Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 268. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 mbl.is Sarah litla í Avonlea Kvikmyndin Monster að stórum hluta tekin á Íslandi Fólk 61 Steinunn Sigurðardóttir í dásemdum Parísar Listir 30 Að rækta líkamann Líkamsrækt komið fyrir í stundaskránni Daglegt líf 4 VOLVO ER 75 ÁRA Á MORGUN Komdu og fáðu þér ilmandi kaffi og Myllukleinur á milli 12-16 Bíó með máls- verði á undan VERIÐ er að undirbúa flutning sjúklinga milli deilda á Landakoti vegna lokunar á öldrunarlækningadeild L-3 eftir að þar fannst nýlega meticillín- ónæmur stofn af bakteríunni Staphylococcus aureus (MÓSA). Sjúkling- arnir verða fluttir á deild L-4 en þar þarf að sótthreinsa hátt og lágt áður samkvæmt ákveðnum reglum. Morgunblaðið/Þorkell Sótthreinsun vegna bakteríusmits DÓMARI við skiptarétt í Kanada féllst í fyrradag á kauptilboð Col- umbia Ventures Corp. í tvöfaldan sæstreng sem liggur milli Bretlands, Írlands, Kanada og Bandaríkjanna. Kaupverð á sæstrengnum, sem nefn- ist Hibernia, er ekki gefið upp, en kostnaður við hann var um 800 millj- ónir dollara eða tæpir 70 milljarðar íslenskra króna. Samkvæmt heimild- um blaðsins greiddi Kenneth Peter- son aðeins brot af þeirri fjárhæð. Bjarni K. Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Col- umbia Ventures, segir lauslega hafa verið skoðað hvort til greina komi að tengja Ísland Hibernia-strengnum. „Við munum skoða það áfram í sam- ræmi við annað sem gerist á þessum markaði, þ.e. aðrar tengingar sem eru að koma til Íslands. Á sínum tíma voru alltof margir kaplar lagðir milli Evrópu og Ameríku og það fór með mörg fyrirtæki. Við verðum að gæta þess að það gerist ekki á Ís- landi. Það gæti verið fjárhagslega fýsilegt að tengja hann Íslandi, með tilliti til þeirra tenginga sem við höf- um í dag, en það væri til að æra óstöðugan að tengja kapalinn Íslandi ef Farice-strengurinn kemur líka. Þá væri einfaldlega of mikið framboð.“ Kostnaður við Farice, sem liggur milli Íslands, Færeyja og Skotlands, er áætlaður um 4,2-4,5 milljarðar, en í viðskiptaáætlun er gert ráð fyrir þátttöku Landssímans og að reynt verði að fá önnur fjarskiptafyrirtæki hér að framkvæmdinni. Sæstrengurinn Hibernia var í eigu fyrirtækisins 360networks Inc, sem er gjaldþrota, og ráðstöfun eigna því háð samþykki dómstóla í Kanada. Peterson kaupir sæ- streng yfir Atlantshaf Ekki til Íslands ef Farice-sæstreng- urinn kemur líka Í bréfi sem Sigurður G. Guðjóns- son, forstjóri Norðurljósa, sendi Landsbankanum sl. þriðjudag er hins vegar lýst þeirri skoðun að allt virðist stefna í að Norðurljós verði tekin til gjaldþrotaskipta haldi bankinn við þá kröfu að fá yfir- dráttarskuldina að fullu greidda áður en fulltrúar bankans setjist að samningaborði með fulltrúum Norðurljósa á nýjan leik. Tillaga Landsbankans um lausn á fjárhagsvanda Norðurljósa kem- ur fram í bréfi bankans til Norður- ljósa hinn 8. nóvember sl. Þar er lagt til í fyrsta lagi að Kaupþing banki hf. afskrifi þann hluta sam- bankaláns til félagsins, sem nemi afslætti erlendu bankanna, eða um 1.500 milljónir króna. Í öðru lagi að söluandvirði hlutabréfa í Tali hf. að upphæð 1.400 milljónir gangi til að lækka sambankalán félagsins. Í þriðja lagi að inn í félagið komi nýtt hlutafé að upphæð 1.000 millj- ónir og í fjórða lagi að kostnaður félagsins verði lækkaður m.a. með því að fella alveg niður ráðgjafa- greiðslur til hluthafa. Í bréfi forstjóra Norðurljósa til Landsbankans sl. þriðjudag segir hins vegar