugina. Raunar má heita, að þar hafi á stundum farið fram fullkomin afbökun á kosninga- réttinum. Og nú fara prófkjör í hönd, sem hver flokkur heldur heima hjá sér í kjördæmunum; og ekki á sama tíma og stað. Þetta veldur því, að flokks- menn annarra stjórnmálaflokka geta með þátttöku sini haft úrslita- áhrif á niðurstöðu prófkjörs – og hafa haft margsinnis í tímans rás. Stórir hópar kjósenda hafa oftsinnis farið milli allra flokka og beitt at- kvæði sínu í opnum prófkjörum. Sá sem þetta ritar hefir þrásinnis vakið máls á að setja beri lög um prófkjör, þar sem kveðið er á um að þau skuli fara fram undir opinberri umsjón, hjá öllum flokkum á sama tíma, svo útilokað sé að sami maður geti haft áhrif á skipan margra eða allra framboðslista, en slíkt verður að teljast afskræming þingræðis og þar með lýðræðis. En fleira kemur til í framkvæmd hins brothætta lýðræðis. Sú amer- íska aðferð að peningar ráði jafnan úrslitum um framboð til löggjafar- samkundunnar er ískyggileg þróun, sem þyrfti að sporna við ef kostur er, þótt erfitt kunni að reynast í framkvæmd, sér í lagi á tímum, þar sem auðvaldið er að ná undirtökum. En illt er til þess að vita ef amlóðar geta keypt sig inn á þing meðan af- burðamenn ná ekki fram fyrir fé- leysis sakir. Fleira enn þarf að gjalda varhug við. Skoðanakannanir hafa mjög rutt sér til rúms hin síðari árin. Nú er skoðanakönnun áhugavert frétta- efni, en henni er ekki ætlað að hafa bein áhrif á afstöðu manna og þar af leiðandi ekki á úrslit kosninga. Þess vegna þarf að setja skýrar reglur um framkvæmd skoðana- kannana þar sem kveðið væri á um ítarlegt eftirlit með þeim, að þær fari fram eftir fullkomlega óhlut- drægum reglum. Með þessu er ekki verið að gefa í skyn að þessi mál hafi farið mjög úrskeiðis hingað til á Íslandi, heldur verið að leggja áherzlu á mikilvægi þess í lýðræðisríki að fyllstu að- gæzlu sé beitt í mikilvægustu mál- um eins og kosningarétturinn er. Augljóst virðist t.d. að birting skoðanakannana verði bönnuð viku eða tíu dögum fyrir kjördag, eins og Frakkar gera. Brothætt lýðræði Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er alþingismaður. „En það er kannski ekki von á góðu meðan framsókn- armennskan ríður hús- um á Íslandi …“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.