Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknin var unnin með þeim hætti að tekin voru viðtöl við 2.000 einstaklinga í hverju landi. Þeir voru spurðir hver þátttaka þeirra hefði verið í frumkvöðlastarfsemi. Að auki voru tekin viðtöl við 36 sér- fræðinga í hverju landi fyrir sig. All- ar þessar upplýsingar voru settar í miðlægan gagnagrunn og unnið úr þeim. Um hugsanlegar ástæður góðrar útkomu Íslands í könnuninni segir Agnar að erfitt sé að segja og aðeins hægt að geta sér til um þær. „Að einhverju leyti kemur þetta okkur kannski lítt á óvart, vegna smæðar landsins. Hér verður að vera ákveð- in þjónusta og fjöldi fyrirtækja, óháð fólksfjölda,“ segir hann. „Þá vaknar spurningin hvort skattabreytingar, sem hafa leitt til fjölgunar einkahlutafélaga, hafi haft einhver áhrif. Það er ekki víst, þar sem eitt af skilyrðum sem þurfti að uppfylla til að teljast frumkvöðull var að hafa greitt laun í 3-4 mánuði. Könnunin var gerð í apríl-maí, þannig að um áramót þurfti viðkom- andi að hafa verið búinn að stofna einkahlutafélag,“ segir hann. Þá nefnir Agnar að nýsköpunarkeppnir kunni að hafa haft eitthvað að segja; einnig verkefnið Auður í krafti kvenna. Samband milli frumkvöðla og hagvaxtar Agnar segir að rannsóknin í heild renni enn styrkari stoðum undir þá trú að samband sé milli frumkvöðla- starfsemi og hagvaxtar. „Þó er ljóst að rannsaka þarf mun lengra tíma- bil en gert hefur verið. Við sjáum hins vegar að frumkvöðlastarfsemi minnkaði að jafnaði í heiminum um 25% á síðasta ári. Það er í samræmi við þróun efnahagslífsins,“ segir hann. Rannsóknin sýnir að þriðjungur þeirra sem stofna fyrirtæki geri það vegna þess að enginn betri kostur býðst. Hinir gera það til að nýta tækifæri. Fyrri hópurinn er fá- mennari í þróaðri löndum eins og gefur að skilja, t.a.m. er hann um 1% á Íslandi. Karlmenn eru yfir helmingi virkari en konur í hvers konar frumkvöðlastarfsemi. Óformleg fjármögnun algengari Fjármögnun frumkvöðlastarf- semi er skipt í tvennt. Annars vegar er það fjármögnun úr eigin vasa ein- staklinga, hins vegar framlag áhættufjárfesta. Fyrri fjármögnun- arleiðin, óformleg fjármögnun eins og hún er kölluð, er fimm sinnum al- gengari en áhættufjármögnun. Háskólinn í Reykjavík naut stuðnings forsætisráðuneytisins, Seðlabanka, Nýsköpunarsjóðs og Samtaka atvinnulífsins við gerð rannsóknarinnar. Ráðgert er að sér- stök skýrsla um frumkvöðlastarf- semi á Íslandi verði gefin út um mánaðamótin janúar-febrúar. STARFSEMI frumkvöðla er um- talsvert meiri á Íslandi en öðrum Norðurlöndum. Þetta kemur fram í alþjóðlegu frumkvöðlarannsókninni GEM (Global Entrepreneurship Monitor) 2002, sem Háskólinn í Reykjavík tók þátt í fyrir Íslands hönd. Ísland er tíunda í röðinni af þeim 37 löndum sem þátt tóku í rann- sókninni, en 11% Íslendinga á aldr- inum 18-64 ára töldust til þeirra sem tóku þátt í frumkvöðlastarfsemi á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að í Bandaríkjunum er hlut- fallið 10,5% og á Írlandi 9%. Agnar Hansson, forseti viðskipta- deildar Háskólans í Reykjavík, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi í gær. Hann seg- ir lykilhugtak í allri umfjöllun um frumkvöðlastarfsemi vera breyting- ar. „Gildi þess að vera með opin aug- un fyrir tækifærum og vilja til að takast á við þá áskorun sem því fylgir er sérstaklega mikið fyrir lítið land eins og Ísland,“ segir hann. Mikilvægt í einhæfu atvinnulífi Agnar segir engan vafa leika á því að í landi, þar sem atvinnulífið er jafn einhæft og hér, sé mikilvægt að bæta umhverfi til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. „Upp úr nýj- um fyrirtækjum spretta ekki aðeins ný atvinnutækifæri fyrir einstak- linga, heldur einnig þeir möguleikar sem þjóðfélagið allt mun byggja af- komu sína á í framtíðinni,“ segir hann. Að sögn Agnars er leitast við að svara þremur spurningum með rannsókninni. Í fyrsta lagi hvort munur sé á umsvifum frumkvöðla- starfsemi á milli landa og hversu mikill sá munur sé. Í öðru lagi hvað hvetji til framkvæmda og athafna- semi á sviði atvinnusköpunar innan einstakra landa og í þriðja lagi hvort frumkvöðlastarfsemi hafi áhrif á hagvöxt landa. „Rannsóknin er ung, sér í lagi hér á Íslandi, þannig að við getum ekki svarað þessum spurn- ingum á fullnægjandi hátt. Mark- miðið er hins vegar að gera það þeg- ar fram í sækir.