Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. JAFNRÉTTISMÁL eru mörg- um hugleikin og það með réttu. Lýðræði byggist á þeirri forsendu að þegnarnir hafi jafna möguleika til þátttöku og skoðanaskipta óháð kyni, uppruna eða félagslegum að- stæðum. Á undanförnum árum hef- ur mikið áunnist í baráttunni fyrir jafnstöðu karla og kvenna. Konum fer fjölgandi í ábyrgðarstörfum á opinberum vettvangi sem þýðir jafnframt að kvenfyrirmyndum fjölgar. Konur í forystu þurfa ekki lengur að sæta þeirri ábyrgð, sem lögð var á okkar fyrstu kvenleið- toga, að vera hinn fullkomni fulltrúi allra kvenna. Á grundvelli þekkingar er hægt að vinna gegn misrétti með áhrifa- meiri hætti. Á síðustu árum hafa stjórnvöld lagt kapp á að útrýma kynjamisrétti á Íslandi. Í því skyni hafa fjölmargar nefndir verið sett- ar á fót sem hafa haft það markmið að kanna afmarkaða þætti sem hamla þátttöku kvenna í stjórnmál- um og frama þeirra í atvinnulífi. Má benda á nefnd um konur og fjölmiðla, nefnd um konur og vís- indi, nefnd um efnahagsleg völd kvenna, nefnd um konur og op- inbera stefnumótun, nefnd um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum og ráðstefnu um konur og lýðræði. Dæmi um niðurstöður þessarar miklu vinnu er t.d. athugun sem leiddi í ljós að karlar eru mikill meirihluta þeirra sem í heyrist í ís- lensku sjónvarpi. Einungis heyrist í konum í 15% tilvika. Á þetta bæði við um fréttatengt efni og skemmtiefni. Konur sjást þó oftar en í þeim heyrist eða í u.þ.b. 30% tilvika. Sumir hafa vilja skýra þetta hrópandi misvægi á þann veg að konur séu ekki fáanlegar til að tjá sig á opinberum vettvangi. Sambærileg kenning er oft notuð þegar skýra á hvers vegna færri konur en karlar eru í hópi kjörinna fulltrúa. Er þá sagt að konur hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Þessar fullyrðingar hefur aldrei verið sannreyndar og ég dreg mjög í efa sannleiksgildi þeirra. Kenningar af þessu tagi eru í engu frábrugðnar fordómum. For- dómar ráða því að einstaklingar eru ekki metnir á grundvelli eigin hæfni og áhuga, því hinn fordóma- fulli horfir aldrei framhjá kyni ein- staklingsins. Aðferð hins fordóma- fulla er að flokka kynin í tvo ólíka hópa og gefa kynjunum eðlisein- kenni. Á grundvelli þessarar flokk- unar ríkja svo mótaðar hugmyndir um hvað sé eðlilegt atferli fyrir karla og konur. Fordómar sem þessir samrým- ast ekki hugsjóninni um að ein- staklingar séu metnir að eigin verðleikum. Jafnrétti í reynd næst ekki fyrr en konur og karlar geta valið sér starfsvettvang og áhuga- mál sem falla að hæfileikum þeirra og lunderni, óháð kreddum um hlutverk og eðli kynjanna. Jafnrétti í reynd Eftir Stefaníu Óskarsdóttur Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins og stjórnmálafræð- ingur. Hún sækist eftir sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Fordómar sem þessir samrýmast ekki hug- sjóninni um að einstaklingar séu metnir að eigin verð- leikum.“ EES-samningurinn var afar já- kvætt skref fyrir Íslendinga. Þátttak- an í umfjöllun um Evrópska efna- hagssvæðið var Íslendingum ómetanleg reynsla og hefur árangur- inn verið ótvíræður. En við lok samn- ingstímans er brýn ástæða til að skoða framhaldið með tilliti til þeirrar stöðu sem aðildarlönd Evrópusam- bandsins hafa en við ekki. Áhrif á löggjöf innan EES Mikið hefur verið rætt um lýðræð- ishalla innan ESB, þ.e. að lagasetn- ingar séu ekki í beinu umboði frá fólk- inu, sem á að fara eftir löggjöfinni. Lýðræðishallinn er hins vegar enn meiri innan EES. Við höfum sam- þykkt að stofnanir ESB semji löggjöf, sem okkur ber skylda til að taka upp og fara eftir. Gildissvið löggjafar þessara stofnana er mjög vítt hér á landi. Stofnanir ESB sækja hins veg- ar ekkert lýðræðislegt umboð til ís- lenskra kjósenda og íslensk stjórn- völd eiga mjög takmarkaða möguleika á að hafa áhrif á ákvarð- anir