Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 47

Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 47 NÝLEGA afhentu konur frá kvennadeild Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands fæðingardeildinni fæð- ingarrúm fyrir tæplega eina milljón króna. Rúmið var mjög kærkomin gjöf fyrir deildina þar sem að eldri rúm eru farin að gefa sig vegna mikillar notkunar, seg- ir í fréttatilkynningu. Kvennadeild RKÍ hefur gefið fæðingardeildinni margar góðar gjafir og með þessu bætist enn ein við. Á myndinni sjást stjórnarkonur og Hulda Ó. Perry formaður afhenda Guðrúnu G. Egg- ertsdóttur yfirljósmóður rúmið. Gjöf til fæðingardeildar Landspítala HELGIN var annasöm og í mörgu að snúast hjá lögreglumönnum. Auk stórbrunans á Laugavegi voru 18 innbrot tilkynnt, 19 þjófnaðir og 26 sinnum um eignaspjöll. Þar var í flestum til- fellum um að ræða rúðubrot. Um helgina var tilkynnt um 37 umferðaróhöpp. Afskipti voru höfð af 20 ökumönnum vegna notkunar á farsímum án þess að hafa hand- frjálsan búnað. Þá voru 16 öku- menn kærðir fyrir of hraðan akstur og 4 voru kærðir fyrir ölvun við akstur. Umferðarslys varð á Miklubraut við Grensásveg um kl. 15 á föstu- dag. Tveimur bifreiðum var ekið vestur Miklubraut og var annarri bifreiðinni sveigt í veg fyrir hina með þeim afleiðingum að báðar bif- reiðarnar fóru upp á umferðareyju og rifu niður grindverk á um 20 m kafla, önnur bifreiðin fór síðan yfir akbrautina, fyrir umferð og endaði þar utan vegar. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild í sjúkra- bifreið en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Fjarlægja varð bif- reiðarnar með kranabifreið. Stal bíl af bílasölu Á föstudag um kl. 18 varð starfs- maður bílasölu í austurborginni var við að númerslausri bifreið var ekið út af lóð sölunnar. Veitti hann bif- reiðinni eftirför og tókst að króa hana af skammt frá. Lögreglan handtók þar ökumanninn sem hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og er hann einnig grunaður um ölvun. Hann var vistaður í fangageymslu. Maður var handtekinn á veitinga- stað um kl. 4 aðfaranótt laugar- dags, grunaður um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Síðan fundust á hon- um ætluð fíkniefni og var hann vist- aður í fangageymslu. Laust fyrir hádegi á laugardag var tilkynnt um að maður væri að fara inn í bíla í austurborginni. Fékkst nokkuð góð lýsing af honum og var hann handtekinn nokkru síð- ar. Var maðurinn í annarlegu ástandi og á honum fundust fíkni- efni og einnig GSM-sími sem hann hafði stolið úr einni af þeim bifreið- um sem hann fór inn í. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Alvarlegur húsbruni var aðfara- nótt sunnudags er tvö hús brunnu við Laugaveg ásamt viðbyggingum. Tilkynnt var um eldinn kl. 23.52 og var slökkviliðið komið á staðinn um fjórum mínútum síðar. Mikill eldur var í viðbyggingu við hús nr. 40 við Laugaveg. Vel gekk að rýma þær íbúðir sem taldar voru í hættu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út. Þá var fjölmennt lið lögreglu- manna að störfum á brunavett- vangi. Einnig voru kallaðir til að- stoðar nokkrir björgunarsveitar- menn. Mjög erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og var slökkvi- starfi ekki lokið fyrr en um hádegi á sunnudag. Úr dagbók lögreglunnar 18. til 21. október Mörg verkefni auk stór- brunans á Laugavegi FJÖGUR ungmenni hafa verið valin til þátttöku fyrir hönd Íslands í verk- efninu Norrænt lýðræði í brenni- depli sem fulltrúar Norðurlandanna í fókus standa fyrir í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi og Helsinki. Það eru þau Inga Þórey Óskars- dóttir og Bergur Þ. Gunnþórsson frá Menntaskólanum í Reykjavík, Ög- mundur Hrafn Magnússon frá Menntaskólanum við Sund og Helga Lára Hauksdóttir frá Verslunar- skóla Íslands. Alls taka 23 norrænir framhalds- skólanemar þátt í verkefninu. Þeir munu heimsækja þingin og ýmsar stofnanir sem eiga að standa vörð um lýðræði landanna, hlusta á fyr- irlestra, taka þátt í námskeiðum og heimsækja fjölmiðla. Ferðin hefst í Osló á morgun, miðvikudag. Síðan verður haldið til Stokkhólms á föstu- dag og á laugardagskvöldið taka þau ferju yfir til Helsinki. Í Helsinki mun hluti af hópnum mynda ritstjórn og senda út fréttir af hátíðarþingi Norðurlandaráðs á vefslóðinni www.odin.dk/demokrati. Norrænt lýðræði í brennidepli JÓLAKORT MS-félagsins eru komin út. Að þessu sinni er mynd- in á þeim vatnslitamynd sem heitir „Vetrarsól“ og er eftir Erlu Sig- urðardóttur. Jólakortasalan er árleg tekju- lind félagsins og rennur ágóðinn til uppbyggingar á því starfi sem MS- félagið stendur fyrir. Jólakortin eru til afgreiðslu á skrifstofu MS félagsins að Sléttu- vegi 5, í Reykjavík og eru seld 10 saman í pakka á eitt þúsund krón- ur pakkinn. Hægt er að panta í gegn um tölvupóst, anna@msfe- lag.is. Jólakort MS- félagsins komið út LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga eru með jólakort til sölu fyrir jólin til tekjuöflunar eins og undanfarin ár. Jólakortin eru með misjöfnum myndum frá ári til árs og eru 5 kort í pakka og kosta 400 kr. Jólakortin fást á skrifstofu LHS í Síðumúla 6 í Reykjavík og hjá aðildarfélögunum úti á landi. Jólakortasala Landssamtakanna hefur verið ein besta fjáröflunarleið samtakanna til þessa, segir í frétta- tilkynningu. Jólakort LHS komið út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.