“ Frumkvöðlar sterkir á Íslandi Morgunblaðið/Jim Smart Agnar Hansson, forseti viðskipta- deildar Háskólans í Reykjavík, kynnti niðurstöður rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi í 37 löndum. m.a. upp að samkvæmt lögum sem sett voru til að stöðva verkfallið hafi verið skipaður sérstakur gerðar- dómur til að úrskurða í deilunni. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið að vísa þessari lagasetningu til dómstóla og verði það dæmt í Hæstarétti á næstu dögum. Tapist málið þar verði farið með það fyrir mannrétt- indadómstól Evrópu. Sævar lýsti ennfremur vonbrigð- um sínum með að sjávarútvegsráð- herra skyldi ekki hafa farið að til- lögum sjómannasamtakanna og útvegsmanna frá því fyrr á þessu ári um að takmarka framsal veiðiheim- ilda. Þessar tillögur hafi miðað að því að laga stærð skipastólsins að af- rakstursgetu fiskistofnanna og draga úr brottkasti á afla. „Það kom okkur öllum sem að tillögunum stóðu jafn mikið á óvart þegar ráð- herra hafnaði þessari tillögu, án þess að færa fram nokkur haldbær rök fyrir því. Þvert á móti fannst mér helst að heyra á honum að til- lögurnar væru bara nokkuð góðar, en svör hans voru alveg skýr: Nei, takk. Ábyrgð ráðherrans er því mik- il.“ Sævar skaut einnig föstum skot- um að Atlantsskipum í ræðu sinni en hann sagði skip félagsins mönnuð ÞAÐ er lífsspursmál fyrir Íslend- inga að hefja hvalveiðar sem fyrst, enda hvalirnir á góðri leið með að éta þjóðina út á gaddinn, að mati Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. Þetta kom fram í setningarræðu hans á 23. þingi sambandsins, sem hófst í gær. Sævar sagði með öllu óviðunandi að Íslendingar hefðu ekki þegar haf- ið hvalveiðar. Þó væri nú hugsan- lega að rofa til í þessum málum með aðild Íslands að Alþjóðahvalveiði- ráðinu. Sævar gaf ekki mikið fyrir viðvörunarorð fyrirtækja í ferðaiðn- aði og hvalaskoðunarferðum. „Það er að mínu mati algjör vitleysa og hreint bull að hvalaskoðun og hval- veiðar geti ekki farið saman. Ég er sannfærður um að það er ekki nokkrum vandkvæðum bundið að halda áfram hvalaskoðunarferðum, þó að við hefjum hvalveiðar að nýju. Enda er það lífsspursmál fyrir okk- ur að fara að drepa hval strax. Það er ekki eftir neinu að bíða, þar sem hann er í bullandi samkeppni við okkur um aflann í sjónum og mun éta okkur út á gaddinn ef við sitjum áfram aðgerðarlaus.“ Sævar rakti í ræðu sinni atburða- rásina í verkfalli sjómannasamtak- anna á síðasta ári. Rifjaði Sævar fólki sem væri á kjörum langt undir þeim lágmarkssamningum sem væru í gildi á Íslandi. Batnandi afkoma í sjávarútvegi Í ávarpi sínu á þinginu vék Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra máli sínu að batnandi afkomi í sjáv- arútvegi, eins og glögglega mætti sjá á afkomutölum sjávarútvegsfyr- irtækja. Forsvarsmenn fyrirtækj- anna hafi endurskoðað rekstur sinn með hagræðingu að leiðarljósi, auk þess sem stjórnvöld hafi lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að breyta viðskiptaumhverfinu til aukins frjálsræðis allan síðastliðinn áratug. Þær breytingar hafa skapað svig- rúm til aðgerða. Sagði ráðherrann að sjómenn ættu að sjálfsögðu drjúgan þátt í af- komubatanum. „Margt bendir til þess að við getum haldið uppi góðri afkomu í sjávarútvegi í nánustu framtíð. Til þess að svo megi verða skiptir fiskveiðistjórnunin og hin vísindalega ráðgjöf miklu máli. Ekki síður skiptir aukið verðmæti sjáv- arfangsins bæði á sjó og í landi veru- legu máli og sjómenn eiga því veru- legra hagsmuna að gæta við að stjórn og framkvæmd allra þessara þátta takist vel til,“ sagði Árni. Þingi Sjómannasambandsins lýk- ur í dag. 23. þing Sjómannasambands Íslands var sett í Reykjavík í gær Hvalveiðar eru lífsspursmál Morgunblaðið/Golli Sævar Gunnarsson, formaður SSÍ, og Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, við upphaf 23. þings Sjómannasambandsins. MAREL hf. tók við Íslensku gæða- verðlaununum úr hendi Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, í