Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 57 FORMAÐUR skipulags- og bygg- inganefndar Reykjavíkur lét þau orð falla á borgarstjórnarfundi í síðustu viku að komið hefði verið verulega til móts við óskir íbúa í Rimahverfi um skipulag Landssímalóðar. Var þetta haft eftir henni á síðum Morgun- blaðsins sl. sunnudag. Meðal annars kom fram í máli hennar að komið hefði verið til móts við 4 af 5 kröfum okkar íbúa. Nú væri gaman að vita hvernig formaðurinn telur. Þá, sem minna þekkja til máls- ins, langar mig að upplýsa um eftir- farandi: Íbúar gerðu þær kröfur að: 1. Byggð yrði skipulögð í samræmi við þéttleika aðliggjandi byggðar. 2. Hæð húsa á umræddri lóð yrði í samræmi við aðliggjandi byggð. 3. Aðkoma yrði bætt. 4. Mun meira af svæðinu yrði skipulagt sem útivistarsvæði en gert er ráð fyrir eða u.þ.b. þriðjungur. 5. Áætlun um byggingu skóla og leikskóla yrði kynnt og jafnframt hvaða lausnir byðust meðan á upp- byggingu stæði. Kröfur okkar eru raktar hér að of- an í mjög samþjöppuðu og styttu máli enda fylgdu upphaflegu bréfi okkar röksemdir fyrir þessum kröfum og nánari útlistun þeirra. Yfir 550 manns í aðliggjandi götum skrifuðu undir þær kröfur. Eins og fram hefur komið, m.a. í grein hér í Morgunblaðinu sl. laug- ardag, telja íbúar að engan veginn hafi verið komið til móts við kröfur þeirra. Þvert ofan í fögur loforð rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosning- ar. Við skulum því aðeins bera saman efndir og kröfur: 1. Fyrirliggjandi tillögur um skipu- lag Landssímalóðar gera ráð fyrir hátt í 30 íbúðum á hektara. Í aðliggj- andi byggð eru um 16–18 íbúðir að meðaltali á hektara. 2. Hæstu hús í aðliggjandi götum eru 3 hæðir. Skipulagstillögur gera ráð fyrir allt að 7 hæða húsum. 3. Aðkoma hefur verið bætt svo um það ríkir nú nokkur sátt. 4. Svo lítið hefur verið aukið við úti- vistarsvæði frá fyrri tillögum að það er til skammar fyrir skipulagsyfir- völd að telja sér það til tekna. 5. Engin áætlun hefur verið lögð fram um byggingu skóla og leikskóla og óar fólki við „skúralausninni“ en fyrir eru 10 kennsluskúrar á lóð Skipulag í Rimahverfi Rimaskóla. Hann er fjölmennasti skóli borgarinnar og er áætlað að nemendum fjölgi þar um 30 til 40 á ári næstu árin miðað við núverandi byggð. Dæmi nú hver fyrir sig. Sam- kvæmt þessari talningu hefur verið komið til móts við eina kröfu af fimm en ekki fjórar, eins og formaðurinn heldur fram. Hún hefur kannske ruglast og ætlað að segja að ekki hefði verið komið til móts við fjórar kröfur af fimm. Það skal tekið fram að það er um- deilanlegt að einfalda málið á þann hátt að raða upp kröfum okkar og efndum eins og hér er gert. En fyrst formaður skipulags- og bygginga- nefndar kýs að gera það hljótum við að geta sæst á upptalningu sem þessa. EMIL ÖRN KRISTJÁNSSON, Smárarima 6, EINAR BIRGIR HAUKSSON, Smárarima 24, SIGURJÓN ÁRNASON, Smárarima 18, SKÚLI MAGNÚSSON, Smárarima 14, ÞÓRDÍS T. ÞÓRARINSDÓTTIR, Laufrima 34, GUÐVEIG JÓNA HILMARSDÓTTIR, Laufrima 85, ELÍSA SIGRÚN RAGNARSDÓTTIR, Laufrima 83, ÓLAFUR KR. GUÐMUNDSSON, Viðarrima 45. VEGNA þeirrar