Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 11 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Stærðir frá 36-60 Samkvæmisfatnaður Stuttar og síðar ullarkápur og Best úlpur verð frá kr. 9.990 Verslun fyrir konur, Mjódd sími 557 5900 Laugavegi 28, sími 562 6062. Erum flutt! á Laugaveg 28 Glæsileg opnunartilboð vikuna 15.—22. nóv. Nýtt kortatímabil Síðustu móttökudagar jólapantana Kays Argos pöntunarlistarnir Austurhraun 3, Gbæ. s. 555 2866Full búð af vörum tryggingar fyrir yfirdrættinum og helst koma honum undir tryggingar sambankalánsins. Nú þegar félagið býður fram 1. veðréttartryggingu fyr- ir yfirdrættinum samhliða sambanka- láninu kemur Landsbankinn með kröfu um uppgreiðslu yfirdráttarins áður en frekari viðræður geta átt sér stað. Þetta nýja skilyrði Landsbankans sýnir betur en nokkuð annað, sem frá Landsbankanum hefur komið frá því endurfjármögnunarviðræður hófust, að Landsbankinn hefur ekki sérstak- an áhuga á að taka þátt í því að leysa fjárhagsvanda Norðurljósa með nú- verandi eigendum. Landsbankinn verður eins og aðrar lánastofnanir að horfa á heildarmynd- ina, heildarskuldir Norðurljósa. Sú mynd geymir m.a. þá staðreynd að auk 395 milljóna kröfu Landsbankans á hendur Norðurljósum eiga lífeyris- sjóðir og aðrar íslenskar fjármála- stofnanir hátt í 2 milljarða í ótryggð- um kröfum á hendur félaginu. Þessir aðilar hafa lýst sig fúsa til að finna leiðir til að vernda hagsmuni sína og annarra lánardrottna félagsins í sam- starfi við núverandi eigendur, sem þegar hafa skuldbundið sig til að leggja fram 600 milljónir í nýju hlutafé og jafnvel meir, eins og kom fram í vetur leið. Í þessu sambandi er þess skemmst að minnast að forsvarsmenn nokk- urra lífeyrissjóða, sem eiga um eins milljarðs kröfu á hendur Norðurljós- um, hafa viðrað þá hugmynd við Landsbankann að sjóðirnir væru reiðubúnir til að greiða 1,5 milljarða fyrir 34,8% hlutinn í Tali og niður- skrifa ótryggðar kröfur sínar á hend- ur Norðurljósum um 300 milljónir, gegn því að Íslandssími keypti 34,8% hutinn af lífeyrissjóðunum við sama verði. Kaupverð yrði greitt með tvennu móti, í peningum 750 milljónir, með hlutum í Íslandssíma að verð- mæti 750 milljónir á sama gengi og gilti í viðskiptum og Halló og Íslands- síma. Landsbankinn virðist ekki hafa sérstakan áhuga á tillögum lífeyris- sjóðanna, þótt forsvarsmenn bankans ættu að hafa hann þó ekki væri nema vegna þessara þriggja ástæðna aðal- lega: (a) í fyrsta lagi vegna þess að sölu- verð 34,8% hlutarins í Tali hækkar um liðlegar 80 milljónir króna og Landsbankinn fær því hærri greiðslu inn á sambankalánið verði Norður- ljósum bjargað frá gjaldþroti. Meiri vafi kann hins vegar að vera um rétt- arstöðu Landsbankans og annarra aðila sambankalánsins gagnvart sölu- verði Tals-hlutarins verði Norðurljós gjaldþrota. (b) í öðru lagi vegna þess að minna lánsfé þarf til að Íslandssími geti keypt alla hlutina í Tali. (c) skuldastaða Norðurljósa batnar um 1.800 milljónir. Er í raun bæði óskiljanlegt og óeðlilegt að bankastofnum, sem á jafn mikið undir og Landsbankinn, bæði varðandi sameiningu Tals og Íslands- síma og að Norðurljósum verði bjarg- að frá gjaldþroti, vilji ekki leita allra leiða til að fá sem hæst verð fyrir hlut- inn