Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 45 Í dag hefði elskuleg móðir mín orðið 65 ára gömul. Af því tilefni langar mig að minnast hennar örfáum orðum. Minningarnar um móð- ur mína eru allt um kring og yfir öllu. Ég minnist hennar hlýja útbreidda faðms, ég minnist fagurlega fléttaðrar fíflakórónu á höfði mér á sólríkum degi í sumarbú- staðnum, ég minnist huggunarorða þegar ský dró fyrir sólu í hjarta lítillar telpu, ég minnist hvatningarorða hennar á brattri braut skólagöngunn- ar heima og erlendis og ég minnist lofsyrða hennar hvort sem þau áttu við fagleg störf mín eða hversdagsleg verkin heima fyrir. Móðir mín var einstök kona. Hún var óvenju vel skipulögð, bar hag fjöl- skyldu sinnar og vina mjög fyrir brjósti og mér finnst aðdáunarvert hvað hún sinnti samferðamönnunum af mikilli alúð. Þegar ég undraðist hve mörgum hún náði að sýna sóma kvaðst hún vera að leggja í guðs- kistuna. Sú hirsla hlýtur fyrir löngu að hafa verið orðin sneisafull. Móðir mín virtist alltaf hafa tíma fyrir aðra jafnvel þótt hún hafi rekið eigin tann- lækastofu, kennt við tannlæknadeild Háskóla Íslands og verið húsmóðir á afar gestkvæmu heimili. Síðast en ekki síst var hún vakin og sofin yfir sjúklingum sínum sem margir voru skjólstæðingar hennar áratugum saman. Allir hafa þessir samferða- menn móður minnar mikils misst. Tækni í tannlækningum fleygði fram eftir að móðir mín útskrifaðist frá Há- skóla Íslands 1964 og hafði hún mikla löngun til að auka við þekkingu sína í HALLA SIGURJÓNS ✝ Halla Sigurjónstannlæknir fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1937. Hún lést á heimili sínu 31. mars 2002 og fór útför hennar fram 8. apríl síðast- liðinn. þágu skjólstæðinga sinna. Í byrjun níunda áratugarins ákvað hún að láta drauminn rætast og fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Þar lauk hún á mettíma mastersgráðu í tannfyll- ingu og forvörnum. Hún var mjög ötul að miðla sérþekkingu sinni til tannlækna og tann- læknanema. Ég dáðist að hve vel hún fylgdist með í fagi sínu, sótti þing og ráðstefnur er- lendis og tók virkan þátt í tannlæknaþingum sem haldin voru hér heima. Hennar var sárt saknað síðustu helgi þegar ársþing Tann- læknafélags Íslands var haldið. Sjálf saknaði ég hennar mest allra, sem var þeirrar gæfu aðnjótandi að geta æv- inlega rætt við hana um fagleg mál- efni og þegið af hafsjó þekkingar hennar og reynslu. Þegar sá nöturlegi veruleiki blasti við að ekki myndi tak- ast að ráða við sjúkdóminn er lagði hana að velli, þrátt fyrir mátt lækna- vísindanna, tók hún örlögunum með ótrúlegri stillingu og æðruleysi. Ég sat oft með nýfædda dóttur mína við rúmstokkinn hjá henni, síðasta mán- uðinn sem hún lifði, og við ræddum um heima og geima. Þar mættust andstæðurnar, lífið og dauðinn. Í fangi mér hvíldi hvítvoðungurinn og dauðvona móðir mín í rúminu. Þessi tími er í minningunni ósegjanlega erf- iður en jafnframt yndislega kær. Við móðir mín vorum ekki einungis mæðgur, við vorum líka kollegar, samkennarar við Háskóla Íslands, rákum saman tannlæknastofu og síð- ast en ekki síst vorum við miklir vinir. Þeir sem hafa átt mikið missa mikið og tómarúmið sem móðir mín skilur eftir sig í hjarta mínu er af þeirri stærðargráðu sem ómælanleg er. Með stolti og trega kveð ég ein- staka konu, félaga og kæra móður mína. Elín Sigurgeirsdóttir. ✝ Ingibjörg Eiríks-dóttir fæddist í Reykjavík 14. sept- ember 1925. Hún lést á Landspítalanum íFossvogi 5. