Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. „Nútímafegrunaraðgerðir eru liður í eðlilegu viðhaldi á útliti fólks en ekki umbreyting,“ segir Ottó Guð- jónsson, lýta- og fegrunarlæknir, og skírskotar til nýrra efna sem sprautað er í húðina. Þau eru í auknum mæli notuð í baráttunni við hrukkurnar og ef spá Ottós rætist verður þróunin sú að þorri ís- lenskra kvenna viðheldur unglegu útliti sínu með sprautum á nokk- urra mánaða fresti. Sprautum, sem innihalda fylli- efni, er beitt á hrukkur og djúpa drætti í kringum munninn, „áhyggjuhrukkur“ á milli auga- brúnanna og til að fá fyllingu í var- ir. Ottó starfaði um tíu ára skeið í New York við lýta- og fegrunar- skurðlækningar. Morgunblaðið/Kristinn Ottó Guðjónsson læknir. Hrukkur eiga í vök að verjast  Viðhald æskublómans/B2 TAP af rekstri deCODE á fyrstu níu mánuðum ársins er um þrefalt meira en á sama tímabili síðasta árs. Tapið nú nam 113,7 milljónum Bandaríkja- dala eða um 9,7 milljörðum íslenskra króna, en tap var 37,2 milljónir dala, um 3,2 milljarðar króna, á sama tíma í fyrra. Tap félagsins á þriðja ársfjórðungi nam um þremur fjórðu heildartaps- ins, um 85,7 milljónum dala eða sem nemur 7,3 milljörðum íslenskra króna, en tap á þriðja fjórðungi 2001 var um 8,9 milljónir dala eða um 760 milljónir króna. Sjá má að tapið á þriðja ársfjórðungi, tímabilinu júlí til september, hefur því nær tífaldast milli ára. Kostnaður vegna uppsagna Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að kostnaður vegna uppsagna og annarra aðgerða á þriðja árs- fjórðungi hafi numið um 64,8 millj- ónum dala og því hefði tap þriðja árs- fjórðungs numið um 21 milljón dala eða um 1,8 milljörðum króna ef ekki hefði komið til þessara aðgerða. Aukið tap félagsins skýrist að hluta af því að meiru er varið í rann- sóknir og þróun nú en á sama tíma í fyrra, en sá kostnaðarliður jókst um tæp 20% milli tímabila og nam um 64,7 milljónum dala eða um 5,5 millj- örðum króna. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru tæplega 31,9 milljónir dala, sem nemur um 2.700 milljónum íslenskra króna, en námu um 21 milljón dala á sama tímabili síðasta árs. Þrefalt meira tap hjá de- CODE KER hf. seldi í gær 25% hlutafjár í Vátrygginga- félagi Íslands hf. til Verðbréfastofunnar hf. fyrir 3,4 milljarða króna. Með þessari sölu verða ný þáttaskil í þeim átökum, sem staðið hafa innan hins svonefnda S-hóps undanfarna mánuði, og er staða Hesteyrar ehf., sem hefur verið undir for- ystu Þórólfs Gíslasonar, stjórnarformanns VÍS og kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki, mun veikari eftir þessa sölu en áður. Jafnframt hefur staða Ólafs Ólafssonar, forstjóra Samskipa hf., styrkzt á ný. Eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf., sem er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skinneyjar- Þinganess hf., keypti hinn 16. ágúst sl. 22,53% hlutafjár í Keri hf. af Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. Þar með varð Hesteyri ehf. stærsti hluthafinn í Keri hf., sem jafnframt hefur verið stærsti hluthafinn í VÍS hf. með tæplega 30% eignarhlut. Í krafti þessa stóra eignarhlutar í Keri hf. var fulltrúi Hesteyrar ehf. kjörinn formaður stjórnar VÍS eftir að Landsbanki Íslands hafði selt hlut sinn í félaginu að mestu leyti. Þar sem VÍS hefur undanfarnar vikur verið annar stærsti hluthafinn í Keri hf. þýddi þetta í raun að fulltrúar Hesteyrar hf. höfðu mikið um nær 36% hlut í Keri hf. að segja. Þetta þýddi aftur að staða Ólafs Ólafs- sonar, forstjóra Samskipa hf., sem gegnt hafði lyk- ilhlutverki í endurskipulagningu Kers hf./Olíufé- lagsins hf., veiktist að sama skapi. Atburðarás tæpast lokið Hesteyri ehf. gerði síðan í lok október kröfu um að haldinn yrði hluthafafundur í Keri hf., þar sem á dagskrá yrði kjör nýrrar stjórnar Kers. Þórólfur Gíslason sagði þá, að Hesteyri vildi fá mann í stjórn Kers hf. í ljósi hins stóra eignarhlutar í fé- laginu. Þessari ósk Hesteyrar svaraði stjórn Kers með því að ekki væri hægt að óska eftir hluthafa- fundi um stjórnarkjör í Keri, þar sem fyrir væri stjórn í félaginu. Hesteyri yrði að óska eftir því, að