að þetta dugi ekki til og þess vegna óski Norðurljós eftir því að Landsbankinn afskrifi vexti og verðbætur sambankalánsins, sem nemi nú um 230 milljónum króna. Yfirdráttarskuld Norður- ljósa verði breytt í kröfu tryggða með 1. veðrétti samhliða 1. veðrétti sambankalánsins. Bréfaskipti Landsbanka Íslands og Norðurljósa hf. vegna þessa máls eru birt að hluta í Morgun- blaðinu í dag. Landsbanki telur hægt að bjarga Norðurljósum                         ! "#  $      %    &    '      (     )  *  +     & (   "       - *   .     /      0- *   1 +  +     + "     ! (   * +    !    "                 Norðurljós segja skilyrði bankans stefna fyrirtækinu í þrot LANDSBANKI Íslands sendi forráðamönnum Norðurljósa samskiptafélags hf. bréf síðdegis í gær, þar sem bankinn ítrekar fyrri skoðun þess efnis, að verði tillögur bankans um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins fram- kvæmdar geti Norðurljós staðið við skuldbindingar sínar í framhaldinu. Bréf þetta var sent í kjölfar þess, að dómur féll í málaferlum Landsbankans á hendur Norðurljósum, og var félagið dæmt til að greiða bankanum 265 millj- ónir króna vegna yfirdráttarskuldar. EFNAHAGSKREPPAN í Argentínu magnaðist í gær þegar landið lenti í vanskilum með lán frá Alþjóðabankanum sem ákvað þess vegna að veita því ekki fleiri lán. Efnahagsmálaráðherra Arg- entínu, Roberto Lavagna, sagði að lánið yrði ekki endurgreitt fyrr en landið fengi nýtt lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. AP Roberto Lavagna (t.h.) á leið til fundar við fulltrúa IMF. Argentína í vanskilum Washington. AFP. EMBÆTTISMENN í Bandaríkjun- um og Írak virtust í gær vera að búa sig undir lokauppgjör í deilu ríkjanna eftir að íraska stjórnin sam- þykkti með semingi ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit í Írak. Bandaríkja- stjórn varaði við því að stríð væri óhjákvæmilegt ef Írakar hlíttu ekki skilmálum ályktunarinnar. Íraksstjórn ýjaði að því að hún kynni að bera brigður á umboð vopnaeftirlitsmanna SÞ og setja skilyrði fyrir vopnaleitinni. Hún kvaðst ætla að senda framkvæmda- stjóra SÞ bréf þar sem tíundað yrði hvaða skilmála ályktunarinnar Írak- ar teldu ekki samræmast þjóðarétti. Í bréfi, sem utanríkisráðherra Íraks sendi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í fyrradag, sagði að Írakar myndu fylgjast mjög grannt með störfum eftirlitsmann- anna. „Í samskiptum sínum við eft- irlitsmennina hyggst stjórn Íraks hafa hliðsjón af hegðun þeirra, ásetningi þeirra sem hafa í hyggju að koma illu til leiðar og því hvort þeir sýni reisn þjóðarinnar, fullveldi hennar og öryggishagsmunum til- hlýðilega virðingu.“ Áhrifamikið dagblað í Írak, Babel, sagði að með því að samþykkja ályktunina hefðu Írakar „sannað vel- vilja sinn“ og staðfest að í landinu væru engin gereyðingarvopn. Blaðið varaði einnig við því að hættunni á stríði hefði ekki verið afstýrt. „Eftir jákvætt svar Íraka þurfa aðildarríki öryggisráðsins – einkum Rússland, Frakkland og Kína – að gera sér grein fyrir því að vandamálum okkar og deilum við Bandaríkin er ekki enn lokið og deilurnar eru ef til vill rétt að byrja.“ Bandarískir embættismenn sögðu að stríð væri óhjákvæmilegt ef Írak- ar veittu ekki upplýsingar um ger- eyðingarvopn sín fyrir 8. desember og héldu því enn fram að þeir hefðu ekki yfir slíkum vopnum að ráða. Stjórn Bush viðbúin lokauppgjöri við Íraka Stjórn Íraks boð- ar skilyrði fyrir vopnaeftirliti Bagdad, Washington. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.