Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Þor-steinsdóttir Rice, Dúna, var fædd í Reykjavík 15. nóv- ember 1922. Hún lést á heimili sínu í Bloombury Dr. Rose- ville í Kaliforníu 9. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jó- hann Finnsson, hafn- sögumaður í Reykja- vík, f. í Múlakoti í Mýrasýslu 18. des. 1894, drukknaði á sundunum í Reykja- vík 1. júní 1948, og kona hans, Ólafía Einarsdóttir, f. í Holti við Skólavörðustíg 2. okt. 1897, d. 16. apríl 1969. Foreldrar Þorsteins voru Finnur Ólafsson, f. 25. júlí 1856, d. 7. jan. 1939, og Ásta Guð- mundsdóttir, f. 29. ágúst 1857, d. 16. nóv. 1930. Foreldrar Ólafíu voru Einar Ólafsson, steinsmiður í Hafnarfirði, f. í Hraunprýði í Hafnarfirði 15. des. 1869, d. í Reykjavík 27. júlí 1952, og Guð- rún Jónsdóttir, f. í Görðum í Rangárvallasýslu 7. júlí 1866, d. í Reykjavík 28. júní 1951. Systkini Dúnu voru: Ólafur, f. 5.7. 1918, kvæntist Bryndísi Kristjáns- dóttur, látin, Ásgeir, f. 9.8. 1920, d. 9.8. 1996, kvæntist Ástu Sigurðardóttur frá Syðra-Langholti, f. 26.9. 1921, Þór, f. 18.6. 1925, kvæntur Önnu Huldu Sveins- dóttur, Ásta, f. 3.8. 1932, giftist Valdi- mar Einarssyni, þau slitu samvistir, og Aðalsteinn, f. 23.7. 1938, d. 1999, en hann fluttist með Guðrúnu til Bandaríkjanna 10 ára gamall og kvæntist Geraldine, þau skildu, eftirlifandi kona hans er Elsie Thorsteinsson Mc Cart. Dúna giftist Jack Rice bygg- ingaverktaka, f. 23.7. 1920, börn þeirra eru: 1) Anita, f. 8.8. 1958, gift Kevin Butler, börn þeirra eru Justin, Jennifer og Joey. 2) Dorothea, f. 10.8. 1961, gift Brett Parent, börn þeirra eru Holly, Holden og Christopher. Útför Dúnu var gerð í Bloom- bury 17. október. Afburða glæsileg og vel af guði gerð eru fyrstu orðin sem koma í hugann um föðursystur mína Dúnu, eins og hún var alltaf kölluð. Dúna var ung að árum þegar hún árið 1948 tók þá djörfu ákvörðun að fara til Bandaríkjanna til að mennta sig enn frekar í pí- anónámi. Á þeim árum var það mjög óvanalegt að ungar stúlkur færu utan til listnáms, en fjölþætt- ir hæfileikar Dúnu hefðu gert henni kleift að ná árangri í hvaða listgrein sem hún hefði valið sér. Guðrún ólst upp á fallegu heimili og systkinahópurinn fékk menn- ingarlegt og ástríkt uppeldi. En ferðin til Bandaríkjanna varð af- drifarík. Dúna festi þar ráð sitt með Jack Rice og stofnuðu þau heimili í Kaliforníu. Í rúm 40 ár starfaði Dúna sem organisti. Hún tók einnig þátt í öllu kirkjustarfinu með þeirri ásköpuðu ástríðu sem einkenndi allt hennar líf. Þegar Dúna kom til Íslands bjó hún ævinlega hjá foreldrum mín- um og ég man enn þegar ég barn að aldri sá hana í fyrsta sinn. Mér fannst hún sem af öðrum heimi, fallegasta kona sem ég hafði séð og klædd eins og kvikmyndastjarna. Dúna hélt þessum einstaka glæsi- leika allt sitt líf. Sem betur fer auðnaðist henni að koma til Íslands nokkrum sinn- um með fjölskyldu sína. Síðasta ferð hennar til Íslands var sumarið 2000. Eins og gjarnan er með brottflutta Íslendinga naut hún þess til fulls að koma til Íslands og hitta fjölskyldu sína hér og upplifa íslenska náttúru. Hún stökk um eins og tindilfætt stelpuskotta milli blóma og var alltaf jafn heilluð af sterkum litum íslenskrar náttúru, græna grasinu, bláa himninum og gulu blómunum. Náttúrubarnið í Dúnu lifði alltaf og gleðin yfir því fagra var einkenn- andi fyrir hennar lífsýn. Dúna var mikill vinur vina sinna og var alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd. Sendibréf Dúnu voru lýsandi fyrir hæfileika og áherslur hennar í lífinu sem voru ást, vand- virkni og trú. Þau eru hvert um sig ótrúleg, listavel skrifuð, innihalds- rík og villulaus þrátt fyrir 55 ára búsetu erlendis, fjarri íslensku málumhverfi. Dúna var glæsilegur fulltrúi Íslands á erlendri grund og það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni, læra af henni og hafa notið ástríkis hennar sem hún var svo rík af. Með djúpum trega en miklu þakklæti kveð ég ein- staka konu. Guðrún Þórsdóttir. GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR RICE Ég ætla ekki að þykjast hafa þekkt Sigríði Ingibjörns- dóttur vel en mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Nafn Sigríðar var einatt sagt í sömu andrá og yf- irkennari. Hún var og verður lík- lega ætíð Sigríður yfirkennari í huga nemenda á mínum aldri sem hún kenndi. Hún var mjög öguð og í augum margra strangur kennari. Það gustaði af henni þegar hún mætti í skólastofuna í pilsinu sínu og maður passaði sig á því að hafa allt sitt á hreinu. Það var alltaf lært fyrir tíma hjá Sigríði og það SIGRÍÐUR INGIBJÖRNSDÓTTIR ✝ Sigríður Ingi-björnsdóttir fæddist á Flanka- stöðum í Sandgerði 17. júní 1926. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 4. október síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Út- skálakirkju 11. októ- ber. sem krakkar reyndu að komast upp með hjá öðrum kennurum var ekki einu sinni reynt hjá henni. En það var alls ekki vegna hræðslu heldur vegna virðingar að ég held. Það er einmitt með virðingu og hlýju sem ég minnist Sigríð- ar í dag. Sjálfsagi, skipulag og vandvirkni eru meðal þeirra vinnu- bragða sem ég tek með mér frá kennslu Sigríðar. Það voru síðan litlu hlut- irnir sem skiptu máli því hún hafði sannarlega hjartað á réttum stað. Til dæmis var alltaf passað upp á það að við sætum rétt við borðin okkar svo við yrðum ekki hokin eða fengjum í bakið. Þessi litlu augna- blik sýna það að henni var annt um nemendur sína. Það var svo eitt sinn að hún hafði verið að sýna okkur lausn á stærð- fræðidæmi þar sem ég var ekki samþykk útkomunni og leyfði mér að andmæla. Útkoman væri ein- faldlega ekki rétt þar sem ég hafði fengið aðra niðurstöðu. Það kom svolítið á Sigríði þar sem þessi unga hnáta var að efast um dæmið hennar. Hvorug okkar vildi sjá það rétta hjá hinni og á endanum þurfti Erna kennari að hringja í mömmu og biðja hana að ná í mig. Það var brosað út í annað þegar mamma kom því þarna mættust stálin stinn. Auðvitað hafði Sigríður rétt fyrir sér og hún hefur líklega sjálf brosað út í kant vegna mótmæla minna. En það hvað hún var fylgin sér kenndi mér slíkt hið sama. Það að ég hafði rangt fyrir mér í það skiptið varð að aukaatriði. Hún kenndi mér í raun að finna kjark- inn til að standa upp og styðja skoðanir mínar. Ég man vel eftir brosinu hennar og hversu langt það náði til augn- anna. Sem barn á maður oft erfitt með að greina á milli hlutverks kennara og manneskjunnar sem býr að baki. Í barnslegum augum er kennari fyrirmynd sem maður lærir af, lítur upp til og ber virð- ingu fyrir. Sigríður var einmitt sá kennari og það er í dag sem ég sé hversu rík hún var sem manneskja. Blessuð sé minning hennar. María Erla Pálsdóttir, nemandi í Grunnskóla Njarðvíkur ’81–’90. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ERLENDAR JÓNSSONAR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun. Kristján Erlendsson, Elísabet Baldvins, Valdís Jóna Erlendsdóttir, Ævar Þorberg Erlendsson, Þorbjörg Erlendsdóttir, Bjarni Bogason Melsted og barnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð og hlýhug við andlát og útför HULDU SIGURJÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Miðvangi 16, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- deildar 4b á Hrafnistu fyrir góða umönnun og samveru við hina látnu þessa mánuði, sem hún dvaldi þar. Einnig viljum við þakka Jóni Högnasyni og starfsfólki hjartadeildar 7b á Landspítala háskólasjúkrahúsi góða umhyggju í gegnum árin. Páll Guðjónsson, Sigurjón Pálsson, Þuríður Gunnarsdóttir, Jóhanna I. Pálsdóttir Lund, Axel Lund, Kjartan Pálsson, Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, Rannveig Pálsdóttir, Sumarliði Guðbjörnsson, Bára Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ G. SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR (Rósa), Neðstaleiti 13A, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 18. október. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Svanfríður S. Óskarsdóttir. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýju og samúð vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖNNU INGADÓTTUR, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Það hefur verið okkur mikill styrkur að finna þennan vinarhug frá ykkur öllum. Ólafur Sverrisson, Sverrir Ólafsson, Shameem Ólafsson, Hulda Ólafsdóttir, Stefán Stefánsson, Ingi Ólafsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Viðar Viðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JENNÝ VALGEIRSDÓTTIR myndlistarmaður og fyrrv. blaðamaður, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 17. október, verður jarðsungin frá Garðakirkju, Garðabæ, fimmtudaginn 24. október kl. 10.30. Birgitta Ósk Óskarsdóttir, Wally Hollyday, Benedikt Ómar Óskarsson, Paulette Óskarsson, Björgvin Ólafur Óskarsson, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.