núverandi stjórn yrði svipt umboði sínu. Slík ósk barst frá Hesteyri ehf. fyrir nokkrum dögum og hefur hluthafafundur verið boðaður 27. nóvember. Með sölu hlutabréfa Kers hf. í gær hefur verið klippt á milli þessara tveggja félaga, Kers hf. og VÍS hf., að hluta þótt VÍS hf. sé enn stór hluthafi í Keri hf. Þeir sem nú sitja í stjórn VÍS hf. í krafti hlutabréfa Kers hf. í félaginu hafa því ekki sömu stöðu og áður. Gera má ráð fyrir að þessari atburðarás sé ekki lokið og að Verðbréfastofan hf. hafi keypt hlutinn í VÍS til þess að selja hann aðilum, sem tengjast þessum sviptingum. Breytt valdahlutföll með sölu á hlut Kers í VÍS 25% hlutafjár skiptu um eigendur síðdegis í gær ÞRÍR af fjórum stærstu framleið- endum í kjúklingarækt töpuðu rúmlega 600 milljónum á síðasta ári. Tveir af stærstu framleiðend- unum, Móar hf. og Reykjagarður hf., voru með neikvætt eigið fé um síðustu áramót. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, sem er stærsti eigandi Reykja- garðs, segir að afkoma í greininni fari versnandi vegna mikillar of- framleiðslu. Reykjagarður tapaði á síðasta ári 313 milljónum króna, Móar töp- uðu 241 milljón og Íslandsfugl á Dalvík tapaði 54 milljónum. Eina fyrirtækið sem skilaði hagnaði var Ísfugl, sem hagnaðist um 14,2 millj- ónir í fyrra. Neytendajól Öll fyrirtækin, nema Ísfugl, hafa gengið eða eru að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Fjárhagur Íslandsfugls var endur- skipulagður fyrr á þessu ári, m.a. með afskriftum skulda. Hlutafé Reykjagarðs var aukið í sumar þegar SS keypti meirihluta í félag- inu en um áramót var eigið fé þess neikvætt um 146 milljónir. Þessa dagana er unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Móa hf. en stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um næstu mánaðamót. Eigið fé Móa var neikvætt um 244 milljónir um síðustu mánaðamót. Horfur eru á að framleiðsla á kjúklingum verði yfir 600 tonn í desember. Undanfarna mánuði hefur salan verið um 400 tonn. Sig- mundur E. Ófeigsson, stjórnarfor- maður Íslandsfugls, segir þetta allt of mikla framleiðslu, ekki síst í ljósi þess að sala á kjúklingum sé yfir- leitt slök í jólamánuðinum. Þessi mikla framleiðsla hafi áhrif á verð á öðrum kjötmörkuðum. „Þetta verða því neytendajól,“ seg- ir Sigmundur. Töpuðu 600 milljónum í fyrra Offramleiðsla og slæm afkoma flestra fyrirtækja í kjúklingarækt  Framleiðendur/34 LANDSBANKINN, Búnaðarbankinn og Íslandsbanki hafa samþykkt þá kröfu skiptastjóra þrotabús Frjálsrar fjölmiðlun- ar, FF, að endurgreiða 330 milljónir króna vegna sölu á 60% hlut FF í útgáfufélagi DV frá því í byrjun desember 2001. Að sögn Sig- urðar Gizurarsonar skiptastjóra eru þetta nær einu fjármunirnir sem honum hefur til þessa tekist að fá upp í lýstar kröfur í búið, sem alls námu um 1.100 milljónum króna. Eigendur FF höfðu áður, eða í apríl árið 2001, selt 40% hlut í útgáfufélagi DV og af- ganginn, 60%, seldu þeir fjárfestingarfélag- inu ESÓB 8. desember 2001 fyrir um 400 milljónir króna. Sigurður hélt því fram í kröfugerð á hendur bönkunum að sam- kvæmt sérstöku samkomulagi hefði sölu- virðið aldrei runnið til eigenda FF heldur bankarnir ráðstafað fjármununum hjá sér. Bankarnir féllust á að átt hefði sér stað mismunun gagnvart öðrum kröfuhöfum. Um var að ræða 60 milljónir hjá Búnaðar- bankanum, 60 milljónir hjá Íslandsbanka og afgangurinn var hjá Landsbankanum. Salan á hlut FF fór fram fjórum dögum eftir að farið var fram á að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptafundur fer fram 27. nóvember nk. Bankar sam- þykkja að endurgreiða 330 milljónir Eina sem fengist hefur upp í lýstar kröfur FF SPENNAN getur stundum orðið til þess að erfitt verður að hafa almennilega stjórn á puttunum. Þetta átti við þegar börnin á leikskólanum Maríu- borg biðu þess að skólinn yrði formlega opnaður og honum gefið nafn í gær. Nafnið Maríuborg var valið í samkeppni meðal foreldra og starfsmanna. Fjöl- margir stungu upp á þessu nafni og var það lang- vinsælast enda stendur skólinn við Maríubaug. Morgunblaðið/Golli Spennan í hámarki ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.