þeirra. Við undirskrift EES var staðan innan ESB þannig að framkvæmda- stjórn sambandsins hafði lykiláhrif á ákvarðanir, og auðveldaði það okkur að koma að sjónarmiðum okkar. Í dag er það ráðherraráð og Evrópuþingið, sem hefur æðsta áhrifavaldið. Þetta fyrirkomulag takmarkar mjög áhrif Íslands á undirbúning og setningu laga ESB. Gott dæmi um það er lög- gjöfin um raforkumarkaðinn. Því er nauðsynlegt að spyrja okkur sjálf, hversu lengi íslenskir kjósendur sætta sig við slíkt áhrifaleysi? EES og fiskurinn EES skilar okkur í raun ekki full- um aðgangi að innri markaði ESB. Ekki ríkir full fríverslun með fisk, sem mun skerða enn viðskiptakjör Ís- lands, þegar sambandið stækkar til austurs, því í dag er fríverslun með Framtíðarhorf- ur EES – hvað þarf að skoða? Eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur „Við höfum ekki efni á öðru en taka virka um- ræðu for- dómalaust og opin- skátt.“ RÍKISSTJÓRNARÞÁTTTAKA Framsóknarflokksins síðustu 8 ár hefur um margt skilað miklum efnahagslegum árangri, kaupmátt- ur ráðstöfunartekna hefur vaxið um liðlega 30%. Kjör almennings hafa líklega batnað meir en nokkru sinni áður á sambærilegu tímabili. Ástæðan er fyrst og fremst að efna- hagslegum stöðugleika var komið á í kjölfar þjóðarsáttarsamninganna sem gerðir voru undir forystu rík- isstjórnar Steingríms Her- mannssonar og ASÍ og VSÍ áttu mikinn þátt í. Lág verðbólga ger- breytti aðstæðum til atvinnurekstr- ar og það hefur skilað sér í pyngju launþega. Þessum uppgangstíma fylgja breytingar sem ekki eru allar til góðs. Opinberar upplýsingar stað- festa að ójöfnuður fer vaxandi. Ljóst er að hópar meðal aldraðra og öryrkja búa við bág kjör. Fá- tækt verður sýnilegri en áður, það sýnir sig hjá félagsþjónustu sveitar- félaganna og Mæðrastyrksnefnd. Þeim upplýsingum verður ekki vís- að á bug eins og forsætisráðherra gerði með því að ætíð sé eftirspurn eftir því sem er ókeypis. Það er frá- leitur málflutningur sem enginn framsóknarmaður getur tekið und- ir. Kjörorð flokksins er einmitt fólk í fyrirrúmi. Það á að vinna gegn auknum ójöfnuði með opinberum aðgerðum og það er tiltölulega auð- velt í þeirri efnahagslegri velsæld sem er hér á landi. Að því verkefni eiga allir að koma sem efni hafa á. Þeir sem hafa hagnast og notið velgengni, svo ekki sé talað um þá sem fengu þann happdrættisvinning að geta selt veiðiheimildir, mega ekki gleyma því að þeir eru þátttak- endur í þjóðfélaginu og bera ábyrgð á því. Það getur enginn litið svo á að hann sé stikkfrír og að heimilt sé að neyta allra bragða til þess að skara eld að eigin köku. Það er skylda hvers manns að leggja sitt til samfélagsins. Mál er að linni þeirri græðgi og óbilgirni sem sést of víða í þjóðfélaginu. Framsóknarflokkurinn er fé- lagshyggjuflokkur sem vinnur að lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Það er beinlínis hlutverk flokksins að beita sér fyrir jöfnuði og aukinni samfélagslegri ábyrgð. Ég er í engum vafa um það, eftir viðtöl við flokksmenn og stuðnings- menn flokksins undanfarna mánuði, að mjög er kallað eftir því að fé- lagslegar áherslur flokksins verði skýrar. Skýrar félags- legar áherslur Eftir Kristin H. Gunnarsson „Framsókn- arflokkurinn er fé- lagshyggju- flokkur.“ Höfundur er formaður þingflokks Framsóknarflokksins. ÞAÐ er eðli stjórnmálastarfs að þrátt fyrir að sigrar séu unnir og góður árangur náist eru sífellt mikilvæg verkefni fyrir höndum og hugsjónir sem bíða þess að verða að veruleika. Mikilvægustu verkefni íslenskra stjórnmála eru að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Hagsmunir Íslands geta ekki talist í því að gerast aðilar að Evrópusamband- inu. Aðild að ESB mundi kosta geysihá framlög til þróunarsjóða bandalagsins þar sem við erum rík þjóð og stórvaxandi kröfur eru uppi vegna fátækari þjóða Mið- og Austur-Evrópu. Ekki er unnt að fullyrða hve marga