Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 35 miklu mun minna en Reykjagarðs og Móa. Ísfugl hagnaðist um 14,2 milljónir í fyrra og skuldir fyrirtækisins námu einungis 110 milljónum. Eigið fé var jákvætt um 63 millj- ónir. Framleiðslusprenging í desember Staða fyrirtækjanna eru núna með þeim hætti að Íslandsfugl hefur gengið í gegnum endurfjármögnun. Miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Reykjagarðs, en hlutafé félagsins var aukið þegar SS keypti það af Búnaðarbankanum. Rekstur Ísfugls er traustur enda er fyrirtækið gamalgróið og hefur farið varlega í fjárfestingar. Móar eru hins vegar þessa dagana að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, og endurskoðandi félagsins tvívegis kallað eftir slíkri endurskipulagningu. Fátt bendir til þess að afkoma í kjúk- lingarækt hafi batnað mikið á þessu ári. Framan af árinu var framleiðslan í lág- marki vegna sjúkdóma sem komu upp er- lendis, en þeir ollu því að tafir urðu á flutn- ingi erfðaefnis til landsins. Verð á kjúklingum hefur á síðustu fjórum mánuð- um lækkað um 12,8%. Ljóst er að fram- leiðsla á kjúklingum mun aukast talsvert á næstu vikum og mánuðum og því eru marg- ir sem spá frekari verðlækkun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins áætla Móar að setja um 300 tonn af kjúk- lingum á markað í desember, Reykjagarður um 200 tonn, Ísfugl um 60 tonn og Íslands- fugl um 50 tonn. Þetta þýðir að á markaði í desember verða yfir 600 tonn, en í sept- ember sl. seldust 415 tonn af kjúklingum sem var mesta sala í einum mánuði sem um getur hér á landi. Þess má geta að sala á kjúklingum er oftast slök í jólamánuðinum. Á undanförnum misserum hafa Móar, Reykjagarður og Íslandsfugl staðið í mikl- um fjárfestingum í kjúklingarækt. Móar hafa reist sláturhús og eldishús, Reykja- garður hefur byggt nýtt sláturhús og Ís- landsfugl hefur byggt sláturhús og eldis- hús. Framleiðslugetan hefur því stóraukist og raunar miklu hraðar en markaðurinn. Framundan er því mikið offramboð á kjúk- lingum. Framleiðendur berjast mjög harðri baráttu á markaðinum sem aftur hefur áhrif á afkomu í öðrum kjötgreinum. félaginu fjár með lántökum, nýju hlutafé eða á annan hátt.“ Staðan versnað enn á árinu 2001. Móar, sem þá höfðu tekið yfir rekstur Ferskra kjúklinga, töpuðu 241 milljón í fyrra og eig- ið fé var um síðustu áramót neikvætt um 244 milljónir. Skuldir höfðu aukist úr 762,7 milljónum í 1.222 milljónir, en hafa ber í huga að búið er að færa skuldir Ferskra kjúklinga inn í ársreikning Móa. Í áritun endurskoðenda með reikningn- um er að finna svipaða athugasemd og gerð var árið áður: „Forsenda áframhaldandi rekstrar byggist á verulegum breytingum á rekstri og fjárhag félagsins, meðal annars að unnt verði að bæta reksturinn verulega og afla félaginu fjár með eignasölu, nýju eigin fé, lántökum eða á annan hátt.“ Íslandsfugl á Dalvík var einnig rekinn með tapi í fyrra, en tapið nam 54 milljónum. Um áramót var eigið fé fyrirtækisins já- kvætt um 76 milljónir. Erfiðleikar í rekstri fyrr á þessu ári urðu til þess að fyrirtækið var endurfjármagnað samhliða breyttu eignarhaldi. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins voru um 200 milljónir afskrif- aðar í þessum aðgerðum. Eina fyrirtækið í kjúklingarækt sem var rekið með hagnaði á síðasta ári var Ísfugl í Mosfellsbæ, en umsvif fyrirtækisins eru fé fyrirtækisins um síðustu ára- eikvætt um 146 milljónir, en var árslok 2000 um 72 milljónir. m síðustu áramót námu 689 millj- Móa er enn verri. 