Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 37 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og FLAIR FLOW 4 verkefnið kynna málþing um Rekjanleika og merkingar sjávarafurða Haldið í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, 1 hæð, fimmtudaginn 24. október kl. 14-16:30. Dagskrá: Rekjanleiki, gæðamerkingar og mælingar á gæðum fisks: Guðrún Ólafsdóttir, Rf Samræmdar aðferðir við ferskfisksmat í Evrópu: Emilía Martinsdóttir, Rf. Tracefish staðall: Friðrik Blomsterberg, S.Í.F. Strikamerki til að tryggja rekjanleika fiskafurða Kristján M. Ólafsson, EAN Íslandi Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins NÝLEGA náðu dr. Jón Bragi Bjarnason og lið hans milljarða samningi á grundvelli framleiðslu- ferlis er notar ensím úr þorski. Þar með er lagður grunnur að nýju sviði við vinnslu sjávarfangs – byggðu á þrotlausri vinnu vísindamanna. Örugglega hefur hópurinn mætt ýmsum úrtöluröddum á leiðinni en með þrautseigju og staðfastri trú á verkefni sínu náði dr. Jón Bragi í höfn. Sigur hefur unnist. Og meira er í farvatninu. Af þessu leiðir efna- hagslegan ávinning og framleiðslu á verðmætum fyrir íslenskt efnahags- líf. Við höfum hér glöggt dæmi um það hvernig tengsl menntunar og vísinda við svokallaðar náttúrulegar auðlindir geta skapað auðlegð og framfarir fyrir íslenska þjóð. Fleira er í gerjun af sambærilegum toga. Milljarðar í landbúnaði? Undir forystu Þorsteins Tómas- sonar, forstöðumanns RALA, hefur tekist að þróa afbrigði af byggi sem er einstakt í heiminum. Sá árangur einn og sér er merkilegur og felur í sér ýmis sóknarfæri. En Þorsteinn lætur ekki staðar numið. Með ein- starkri dirfsku hefur hann með Iðn- tæknistofnun og fleirum náð sam- starfi við vísindamenn á sviði líftækni – vísindamenn á heimsmælikvarða. Sameiginlega undir heitinu ORF hefur hópnum tekist að leggja grunn að einu mesta tækifæri sem íslenskt efnahagslíf og landbúnaður hafa staðið frammi fyrir um langt skeið. ORF er langt komið með að þróa framleiðslu erfðaefna sem eru m.a. lykill að lyfjaframleiðslu nútímans. Um er að ræða markað sem veltir hundruðum milljarða króna árlega. Eftir nokkru er að slægjast. Lyfjaiðnaðurinn notar nú gerla, bakteríur og frumur úr dýrum eða mönnum. Sú aðferð þykir bæði dýr til framleiðslu, áhættusöm (vegna smithættu) og veldur jafnvel sið- ferðilegum deilum. Aðferð ORF er að nota kornrækt til framleiðslunnar en flytja erfðaefnin áður í korn- afbrigðið. Þykir sú aðferð bæði ódýr- ari til muna og öruggari. Hún opnar fyrir nýja sókn í íslenskum landbún- aði, lyfjaiðnaði og verðmætasköpun þar sem tvinnað er saman vísinda- og þróunarstarf annars vegar og hrein- leiki íslenskrar náttúru hins vegar. Fái ORF svigrúm til að ljúka þróun- arstarfi sínu kunna að opnast nýjar dyr – áður óþekktar. Bændur gætu hafið arðbæra kornrækt með fram- leiðslu erfðabreytts korns – innihald- andi hinn verðmæta grunn fyrir lyfjaiðnað og iðnaðarframleiðslu. Víddir, sem virðast svo fjarlægar en gætu verið svo nærri okkur í tíma ef rétt er að staðið. Nýsköpun skapar verðmæti Um víða veröld er lagt ofurkapp á þróunarstarf í líftækni enda milljarð- ar í