Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur samkvæmt heim- ildum Óslóarblaðsins Aftenposten lagt til að því skuli hótað að slíta EES- samstarfinu, gangi Norðmenn ekki að kröfum ESB um að margfalda fram- lag sitt í þróunarsjóði fyrir fátækari héruð innan sambandsins við stækk- un EES-svæðisins til austurs. Segir blaðið að Norðmenn standi nú frammi fyrir kröfum af hálfu ESB um að greiða jafnstórt hlutfall af þjóð- artekjum til þessara sjóða og sjálf að- ildarríki ESB, en fyrir Noreg myndi það þýða sem svarar allt að 50–60 milljörðum íslenzkra króna, sem er um þrítugfalt núverandi framlag Norðmanna til þróunarsjóðanna. Í frétt Aftenposten í gær segir að þau drög sem framkvæmdastjórn ESB hafi nú gert að samningsumboði sambandsins fyrir viðræður við EFTA-ríkin í EES, Noreg, Ísland og Liechtenstein, um stækkun EES – þ.e. hvernig staðið skuli að því að væntanleg ný aðildarríki ESB gerist samtímis aðilar að EES-samningnum – sé „ögrun, jafnvel fyrir þaulreynda EES-embættismenn“. Það eigi ekki sízt við þá röksemdafærslu sem fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar greip til er drögin voru rædd í byrjun vikunnar í vinnuhópi ráðherraráðs ESB um málefni EFTA. Stækkun ESB sé sögulegt ferli, benti fulltrúinn á. Og sýni EFTA-rík- in ekki vilja til að bera byrðarnar af því til jafns við hin Vestur-Evrópurík- in kalli það á að það verði skoðað al- varlega hvort halda skuli EES-sam- starfinu áfram yfirleitt. Samkvæmt heimildum Aftenpost- en var í umræðum á þessum lokaða fundi vinnuhóps ráðherraráðsins enn- fremur sett spurningarmerki við sjálfan grundvöll EES-samstarfsins. Fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar kvað hafa bent á, að EES-samning- urinn hefði orðið til í sérstökum tíma- bundnum aðstæðum í kjölfar loka kalda stríðsins. Með inngöngu Finn- lands, Svíþjóðar og Austurríkis í ESB 1995 hafi raunverulegur grundvöllur samningsins fallið brott. Margir inn- an ESB séu ósáttir við að þrjú-fjögur ríkustu lönd álfunnar (Noregur, Ís- land, Liechtenstein og Sviss, sem er í EFTA en ekki EES) skuli geta leyft sér að „ferðast ókeypis með Evrópu- lestinni“. Taka verður fram, að ESB mun ekki fyrr en um miðjan desember ganga frá samningsumboðinu sem samningamenn þess munu hafa í far- teskinu er viðræður við fulltrúa EFTA-ríkjanna hefjast um þessi mál eftir áramótin, og því lítið hægt að fullyrða um það hver niðurstaðan verður á þessu stigi málsins. Undirbúningur viðræðna um stækkun EES-svæðisins ESB sagt vilja hóta að slíta EES-samstarfinu JIANG Zemin, forseti Kína, fagnaði í gær þeim miklu kynslóðaskipt- um sem nú eru að eiga sér stað í leiðtogasveit kínverska komm- únistaflokksins en flokksþingi hans lauk formlega í gær í Peking. Endanlega mun koma í ljós í dag hverjir hafa tekið við valdataum- unum í Kína en fastlega er reiknað með því að Hu Jintao varaforseti taki við hlutverki Jiangs sem helsti leiðtogi landsins. „Miðstjórn flokksins fyrir næsta kjörtímabil hefur nú verið valin af þinginu og þannig hefur verið tryggt að framsal valda úr höndum eldri kynslóðarinnar til hinnar nýju kyn- slóðar leiðtoga mun fara vel fram,“ sagði Jiang í ávarpi sínu á flokks- þinginu í gær. Gerðust þau tíðindi að sex af sjö helstu leiðtogum landsins voru ekki í kjöri til 350 manna miðstjórnar kommúnistaflokksins en þeirra á meðal voru Jiang sjálfur, Zhu Rongji forsætisráðherra og Li Peng, forseti kínverska