1. september sl. r Móa og Ferskra kjúklinga ehf. r. Ferskir kjúklingar stóðu mjög 000, en þá tapaði fyrirtækið 33,4 og eigið fé félagsins var neikvætt milljónir. Endurskoðandi segir í fyrir þetta ár: „Forsenda fyrir andi rekstri byggist á því að unnt æta reksturinn verulega og afla   & *%) $& +&% $% &  % () (%& %* && &$%' +'(% +(*%   %$))) $ ' * )" + $ ,$$ - anna hér á landi er afar slæm um þessar mundir egol@mbl.is Morgunblaðið/Kristján hefði verið sú að þá hefði SS talið stöðu svínaræktar á Suðurlandi mjög veika. „Við keyptum hlut í Ferskum kjötvörum og þar með vorum við komnir í samvinnu við Vallárfeðga og þá var eðlilegt að það hæfust viðskipti milli SS og þeirra.“ Steinþór sagði að SS hefði ekki vísað neinum svínabónda úr viðskiptum, en hins vegar hefði félagið dregið úr viðskiptum við svínabúið í Brautarholti, en Kristinn Gylfi er einn af eigendum þess. „Ástæðan er einfaldlega sú að Brautarholtsfeðgar höfnuðu því að fara í samvinnu við okkur við vinnslu kjötvara og eru í dag annar af aðalkeppinautum SS. Það er ekki eðlilegt að menn geti bæði verið einn af okkar að- alkeppinautum og líka krafist þess að eiga við okkur innleggsviðskipti. Því höfum við tímabundið dregið úr viðskiptum við Brautarholtsbúið,“ sagði Steinþór. Dæmi um að svínakjöt á Íslandi sé ódýrara en í Danmörku Sigmundur E. Ófeigsson, stjórn- arformaður Íslandsfugla á Dalvík og fram- kvæmdastjóri Norðlenska, sagðist taka undir það sem Steinþór Skúlason sagði í Morgunblaðinu í gær. Allur kjötmarkaður- inn væri í uppnámi. Ástæðan væri bæði mikil framleiðsluaukning á kjúklingum og offramboð og verðlækkun á svínakjöti. Þá væri að koma fram verðlækkun á kjúkling- um. Ástandið bitnaði á öllum öðrum kjöt- greinum, m.a. sölu á lambakjöti. Það væri alvarlegt, því talsvert hefði verið til af lambakjöti þegar sláturtíð hófst í haust. Sigmundur er undrandi á þeirri miklu aukningu sem yrði í kjúklingarækt í des- ember, en útlit er fyrir að framleiðslan verði yfir 600 tonn. Hann benti á að sala á kjúklingum væri yfirleitt slök í desember. Almenningur hefði meiri áhuga á að kaupa hangikjöt og svínakjöt. „Þetta verða því neytendajól,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði að í haust hefðu ís- lenskir neytendur getað keypt svínabóg á lægra verði en neytendur í Danmörku. Svínabændur í Danmörku eru meðal stærstu svínakjötsframleiðenda í Evrópu. unum Ali frá Síld & fiski og Gæða-grís. Kristinn Gylfi sagðist telja að jafnvægi væri að nást í svínakjötsframleiðsl- unni. Gyltum hefði á skömmum tíma fækkað um 12% og skilaverð til bænda hefði hækkað. Það hefði lægst verið 180 kr, en væri núna 190 kr á kg. Reykjagarður að auka framleiðslu um 30% Steinþór Skúlason sagði að framleiðsla Reykjagarðs og framleiðenda sem tengd- ust fyrirtækinu yrði um 2.000 tonn á þessu ári. Fyr- irtækið áformaði að fram- leiða um 2.700 tonn á næsta ári. Þetta væri liðlega 30% aukning. Ef Móar áformuðu að auka fram- leiðsluna úr 1.060 tonnum í 2.400 tonn væri það hátt í þreföld aukning. Steinþór sagði að Móar hefðu undanfarið fengið smærri framleiðendur til liðs við sig sem seldu undir merkjum Móa. Hann hefði ekki upplýsingar um hvort sú framleiðsla væri inni í framleiðsluáætlunum Móa. „Ég stend því við það að langmesta aukningin er á vegum Móa, en það fyr- irtæki er samhliða að fara fram á eftirgjöf á skuldum og að menn láni útistandandi skuldir til 2–3 ára. Þeir eru því að raska öllum kjötmarkaðinum með því að stofna til skulda sem þeir geta ekki borgað.