húfi. Íslendingar eiga þar jafnvel betri möguleika en aðrar þjóðir. Veldur þar einkum tvennt. Annars vegar hinar hreinu auðlindir okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Hins vegar vel menntaðir einstaklingar sem beina þekkingu sinni að verð- mætasköpun úr náttúruauðlindum. Útkoman getur orðið ævintýri líkust ef rétt skilyrði eru sköpuð fyrir hina ungu atvinnugrein. Áhrifa líftækniiðnaðar gætir á mörgum sviðum: – verðmætasköpun þjóðarinnar gæti vaxið um tugi milljarða árlega – sjávarbyggðir styrktust af nýjum og arðbærum störfum – bændur fengju nýja og arðbæra möguleika í ræktun – byggðir styrktu sig í sessi – vísindasamfélagið efldist – ungt fólk fengi hvatningu til náms – fleiri stoðum væri skotið undir efnahagslíf íslenskrar þjóðar – lyfjaframleiðsla gæti aukist hér- lendis. Fleiri þætti mætti tína til en ofan- greind upptalning ætti að nægja sem rök fyrir þjóðhagslegu mikilvægi þess að skjóta styrkum stoðum undir þann vaxtarsprota sem óneitanlega felst í líftækni í íslenskum auðlind- um. E.t.v. höfum við sofið á verðinum og er því tímabært að hefja sóknina þegar í stað. Eftir Hjálmar Árnason „Um víða veröld er lagt ofur- kapp á þró- unarstarf í líftækni enda milljarðar í húfi. Íslendingar eiga þar jafnvel betri mögu- leika en aðrar þjóðir.“ Höfundur er alþingismaður. Líftækni – millj- arðar í húfi! BORGARYFIRVÖLD hafa í hyggju að byggja bílastæðahús í eða undir norðurenda Tjarnarinnar. Kostnaður er gefinn upp 8-900 millj- ónir króna og verðið á stæði fyrir hvern bíl rúmar 3.000.000 krónur. Miðað við venjulega nákvæmni í kostnaðarútreikningum – ráðhúsið varð t.d. tvisvar eða þrisvar sinnum dýrara en ráð var fyrir gert – má gera ráð fyrir að kostnaður á hvern bíl verði ekki undir fimm milljónum. Ekki hefur fengist upplýst hvað bíl- geymslan á að geta hýst marga bíla, en varla er hægt að ráðast í slíka framkvæmd fyrir minna en 2–300 stæði. Þörfin á bílastæðum Reynt er að réttlæta þessa fram- kvæmd með því að halda því fram að vanti nokkur hundruð bílastæði í miðbænum. Þess vegna sé nauðsyn- legt að koma fyrir stæðum í bíla- kjöllurum víðsvegar á svæðinu. Meira að segja fá merkustu staðir Reykjavíkur, eins og lóðin undir bæ Ingólfs Arnarsonar við suðurenda Aðalstrætis ekki að vera í friði. Þar þarf endilega að koma fyrir bíla- kjallara við hliðina á einhverjum gervifornminjum. En það er nú ann- að mál. Ég á alloft erindi niður í bæ, til að kaupa pappír og bækur í Eymunds- son, mjólk og brauð í 10-11, bjór í ríkinu, til að líta inn á Kaffi París eða fá eitthvað í gogginn á Jóm- frúnni. Hef oft farið á bíl þessara er- inda og aldrei átt í vandræðum með að finna bílastæði. Þannig að út frá eigin reynslu skil ég ekki þörfina fyrir einhver hundruð bílastæða í miðbænum. Samkvæmt skýrslu bílastæða- sjóðs var meðalnýting sjö bílastæða- húsa í eða nálægt miðbænum und- anfarin 10 ár frá 17% upp í 69%, líklega að meðaltali nálægt 50% á tímabilinu 9–17. Mesta nýting ein- hvern tíma dags var frá 20% upp í 93%, sem gerir líklega kringum 65– 70%. Utan þessa annatíma standa bílastæðahúsin meira og minna tóm. Samkvæmt umræddri skýrslu eru nú um 1.000 stæði í