Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ hefur undir höndum bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans í haust vegna fjár- hagsstöðu Norðurljósa og lánamála félagsins. Byrjað er á bréfi Norðurljósa til Landsbankans frá 31. október 2002 þar sem segir m.a. Vegna fullyrðingar í bréfinu um að Kaupþing hafi keypt hlut í sam- bankaláni Norðurljósa fyrir félagið af þremur erlendum bönkum skal tekið fram að svo er ekki, enda heldur ekki hægt samkvæmt ákvæði í lánasamn- ingnum sjálfum. Kaupþing keypti hlut þriggja erlendra banka í sam- bankaláninu fyrir eigin reikning, í eigin nafni og ekki skuldbundið gagn- vart Norðurljósum til að afskrifa eitt eða neitt af sambankaláninu. Skuld Norðurljósa samkvæmt sambanka- láninu er því óbreytt frá því sem hún var eða um 5 milljarðar króna. Þá er og rétt að taka fram að hvorki einstakir fulltrúar Norðurljósa né fulltrúi stærsta hluthafa félagsins hafa nokkurn tímann talið rétt að halda Landsbankanum utan við um- ræður um endurskipulagningu á fjár- málum félagsins, eins og fram kemur í nefndu bréfi. Þvert á móti var ítrek- að óskað eftir þátttöku fulltrúa Landsbankans í þeim fundum sem áttt hafa sér stað um fjárhagslega endurskipulagningu Norðurljósa. Að framangreindu sögðu og vegna þeirra almennu sanninda varðandi lausn deilumála, að þau verði hvorki leyst með því að horfa um of til for- tíðar né atriða sem varða þá er aðild eiga að deilu hverju sinni, vil ég fyrir hönd Norðurljósa þakka Landsbank- anum fyrir ágætan fund í höfuðstöðv- um Kaupþings síðdegis síðastliðinn þriðjudag, 29. október. Þennan fund lít ég á sem fyrsta skref varðandi lausn á fjárhagsvanda Norðurljósa. Eins og fram kom á fundinum er það ósk Norðurljósa að Landsbank- inn komi að endurfjármögnun félags- ins með eftirfarandi hætti. Hlutur Landsbankans í sam- bankaláninu verði færður niður um 150 milljónir króna. Sú fjárhæð svar- ar að mestu til hækkunar höfuðstóls láns Landsbankans vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs frá undirritun lánasamningsins 1999 til dagsins í dag. Gjaldfallnir vextir af sambankaláni, um kr. 70 milljónir, verði felldir niður. Ótryggðri yfirdráttarskuld Norð- urljósa við Landsbankann að fjárhæð um kr. 265 milljónir verði breytt í kröfu tryggða með 1. veðrétti sam- hliða 1.veðrétti sambankalánsins. Krafan verði verðtryggð og beri 5% vexti á ári sem greiðast á 6 mánaða fresti, í fyrsta sinn í júní 2003. Höf- uðstóll skuldarinnar greiðist upp eftir að sambankalánið hefur verið greitt að fullu. Dráttarvextir og kostnaður, sem fallið hafa til vegna yfirdráttar- ins, verði felldir niður. Landsbankinn lækki ótryggða skuldabréfakröfu sína og/eða breyti henni með sama hætti og stærsti hluti annarra lánatdrottna Norðurljósa sem eiga samskonar ótryggðar skuldabréfakröfur á hendur félaginu. Þessar tillögur Norðurljósa um niðurskrift á kröfum Landsbankans á hendur félaginu verður að telja afar hógværar. Ekki er beðið um niður- skrift á höfuðstól hlutar Landsbank- ans í sambankaláninu heldur einungis afskrift verðbóta og vaxta, sem vart verður talið ókristilegt. Jafnframt er boðin full veðtrygging fyrir óveð- tryggðri yfirdráttarskuld að fjárhæð um 265 milljónir. Með því er að fullu mætt kröfu Landsbankans varðandi tryggingu yfirdráttarins sbr. bréfið frá 25. október sl. Þessa tillögu verður að skoða í því samhengi að Lands- bankinn á í vændum 300 milljónir inn á hlut sinn í