þings- ins, en hann hefur gengið Jiang næstur að völd- um. Jiang verður áfram forseti Kína en gert er ráð fyrir að Hu Jintao taki við því embætti af hon- um á þingfundi í mars. Sú staðreynd að Hu er sá eini af valdamestu mönn- um landsins, sem situr áfram í mið- stjórninni, þykir skýrasta vísbend- ingin um það fram að þessu, að hann taki nú við sem valdamesti maður Kína. Skjólstæðingar Jiangs Stór hópur hinna nýju miðstjórn- arfulltrúa er talinn til skjólstæðinga Jiangs en það þykir til marks um að Jiang vilji njóta nokkurra áhrifa í flokknum enn um sinn. Enn er t.d. ekki ljóst hvort hann mun láta af for- mennsku í hermálanefnd flokksins en því embætti fylgja mikil völd. Deng Xiaoping hélt til dæmis um- talsverðum völdum með þeim hætti eftir að hann hætti sem forseti árið 1987. Mikil umskipti urðu annars á mið- stjórn kommúnistaflokksins í gær og hurfu m.a. á braut allir helstu hers- höfðingjar kínverska hersins, sem átt hafa sæti í miðstjórninni. Þykir líklegt að lítt kunnur hershöfðingi, Cao Gangchun, leiki næstu árin lyk- ilhlutverk sem hæst setti hermaður- inn í stjórn landsins. Cao er 67 ára gamall og hefur um nokkurt skeið átt sæti í hermálanefnd flokksins. Hann var nú kjörinn í miðstjórnina ásamt tveimur yngri hershöfðingjum, þeim Guo Boxiong, sem er sextugur, og Xu Caihou, sem er 59 ára gamall. Sex valdamiklir hershöfðingjar, sem allir eru komnir yfir sjötugt, hverfa nú úr miðstjórn; þeirra á með- al Chi Haotian, en hann hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra. Þykir sennilegt að hann láti af því embætti í mars og að Cao, Guo eða Xu taki við. Jiang fagnar nýrri kynslóð leiðtoga í Kína Leið Hu Jintao til valda talin greið Peking. AFP, AP. Hu Jintao LJÓSBLOSSI frá myndavél eins hinna mörgu frétta- ljósmyndara sem viðstaddir voru heimsókn Jóhannesar Páls II páfa í ítalska þingið í gær lýsir upp umhverfið þar sem páfi gengur úr ræðustóli. Heimsóknin þykir söguleg tímamót í samskiptum Páfagarðs og ítalska ríkisins, en páfi hafði aldrei áður fengið að ávarpa ítalska þingið. Í ávarpinu hvatti hann Ítali til að eignast fleiri börn, en fæðingartíðni á Ítalíu er ein sú lægsta í heiminum. Vinstrimenn í stjórnarandstöðunni gagnrýndu að páfa skuli hafa verið heimilað að heimsækja þingið, þar sem það væri til þess fallið að grafa undan ímynd ítalska lýð- veldisins sem veraldlegs ríkis. Reuters Páfi ávarpar Ítalíuþing BANDARÍSKIR leyniþjónustufulltrúar eru sannfærðir um að rödd Osamas bin Ladens sé á segulbandsupptökunni sem arabíska sjónvarps- stöðin Al-Jazeera sendi út á þriðjudaginn, og að í því sem hann segir séu fólgin óbein skilaboð: Bin Laden er heill á húfi og samtök hans, al-Qaeda, eru tilbúin til árásar á ný. Þá segja sérfræðingar að segulbandið hafi komið fram á úthugsuðum tíma, einmitt þegar legið hafi í loftinu að hugsanlega brytist út stríð milli Bandaríkjanna og Íraka, arabaheiminum til hrellingar og lítið þurft til að vekja samúð með þeim sem vogaði sér að standa uppi í hárinu á Vesturlöndum. Fréttamaður hjá Al-Jazeera, Ahmad Muffaq Zaidan, sagðist hafa fengið segulbandsupptök- una í Pakistan frá útsendara bin Ladens. Zaidan sagði útsendarann hafa hringt í sig á þriðjudag- inn og beðið um að þeir hittust síðar um kvöldið. Zaidan vildi ekki segja hvar þeir hittust, nema það hefði verið í höfuðborginni, Islamabad. Andlit mannsins hefði verið hálf-hulið, en Za- idan kvaðst telja að fyrir um það bil tveim mán- uðum hafi sami maður skipulagt svipaða afhend- ingu og látið sig hafa segulband sem bin Laden var sagður hafa talað inn á. Maðurinn vildi ekki svara neinum spurningum um segulböndin og sagði aðeins: „Þetta er frá bin Laden.