í Tali, ef það má samtímis verða liður í lausn á fjárhagsvanda Norður- ljósa. Vegna hugleiðinga í bréfi Lands- bankans um lækkun kostnaðar hjá Norðurljósum skal sérstaklega tekið fram að af hálfu stjórnenda Norður- ljósa hefur mikil vinna verið lögð í að draga úr öllum kostnaði með marg- háttuðum aðhalds- og skipulags- breytingum á þessu ári og hinu síð- asta. Þessari vinnu er hvergi nærri lokið og verður í raun aldrei lokið í lif- andi fyrirtæki, eins og Norðurljósum. Stjórnendur einstakra sviða og deilda Norðurljósa leita alltaf hag- kvæmustu leiða, hvort heldur er varð- andi kaup á erlendu eða íslensku dag- skrár- eða afþreyingarefni. Svigrúm til aðhaldsaðgerða varðandi dag- skrárefni er þó hvað minnst, þar sem verð þess ræðst nokkuð af þeirri eft- irspurn sem er hér á landi. Þannig hafa Norðurljós orðið að kaupa gott dagskrárefni við hærra verði en eðli- legt mætti telja miðað við smæð ís- lenska markaðarins vegna samkeppi frá Ríkisútvarpinu og/eða Skjá einum um sama efni. Dagskrárefni sjón- varpsstöðva er grundvöllur tekna þeirra. Sé það ekki gott eða fram- bærilegt að mati neytenda verður það ekki keypt. Landsbankinn má treysta því að stjórnendur Norðurljósa munu hvorki hér eftir sem hingað til bruðla í innkaupum eða við eigin framleiðslu á dagskrár- eða afþreyingarefni. Að framangreindu sögðu er það ósk mín fyrir hönd Norðurljósa, eig- enda félagsins og allra annarra sem hagsmuna hafa að gæta að stjórnend- ur Landsbanka Íslands hf. sýni raun- verulegan vilja til samninga um end- urfjármögnun félagsins. Vænti ég skriflegs svars við erindi þessu hið fyrsta. Undir bréfið ritar Sigurður G. Guðjónsson forstjóri. Í gær, 14. nóvember, svarar Landsbankinn: Bankinn hefur móttekið bréf fé- lagsins dags. 12. nóvember sl. Jafn- framt vísar bankinn til bréfs hans til félagsins dags. 25. október og minn- isblaðs dags. 8. nóvember sl. þar sem m.a. er farið yfir stöðu lánamála þess hjá bankanum og hvernig bankinn metur eðlilegt framhald þeirra. Þar kemur fram það álit bankans að eftir þá endurskipulagningu á fjárhag Norðurljósa samskiptafélags hf., sem nú sýnist geta orðið, eigi félagið að geta staðið við fjárhagslegar skuld- bindingar sínar og að vanti eitthvað þar á sé eðlilegt að hluthafar leggi fé- laginu til nýtt eigið fé sem því nemur. Athygli vekur að forráðamenn Norðurljósa hf. vilja ganga skemur í fjárhagslegri endurskipulagningu fé- lagsins en tillögur Landsbankans ganga út á. Þannig er það tillaga Landsbankans að Kaupþing banki hf. afskrifi sambankalán til Norðurljósa hf. um sömu fjárhæð og erlendir bankar afskrifuðu lánið um í bókum sínum, eða um 1.500 millj. kr. Furðu vekur að Norðurljós hf. skuli ekki taka undir þessa tillögu og skv. bréfi félagsins sætta sig við 500 millj. kr. lægri afskrift frá Kaupþingi banka hf. Að mati Landsbankans bendir það ekki til mikils vilja Norðurljósa hf. til að ná fram sem hagstæðastri fjár- hagslegri endurskipulagningu félags- ins. Kaupþing kann að vera skráður eigandi sambankalánshluta er áður var í eigu JPM Chase, NIBC og Staal, en það útilokar ekki samning milli Kaupþings og Norðurljósa hf. um að njóta afskriftanna, enda ósennilegt að fulltrúar Norðurljósa hf. hefðu ella verið samningamenn í viðræðum við