“ Um afkomu í kjúklingarækt sagði Stein- þór að hann vildi ekki halda því fram að framleiðendur væru komnir í þá stöðu í dag að framleiðslan dygði ekki nema fyrir breytilegum kostnaði. „Það stefnir þó í þá stöðu og að öllu óbreyttu verður staðan orðin þannig á næsta ári.“ Steinþór sagði að Sláturfélagið kæmi hvergi að frumframleiðslu í svínarækt. SS hefði að vísu áður en félagið keypti hlut í Ferskum kjötvörum hvatt einn framleið- anda til að auka framleiðslu, en ástæðan nokkra framleiðendur en tekið í þá aðila sem hafa leitt til mestrar lu í framleiðslu á svínakjöti á um. Þeir hafa kosið að eiga að skipti við aðeins tvo aðila. Það er gar svínabúið á Ormsstöðum í i sem er með sérstakan samning félagið umfram aðra innleggj- ið hefur boðið SS vissan afslátt sem greitt er svínabændum gegn ð njóti forgangs í viðskiptum. ar kaupir SS af Stjörnugrís og kjötvörum, en rekstur þess fyr- ar í miklum erfiðleikum. Fyr- ar í eigu Stjörnugríss á Vallá. SS ðandi hlut í þessu fyrirtæki og ið upp veruleg viðskipti við rís sem á stóran þátt í offram- vínarækt á liðnum misserum.“ n Gylfi var spurður hvort stækk- úsins í Brautarholti ætti ekki átt í offramleiðslunni. Hann sagði kkun hefði komið til áður og á ma. Stjörnugrís hefði átt í erf- með að afsetja sína framleiðslu, fði ekki verið vandamál hjá olti sem seldu undir vörumerkj- a að auka framleiðslu einþór Skúlason: angmest aukning á gum Móa.“ Sigmundur Ófeigsson: „Þetta verða þess vegna neytendajól.“ TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra hefur vísað tillögum sem fram koma í bréfi rektors Háskóla Íslands um breyting- ar á lögum um skóla á háskólastigi til samstarfsnefndar há- skólastigsins. Í henni eiga sæti rektorar allra skóla á háskóla- stigi. „Ég hef óskað eftir því að nefndin taki tillögurnar til um- fjöllunar og veiti ráðuneytinu umsögn um þær,“ segir menntamálaráðherra. Í bréfinu til sam- starfsnefndarinnar tekur ráðherra fram að ráðuneytið hafi ekki haft uppi neinar sérstakar ráðagerðir um endur- skoðun laganna um skóla á há- skólastigi frá 1997. „Það er afstaða ráðuneytisins að það sé æskilegt að meiri reynsla fáist af fram- kvæmd þessara laga,“ segir Tómas Ingi. Skólarnir hafa allir skýru rannsóknahlutverki að gegna Hann segir að í bréfi rektors HÍ séu settar fram hugmyndir sem séu þess eðlis að gagnlegt sé að þær fái umfjöllun stofnana á há- skólastigi og annarra sem hags- muna eiga að gæta. Í bréfi há- skólarektors til ráðherra er að finna tillögur nefndar sem starfaði innan HÍ, m.a. um að skýrari greinarmunur verði gerður á rann- sóknaháskólum og öðrum háskól- um. Spurður álits á þessu segir menntamálaráðherra: „Þegar rammalöggjöfin um há- skólastigið var sett árið 1997 var ákveðið að allir skólar á háskóla- stigi féllu undir sömu heildarlög- gjöfina. Síðan var gert ráð fyrir að nánar yrði kveðið á um starfsemi hvers skóla í sérlögum, reglugerð- um, starfsreglum og skipulagsskrá eftir því hvort um væri að ræða ríkisháskóla eða háskóla sem eru reknir sem sjálfseignarstofnanir. Það er fjallað með mismunandi hætti um rannsóknahlutverk rík- isháskóla í lögum, en það er grundvallaratriði að þeir hafa allir skýrt hlutverk,“ segir Tómas. Hann bendir einnig á að í skipu- lagsskrám háskóla sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir sé líka að finna ákvæði um rannsóknar- hlutverk þeirra. „Ráðuneytið hefur í raun og veru aðeins gert rannsóknasamn- ing við einn ríkisháskóla, þ.e.a.s. Háskóla Íslands, og hann nýtur