Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 47 NÝLEGA afhentu konur frá kvennadeild Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands fæðingardeildinni fæð- ingarrúm fyrir tæplega eina milljón króna. Rúmið var mjög kærkomin gjöf fyrir deildina þar sem að eldri rúm eru farin að gefa sig vegna mikillar notkunar, seg- ir í fréttatilkynningu. Kvennadeild RKÍ hefur gefið fæðingardeildinni margar góðar gjafir og með þessu bætist enn ein við. Á myndinni sjást stjórnarkonur og Hulda Ó. Perry formaður afhenda Guðrúnu G. Egg- ertsdóttur yfirljósmóður rúmið. Gjöf til fæðingardeildar Landspítala HELGIN var annasöm og í mörgu að snúast hjá lögreglumönnum. Auk stórbrunans á Laugavegi voru 18 innbrot tilkynnt, 19 þjófnaðir og 26 sinnum um eignaspjöll. Þar var í flestum til- fellum um að ræða rúðubrot. Um helgina var tilkynnt um 37 umferðaróhöpp. Afskipti voru höfð af 20 ökumönnum vegna notkunar á farsímum án þess að hafa hand- frjálsan búnað. Þá voru 16 öku- menn kærðir fyrir of hraðan akstur og 4 voru kærðir fyrir ölvun við akstur. Umferðarslys varð á Miklubraut við Grensásveg um kl. 15 á föstu- dag. Tveimur bifreiðum var ekið vestur Miklubraut og var annarri bifreiðinni sveigt í veg fyrir hina með þeim afleiðingum að báðar bif- reiðarnar fóru upp á umferðareyju og rifu niður grindverk á um 20 m kafla, önnur bifreiðin fór síðan yfir akbrautina, fyrir umferð og endaði þar utan vegar. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild í sjúkra- bifreið en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Fjarlægja varð bif- reiðarnar með kranabifreið. Stal bíl af bílasölu Á föstudag um kl. 18 varð starfs- maður bílasölu í austurborginni var við að númerslausri bifreið var ekið út af lóð sölunnar. Veitti hann bif- reiðinni eftirför og tókst að króa hana af skammt frá. Lögreglan handtók þar ökumanninn sem hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og er hann einnig grunaður um ölvun. Hann var vistaður í fangageymslu. Maður var handtekinn á veitinga- stað um kl. 4 aðfaranótt laugar- dags, grunaður um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Síðan fundust á hon- um ætluð fíkniefni og var hann vist- aður í fangageymslu. Laust fyrir hádegi á laugardag var tilkynnt um að maður væri að fara inn í bíla í austurborginni. Fékkst nokkuð góð lýsing af honum og var hann handtekinn nokkru síð- ar. Var maðurinn í annarlegu ástandi og á honum fundust fíkni- efni og einnig GSM-sími sem hann hafði stolið úr einni af þeim bifreið- um sem hann fór inn í. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Alvarlegur húsbruni var aðfara- nótt sunnudags er tvö hús brunnu við Laugaveg ásamt viðbyggingum. Tilkynnt var um eldinn kl. 23.52 og var slökkviliðið komið á staðinn um fjórum mínútum síðar. Mikill eldur var í viðbyggingu við hús nr. 40 við Laugaveg. Vel gekk að rýma þær íbúðir sem taldar voru í hættu. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út. Þá var fjölmennt lið lögreglu- manna að störfum á brunavett- vangi. Einnig voru kallaðir til að- stoðar nokkrir björgunarsveitar- menn. Mjög erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og var slökkvi- starfi ekki lokið fyrr en um hádegi á sunnudag. Úr dagbók lögreglunnar 18. til 21. október Mörg verkefni auk stór- brunans á Laugavegi FJÖGUR ungmenni hafa verið valin til þátttöku fyrir hönd Íslands í verk- efninu Norrænt lýðræði í brenni- depli sem fulltrúar Norðurlandanna í fókus standa fyrir í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi og Helsinki. Það eru þau Inga Þórey Óskars- dóttir og Bergur Þ. Gunnþórsson frá Menntaskólanum í Reykjavík, Ög- mundur Hrafn Magnússon frá Menntaskólanum við Sund og Helga Lára Hauksdóttir frá Verslunar- skóla Íslands. Alls taka 23 norrænir framhalds- skólanemar þátt í verkefninu. Þeir munu heimsækja þingin og ýmsar stofnanir sem eiga að standa vörð um lýðræði landanna, hlusta á fyr- irlestra, taka þátt í námskeiðum og heimsækja fjölmiðla. Ferðin hefst í Osló á morgun, miðvikudag. Síðan verður haldið til Stokkhólms á föstu- dag og á laugardagskvöldið taka þau ferju yfir til Helsinki. Í Helsinki mun hluti af hópnum mynda ritstjórn og senda út fréttir af hátíðarþingi Norðurlandaráðs á vefslóðinni www.odin.dk/demokrati. Norrænt lýðræði í brennidepli JÓLAKORT MS-félagsins eru komin út. Að þessu sinni er mynd- in á þeim vatnslitamynd sem heitir „Vetrarsól“ og er eftir Erlu Sig- urðardóttur. Jólakortasalan er árleg tekju- lind félagsins og rennur ágóðinn til uppbyggingar á því starfi sem MS- félagið stendur fyrir. Jólakortin eru til afgreiðslu á skrifstofu MS félagsins að Sléttu- vegi 5, í Reykjavík og eru seld 10 saman í pakka á eitt þúsund krón- ur pakkinn. Hægt er að panta í gegn um tölvupóst, anna@msfe- lag.is. Jólakort MS- félagsins komið út LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga eru með jólakort til sölu fyrir jólin til tekjuöflunar eins og undanfarin ár. Jólakortin eru með misjöfnum myndum frá ári til árs og eru 5 kort í pakka og kosta 400 kr. Jólakortin fást á skrifstofu LHS í Síðumúla 6 í Reykjavík og hjá aðildarfélögunum úti á landi. Jólakortasala Landssamtakanna hefur verið ein besta fjáröflunarleið samtakanna til þessa, segir í frétta- tilkynningu. Jólakort LHS komið út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.