Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 49 ✝ Kristján GrétarSigurðsson fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1953. Hann lést 8. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar Kristjáns eru Sigurður Ásgeir Kristjánsson, f.v. skipstjóri, f. 15.8. 1928, og Erna Guð- rún Jensdóttir, f. 9.8. 1930. Kristján átti þrjá bræður. Þeir eru: Rafn Haraldur, kvæntur Suzanne Kay Sigurðsson, Sig- urður Þór, kvæntur Aðalheiði Gestsdóttur og Jens Pétur, kvænt- ur Patriciu Segura Valdes. Kristján kvæntist Brynhildi Ríkey Björnsdóttur árið 1983. Saman áttu þau Sigurð Ásgeir, f. 3.12. 1982. Brynhild- ur átti Hörpu Maríu Hreinsdóttur frá fyrra hjónabandi. Kristján og Bryn- hildur slitu samvist- um. Brynhildur lést árið 2001. Útför Kristjáns verður gerð frá Sel- tjarnarneskiskju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar ég frétti að Stjáni bróðir hefði orðið bráðkvaddur, leitaði hug- urinn fyrst til Sigga Geira frænda míns. Siggi hefur átt öruggt skjól hjá pabba sínum alla tíð. Það er einungis liðið ár frá andláti móður hans. Hvernig má það vera að Siggi skuli vera skilinn eftir aleinn án foreldra? Hvaða tilgangi þjónar það spyr mað- ur sjálfan sig? Ég veit að ég fæ aldrei svör við þessum spurningum, en óneitanlega er erfitt fyrir nánustu ættingja að sættast við skaparann á slíkum stundum. Viðbrögð við andlátsfréttinni hjá vinum og ættingjum voru líka öll á einn veg. Hvernig má það vera? Hann Stjáni var svo vel á sig kominn. Hann stundaði sund, gönguferðir og og fjallgöngur, svo ekki sé minnst á allar rjúpnaferðirnar. Hann hugsaði sér- staklega vel um eigin heilsu. Hann hafði líka mikilvægu og vandasömu hlutverki að gegna, sem var uppeldis- hlutverkið. Hann sinnti því verki á hverjum degi á þann hátt að eftir því var tekið. Það er margt sem leitar á hugann frá uppvaxtarárunum. Það var nokk- ur aldursmunur á okkur bræðrum og Stjáni var oftast að heiman frá 16 ára aldri. Fyrst á farskipum og síðar á fiskiskipum. Minnistæðastir eru því veturnir 1973-1975 þegar hann var í Stýrimannaskólanum. Hann útskrif- aðist frá skólanum með farmannapróf vorið 1975. Árin eftir útskriftina var hann stýrimaður og afleysingaskip- stjóri á fiskiskipum frá Stálskipum og Bæjarútgerð Reykjavíkur. Árið 1980 hóf Stjáni sambúð með Brynhildi Ríkey Björnsdóttur og þau giftu sig 1983. Brynhildur átti fyrir eina dótt- ur, Hörpu Maríu. Fyrst bjuggu þau í Furgrund í Kópavogi en síðar fluttu þau á Nesveginn. Þar eignuðust þau Sigga árið 1982. Þegar sonur Stjána fæddist árið 1982 tók Stjáni þá ákvörðun að koma í land til að fylgjast með uppvexti son- arins. Fljótlega vaknaði sá grunur að Siggi þyrfti sérhæfða þjónustu og að- stoð umfram aðra og greining á ein- hverfu í Kjarvalshúsi á Seltjarnarnesi staðfesti þann grun. Þá var ekki aftur snúið hjá Stjána og útséð með frekari sjómennsku. Stjáni og Binna, barns- móðir Sigga skildu nokkrum árum síðar. Sameiginlega tóku þau þá ákvörðun að fela Stjána að sjá um Sigga litla og mamma hans var til taks fyrir Sigga alla tíð á meðan að- stæður leyfðu. Harpa María hefur haldið góðu sambandi við þá feðga síðan leiðir skildu. Eftir að Stjáni kom í land fór hann fljótlega að vinna hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur við skipaþjónustuna Síð- ar þegar fyrirtækið hét Grandi, vann hann við að þjónusta skipin ásamt öðrum, en sá að mestu sjálfur um alla víra sem skipin þurftu. Þótt sú vinna væri erfið líkamlega, var hún líka gef- andi því á þessum vettvangi þurfti hann að vera mikið í beinu sambandi við fyrrverandi starfsfélaga af sjón- um. Starfstíminn hjá Bæjarútgerð- inni og Granda spannaði meira en 20 ár. Fyrir tæpum tveimur árum var af- ráðið að leggja niður víraverkstæðið hjá Granda og selja tækin. Kaupend- urnir buðu Stjána að fylgja með í kaupunum. Hann ákvað að slá til og réð sig til Icedan í