umræðu og athafna sem átt hafa sér stað í Reykjanesbæ, að það er verið að hagræða störfum til þess að minnka útgjöld bæjarins, leggja niður störf og segja upp fólki, vildi ég gjarnan rifja upp að fyrir sex árum gerðist það að mér og öðrum var sagt upp á lúalegan hátt af bæj- arritaranum og það var vegna hag- ræðingar, eða það var mér sagt að minnsta kosti. Hann var sendur af oddvita framsóknarmanna hér í Reykjanesbæ, sjálfstæðismanna og að sjálfsögðu oddvita krata. Ég veit ekki betur en þessi atburður þætti alveg sjálfsagður og þó að ég leitaði til félagsmálaráðuneytisins á þess- um tíma og vildi að þessi mál yrðu at- huguð fékk ég þau svör að þetta væri löglegt en siðlaust. Ekkert væri hægt að gera í því þótt ég missti vinnuna sem ég hafði haft í nær 14 ár. Mitt starf var ekki nógu merkilegt – hvað þá nógu fínt – til þess að neinn úr Framsóknarflokknum vildi neitt fyrir mig gera. Þó er ég fædd inn í Framsóknarflokkinn, kem frá gras- rótinni á Suðurnesjum. Það var leit- að til Sivjar Friðleifsdóttur, hún vildi ekkert gera. Ég fór á fund formanns Fram- sóknarflokksins, hann reif bara kjaft. Drífa stóð fyrir því að mér yrði sparkað úr starfi, því spyr ég: Hvers vegna er það ekki líka talið eðlilegt að þeim, sem nú er verið að segja upp vegna hagræðingar, sé sagt upp? Ég vil fá svör við þessum spurningum með hraði, ég get ekki séð neinn mun á þessum uppsögn- um, nema að mitt starf var láglauna- starf en ekki þessi umræddu störf hjá bæjarfélaginu. Það er alltaf sárt og erfitt að missa vinnuna, alveg sama þótt störfin séu ekki talin neitt merkileg, og það er sorglegt að vita til þess að þeir sem hafa kjark til að hafa skoðanir á mönnum og málefnum séu beittir slíkum austantjaldsaðferðum, eins og ég tel að séu viðhöfð í dag. Ég mun hugsa mig um þrisvar áð- ur en ég styð slíka menn til dáða, og ég vona að Suðurnesjamenn geri slíkt hið sama að vori: Vandi valið, rifji upp liðna tíð, við hverju má bú- ast af viðkomandi. Og láti ekki blekkjast af ruglinu sem fer að dynja yfir okkur að vori. INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Klapparstíg 7, Njarðvík. Uppsagnir hjá Reykjanesbæ Frá Ingigerði Guðmundsdóttur: Fundarherbergi Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Náttföt - Satín- og bómullarnáttföt í úrvali Opið laugard. 11-15 Húsbréf Fertugasti útdráttur í 1. flokki húsbréfa 1992 Innlausnardagur 15. janúar 2003 1.000.000 kr. bréf 100.000 kr. bréf 10.000 kr. bréf 5.000.000 kr. bréf 92120034 92120612 92120739 92120766 92120778 92120817 92120928 92120950 92121155 92121193 92121368 92121415 92121468 92121518 92121564 92121570 92121699 92121858 92122000 92122047 92122119 92122128 92122137 92122241 92122251 92122278 92122290 92122299 92122434 92122466 92122639 92122825 92122875 92123135 92150158 92150313 92150335 92150440 92150800 92150801 92150977 92150998 92151957 92151962 92152083 92152092 92152150 92152163 92152335 92152444 92152546 92152828 92153131 92153322 92153374 92153481 92153637 92153736 92154308 92154779 92154791 92154852 92154923 92154933 92154947 92154960 92154964 92155090 92155128 