sambankaláninu gangi sala á hlutum í TALi eftir. Lands- bankinn fær með því hluta af hlut sín- um í sambankaláninu greiddan fyrr en ella, sem hlýtur að teljast einhvers virði. Tillögur Norðurljósa miða að því að gera hlut Landsbankans betri en hann er í dag. Það er í samræmi við það viðhorf forsvarsmanna félagsins að þeim sé skylt og nauðsynlegt að standa vörð um hagsmuni þeirra aðila hér á landi sem veitt hafa félaginu lán. Þess vegna hafa forsvarsmenn félags- ins alltaf barist gegn hugmyndum sumra lánveitenda að best sé að fara með félagið gegnum gjaldþrot og hreinsa það af ótryggðum skuldum með þeim hætti. Betra er að ná samn- ingum þó svo að það kunni að leiða til þess að þeir sem eiga kröfur án trygg- inga verði að gefa eitthvað eftir. Verði Norðurljós knúin í gjaldþrot er enginn vafi á því í mínum huga, að bú félagsins mun skila litlum sem engum verðmætum upp í almennar kröfur, s.s. skuldabréfa- og yfirdrátt- arkröfu Landsbankans. Þessar tvær kröfur eru liðlega 400 milljónir króna að höfuðstól. Rökin fyrir þessu eru: Við gjaldþrot hvílir á félaginu og öllum eignum þess sambankalánið væntanlega að fjárhæð um 3,5 millj- arðar eftir að söluverð hlutanna í TALi að fjárhæð kr. 1,4 milljarðar hefur verið dregið frá hafi þau kaup á annað borð verið fullnuð fyrir gjald- þrot. Veðtryggðar skuldir gætu hins vegar numið minnst liðlega 5 millj- örðum hafi salan á TALi ekki verið fullnuð. Við gjaldþrot má vænta þess að lífeyrissjóðir og aðrir eigendur ótryggðra krafna muni draga í efa gildi veðsetningar á hlutum í TALi, þar sem ekki hafi verið gengið frá þinglýsingu nauðsynlegra veðskjala þar um hér á landi, heldur við það eitt látið sitja að biðja erlendan banka að varðveita hlutabréfin í TALi, sem ein- hvers konar handveðshafa. Samkvæmt útvarpslögum hefur gjaldþrot, þ.e. uppkvaðning gjald- þrotaúrskurðar, það í för með sér að útvarpsleyfi ljósvakamiðla falla niður. Við gjaldþrot Norðurljósa mundu því falla niður útvarpsleyfi Stöðvar 2, Sýnar, Bíórásarinnar, Bylgjunnar, Útvarps Sögu, FM RadíóX og Létt. Brottfall útvarpsleyfa kemur óhjá- kvæmlega losi á alla viðskiptasamn- inga félagsins, þ.á m samninga um efniskaup fyrir sjónvarpsstöðvar þess. Engar líkur tel ég vera á því að skiptastjóri þrotabús Norðurljósa mundi nokkru sinni þora að lýsa slíka samninga bindandi fyrir búið, þó svo að hann kynni hins vegar að leita eftir leyfi útvarpsréttarnefndar til að fá að halda stöðvum félagsins í loftinu, þar til einhver kaupandi gæfi sig fram eða veðhafar leystu eignir þess til sín. Á fundinum í Kaupþingi kom fram að Landsbankinn hefði ekki áhuga á að knýja Norðurljós í gjaldþrot. Þetta þýðir væntanlega, að Landsbankinn muni ekki að fengnum dómi á hendur félaginu hinn 15. nóvember nk. vegna yfirdráttarskuldarinnar reyna fulln- ustu hans með aðför í eignum félags- ins í því skyni að knýja félagið í gjald- þrot heldur sætta sig við að félagið bendi á fasteign sína að Lynghálsi 5, Reykjavík, sem fullnægjandi trygg- ingu. Til þessa á hins vegar ekki að þurfa að koma eins og að framan hef- ur verið rakið. Í lok fundar fulltrúa Norðurljósa, Kaupþings og Landsbankans var fulltrúum félagsins tjáð að Lands- bankinn mundi hafa samband við undirritaðan í gær, 30. október, varð- andi viðbrögð við tillögum félagsins. Af því varð ekki. Af hálfu Norðurljósa er því ítrekuð sú ósk félagsins, sem fram kom á fundinum, að Kaupþing, Landsbank- inn og forsvarsmenn