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Eiríkur Ketill Jóns- son málarameistari, f. 1. febrúar 1900, d. 20. ágúst 1985, og Jenný Friðriksdóttir Welding húsmóðir, f. 9. júní 1906, d. 6. september 1971. Systkini Ingibjargar eru: Helga, f. 1926, Jón, f. 1927, Halldór, f. 1929, d. 1933, Eiríkur Halldór, f. 1932, d. 1998, Magða- lena, f. 1934, Jenný María, f. 1941, d. 1990, Valgerður, f. 1943, d. 2001, og Svala (hálfsystir), f. 1924. Ingibjörg giftist 3. nóvember 1945 Georg Felix Gíslasyni af- greiðslumanni, f. í Frakklandi 29. september 1921, d. 8. desember 1994. Foreldrar hans voru Frank Gazeley, lögregluforingi hjá Scot- land Yard í Lundúnum og kona hans Ann Marie, húsmóðir, ættuð frá Frakklandi. Ingibjörg og Georg eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Anna María, f. 13. mars 1947, d. 11. desember 1996, gift Óla Pétri Olsen, f. 16. júlí 1943. Börn þeirra eru: Jenný Björk og Gísli Ottó. Fyrir átti Anna María soninn Georg Kristjánsson, f. 24. febrúar 1965, kvæntur Dórótheu Huld Gunnarsdótt- ur. Georg ólst upp hjá ömmu sinni og afa, þeim Ingibjörgu og Georg. 2) Ingi- bergur Jón, f. 18. apríl 1954, kvæntur Sigríði Kr. Gunnarsdótt- ur, f. 20. mars 1953. Börn þeirra eru Lilja Björg, Gunnar og Anna María. 3) Eiríkur Oddur, f. 22. september 1956, kvæntur Ragn- hildi Björk Sveinsdóttur, f. 24. febrúar 1957. Barn þeirra er Trausti. Fyrir átti Ragnhildur dæturnar Þorgerði Huldu Reyn- isdóttur og Hugrúnu Ösp Reynis- dóttur. Barnabarnabörn þeirra Ingibjargar og Georgs eru sex. Útför Ingibjargar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við bjuggum í Gnoðarvoginum, í fjölskylduhúsinu, Bíbí, mamma og amma, allar heimavinnandi húsmæð- ur, alltaf til staðar fyrir okkur börn- in. Í veikindum mömmu og síðar er hún lést var Bíbí frænka mér sem önnur móðir og Nonna mínum amma Bíbí. Bíbí frænka mín var hjartahrein kona og aldrei heyrði ég hana segja styggðaryrði um nokkurn mann. Mörg dauðsföllin hafa orðið á fáum árum í fjölskyldunni okkar og eins og í hinum tilfellunum hrúguð- ust minningarnar upp þegar ég lagð- ist á koddann kvöldið sem Bíbí frænka lést. Í eyrum mér ómuðu barnalögin sem hún söng fyrir krakkana, „Stíg- ur hún við stokkinn, „Kanínan á krækiberjamó“ Guttavísur“ og margar fleiri sem ég lærði af henni. Og að sjálfsögðu ómuðu Elvis-lög- in, Mills-bræður, Platters o.fl. Í huga mér. Bíbíar pönnukökur, þær allra þynnstu voru svo góðar og fyrsta pönnukakan var kölluð „Íslandið“ Eitt sinn þegar ég var að reyna að búa til Bíbíar pönnsur og var búin að hræra allt saman og að mér fannst setja helling af mjólk, fer ég niður til Bíbíar frænku með skálina að leita álits. Hún tók skálina og sagði: „Þetta er fínt, og svo seturðu mjólk.“ Ég reyndi líka að búa til rjómatertu- botna eins og Bíbí, þeir voru svo þykkir og flottir. Það var sama hversu lengi ég þeytti, ef ég lagði þá báða saman náðu þeir kannski þykktinni á einum hjá henni. Núna kaupi ég þá bara úti í búð. Á sumrin í bernsku var „alltaf sól“ og þá var svo gaman úti í garði, það var verið að dunda í garðinum og við krakkarnir að leika okkur. Bíbí á neðstu svölunum dekkaði svalahand- riðið með kexi, kökum, pönnsum, kaffi og djúsi handa öllum. Ég hef oft hugsað fyrir jólin um stundirnar sem barn þegar ég og Goggi „litli“ sátum og horfðum út um svefnherbergisgluggann hjá Bíbí í rökkrinu og töldum vöruflutninga- bílana sem voru að fara með mat upp í fjöllin til jólasveinanna. Hún hjálpaði mér með handavinn- una í skólanum, kenndi mér klukku- prjón og að prjóna eftir lopapeysu- mynstri. Bíbí var alltaf að prjóna eða hekla eitthvað fallegt á börnin stór og smá í ættinni. Seinna fórum við að búa til jólatré úr keramikinu saman, sem ég veit að margir í fjölskyldunni eiga eftir hana og minna á hana um jólin. Við feng- um okkur sitt sérrístaupið hvor eða sinn bjórinn hvor og hlustuðum á Mills og Platters. Það var enginn í fjölskyldunni jafnminnugur á afmælisdaga og fjöl- skyldutengslin og hún Bíbí mín og ef hún fór eitthvað í burtu var alltaf best að koma heim og sjá Esjuna. Það var líka yndislegt að sjá hvað hún hafði gott herbergi á Skjóli, með Esjuna sína beint út um gluggann. Ég kveð þig, Bíbí mín, með laus- legri þýðingu af laglínu eins laganna sem voru í uppáhaldi hjá þér og minnir mig alltaf á þig. „Við hittumst aftur, veit ekki hvar, veit ekki hvenær, en ég veit við hitt- umst aftur einn sólbjartan dag.