Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 23 Eftir þessu var tekið í Brussel en þó sérstaklega í Washington. Um Rúmena hefur verið sagt að þeir lifi í tveimur heimum. Tunga þeirra er latnesk og menningin einnig en umhverfið er slavneskt enda á landið landamæri að Júgó- slavíu og Búlgaríu. Ráðamenn leggja nú ríka áherslu á að Rúmen- ar séu evrópsk þjóð. „Við erum norðan Dónár,“ segir Traian Bas- escu, borgarstjóri í höfuðborginni, Búkarest. „Og við erum öldungis evrópsk þjóð.“ Ógnarstjórn og stöðnun Alþýðulýðveldið Rúmenía varð til árið 1947 eftir að Jósef Stalín hafði brotið Austur-Evrópu undir vald sitt í nafni heimskommúnismans. Nicolae Ceausescu, sem varð ein- ráður í landinu 1965, fylgdi lengst- um nokkuð sjálfstæðri stefnu gagn- vart Sovétríkjunum. Þannig gagnrýndi hann innrás Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu árið 1968 og var lofsunginn á Vestur- löndum fyrir bragðið. Árið 1971 hélt hann í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu og heillaðist af stjórnarháttum Kims il-Sung. Ceausescu innleiddi víðtækari kúg- un en þekktist annars staðar í ríkj- um kommúnista í Mið- og Austur- Evrópu. Hann var eini kommún- istaleiðtoginn sem tekinn var af lífi í byltingunni í álfunni austanverðri 1989. Auðvelt reyndist að losna við Ceausescu en afleiðingar stjórnar- hátta hans og kommúnismans hafa þjakað þjóðina allt fram á þennan dag. Fyrrum kommúnistar á borð við Iliescu hafa verið ráðandi í stjórnmálalífinu þótt vissulega hafi þeir ekki verið einráðir. Teikn eru þó á lofti um að vænta megi breytinga. Flestir eru sam- mála um að efnahagurinn sé á upp- leið. Upplýsingatækni hefur náð að skjóta rótum og fjölmiðlar blómstra. Í tíð Ceausescus var sjón- varpað tvær klukkustundir á degi hverjum og var helmingi þess tíma jafnan varið til að gera grein fyrir skoðunum og gjörðum leiðtogans. Nú eru 68 sjónvarpsstöðvar starf- andi í Rúmeníu og fjölmiðlar fá að starfa óáreittir. Yfirþyrmandi spilling Spillingin er hins vegar yfirþyrm- andi og það gildir um flest svið samfélagsins. Fulltrúi Microsoft- fyrirtækisins hefur andmælt því op- inberlega að rúmenska stjórnin noti stolinn hugbúnað í stjórnsýslunni. Talið er að um 75% hugbúnaðarins í landinu sé fenginn með ólögmæt- um hætti. Ráðamenn eru einnig bendlaðir við spillingu. Nastase for- sætisráðherra þykir hafa ótrúlega rúm fjárráð miðað við tekjur hans. „Ég veit ekki hvaðan hann fær alla þessa peninga,“ segir bandarískur embættismaður í Rúmeníu. Rúmenskir ráðamenn telja að spillingin hverfi líkt og önnur mein samfélagsins um leið og þjóðin gengur til samstarfs við lýðræð- isríkin í vestri. Mircea Geoana ut- anríkisráðherra vísar til þess að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hafi lýst yfir því að aðild Rúmena komi til greina árið 2007. „Grundvallarbreyting á sér stað í þessu landi,“ segir hann. Aðrir hafa efasemdir. „Margir telja að NATO neyði rúmensku þjóðina til að breyta hegðun sinni,“ segir einn rúmenskur viðmælandi. „En slíkt er ekki óhjákvæmilegt. Hættan liggur í því að við ráðum hvorki við að breyta okkur í lýð- ræðissinna né kapítalista.“ ’ Við erum á nýein af þjóðum hinnar evrópsku fjölskyldu. ‘ SENNILEGT er að tékknesk stjórn- völd neiti að gefa út vegabréfsáritun til handa Alexander Ljúkasjenkó, for- seta Hvíta-Rússlands, og að þar með geti hann ekki sótt leiðtogafund Atl- antshafsbandalagsins (NATO) sem haldinn verður í Prag í næstu viku. Endanleg ákvörðun hefur ekki enn verið tekin í málinu en Cyril Svoboda, utanríkisráðherra Tékklands, viður- kenndi í gær að flest stefndi í að Ljúk- asjenkó yrði gert ókleift að sækja fundinn. Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa tekið fregnum þess efnis, að Ljúkasj- enkó yrði neitað um vegabréfsáritun til Tékklands, afar illa. Áður höfðu talsmenn NATO hins vegar gert lýð- um ljóst að hvorki Ljúkasjenkó né Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, væru velkomnir til fundarins. „Það væri afar ánægjulegt ef þeir tækju þá ákvörðun að þeir hefðu öðrum hnöpp- um að hneppa,“ sagði ónafngreindur embættismaður í Brussel. Ætlar að hætta allri landamæravörslu Bandaríkjamenn hafa sakað Ljúk- asjenkó um mannréttindabrot og kalla hann síðasta einræðisherrann í Evrópu. Kútsjma kom sér hins vegar í ónáð vestra þegar grunur vaknaði um að stjórn Úkraínu hefði heimilað sölu ratsjárkerfis til Íraks og þannig hunsað bann Sameinuðu þjóðanna við viðskiptum við Írak. Bæði Úkraína og Hvíta-Rússland hafa á undanförnum árum sent full- trúa á samráðsfundi með NATO. Ljúkasjenkó brást á miðvikudag reiður við fregnum þess efnis að hon- um yrði meinaður aðgangur að fund- inum í Prag. Varaði hann við því að staða Tékka, sem búsettir eru í Hvíta- Rússlandi, gæti versnað til muna og hótaði því að hann myndi hætta allri vörslu á landamærum landsins. Þann- ig myndi hann tryggja að eiturlyf og ólöglegir innflytjendur flæddu taum- laust inn í Vestur-Evrópu. Ljúkasjenkó hefur í hótunum við Tékka Prag, Brussel. AFP. AP Hvítrússneskir hermenn í þjálfun. Slagorðið merkir: „Lýðveldið Hvíta-Rússland er land hernaðarlegrar dýrðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.