Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Sam- son ehf. hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar tímaritsins Euro- money um viðskipti og deilu eigenda félagsins og Ingimars Hauks Ingi- marssonar. Yfirlýsingin er svohljóð- andi: Til fjölmiðla – Að gefnu tilefni Tilefni þessarar samantektar er grein breska tímaritsins Euromoney og úttekt Fréttastofu Útvarps og Sjónvarps á greininni sem fjallar að mestu um aðstandendur Eignar- haldsfélagsins Samsonar ehf., sem nú eiga í viðræðum við framkvæmda- nefnd um einkavæðingu um kaup á 45,8% hlut ríkisins í Landsbanka Ís- lands hf., og viðskipti þeirra með eignarhluti í verksmiðjufyrirtækinu Baltic Bottling Plant Limited (BBP) í Pétursborg í Rússlandi árið 1995 og þeim deilum sem spruttu í framhald- inu. Að svo komnu máli verður ekki fjallað um ýmis önnur atriði í grein tímaritsins sem þó er full þörf á að leiðrétta. Hinn 24. mars 1995 undirritaði Ingimar Haukur Ingimarsson, eig- andi Baltic Group Limited (BGL), samninga við Björgólf Guðmundsson annars vegar og Hansa ehf. hins veg- ar, þar sem hann selur 65% hlut fyr- irtækis síns í rússnesku verksmiðj- unni BBP til þessara aðila. Rekstur gekk mjög illa á þeim tíma sem sam- komulagið var gert og var stutt í greiðslustöðvun. Lausafjárstaða verksmiðjunnar var verulega erfið og voru vanskil gagnvart hinum ýmsu aðilum gríðarleg. Auk þess var aðal- eigandi verksmiðjunnar, þ.e. eignar- haldsfélag Ingimars Hauks Ingi- marssonar, BGL, í umtalsverðum vanefndum gagnvart Gosan hf./ Pharmaco hf., en upphaflega höfðu framleiðsluvélar og tæki verið keypt af því félagi og flutt frá Íslandi til Rússlands. Jafnframt hafði eigandi BGL, Ingimar Haukur Ingimarsson, lagt hinu rússneska félagi til fé í formi lánafyrirgreiðslu og var orðinn mjög uggandi að honum tækist ekki að ná þeim fjármunum til baka. Björgólfur Guðmundsson, sem þá var framkvæmdastjóri Gosan/Pharmaco og bar ábyrgð á sölu vélanna til BGL og Ingimars Hauks Ingimarssonar, var orðinn mjög áhyggjufullur um stöðu mála, enda voru vanefndir orðnar verulegar auk þess sem fyrir hans orð héldu hráefnisbirgjar ró sinni þrátt fyrir ógreiddar úttektir BBP. Björgólfur sjálfur var því ná- tengdur verkefninu. Aðstandendur Samsonar ehf. hafa í fórum sínum ít- arleg gögn sem sýna fram á stöðu fyrirtækisins á þessum tíma. Björg- ólfur Guðmundsson og félagið Hansa ehf. buðust til að kaupa hlutabréf eignarhaldsfélagsins BGL í verk- smiðjunni og freista þess að ná betri tökum á rekstrinum. Að því gekk Ingimar Haukur Ingimarsson fyrir hönd BGL 24. mars 1995, þegar áð- urnefndir samningar voru undirrit- aðir. Samningar þessir voru undirrit- aðir í viðurvist fulltrúa RMZ-fyrir- tækisins, sem voru rússneskir meðeigendur í BBP að 35% hluta. Fljótlega eftir að samningar voru undirritaðir hóf fyrirtækið fram- leiðslu á áfengum drykkjum í dósum. Sú nýjung féll í góðan jarðveg og tók reksturinn gríðarlega við sér á fáum mánuðum og margfölduðust tekjur verksmiðjunnar á skömmum tíma. Í ljósi þess óskaði Ingimar Haukur Ingimarsson eftir endurskoðun á um- ræddum samningum við Björgólf Guðmundsson en samkomulag náðist ekki. Ingimar Haukur Ingimarsson undi ekki þeim málalokum. Hluthafafundur var haldinn í BBP 25. september 1995 og ný stjórn kos- in. Eitt fyrsta verk hennar var að ráða til starfa rannsóknarnefnd full- trúa frá þremur virtum lögmanns- stofum til að gera úttekt á fyrirtæk- inu og viðskiptum BGL og annarra fyrirtækja Ingimars Hauks og með- eiganda hans í BGL, Bernards Lardners, við BBP. Nefndin skilaði ítarlegri skýrslu í janúar 1996. Rann- sóknarnefndin telur upp margs kon- ar ósæmileg og refsiverð atriði í við- skiptum fyrirtækja Ingimars og Lardners við BBP. Málaferli Ingimar Haukur Ingimarsson hef- ur gengið svo langt að segja að kaup- samningurinn frá 24. mars 1995 sé falsaður. Hann hefur höfðað mál vegna þess í Rússlandi og á Íslandi. Hann hefur í bréfaskriftum og í fjöl- miðlum rangtúlkað þá dóma sem fjallað hafa um deiluna með mjög al- varlegum hætti. Öll málaferlin í Rússlandi snérust um