félagsins taki nú höndum saman og leiði og ljúki fjár- hagslegri endurskipulagningu þess. Með samstarfi og samvinnu þessara þriggja aðila má tryggja áframhald- andi rekstur Norðurljósa og störf þeirra tæplega fimm hundruð starfs- manna sem hjá félaginu vinna. Undir bréfið ritar Sigurður G. Guðjónsson forstjóri. Landsbankinn svarar 8. nóvember 2002 og segir m.a. Bankinn hefur móttekið bréf ykkar dagsett 31. október sl. Jafnframt vís- ar bankinn til bréfs hans til félagsins dags 25. október sl. þar sem m.a. er farið yfir stöðu lánamála þess hjá bankanum og hvernig bankinn metur eðlilegt framhald þeirra. Þar kemur fram það álit bankans að eftir þá end- urskipulagningu á fjárhag Norður- ljósa samskiptafélags hf., sem nú sýn- ist gera orðið, eigi félagið að geta staðið við fjárhagslegar skuldbinding- ar sínar og að vanti eitthvað þar á sé eðlilegt að hluthafar leggi félaginu til nýtt eigið fé sem því nemur. Sú endurskipulagning sem hér er vísað til er afskrift þriggja erlendra banka á 55–57,5% hluta sambanka- láns í eigu þeirra og sala á því til Kaupþings banka hf., en þarna er um að ræða afskrift að fjárhæð um 1.500 millj. kr., svo og væntanlega sölu fé- lagsins á hlutabréfum í Tali hf., sem skila mun félaginu ríflega 1.400 millj. kr. til lækkunar á sambankalánum fé- lagsins. Samtals minnka skuldir fé- lagsins því um ríflega 2.900 millj. kr. vegna þessa. Fullyrðing Norðurljósa þess efnis að Kaupþing banki hf. sé eigandi sambankaláns á félagið, og það sé því í hans valdi en ekki félagsins að af- skrifa lán til félagsins um þá fjárhæð sem afskrift erlendu bankanna nem- ur, er í mótsögn við upplýsingar Landsbankans um það mál. Að sögn þeirra erlendu banka sem seldu Kaupþingi banka hf. lánin annaðist félagið sjálft eða stjórnarmenn í því milligöngu um kaup Kaupþings á lán- inu og að sögn starfsmanna Kaup- þings banka hf. er í gildi samningur um lánin milli Kaupþings og félags- ins. Hér á eftir fer tillaga Landsbank- ans um hvernig að fjárhagslegri end- urskipulagningu skulda Norðurljósa hf. verði staðið: Kaupþing banki hf. afskrifi þann hluta sambankaláns til félagsins um þá fjárhæð sem afslætti erlendu bankanna nemur. Lán félagsins ættu að lækka um u.þ.b. 1.500 millj. kr. vegna þessa. Jafnframt lækkar sambankalán fé- lagsins um ríflega 1.400 millj. kr. með innborgun söluandvirðis hlutabréfa í Tali hf. Þessir tveir liðir skila félaginu því um 2.900 millj. kr. í lækkun skulda. Landsbankinn telur að með fram- angreindri lækkun skulda eigi félagið að vera orðið rekstrarhæft eða verði mjög nálægt því að vera rekstrar- hæft. Til að tryggja rekstrarhæfi fé- lagsins enn frekar bendir bankinn á eftirfarandi. Hlutafjárhækkun. Í tillögum fé- lagsins sl. vor var ætíð rætt um 600 millj. kr. hlutafjáraukningu, en af henni hafa aðeins 300 millj. kr. skilað sér. Landsbankinn lagði ávallt áherslu á að þessi upphæð þyrfti að vera 1.000 m.kr., sem nota má til upp- greiðslu yfirdráttar í Landsbankan- um og frekari lækkunar skammtíma- skulda. Lækkun kostnaðar. Bankinn telur jafnframt rétt að kostnaðarstigi fé- lagsins verði haldið sem lægstu með- an fjárhagur þess er að rétta úr kútn- um. Í því sambandi hefur m.a. verið bent á ráðgjafagreiðslur til hluthafa, sem bankinn telur að þurfi að falla niður að fullu a.m.k. meðan fjárhagur félagsins er að komast í jafnvægi. Þá er spurning hvort unnt er að sinna innlendri dagskrárgerð með mun lægri tilkostnaði en nú