“ Þín frænka Sigurdís. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. (1. Korintubréf, kafli 13, 1-7.) Mér eru þessi orð efst í huga er ég minnist elskulegrar tengdamóður minnar sem var mér svo kær. Kær- leikurinn var leiðarljós hennar í líf- inu. Allt viðmót hennar og hugsanir einkenndust af kærleik sem hún átti svo auðvelt með að sýna og tjá sig um. Nærvera hennar var einstak- lega góð. Bíbí fór ekki varhluta af erfiðleikum í lífinu. Hún missti einkadóttur sína, sem lést langt um aldur fram og eiginmaður hennar fatlaðist mikið á besta aldri. Í þess- um erfiðleikum sýndi Bíbí mikið æðruleysi og þrautseigju. Hún ann- aðist eiginmann sinn af stakri um- hyggju og hlýju og kom styrkur hennar vel í ljós við þessi áföll. Bíbí var hlédræg kona og lítillát og vildi aldrei láta mikið á sér bera. Eftir að hún stofnaði fjölskyldu var hún heimavinnandi húsmóðir og helgaði fjölskyldunni starfskrafta sína. Barnabörnin sóttu mikið í hlýjan faðm ömmu sinnar og afa sem voru ávallt reiðubúin að passa þau og styðja í hvívetna. Bíbí auðgaði hjartalag þeirra sem umgengust hana með ljúfmennsku sinni og hún auðsýndi svo mikið þakklæti fyrir allt sem fyrir hana var gert. Ég verð ævinlega þakklát fyrir hversu opn- um örmum þau Bíbí og Georg tóku mér, Hugrúnu og Gerðu í líf sitt. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ragnhildur B. Sveinsdóttir. Elsku frænka mín er dáin. Þegar ég hugsa til baka er margs að minnast frá því að ég var að alast upp á Gnoðó. Þá voruð þið Elsa og Jenný amma alltaf heima þegar við krakkarnir komum heim úr skóla eða leik, eða karlarnir úr vinnunni. Þá voruð þið til staðar, öryggið. Þú kenndir okkur margt, en fyrst og fremst heiðarleika. Vísurnar, lög- in, frásagnirnar frá stríðsárunum, þegar þið Goggi kynntust, þegar þið fluttuð til Englands og hve þú sakn- aðir fjallahringsins og fjölskyldunn- ar. Þú varst svo mikið fyrir fjölskyld- una, litlu börnin vildu sitja í kjöltu þinni og réttu fram lófann og báðu um „Randi Randi Garden“. Einu sinni kanika, eða Kisa mín, þetta muna allir vel. Til ykkar Gogga var alltaf gott að koma, alltaf passað uppá að maður færi saddur frá ykkur. Við áttum margar góðar stundir saman, ég gat alltaf leitað til þín og sagt allt við þig, þú hlustaðir og það fór ekki lengra. Við sátum oft inni í innri stofunni, hlustuðum á Elvis, Platters og raul- uðum oft með „Only You“ Þú hafðir svo gaman af að hlusta á tónlist og prjóna. Sokkanna er sárt saknað, góðu þunnu pönnukakanna, „fish and chips“. En maður reynir að muna hvernig þú gerðir þetta. Það var skrítið þegar þú fórst á Skjól, ég saknaði þín svo mikið, ég var nú ekki með því að þú færir þangað, en þegar ég sá hve þér leið vel sætti ég mig við það. Ég gæti skrifað mikið meira, en ég þakka þér fyrir hvað þú varst góð við okkur Jenný. Þakka þér umhyggjuna. Þakka þér heiðarleikann. Elsku Bíbí mín, ég veit að vel verður tekið á móti þér. Blessuð sé minning þín. Þín frænka Unnur. Elsku frænka mín, þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Þegar ég loka augun- um er ég aftur orðin þrettán ára, „þykjustu“ veik í skólanum svo ég geti farið niður til þín þegar mamma og Dóri frændi fara í vinnuna. Við sitjum saman í innri stofunni hjá þér og prjónum og hlustum á Elvis, það er dimmt og kalt úti því að jólin eru að koma. En svo leggjum við frá okk- ur prjónana og njótum þess að sitja saman í hlýjunni og láta jólaljósin lýsa upp stofuna. Þú segir mér sögur frá stríðsárunum og