milljarða við þyrftum að greiða árlega umfram það sem við gætum átt kost á að sníkja í styrki frá ESB en þeir gætu verið átta–tíu. Þá væri mikið óráð að færa stjórn fiskveiða til Brussell. Allt tal um að við ættum kost á varanlegum undanþágum frá Rómarsáttmálanum er einber óskhyggja. Þá er stjórnarfarslegt fullveldi dýrmætt og sjálfstætt efnahagskerfi. Okkur hefði ekki tekist að kveða niður verðbólguna sl. sumar ef við hefðum ekki haft sjálfstæða mynt. Síðast en ekki síst eru lífskjör á Íslandi betri en í ríkjum ESB þannig að við höfum þangað ekk- ert að sækja. Fólk í fyrirrúmi Við þurfum að gera betur við þá sem standa höllum fæti í þjóð- félaginu. Á síðustu árum hefur orðið bylting í búsetumálum fatl- aðra og lífsaðstöðu fjölmargra þeirra. Enn er þó miklu verki ólokið á því sviði. Fjárhagserfiðleikar hrjá margar fjölskyldur. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna sem sett var á fót að frumkvæði okkar í félags- málaráðuneytinu hefur veitt yfir 4.000 einstaklingum ókeypis ráð- gjöf. Við eigum ekki að þola það að einhverjir líði skort í þjóðfélagi okkar. Byggðaþróun hefur verið öf- ugsnúin að undanförnu. Stjórn- völdum er legið á hálsi fyrir að draga alla starfsemi til Reykjavík- ur. Á vegum félagsmálaráðuneytis- ins og undirstofnana þess eru 1.570 störf, 915 þeirra eru unnin utan Reykjavíkur. Ég tel mig geta lagt fram reynslu og kunnáttu til góðra verka fyrir þjóðina og sækist því eftir áframhaldandi forystustarfi í stjórnmálum. Verk að vinna Eftir Pál Pétursson „Mikilvæg- ustu verk- efni ís- lenskra stjórnmála eru að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar.“ Höfundur er félagsmálaráðherra. Í DAG, föstudaginn 15. nóv., verður haldinn fundur um þjóð- lendumál í Súlnasal Hótel Sögu. Vonandi verður góð mæting á þessum fundi, svo athygli almenn- ings og fjölmiðla vakni á þessu furðulega máli. Alþingi setti lög um þjóðlendur, sem núverandi ríkisstjórn fylgir eftir með ótrúlegri óbilgirni og hafa þar fengið til liðs við sig gengi lögfræðinga, sem sumir hverjir að minnsta kosti, væru hjá siðuðum þjóðum, taldir algerlega vanhæfir vegna eigin persónulegra skoðana á þessum málum. Og hafa enda margoft sýnt það í verki á umliðnum árum. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með öllum þeim greinum sem fyllt hafa dagblöðin undan- farnar vikur vegna prófkjörsslags- ins fyrir væntanlegar alþingis- kosningar. Undirritaður hefur hlaupið yfir nokkuð af þessum skrifum en hvergi séð ýjað einu orði að þjóð- lendumálum. Ekki hefur stjórnar- andstaðan heldur reynt, svo ég viti til, að nota þetta í sínum málflutn- ingi á Alþingi. Þó þarna sé trúlega á ferðinni einhver mesta aðför að eignarréttinum í allri Íslandssög- unni virðast fáir vera til þess að taka upp hanskann fyrir þá bænd- ur og landeigendur sem ríkið er að níðast á. Á þessum málatilbúnaði öllum bera fulla ábyrgð, Sjálfstæðis- flokkurinn, aðal málsvari einstak- lingsins og eignarréttarins (að eig- in sögn) og Framsóknarflokkurinn, flokkur dreifbýlisins og bænda að því að menn héldu. Það er meira en lítið hlálegt að þessir flokkar séu orðnir drátt- arklárar fyrir hugsjónir komma og krata í því að gera nánast allt land að almenningseign. Frambjóðendur landsbyggðar- kjördæmanna verða væntanlega spurðir um afstöðu sína til þessa máls þegar þeir ríða um héruð til undirbúnings alþingiskosninganna í vor. Mætum sem flest til þessa fund- ar og sendum þaðan skýr skilaboð til þeirra sem ráða ferðinni í þess- ari aðför að landsbyggðinni og eignarréttinum. Eftir því sem á undan er gengið veit enginn hvar verður borið nið- ur næst. Þjóðlendumál Eftir Þóri N. Kjartansson „Mætum sem flest til þessa fund- ar og send- um þaðan skýr skilaboð til þeirra sem ráða ferðinni í þessari aðför að lands- byggðinni og eignarrétt- inum.“ Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.