bankana. Sú fullyrðing forstjóra Norðurljósa hf. að ekkert sé óeðlilegt við þá ósk fé- lagsins að Landsbankinn afskrifi stórar upphæðir vegna sambankaláns á sama tíma og bankanum verði greiddur tæpur helmingur upphaf- legrar lánsfjárhæðar kemur á óvart. Því verður vart trúað að forstjóri fé- lagsins telji óeðlilegt að bankinn, sem lánað hefur félaginu háar fjárhæðir, að hluta til án sérstakra trygginga, vilji fá þau lán endurgreidd að fullu með áföllnum vöxtum. Það er a.m.k. vandséð að það viðhorf endurspegli traust það sem bankinn sýndi félag- inu þegar þessi lán voru veitt. Þá hef- ur komið fram í opinberum yfirlýs- ingum forstjórans að félagið geti staðið við allar skuldbindingar sínar. Í bréfi Norðurljósa hf. frá 12. þ.m. er ekki minnst á að fyrirhugað sé að eigendur félagsins leggi því til það viðbótar eigið fé, sem nauðsynlegt er til að það verði rekstrarhæft. Fjár- hagsleg endurskipulagning þess nú virðist því fyrst og fremst snúast um að lánardrottnar afskrifi kröfur sínar að talsverðum hluta án þess að eig- endur leggi fram neitt til viðbótar. Forsendur viðræðna við félagið eru að eigendur þess leggi fram nýtt hlutafé sem lið í fjárhagslegri endurskipu- lagningu þess. Í því sambandi er minnt á að Landsbankinn hefur talið 1.000 millj. kr. hlutafjárframlag eig- enda eðlilega viðmiðun. Í bréfinu er jafnframt fjallað um hugmyndir nokkurra lífeyrissjóða sem viðraðar hafi verið við bankann um aðkomu þeirra að kaupum á hlut félagsins í Tali. Það er ekki hlutverk bankans að fjalla um viðskipti með hluti í Tali við Norðurljós hf. Íslands- sími hf. er kaupandi hlutanna og við- semjandi þeirra er Western Wireless. Þá er það heldur ekki á valdi Lands- bankans eins og sér að taka afstöðu til hugmynda lífeyrissjóðanna heldur sambankalánshópsins í heild sinni. Í samræmi við það hefur Landsbank- inn tjáð fulltrúa lífeyrissjóðanna að hann, fyrir sitt leyti, gerði ekki at- hugsemdir við að sjóðirnir reyndu á eigin spýtur að ná einhverjum samn- ingum við Íslandssíma. Tillögur Landsbankans að fjár- hagslegri endurskipulagninu félags- ins sem fram koma í minnisblaði hans dags. 8. nóv. sl. eru enn í fullu gildi. Gangi þær eftir telur Landsbankinn að Norðurljós hf. eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar í framhald- inu. Virðingarfyllst f.h. Landsbanka Ís- lands hf. Brynjólfur Helgason Davíð Björnsson SIGURÐUR G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, segir ekki hafa verið ákveðið hvort dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar, en mestu máli skipti að ná samkomulagi við Landsbankann um greiðslu skuldar- innar. „Þessi dómur mun engin áhrif hafa á rekstur félagsins því við vitum að við höfum skuldað Landsbankan- um yfir 200 milljónir króna á yfir- drættinum,“ segir Sigurður um áhrif dómsins á rekstur félagins. Hann segist ekki fella sig fyllilega við þá upphæð yfirdráttarins sem um ræð- ir, 265 milljónir króna. „En við vitum að við skuldum Landsbankanum peninga á þessum hlaupareikningi sem við þurfum að gera upp. Við höfum boðið Lands- bankanum bæði tryggingu fyrir hon- um og að gera skuldina upp með ákveðnum hætti til lengri tíma.“ Hefur engin áhrif á rekstur Norðurljósa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.