92155363 92155506 92155714 92155737 92155783 92155924 92155995 92156235 92156492 92156579 92156645 92156690 92156811 92156875 92156957 92157328 92157426 92157435 92157512 92157584 92157624 92157998 92158034 92158309 92158533 92158642 92159032 92159226 92159244 92159302 92159550 92159744 92159746 92159787 92170057 92170225 92170275 92170421 92170729 92171128 92171131 92171209 92171400 92171460 92171570 92171677 92171748 92171764 92171838 92171884 92172486 92172564 92173237 92173385 92173920 92174012 92174162 92174173 92174204 92174436 92174474 92174613 92174772 92174794 92175127 92175221 92175298 92175394 92175426 92175575 92175596 92175706 92175901 92176034 92176242 92176321 92176368 92176474 92176538 92176587 92176752 92176823 92176836 92176849 92176890 92176948 92177042 92177068 92178025 92178491 92178496 92178792 92179063 92179087 92179214 92179289 92179298 92179775 92179898 92179907 92179914 92180273 92180489 Y f i r l i t y f i r ó i n n l e y s t h ú s b r é f : 10.000 kr. (22. útdráttur, 15/07 1998) Innlausnarverð 16.601,- 92173090 10.000 kr. (23. útdráttur, 15/10 1998) Innlausnarverð 16.734,- 92174571 92179658 100.000 kr. 10.000 kr. (26. útdráttur, 15/07 1999) Innlausnarverð 180.577,- Innlausnarverð 18.058,- 92156433 92177537 92179657 100.000 kr. 10.000 kr. (28. útdráttur, 15/01 2000) Innlausnarverð 191.052,- Innlausnarverð 19.105,- 92156985 92172609 (2. útdráttur, 15/07 1993) Innlausnarverð 112.070,-100.000 kr. 92156792 (6. útdráttur, 15/07 1994) Innlausnarverð 12.155,-10.000 kr. 92172610 (11. útdráttur, 15/10 1995) Innlausnarverð 13.384,-10.000 kr. 92179653 (14. útdráttur, 15/07 1996) Innlausnarverð 14.190,-10.000 kr. 92170567 (16. útdráttur, 15/01 1997) Innlausnarverð 14.701,-10.000 kr. 92172612 (18. útdráttur, 15/07 1997) Innlausnarverð 15.304,-10.000 kr. 92172699 10.000 kr. (19. útdráttur, 15/10 1997) Innlausnarverð 15.660,- 92171185 10.000 kr. (29. útdráttur, 15/04 2000) Innlausnarverð 19.623,- 92174135 100.000 kr. 10.000 kr. (30. útdráttur, 15/07 2000) Innlausnarverð 201.835,- Innlausnarverð 20.183,- 92155270 92177927 10.000 kr. (32. útdráttur, 15/01 2001) Innlausnarverð 21.092,- 92178920 Að þessu sinni voru engin 5.000.000 kr. bréf dregin út. (34. útdráttur, 15/07 2001) 1.000.000 kr. Innlausnarverð 2.284.764,- 92121363 10.000 kr. (36. útdráttur, 15/01 2002) Innlausnarverð 24.285,- 92174570 Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Því er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í öllum bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Borgatúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 10.000 kr. (37. útdráttur, 15/04 2002) Innlausnarverð 24.897,- 92174060 92174134 92178341 1.000.000 kr. Innlausnarverð 2.489.736,- 92122093 100.000 kr. 10.000 kr. (38. útdráttur, 15/07 2002) Innlausnarverð 25.378,- 92155411 92173915 92175262 92178255 Innlausnarverð 253.781,- 100.000 kr. 10.000 kr. (39. útdráttur, 15/10 2002) Innlausnarverð 25.762,- 92152306 92153003 92153614 92175955 92176630 Innlausnarverð 257.622,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.