sögur úr húsinu okkar. Sögur sem ég gleymi aldrei. Elsku Bíbí frænka, ég veit að þú ert á góðum stað og að þau eru mörg kunnugleg andlitin á englunum sem taka á móti þér. Og loks þegar móðirin lögð er í mold. Þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var Íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Ég kveð þig að sinni, Jenný. INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Mín ganga var víst oft um grýtta leið en ég þig hitti og nú er gatan greið. En ég vil ekki útmá öll mín spor því eftir vetur kemur alltaf vor og lífsins þrautir kenna okkur það að skrifa eitthvað gott á næsta blað. (Ingibjörg Gunnarsdóttir.) Þín tengdadóttir Margrét. Elsku pabbi. Ég held að ég sé ekki enn búin að gera mér grein fyrir því að þú ert ekki enn á meðal okkar. Ég veit að það á eftir að taka mig einhvern tíma að átta mig á því að þú sért ekki enn á spítalanum. Mér finnst eins og ég sé á leiðinni til þín eftir hádegi, til þess að aka með mömmu til þín svo við getum eytt deginum með þér. Svona voru hlutirnir nánast ann- an hvern dag, en hina dagana keyrði Bjarnlaug systir mömmu, svo kom Jói bróðir og naut kvölds- ins með okkur og keyrði svo mömmu heim. Í níu vikur var þetta svona hjá okkur, þannig að það er ekkert skrýtið að mér finnist eins og ég eigi eftir að hitta þig í dag. Innst í hjartanu veit ég að þú ert farinn, elsku pabbi minn, ég veit að þú veist það. Þú kannski hjálpar mér hinum megin frá að skilja það að þú þurftir að fara. Hjálpar mér að muna allar góðu stundirnar okkar, alveg frá því að ég var lítil og þangað til að þú fórst. Ég veit ég gleymi því aldrei hversu sterkur þú varst í gegnum veikindin eða sjúkdóminn „okkar“ eins og þú sagðir svo oft. Það var ekki nóg með það hvað þú varst sterkur heldur styrktir þú okkur öll. Þú sagðir svo oft við okkur: „Við verðum að reyna að vera sterk, elskurnar mínar, og taka einn dag í einu.“ Þetta sagðir þú alveg fram að síð- asta degi. Ég held að ég finni að þú ert enn að gefa mér styrk, elsku pabbi minn. Ég veit ekki hvernig ég get þakk- að guði fyrir það yndislega hlutverk sem hann gaf mér í þessu lífi, að fá að vera dóttir þín. Ég verð honum ævinlega þakk- lát, því betri pabba er ekki hægt að hugsa sér, þú veist það, pabbi, ég get enn fundið lyktina þína sem ég fann þegar ég svaf á milli ykkar mömmu. Það er kannski ekki skrýt- ið því að ég svaf á milli ykkar nán- ast fram undir fermingu og minn- ingin er yndisleg. Ég veit vel að við geymum minn- ingarnar bæði tvö og þær getur enginn tekið frá okkur. Ó, elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ég vona bara að þú hafir verið stoltur af litlu skottunni þinni. Elsku pabbi, viltu hjálpa mér að fara rétta leið í lífinu, svo að þú get- ir haldið áfram að vera stoltur af mér. Ég veit að nú líður þér vel, en þú átt líka eftir að sakna okkar. Þá kemur þú bara til okkar og vonandi finnum við þá fyrir þér, á einhvern hátt, pabbi minn. Svo skal ég lofa þér, pabbi minn, að passa mömmu fyrir þig og gefa henni hlýju og styrk, eins og þú gafst henni. Þú varst ekki bara besti pabbi sem hægt var að hugsa sér, heldur líka besti afi. Það fann ég svo vel eftir að ég eignaðist hann Vilberg Atla minn. Ég ætla að vona að Guð gefi það að Vilberg Atli muni eftir því hversu góður afi þú varst hon- um og að hann muni eftir þér, hversu mikið gæðablóð þú varst. Elsku pabbi, gleymdu aldrei góðu stundunum okkar, ég ætla að geyma allar góðu minningnarnar og segja Vilberg Atla frá þér, elsku pabbi. Gleymdu heldur aldrei, að ég elska þig, pabbi minn. Guð geymi þig, pabbi. Litla skottan þín, Guðrún María. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku pabbi. Harmur minn er svo mikill að mig skortir orð. Þín Bjarnlaug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.