tæknileg atriði sem aldrei voru sótt gegn aðstand- endum Samson. Ingimar Haukur Ingimarsson heldur fram að samningarnir hafi verið dæmdir ógildir og marklausir með hliðsjón af rússneskum lögum um hlutafélög. Þetta er rangt. Mála- ferlin í Rússlandi fjölluðu ekki um gildi samninganna frá 24. mars 1995 heldur fyrst og fremst um lögmæti ákvörðunar hluthafafundar 25. sept- ember sama ár í félaginu BBP, um breytingar á samþykktum félagsins vegna framsals hlutabréfanna þar sem ekki hafði verið áður leitað sam- þykkis opinberrar nefndar á framsali þeirra. Málaferlin beindust gegn fé- laginu sjálfu sem og Hlutafélagaskrá St. Pétursborgar en ekki að kaupend- um bréfanna. Í kjölfar dómsniður- stöðu var framsal bréfanna skráð hjá réttum yfirvöldum og samþykktir fé- lagsins skráðar hjá æðstu firmaskrá Rússlands í Moskvu án athugasemda eða mótmæla. Ingimar Haukur Ingimarsson höfðaði mál á Íslandi til ógildingar samningnum fjórum árum eftir að hann var gerður og hélt því fram í senn að undirskrift hans væri fölsuð eða að textinn hefði verið færður á blað sem hann hefði undirritað til annars brúks eða til vara að hann hefði ekki haft umboð til að skuld- binda fyrirtækið BGL. Á staðhæf- ingu sinni um að kaupsamningurinn sé falsaður hefur Ingimar byggt ásakanir sínar um að fyrirtækinu BBP „hafi verið stolið frá sér“. Um- ræddir samningar voru undirritaðir í viðurvist hinna rússnesku meðeig- enda Ingimars Hauks Ingimarssonar og hafa þeir staðfest undirritun hans við umrædda samningsgerð. Í öðru lagi hafa opinberir vottar (Public Notarius), bæði á Íslandi og í Rúss- landi staðfest með áritun tilvist frum- rita samninganna. Jafnframt hafa samningarnir verið sendir til rann- sóknar hjá rithandarsérfræðingum sem og opinberri rannsóknarstofnun í Rússlandi (Sérfræðideild glæpa- mála – sérdeild innan aðalstjórnar innanríkismála St. Pétursborgar), sem einnig hafa staðfest að undirrit- un á frumritum samninganna sé Ingi- mars Hauks Ingimarssonar. Þetta ferli reyndist m.a. nauðsynlegt í tengslum við endurskráningu verk- smiðjufélagsins BBP hjá æðstu hlutafélagaskrá rússneska ríkisins í Moskvu. Í desember 1999 felldi síðan Hér- aðsdómur Reykjavíkur dóm í máli BGL gegn Björgólfi Guðmundssyni og Hansa ehf. sem höfðað var til ógildingar samningunum frá 24. mars 1995. Niðurstaðan var sú að samningarnir voru dæmdir ógildir á grundvelli þess að Ingimar Haukur Ingimarsson sjálfur, taldi sig ekki hafa haft umboð til undirritunar um- ræddra samninga. Í dómnum kemur jafnframt skýrt fram að BGL hafi ekki sýnt fram á að samningarnir hafi verið falsaðir, eins og Ingimar Haukur Ingimarsson heldur stöðugt fram, enda „hafi hann getað verið talinn hagstæður báðum aðilum á þeim tíma sem hann var gerður“. Dómur þessi hefur reynst alger- lega marklaus m.a. vegna dóms sem féll 17. mars 1997 í gerðardómi St. Pétursborgar sem ógilti stofnsamn- ing BBP, vegna vanefnda á stofnsam- þykkt félagsins. Niðurstaða dómsins var á þá veru að ógilda umræddan stofnsamning og var félagið því tekið út af firmaskrá St. Pétursborgar. Í aðdraganda málaferlanna á Ís- landi árið 1999, kærði Björgólfur Guðmundsson og Hansa ehf. Ingimar Hauk Ingimarsson til Rannsóknar- lögreglu ríkisins fyrir fölsun á um- boðum í því skyni að takmarka heim- ildir hans til undirritunar samn- inganna frá 1995. Í kjölfarið barst embættinu einnig kæra frá Ingimari Hauki Ingimarssyni á hendur Björg- ólfi Guðmundssyni þar sem hann er ásakaður um að falsa undirritun Ingi- mars Hauks Ingimarssonar á samn- ingunum frá 24. mars 1995. Rann- sóknarlögregla ríkisins sendi lög- mönnum deiluaðila bréf 17. nóvem- ber 1998 þar sem niðurstaða embættisins var kunngjörð, þar segir orðrétt: „Það er niðurstaða þeirrar athugunar að ekki sé grundvöllur til þess að halda málum þessum áfram. Ákvörðunin um að hefja ekki lög- reglurannsókn vegna þessara mála er tekin á grundvelli gagna í báðum málunum.