blílastæðahús- unum. Það þýðir að á háannatímum, þ.e. þá stund þegar þéttast er lagt, standa 2–300 stæði auð í þessum húsum, en jafnaðarlegast yfir dag- inn eru um 500 stæði auð og ónotuð. Með framkvæmdunum í Tjörninni er því verið að bæta við kringum 200 ónauðsynlegum bílastæðum í miðbænum. Fyrirhugað er að reisa tónlistar- höll við austanverða höfnina. Í kjall- ara þess húss er gert ráð fyrir að hlynna að bílum með rúmgóðu bíla- stæðahúsi einhverja metra fyrir neðan sjávarmál og bætist þá enn við bílakjallarana. Kostnaður Bílastæðakjallari undir Tjörninni er afar dýr framkvæmd. Jafnvel þótt miðað sé við þær tölur, sem nú eru gefnar upp, þ.e. rúmar 3 millj- ónir á stæði er einungis vaxtakostn- aður á hvert bílastæði 150.000 krón- ur á ári og er þá ekki ofreiknað. Þá er eftir að telja afborganir af lánum, allan rekstrarkostnað og viðhald sem er margföld þessi upphæð. Meðaltekjur á hvert bílastæði í borginni voru 134.000 krónur árið 2000. Bílastæðahús á botni Tjarn- arinnar mun því aldrei standa undir sér nema með því að stórhækka gjaldið fyrir stæðin. En hvernig ætli nýtingin verði ef gjaldið verður þre-, fjór- eða fimmfalt hærra en nú? Það er morgunljóst að með slíkri framkvæmd er verið að nota skattfé almennings í fjárfestingu sem eng- an veginn getur borgað sig. Skilaboðin Bílastæðahús í Tjörninni í Reykjavík er dýr framkvæmd, óarð- bær og þarflaus. Ekki er gott að segja hvað mönnum gengur til. Varla er verið að reisa monthús. Ef til vill er einhver ögrun fólgin í því að byggja svona neðan sjávarmáls. Það er samt engin afsökun fyrir að ráðstafa peningum illa. Sýnu alvarlegri en fjárausturinn eru þó þau skilaboð sem bæjaryf- irvöld eru að beina til fólks, sum sé þau „að nota einkabílinn alltaf“. Út um alla borg er verið að smíða há- timbruð umferðarmannvirki fyrir einkabílana, mislæg gatnamót á tugum hektara, bílaplön og bíla- kjallara fyrir tugi og hundruð millj- óna. Á sama tíma er lítið gert til að efla almennings samgöngur. Strætó. Það er látið vera dýrt að fara með strætó og ferðir eru of fáar. Góðar almennings samgöngur spara marg- falt það fé sem til þeirra er varið, spara viðhald á götum, leiða til fækkunar slysa og jafna aðstöðu borgarbúa svo eitthvað sé nefnt. Í málefnasamningi R-listans er gert ráð fyrir því að efla almennings samgöngur. Það plagg liggur sjálf- sagt ofan í einhverri skúffunni í ráð- húsinu svo það verði ekki fyrir hnjaski. Áform um bílastæðahús í Tjörninni ganga hins vegar þvert á hugmyndafræðina um að efla al- mennings samgöngur. Með slíkri framkvæmd er einfaldlega verið að taka peninga borgarbúa og nota þá til að greiða fyrir umferð bíla. Ef þessi milljarður, sem mannvirkið í Tjörninni mun kosta, er einhvers staðar handbær væri nær að verja honum til að byggja yfir fólk. Ef vilji væri fyrir hendi hjá borgaryf- irvöldum væri hægt að reisa rúm- lega 100 íbúðir fyrir félagslega þurfandi fólk fyrir þá peninga sem bílahús á botni Tjarnarinnar kostar. Borg fyrir bíla Eftir Jón Torfason „Bílastæða- hús í Tjörn- inni í Reykja- vík er dýr framkvæmd, óarðbær og þarflaus.“ Höfundur er íslenskufræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.