Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 64
Mír í sveiflu. Ívar Bjarklind við hljóðnemann. EINHVERJIR kunna að hafa séð nafn Mír á safnplötunni Svona er sumarið 2000. Þar stakk sveitin dá- lítið í stúf, en hljómarnir voru nokk- uð jaðarkyns. Eins var farið með net-aukalag sem Mír átti á Svona er sumarið 2002. Ívar Bjarklind, söngvari og gít- arleikari, segir að honum hafi svo loks fundist vera kominn tími á að gera eitthvað. Þetta „eitthvað“ varð að ellefu laga plötu; sem inniheldur melódískt og fjörugt nýbylgjurokk. „Við tókum plötuna upp í Thule með Axel, fyrrum Naglbít,“ segir Ívar. „Ég hafði ætlað að gera þetta lengi en peningar og fleira stóð því fyrir þrifum. Ég gaf svo bara skít í það og ákvað að kýla á þetta.“ Mír var stofnuð um vorið 2000 og eins og fram hefur komið er lag á Svona er sumarið plötu þess árs. Hvernig kom það til? „Þetta er auðvitað ekki brjálað jaðarefni en heldur ekki hefðbundið sumarpopp,“ útskýrir Ívar. „Ég veit það ekki … mér datt ekkert annað í hug en að þetta væri fyrsta skrefið. Að fara með lag þangað.“ Áður en Mír varð að veruleika hafði Ívar aðallega verið í „ein- hverju koverdóti“ eins og hann orðar það. „Aðallega í Vestmannaeyjum þar sem ég var að spila fótbolta. Þetta var mest svona fikt og gauf en síðan fór ég að semja lög sjálfur. Nú ligg- ur metnaðurinn í því.“ Ívar segist strax byrjaður á næstu plötu. „Ég rak mig á svo marga veggi við gerð þessarar plötu að mig lang- ar að sanna sem fyrst hvað ég hef lært. Það er að segja ef ég fer ekki á hausinn!“ Útgáfutónleikar verða á kvöld á Grand Rokk kl. 22 og mun Anon- ymous ásamt MC Hugsun og fleir- um hita upp. Aðgangseyrir er eng- inn og hægt verður að nálgast plötuna nýju á tilboðsverði. Kýlt á það Mír kynnir plötuna Tilraunaraun í kvöld TENGLAR ..................................................... www.mir.is 64 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AUK þess að vera að gefa út tón- leikaplötu með Stuðmönnum og halda stuðtónleika með sveitinni í kvöld er söngvarinn góðkunni Egill Ólafsson nýkominn með 30 rúm- lesta skipstjórnarréttindi. „Einhver sagði að það væri nauð- synlegt að sigla og það er nákvæm- lega það sem ég ætla að gera,“ seg- ir Egill, sem á ekki bát en hefur aðgang að slíkum. „Draumurinn er að eignast bát,“ útskýrir Egill, sem hefur hugsað sér að sigla um heimshöfin. „Ég leyni því ekki að mig dreymir um að sigla vatnaleiðina til Konst- antínópel. Eins og víkingarnir gerðu. Ég held það gæti verið skemmti- legt,“ segir Egill og nefnir að hann vildi helst hafa í farteskinu góða bók um ferðir víkinganna og upp- lifun. „Allir eiga sér drauma um eitt- hvað.“ Það er enginn draumur að það er að koma út hljómleikaplata með Stuðmönnum. Platan, sem er 18 laga, kallast Stuðmenn á Stóra svið- inu, og var tekin upp á tónleikum í Þjóðleikhúsinu 1. og 2. október sl. „Platan er með fáeinum nýjum lög- um og með gömlum lögum, sem duttu mjög fljótlega út af pró- gramminu. Góð, gömul lög, sem við berum hlýjar taugar til en ein- hverra hluta vegna náðu ekki veru- legum vinsældum þannig séð,“ seg- ir Egill. Eflaust hafa margir heyrt eitt af þessum nýju lögum, „Manstu ekki eftir mér?“ sem er einmitt úr vænt- anlegri íslenskri bíómynd, Stellu í framboði. Textinn í laginu er líf- legur og eftirminnilegur. „Þarna er búið að beisla talmálið og upphefja það í einhvers konar skáldskap. Hann getur líka verið veraldlegur og skemmtilegur,“ segir Egill um lagið. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Austurbæ, sem hét áður Bíóborgin, í kvöld. Fjöldi lista- manna verður Stuðmönnum til halds og trausts á tónleikunum. Borgardætur verða á staðnum auk blásarasveitar og í stuðliðinu verða ennfremur Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Jóhann Hjörleifsson slagverksleikari. Egill segir að Stuðmenn standi enn fyrir sínu og séu ekki á leiðinni að hætta. „Það er lenska Íslendinga að taka öllu sem lifir af sem sjálf- sögðum hlut. Oft sýnum við slíkum fyrirbærum tómlæti. Við ætlum að spila alveg fram í rauðan dauðann.“ Miðasala á tónleikana fer fram í verslun Íslandssíma í Kringlunni og frá klukkan 16 í Austurbæ. Tón- leikarnir hefjast klukkan 21 en hús- ið verður opnað klukkan 20. Þess má geta að nýja platan verður til sölu á tónleikunum. Stuðmenn með nýja plötu og tónleika í kvöld Engin leið að hætta Morgunblaðið/Þorkell Egill var í stuði á Stuð-mannatónleikunum íÞjóðleikhúsinu í byrjunoktóber. Sýnd kl. 4. Vit 460 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 461  Kvikmyndir.is Stundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 471 Bráðskemmtileg rómantísk gamanmynd sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú þegar orðin vinsælasta mynd Reese Witherspoon frá upphafi vestanhafs. Clint Eastwood, Jeff Daniels og Anjelica Huston í mögnuðum spennutrylli sem skilur áhorfandann eftir agndofa. Yfir 47.000 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 448 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 REESE WITHERSPOON E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Clint Eastwood, Jeff Daniels og Anjelica Huston í mögnuðum spennutrylli sem skilur áhorfandann eftir agndofa. „EDDUSIGURVEGARI: HEIMILDARMYND ÁRSINS“ FRUMSÝNING FRUMSÝNING Öðruvísi grínmynd um drykkfellt og þunglynt íslenskt skrímsli sem hefur fengið nóg af mannfólkinu. Eftir snillinginn Hal Hartley, framleidd af Friðriki Þór Friðrikssyni og Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk: Sarah Polley, Robert John Burke, Julie Christie, Helen Mirren,Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson, Björn Jörundur og Helgi Björnsson. Ertu nógu sterk/sterkur? Myndin er byggð á sönnum atburðum. Kröftug þýsk og eftirmin- nileg spennumynd sem hefur fengið fjölda verðlauna og frábæra dóma. Með Moritz Bleibtreu úr ”Run Lola Run.” Yfir 49.000 áhorfendur Sýnd í stóra salnum kl. 5.45. WITH ENGLISHSUBTITLESAT 5.45 8 Eddu verðlaun. Sýnd kl. 6. B.i. 12. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.45 með enskum texta, 8 og 10.10. B.i. 12. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8 og 10.05. Boðssýning kl.6 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Hljómsveit Hjördísar Geirs Allir velkomnir leikur fyrir dansi í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld frá kl. 21-01HildirHans og Kári Hverfisgata 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.