“ Fullyrðingar Ingimars Hauks Ingimarssonar að hann hafi ekki undirritað umrædda samninga standast því ekki. Að lokum Rannsóknarnefnd fulltrúa þriggja virtra lögmannsstofa, sem skipuð var í kjölfar þess að nýir hluthafar komu að félaginu eftir hluthafafundinn 25. september 1995 og stýrt var af einum virtasta lagaprófessor St. Péturs- borgar, prófessor Valerie Musin, komst að þeirri niðurstöðu að þátt- taka BGL og Ingimars Hauks Ingi- marssonar í BBP hafi einkennst að stórfelldum svikum svo sem fjár- drætti, brot á skattalöggjöf, brot á hluthafasamkomulagi við hina rússn- esku meðeigendur ofl. Það var samt mat allra hluthafa BBP að erfitt yrði að sækja mál gegn Ingimari Hauki Ingimarssyni og samstarfsmanni hans Bernard Lardner sökum þess hvernig eignarhaldi BGL væri háttað en uppsetning félags þeirra, sem skráð er á Bresku jómfrúareyjunum, er þess eðlis að erfitt er að draga menn til ábyrgðar. Hin síðustu ár hafa verið fram- kvæmdar fjölmargar áreiðanleika- kannanir af hálfu fjölþjóðafyrirtækja og stórra fjármálafyrirtækja og stofnanna, sem haft hafa samskipti við fyrirtæki tengdum Björgólfi Guð- mundssyni, Björgólfi Thor Björgólfs- syni og Magnúsi Þorsteinssyni. Má þar nefna fyrirtæki á borð við KBC Bank, Raiffeisen Zentralbank Öster- reich, Deutsche Bank, Hermes, IFC, Merrill Lynch og Heineken. Um- ræddar kannanir eru tilkomnar vegna sölu á félögum, sölu á eignar- hlutum og lánafyrirgreiðslu. Öllum þessum aðilum voru ljósar þær deilur sem staðið hafa yfir við umræddan Ingimar Hauk Ingimarsson og er skemmst frá því að segja að fjölmarg- ir lögfræðingar og sérfræðingar á vegum þessara aðila hafa kynnt sér málsgögn og deilurnar og niðurstað- an ávallt verið sú að engin ástæða hefur þótt að taka tillit til athuga- semda Ingimars Hauks Ingimars- sonar. Hin átta ára gamla deila snýst fyrst og fremst um þá staðreynd að Ingimar Haukur Ingimarssonar sér ofsjónum yfir þeirri velgengni sem fyrrum samherjar hafa notið og hefur reynt með hótunum og blekkingum að fá aðila til að endurskoða fjárhags- lega þætti samninganna frá 24. mars 1995 en án árangurs. Yfirlýsing frá Samson um viðskiptadeilu við Ingimar Ingimarsson ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur Huginn ehf., Ísfélag Vestmannaeyja hf. og tengdir aðilar hafa selt ríflega 18% hlut sinn í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Kaupendur eru þeir Gunnlaugur Ólafsson, útgerð- armaður og Haraldur Gíslason, framkvæmdastjóri, báðir búsettir í Vestmannaeyjaum. Kaupverð er um 1,3 milljarðar króna og hefur Bún- aðarbankinn milligöngu í þessum viðskiptum. „Tilgangur okkar Haraldar með þessum kaupum er fyrst og fremst að verja heimabyggðina. Stór hlutur í Vinnslustöðinni var til sölu og flest benti til að aðilar utan Eyja myndu kaupa. Við það hefði hlutur Eyja- manna ásamt Lífeyrissjóðnum farið niður fyrir 30% og það töldum við óviðunandi,“ segir Gunnlaugur Ólafsson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir ennfremur að kaup í Vinnslustöðinni séu góður kostur. Hann sé ánægður og vonist að það verði til heilla fyrir Eyjarnar. Gunnlaugur gerði áður út bátinn Gandí, en lagði hann inn hjá Vinnslustöðinni ásamt aflaheimild- um fyrir þremur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Kauphöllinni átti Gunnlaugur og tengdir aðilar fyrir 3,3% í VSV, en hlutur hans er nú 9,5%. Haraldur Gíslason átti fyrir 1,7% en hlutur hans nú er 7,8% sam- kvæmt tilkynningunni. Eftir þessi viðskipti eiga aðilar í Vestmannaeyjum um 43% hlut í Vinnslustöðinni, Olíufélagið á svipað en aðrir aðilar mun minna. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs Hugins, segir að gott tilboð hafi borizt í hlut fé- lagsins í Vinnslustöðinni og því hafi hann ekki getað hafnað. Hann segist ánægður með það að heimamenn eigi áfram stærsta hlutann í fyrir- tækinu, en Vinnslustöðin sé vel rek- ið fyrirtæki, sem sé að gera góða hluti. Morgunblaðið/Sigurgeir Fiskurinn unninn hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Um 18% hlutur í VSV hefur nú skipt um eigendur en verður áfram innan bæjarfélagsins. Erum að verja heimabyggðina Um 18% hlutur í Vinnslustöðinni í Eyjum seldur heimamönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.