er hjá félaginu, en það ætti að vera keppikefli félags- ins að lækka þann kostnað með sama hætti og tekist hefur varðandi efni sem keypt er erlendis frá. Forsenda frekari viðræðna við fé- lagið af hálfu Landsbankans er að yf- irdráttarskuld Norðurljósa við bank- ann verði gerð upp að fullu. Bankinn fellir ekki niður höfuðstól eða vexti af sambankaláni í hans eigu og telur að með ofangreindum að- gerðum og eðlilegri hlutafjáraukn- ingu af hálfu eigenda eigi félagið að geta greitt skuldbindingar sínar, bæði vexti og afborganir sambanka- láns Landsbankans á eðlilegum gjald- daga. Tekið skal fram að bankinn tel- ur ekkert óeðlilegt við þessa afstöðu. Að því gefnu að framangreind at- riði séu uppfyllt er Landsbanki Ís- lands hf. reiðubúinn til viðræðna um að endurskoða skilmála varðandi úti- standandi markaðsskuldabréf á fé- lagið í hans eigu, enda fallist aðrir eig- endur sambærilegra skuldabréfa á sambærilegar breytingar á skilmál- um og Landsbankinn telur eðlilegar. Undir bréfið rita Brynjólfur Helgason og Davíð Björnsson Norðurljós svara 12. nóvember 2002. Vísað er til bréfs þíns og Davíðs Björnssonar fyrir hönd Landsbanka Íslands hf. sem mér barst á tölvupósti 8. nóvember sl. Eins og meðfylgjandi útprentun bréfsins, eins og það barst mér í hendur um rafpóst, ber með sér getur vart verið um endanlegt svar bankans að ræða. Rétt er þó að taka eftirfarandi fram vegna þess sem kemur fram og kemur ekki fram í bréfinu. Að því er varðar vangaveltur í bréf- inu um sannleiksgildi þess að Kaup- þing eigi nú hlut J.P. Morgan Chase, NIB Capital Bank og Staal Bank í sambankaláninu frá 22. júlí 2002 skal það aðeins ítrekað sem sagði í bréfi Norðurljósa til bankans hinn 31. októ- ber síðastliðinn, að Kaupþing keypti hlut framangreindra banka í sam- bankaláninu. Norðurljós geta ekki staðið þar að baki vegna þess eins að gr. 31.3 í lánasamningnum leggur bann við því að lánið í heild sinni og/ eða einstakir hlutar þess séu fram- seldir til annarra en banka eða fjár- málastofnana. Muni ég rétt var því lýst yfir af hálfu fulltrúa Kaupþings á fundinum með Landsbankanum hinn 29. októ- ber síðastliðinn, að Kaupþing muni af- skrifa þá fjárhæð lánsins, sem afföll lánsins námu við kaupin eða um 1 milljarð króna, sem þýðir að erlendur hluti þess lækkar í um þrjá milljarða. Með þessari afskrift og að við- bættri sölunni á 34,8% hlut í Tali til Íslandssíma fyrir liðlega 1,4 milljarða má því ná allt að 2,4 milljarða lækkun á sambankaláninu. Það dugar hins vegar ekki til og þess vegna hefur þess verið óskað að Landsbankinn af- skrifaði vexti og verðbætur sam- bankalánsins, sem eru nú um 230 milljónir króna. Norðurljós hafa ekki gert þá kröfu á hendur Landsbank- anum að bankinn skerði neitt höfuð- stól þeirrar fjárhæðar, sem hann lán- aði félaginu í júlí 1999 og var þá 750 milljónir króna. Norðurljós hafa hins vegar óskað eftir því við AMB Amro-bankann hol- lenska að hann gefi verulega eftir af lánshluta sínum. Við söluna á 34,8% hlutnum í Tali fær Landsbankinn um 300 milljónir inn á sambankalánshluta sinn. Ekkert er óeðlilegt við þá ósk Norð- urljósa, að Landsbankinn afskrifi vexti og verðbætur af sambankaláninu sam- tímis því, sem bankanum er greiddur tæpur helmingur upphaflegrar láns- fjárhæðar, sem átti að greiða með fjór- um jöfnum afborgunum frá og með 31. desember 2002 til og með 31. desember 2005. Landsbankinn má ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að