Hafnarfirði. Starfsvettvangurinn var sá sami og áður, að framleiða og afgreiða víra í öllum stærðum og gerðum. En það urðu mikil umskipti á hans högum við þessa breytingu. Stjáni sagði mér oft frá vinnunni og vinnufélögunum hjá Icedan og honum fannst mikið til þess koma að háir sem lágir innan fyrir- tækisins ræddu saman um viðfangs- efnin og leystu síðan verkefnin í sam- einingu. Það var góður starfsandi hjá Icedan og það sem skipti mestu máli fyrir Stjána var að starf hans var nú metið að verðleikum. Stjána er sárt saknað hjá Icedan og skarðið sem hann skilur eftir sig þar verður vand- fyllt. Þegar ég og fjölskylda mín vorum að byggja í Stararimanum komu allir bræður mínir og hjálpuðu okkur við bygginguna. Það voru ófáar vinnu- stundirnar sem þeir gáfu okkur fjöl- skyldunni. Enginn eyddi þó meiri tíma með mér en Stjáni og stundum var verið að langt fram á kvöld og jafnvel heilu næturnar. Bæði ég og Stjáni vorum komnir í ónáð hjá Sigga Geira fyrir allan tímann sem hann var að heiman. Siggi fyrirgaf okkur tíma- stuldinn síðar. Ég lærði það af Stjána hvernig hægt er að vinna sér hlutina eins létt og kostur er og jafnframt að afkasta miklu. Nokkrum árum síðar þegar Stjáni fór að standsetja húsið sitt í Fannafold, gat ég aðeins end- urgoldið lítið brot af því sem hann hafði gefið mér og minni fjölskyldu. Þegar ég stend frammi fyrir því að kveðja bróður minn í hinsta sinn kem- ur mikill söknuður upp í hugann en jafnframt þakklæti fyrir samveru- stundirnar sem við áttum. Það sækir líka að manni kvíði fyrir framtíð Sigga Geira. Hjá honum er sorgin þyngst og missirinn mestur. Mamma og pabbi eiga líka erfitt núna. Þau hafa verið sem klettur og stutt Stjána jafnt sem okkur hina bræðurna í gegnum lífið, en þau voru ekki viðbúin þessu áfalli. Ég bið góðan Guð að styrkja alla vini og ættingja Stjána í sorg þeirra og sérstaklega bið ég Guð að styrkja Sigga í sinni sorg. Sigurður Þór. Elsku pabbi. Við erum búnir að eiga saman gott heimili. Við vorum alltaf svo góðir að sækja pizzur sam- an. En nú ertu því miður farinn frá mér og þessu heimili. Ég á eftir að sakna þín. Guð og englarnir munu vaka yfir þér. Guð blessi þig. Þinn sonur. Sigurður Ásgeir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku Stjáni bróðir, þakka þér fyr- ir að hafa leyft mér að vera samferða þér á lífsgöngu þinni. Þakka þér fyrir alla göngutúrana og ferðalögin sem við fórum saman bæði hérlendis og erlendis. Hvort túrinn tók fimm daga eða tvo tíma, hvort sólin skein eða stormurinn buldi, alltaf varstu jafn- hress og sagðir. „Tveir tímar úr bíl í bíl, þessi fer í dagbókina.“ Sögurnar þínar af veiðitúrunum sem þú fórst með honum Magga Magg vini þínum og veiðifélaga eru alveg ógleymanleg- ar, og er maður spurði um afla, þá var svarið ávallt eitthvað á þessa leið; „Átta rjúpur á skipið.“ Honum Sigga Geira varstu alltaf góður og gerðir allt sem þú gast fyrir hann, varst virkur í hans áhugamálum og hvattir hann áfram. Það er sama hvar ég drep niður fæti, alltaf ert þú nálægur. Er ég var ungur að byrja búskap, nafni þinn á leiðinni í heiminn og við húsnæðislaus, þá hljópst þú undir bagga og lánaðir okkur íbúðina þína sem þú hlakkaðir til að flytja inn í. En, „ekkert mál“. Er ég kynntist konunni minni nú- verandi varst þú aftur hinn mikli ör- lagavaldur er þú bentir mér á að Úti- vist væri með ferð yfir Esjuna frá Meðalfelli. Nú ég sló til, fór með þér og allir vita nú hvernig það fór. Þín verður sárt saknað í vestur- bænum sem og víðar. Ég vona bara að þegar minn tími kemur, fái ég að ganga áfram með þér um þau fjöll og dali sem kunna að verða á vegi okkar. Ég bið að Guð haldi verndarhendi sinni yfir honum Sigga Geira og ég veit að hann þarf ekkert að óttast því hann á svo marga góða að. Hörpu Maríu, stjúpdóttur þinni, og henni Huldu vinkonu þinni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur Rafn. Félagi