“ Zaidan flýtti sér aftur að bíl sínum og hlustaði á seg- ulbandið, en tók ekki eftir því hvert maðurinn sem afhenti það fór. Bin Laden hefur hingað til sýnt það að hann kann vel við sig fyrir framan myndavélar, en að þessu sinni sýndi hann sig ekki, heldur lét við það sitja að tala. Þess vegna er erfiðara að átta sig á uppruna sendingarinnar og hún gefur litlar vísbendingar um hvar hann kunni að vera, heilsufar hans eða útlit. „Ég held að hann vegi og meti áhættuna við að sýna sig og áhættuna við að vera talinn látinn,“ sagði Danielle Pletka, sérfræðingur í Mið-Aust- urlandarannsóknum við American Enterprise- stofnunina. „Hann lítur á þetta sem pólitískan leik og hann vegur og metur þörfina fyrir að láta lítið fyrir sér fara gagnvart þörfinni til að hvetja menn sína.“ Ekki einhlítt Bandaríska leyniþjónustan var enn að rann- saka upptökuna, þótt menn sem eru sérfróðir um rödd bin Ladens séu sannfærðir um að þetta sé hann á bandinu. Niðurstöður tæknilegra rannsókna hafa þó ekki verið einhlítar. Tölvu- greining hefur gengið treglega vegna lítilla gæða upptökunnar, sagði bandarískur embætt- ismaður. Skilaboðin á bandinu virðast hafa verið tekin upp oft á leið sinni frá verustað bin Ladens til útsendingarstöðvar Al-Jazeera, og einu sinni á leiðinni hafi þau verið send um síma. Sérfræðingar eru sannfærðir um að Osama bin Laden tali Washington, Islamabad. Newsday, Los Angeles Times, AP. Hægt gengur að tölvu- greina hljóðupptökuna ÍSRAELSKI herinn drap í gær pal- estínskan ungling í borginni Nablus á Vesturbakkanum, en Ísraelar réðust inn í borgina í fyrradag er þeir hertu aðgerðir sínar í kjölfar þess að fimm Ísraelar voru drepnir á samyrkjubúi. Ísraelsku hermennirnir neyddu einn- ig í gær til uppgjafar manninn sem skipulagði drápin á samyrkjubúinu, að því er talsmaður hersins sagði, skömmu eftir að gerð var stutt atlaga með skriðdrekum skammt frá heimili andlegs leiðtoga Hamas-samtakanna, nálægt Gazaborg. Unglingurinn var drepinn þegar ísraelski herinn svaraði steinkasti með skriðdrekabyssuskotum, að því er haft var eftir palestínskum sjúkra- liðum. Um 150 brynvörðum herbílum var ekið inn í Nablus í dögum í fyrra- dag og virtist þar um að ræða fyrsta skrefið í svipaðri aðgerð og þegar ísr- aelski herinn réðst á Jenín og lauk á laugardaginn er herinn drap meintan skipuleggjanda árása gegn Ísraelum. Meintur skipuleggjandi drápanna á samyrkjubúinu, Mohammad Naif- eh, gaf sig fram við ísraelska herinn eftir að húsið sem hann faldi sig í í þorpinu Schuweikeh, skammt frá Tulkarem, var umkringt. Hermenn- irnir kölluðu til hans með gjallarhorni og hvöttu hann til að gefast upp. Her- inn sprengdi heimili Naifehs í loft upp á þriðjudagsmorguninn. Í gærmorgun hélt ísraelski herinn inn í Gaza-borg með um tuttugu skriðdreka og hóf skothríð. Palestínu- maður lét lífið og að minnsta kosti þrír palestínskir lögreglumenn særð- ust. Skipuleggj- andinn handtekinn Nablus. AFP. Ísraelar bregðast hart við morðum AP Palestínsk kona grætur eftir að hafa séð lík bróður síns, 17 ára ung- lings sem beið bana í árás ísr- aelskra hermanna í Nablus í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.