hann á einnig ótryggðar kröfur á hendur Norðurljós- um, sem nema hærri fjárhæðum en þein sem óskað er eftir að gefnar verði eftir. Er þar annars vegar um að ræða yfirdrátt að fjárhæð um 265 milljónir króna samkvæmt stefnu lögmanna bankans frá því í apríl á þessu ári auk vaxta, dráttarvaxta og innheimtu- kostnaðar Lex lögmannsstofu (sagður vera um 15 milljónir hinn 25. október sl.) og hins vegar skuldabréf að höf- uðstól um 130 milljónir króna. Samtals er höfuðstóll ótryggðra krafna Lands- bankans á hendur Norðurljósum um 395 milljónir króna. Landsbankinn kemur ekki til með að fá neitt upp í almennar kröfur á hendur Norðurljósum verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta, sem allt virðist stefna í haldi bankinn við þá kröfu að fá að fullu greidda yfirdrátt- arskuldina áður en fulltrúar hans setjast að samningaborði með fulltrú- um Norðurljósa á ný. Er í raun óskilj- anlegt að Landsbankinn skuli leyfa sér að setja slík skilyrði fyrir áfram- haldandi viðræðum um endurfjár- mögnum Norðurljósa þegar horft er til þess að fulltrúar bankans hafa ítrekað haldið því fram, að við endurskipulagningu fjármála félagsins yrðu þeir kröfuhafar sem eiga ótryggðar kröfur fyrstir að þola afskrift, þar sem sambankalánið væri tryggt í öllum eignum félagsins. Landsbankinn má ekki heldur horfa fram hjá þeirri staðreynd að forsvarsmenn bankans hafa viljað fá Bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans höfðu ekki náðst samningar um framlengingu yfirdráttarheimildarinnar og ekki var sýnt fram á að önnur atvik leiddu til þess að efnda- tími kröfunnar teldist ókominn er málið var dómtekið. Væru því ekki efni til að sýkna Norð- urljós að svo stöddu og þar sem fjárhæð stefnu- kröfunnar og vaxtakröfu hefði ekki verið mót- mælt yrðu kröfur bankans teknar til greina að fullu, en þær hljóðuðu upp á 264.999.707,64 krónur. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Lögmaður Norðurljósa var Sigríð- ur Rut Júlíusdóttir hdl. og lögmaður Lands- bankans Ólafur Haraldsson hdl. NORÐURLJÓS samskiptafélag hf. var í gær dæmt til að greiða Landsbanka Íslands 265 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að feng- inni dómsniðurstöðu í Héraðsdómi Reykjavíkur í skuldamáli sem Landsbankinn höfðaði gegn Norðurljósum. Landsbankinn krafði Norðurljós, sem m.a. á sjónvarpsstöðina Stöð 2 og útvarpsstöðina Bylgjuna, um greiðslu skuldar sem varð til við notkun á tékkareikningi Norðurljósa. Ekki var ágreiningur um að Norðurljós höfðu heimild bankans til að yfirdraga reikning sinn frá stofnun hans og samskiptafélagið gerði ekki athugasemdir við fjárhæð yfirdráttarins. Hins vegar var upplýst við réttarhald í málinu að yfirdráttarheimild Norðurljósa féll niður um mánaðamótin mars/apríl sl. og léði bankinn ekki máls á því að framlengja hana. Í dómi Héraðsdóms segir að óumdeilt sé að Norðurljós skulduðu bankanum þá fjárhæð er yfirdrætt- inum nemur. Norðurljós kröfðust þó sýknu af kröfu bank- ans en dómara fannst ekki efni til þess þar sem bankinn hafði með yfirlýsingu til Norðurljósa fellt niður yfirdráttarheimild félagsins. Sú yf- irlýsing sé ákvöð sem bindi móttakanda henn- ar. Hafi því verið rétt af bankanum að krefja Norðurljós um full skil skuldarinnar, enda Héraðsdómur fellst á kröfur Landsbankans á hendur Norðurljósum Gert að greiða 265 milljóna króna skuld við bankann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.