Há- tíðasal Háskóla Íslands gær. Verð- launin eru veitt því fyrirtæki sem skara þykir fram úr í gæðum rekst- urs og stjórnunar. Gæðaverðlaunin voru veitt í fjórða sinn í gær en þau eru samstarfsverkefni forsætis- ráðuneytisins, Háskóla Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, Við- skiptablaðsins og Stjórnvísi. Hliðstæð verðlaun voru veitt víða um heim í gær enda er annar fimmtudagur nóvembermánaðar al- þjóðlegur gæðadagur. Við afhend- ingu verðlaunanna til Marels hf. í gær sagði Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, það vera í eðli sínu afar jákvætt að fyrirtæki reyni með sér og fái hlutlaust mat á gæðum stjórnunar þeirra og skipulags. Markaðurinn hinn endanlegi dómari „Meginforsenda markaðs- búskaparins er sú sannfæring að einstaklingnum sé best treystandi til að ráða sínum málum. Þau verð- laun sem veitt eru hér í dag sýna ágætlega hversu vel þessi forsenda heldur. Þörfin á því að vanda sig, gera betur og ná góðum árangri er aflvaki framfara og nauðsyn þeim sem ætla að standa sig í þeirri sam- keppni sem markaðsbúskapurinn er og verður grundvallaður á,“ sagði hann. Davíð talaði um að samkeppnin um gæðaverðlaunin væri ágætis tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að meta stöðu sína og hæfni í saman- burði við fyrirtæki í öðrum löndum Evrópu. „Við miðum okkur við þá sem bestir eru og þá sem lengst hafa náð í þessum fræðum, þó því megi ekki gleyma að hinn endanlegi dómari í öllum þessum samanburði er markaðurinn hvort sem er hér heima á Íslandi eða á alþjóða- vettvangi.“ Formaður stjórnar Íslensku gæðaverðlaunanna, Guðrún Högna- dóttir, ráðgjafi hjá IMGDeloitte, sagði val á verðlaunahafa fara þannig fram að fyrirtækin leggi fram niðurstöður úr eigin sjálfs- mati. Þá fari óháðir og sérstaklega þjálfaðir matsmenn yfir stöðu fyrir- tækisins og taki saman helstu styrk- og veikleika þess. Matið er byggt á sérstöku árangurslíkani, svokölluðu EFQM líkani, því sama og notað er við gæðamat í öðrum Evr- ópuríkjum. Líkanið tekur til þátta eins og forystu, starfsmanna- stjórnunar, stefnumörkunar, ánægju starfsmanna og viðskipta- vina og rekstrarárangurs. Í matsnefnd Íslensku gæðaverð- launanna sátu að þessu sinni Davíð Lúðvíksson, formaður nefndarinnar og forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, Helgi Gestsson, lektor við Háskólann á Akureyri, og Þór Þórarinsson, skrifstofurstjóri hjá félagsmálaráðuneytinu. Í umsögn nefndarinnar segir að hjá Marel hafi verið unnið að gæðamálum af festu á undanförnum árum og fyrir- tækið hafi „á metnaðarfullan hátt samofið stefnumótun sína og gæða- kerfi þar sem þarfir viðskiptavina eru hafðar í fyrirrúmi“. Segir að sú framtíðarsýn Marels að vera í far- arbroddi á alþjóðamarkaði í þróun og markaðssetningu hátæknibún- aðar sé skýr, metnaðarfull og vel kynnt í daglegu starfi. „Sterk ferl- ishugsun einkennir allt skipulag og verklag í fyrirtækinu. Meginferli eru fjögur; þróun, sala, framleiðsla og þjónusta. Ferli eru vel skilgreind og skipulag skýrt, einfalt og vel út- fært. Gæðakerfi og heildarstjórn- unarkerfi eru í reynd eitt og hið sama. Unnið hefur verið samkvæmt gæðakerfi sem vottað er samkvæmt ISO-9001 frá árinu 1997. Eitt af að- alsmerkjum Marels er öflugt vöruþróunarferli sem hefur skilað fjölda nýrra afurða á undanförnum árum. Fyrirtækið er án efa í framstu röð í heiminum á sínu sviði hvað varðar nýjungar og lausnir á tæknilega flóknum viðfangsefnum,“ segir m.a. í umsögn matsnefndar. Að sögn Lárusar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra sölu-og mark- aðsmála hjá Marel hf., eru verð- launin mikil hvatning fyrir fyrir- tækið, bæði fyrir innri starfsemi og einnig út á við. Hann segist líta á verðlaunin sem viðurkenningu á því góða starfi sem fram hefur farið hjá Marel og segir fyrirtækið munu halda áfram á sömu braut. Íslensku gæðaverðlaunin veitt í fjórða sinn Mest gæði hjá Marel Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenn Marels reyna að ná utan um verðlaunagripinn. Í baksýn sést Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Marel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.