því forréttinda að því er þetta varðar. Það er eðlilegt í ljósi þess að sá skóli hefur stundað rann- sóknir í mjög langan tíma. Hvað aðra ríkisháskóla varðar er rétt að hafa í huga að sérlög um þessa ríkisháskóla eru til þess að gera ný. Starfsemi þeirra hefur verið í örri þróun og þó ekki hafi verið gerðir sérstakir samningar um hlutverk þeirra í rannsóknum, enn sem komið er, þá er alveg ljóst að þeir hafa haft mikil áhrif á rann- sóknastarfsemi í landinu. Það er ekki nokkur vafi á því að það sem hefur styrkt íslenskt háskólaum- hverfi og rannsóknastarfsemi í heild eru þessar nýju háskóla- stofnanir og aðkoma þeirra að rannsóknum. Þessi skólar hafa metnað til þess að stunda rann- sóknir og þeir hafa verið að eflast á þessu sviði. Þess vegna er full ástæða til að athuga hvaða sjónarmið skuli almennt lögð til grundvallar þegar ákveðið er hvernig rannsóknarfé er skipt milli stofnana á há- skólastigi,“ segir ráð- herrann. Í tillögum HÍ er einnig lagt til að gæðaeftirlit og kröfur til háskóla verði hert- ar. Tómas Ingi segir fulla ástæðu til að taka undir þá skoðun sem fram komi í bréfi háskólarektors að brýnt sé að tryggja að gæði háskóla- menntunar standi undir kröfum og væntingum sem til hennar eru gerðar. Til höfuðs háskólastofnunum sem afla sértekna Þriðja tillagan sem gerð er í bréfi rektors HÍ til menntamála- ráðherra er að rekstrarskilyrði há- skóla verði sambærileg án tillits til eignarhalds. Ríkisframlög verði þau sömu og að einkaháskólar fái sambærilega styrki og ríkisháskól- ar enda innheimti þeir þá ekki hærri gjöld af nemendum en rík- isháskólar hafa heimild til. „Stjórnvöld hafa almennt fylgt þeirri stefnu að framlög til kennslu í háskólum taki mið af sama reikn- ingslíkaninu, óháð því hvar námið fer fram og hvert rekstrarform há- skólans sé. Þessi meginregla þýðir þó ekki beint að rekstrarskilyrði háskólanna séu sambærilegt m.t.t. til framlags ríkisins til þeirra,“ segir Tómas Ingi og vitnar til rannsóknasamningsins við Háskóla Íslands, því til staðfestingar. „Tillögurnar í bréfi rektors Há- skóla Íslands virðast óneitanlega vera settar fram að þessu leyti til höfuðs þeim háskólastofnunum sem afla sér sértekna, þar sem í tillögunum felst að sértekjurnar ættu að koma til frádráttar rík- isframlaginu. Þessi sjónarmið ganga alveg þvert á þá stefnu sem fylgt hefur verið af hálfu stjórn- valda, enda hafa sértekjurnar meðal annars nýst til uppbygg- ingar þeirra og til að standa undir rannsóknastarfsemi,“ segir hann. Samkeppni nauðsynleg „Mér finnst það skjóta skökku við að Háskóli Íslands skuli kvarta undan ójafnri samkeppnisstöðu í ljósi þeirrar uppbyggingar sem þar hefur verið kostuð af ríkisvald- inu og svo þeirra fjárveitinga til rannsókna sem skólinn hefur í raun umfram aðrar háskólastofn- anir. Mér finnst þess vegna ekki rétt leið að Háskóli Íslands skuli vilja takmarka svigrúm annarra háskólastofnana til tekjuöflunar og það sjónarmið er ekki af minni hálfu mjög skiljanlegt. Ég tel að samkeppni á þessum sviðum sé jafn nauðsynleg eins og á öðrum sviðum og ég tel að þróun háskólastarfseminnar undanfarin ár og áratug hafi í raun og veru orðið til þess að háskólastigið hef- ur batnað með aukinni samkeppni og það er alveg ljóst, að rótgrónar stofnanir hafa mjög gott af aðhaldi og samkeppni,“ segir Tómas Ingi Olrich. Menntamálaráðherra vísar tillögum HÍ til samstarfsnefndar háskólastigsins Ekki uppi ráðagerðir um endurskoðun laganna Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.