okkar og vinur Kristján Sig- urðsson er látinn okkur öllum að óvörum. Fréttin um ótímabært and- lát hans síðastliðið föstudagskvöld var okkur öllum mikið áfall. Kristján hafði farið heim úr vinnu í eftirmið- daginn eins og vanalega á föstudög- um og hélt glaðbeittur af stað inn í helgina. Engin átti von á að hann snéri ekki tilbaka til sinna starfa eins og hans var von og vísa. Við kynntumst Kristjáni þegar hann hóf störf hjá fyrirtækinu í maí 2001, í kjölfar kaupa fyrirtæksins á víraverkstæði Granda hf, en verk- stæðið hafði verið rekið sem stoðdeild þess fyrirtækis um áratuga skeið. Kristján hafði starfað um langt árabil hjá Granda, bæði sem sjómaður og svo hin síðari ár á víraverkstæðinu. Hann hafði því ekki haft marga vinnustaði á sinni starfsævi, enda má segja að hann hafi verið fæddur inn í Bæjarútgerðina sem síðar varð Grandi, en faðir hans var skipstjóri og verkstjóri þar til fjölda ára. Krist- jáni var strax vel tekið á nýjum vinnu- stað enda er fyrirtækið enn frekar smátt í sniðum. Kristján kunni strax vel við nýtt umhverfi. Á sjómanna- daginn 2001 var svo Kristján skráður í Íslandsmeistarakeppni í vírasplæs- ingu og netabætningu. Hann fór, sá og sigraði í keppninni eins og honum var lagið. Kristján fékk að launum ferðavinning sem hann nýtti síðar á árinu. Kristján var einstaklega vinnu- samur og kraftmikill starfsmaður, hann var vel metin af viðskiptamönn- um okkar. Kristján var mikill útivistarmaður og hafði gaman af útiveru og veiðum. Hann var ótrúlega heilsuhraustur og vel á sig komin að mati okkar allra sem vorum í kringum hann daglega. Því var þetta fráfall hans okkur mikið áfall. Stutt var í brosið og aldrei neitt væl. Kristján unni syni sínum og talaði oft um hann við vinnufélaga sína. Við stöndum nú uppi með margar spurningar í huga á stund sem þess- ari. Hvernig getur svona gerst að ungur maður í blóma lífsins sé rifinn burtu? Hver er tilgangurinn? Við vottum syni Kristjáns, foreldrum, systkinum og fjölskyldu, okkar dýpstu samúð á þessari sorgar- stundu. Við þökkum Kristjáni ánægjuleg kynni. Honum er ætlað annað hlutverk á öðrum stað. Megi minning um góðan dreng lifa. Starfsfólk ICEDAN. KRISTJÁN GRÉTAR SIGURÐSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY VALDEMARSDÓTTIR SNÆVARR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést laugardaginn 9. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Birna H. Stefánsdóttir, Jón Bergsteinsson, Pétur Stefánsson, Hlíf Samúelsdóttir, Stefanía V. Stefánsdóttir, Gunnsteinn Stefánsson, Helga Snæbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar KRISTJÁNS GRÉTARS SIGURÐSSONAR er lokað hjá ICEDAN ehf. í Hafnarfirði eftir kl. 13.00 í dag, föstudag- inn 15. nóvember. ICEDAN ehf. Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn. Sigrún Ágústsdóttir, Magnús Flosi Jónsson, Jóhann Grétarsson, Ágúst Örn Grétarsson, Ragnheiður María Hannesdóttir og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR L. TÓMASSONAR, Hverabakka. Guð blessi ykkur öll. Svava Sveinbjarnardóttir, Anna Sigurðardóttir, Jakob Marinósson, Þóra Sigurðardóttir, Sjöfn Sigurðardóttir, Þorleifur Jóhannesson, barnabörn og langafabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu, RAGNHILDAR SIGURÐARDÓTTUR, Flétturima 31, Reykjavík. Sigurður Þór Garðarsson, Marín Björk Jónasdóttir, Birna Elín Þórðardóttir, Úlfar G. Ásmundsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR JÓNSSON frá Marbæli, Skarðshlíð 14A, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju mánudag- inn 18. nóvember kl. 14.00. Hulda Jónsdóttir, Anna S. Rögnvaldsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Bryndís Óladóttir, Jón G. Rögnvaldsson, Svanfríður Sigurðardóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir, Árni Ragnarsson, Rögnvaldur B. Rögnvaldsson, Birna G. Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.