Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STÓRSTJÖRNURNAR BenAffleck og Samuel L. John-son fara með aðalhlutverk tveggja þverhausa í spennutryll- inum Changing Lanes í leikstjórn Roger Mitchell. Lögfræðingurinn og framapotarinn Gavin Banek (Affleck) og heimilisfaðirinn og alkóhólistinn Doyle Gipson (Jack- son) mega engan tíma missa á þeyt- ingi eftir hraðbrautinni til að ná í dómsalinn á réttum tíma. Banek þarf að fá afgreidda veigamikla pappíra varðandi eignarhald fyr- irtækis síns en Gipson þarf á hinn bóginn að láta ganga frá fasteigna- kaupum í New York til að forða því að kona hans og börn flytji á brott frá honum til vesturstrandarinnar. Þá gerist óhappið. Bílar þeirra rek- ast saman, þó ekki alvarlega en nóg til þess að þeir tefjast, eiga orða- skak og flýta sér síðan á braut. Tímatapið á eftir að gera þeim mun verri óleik því báðir mæta of seint til að reka sín áríðandi erindi frammi fyrir dómstólunum. Atburð- urinn á eftir að draga jafnvel enn verri dilk á eftir sér því mennirnir ásaka hvor annan um tjónið og eft- irköstin og hyggja á hefndir. Það, sem við tekur, er ekkert hefðbundið uppgjör heldur skapa handritshöf- undarnir, þeir Chap Taylor og Michael Tolkin, framvindu og marg- breytilegar aðalpersónur, sem báð- ar eiga sinn djöful að draga. Áhorf- endur verða vitni að harðsoðnum, vitsmunalegum og líkamlegum átök- um þar sem einskis er svifist og per- sónurnar standa berskjaldaðar eftir. Changing Lanes er fyrsta mynd leikstjórans Rogers Mitchell í Bandaríkjunum. Hann ku vera ætt- aður frá Suður-Afríku og ávann sér frægð fyrir bresku gamanmyndina Notting Hill árið 1999 með Juliu Roberts og Hugh Grant. Uppistand eftir árekstur Áhorfendur verða vitni að harðsoðnum, vitsmunalegum og líkamlegum átökum í kvikmynd Rogers Mitchells, Changing Lanes. Sambíóin í Reykjavík og á Akureyri frumsýna Changing Lanes Leikarar: Ben Affleck, Samuel L. Jackson, Toni Collette, William Hurt og Sydney Pollack. KVIKMYND bandaríska leik-stjórans Hals Hartley NoSuch Thing, sem frumsýnd verður í dag, var að mestu tekin hérlendis. Meðal framleiðenda myndarinnar, sem áður kallaðist Monster, eru Francis Ford Coppola og Friðrik Þór Friðriksson og starf- aði fjöldi íslenskra leikara og fag- manna við gerð hennar. Meðal aðal- leikara eru Robert John Burke, Sarah Polley, Helen Mirren, Julie Christie og Baltasar Kormákur, en leikmyndina gerði Árni Páll Jó- hannsson. Þungamiðja No Such Thing er ís- lenskt skrímsli, geðstirt og drykk- fellt, sem býr rétt utan við smábæ úti á landi. Það er búið að fá sig full- satt af mönnunum og öllum þeirra afurðum. Leggur hver, sem nálgast það, líf sitt og limi í hættu. Bandarísk sjónvarpsstöð sendir fólk á staðinn og er ung fréttakona send á vettvang til að reyna að klára fréttina. Hún vingast við skrímslið og verður þess eina von til að enda þjáningar sínar. Sjónvarpskonan unga notar líka þennan leiðangur til Íslands í leit að kærastanum sínum sem horfið hafði þar við skyldustörf, að því er talið er af völdum háska- legs skrímslis, sem sagt var leika lausum hala í dreifbýlinu. Tekst með skrímslinu og sjónvarpskonunni undarlegt tilfinningasamband. No Such Thing er kaldhæðin og gam- ansöm líkingasaga um nútímaþjóð- félag, gegnsýrt af skyndiánægju og hnýsni um hagi nágrannans. Bandaríski leikstjórinn Hal Hartley er einna kunnastur óháðra leikstjóra samtímans og á myndir að baki á borð við Henry Fool, Flirt og Amateur. No Such Thing er fram- leidd af American Zoetrope, fyr- irtæki Francis Ford Coppola, og Ís- lensku kvikmyndasamsteypunni, fyrirtæki Friðriks Þórs Friðriks- sonar. Vingast við ís- lenskt skrímsli Fríða huggar Dýrið: Sarah Polley og Robert Burke. Háskólabíó frumsýnir No Such Thing Leikarar: Sarah Polley, Robert John Burke, Helen Mirren, Julie Christie, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson. EFNI kvikmyndarinnar DasExperiment eða Tilraunar-innar styðst við raunveru- lega atburði, sem áttu sér stað í Stan- ford-háskóla árið 1971, en sérstakar tilraunir voru gerðar á fólki í verk- efni háskólans sem gekk undir nafn- inu „Stanford Prison Experiment“. Sjálf myndin gerist þó í samtím- anum. Moritz Bleibtreu, sem lék í „Run Lola Run“ eða „Lola Rennt“, leikur rannsóknarblaðamann, sem ákveður að taka þátt í rannsóknarverkefni há- skóla eins í ónefndri stórborg Þýska- lands. Hver þátttakandi fær fúlgu fjár fyrir að taka þátt í tilrauninni. Í raun snýst þetta um hlutverkaleik þar sem tuttugu þátttakendur taka þátt í tilrauninni. Tólf manns eru skipaðir fangaverðir og átta manns eru skipaðir fangar. Fyrr en varir tekur alvaran yfirhöndina enda hin mannlegu „tilraunardýr“ farin að taka þessum leik bókstaflega. Þykj- ustuleikurinn breytist því í hatramm- an og blóðugan raunveruleika. Das Experiment sló rækilega í gegn í heimalandinu Þýskalandi auk þess sem myndin hefur gert það gott annars staðar í Evrópu og hlotið fjöl- mörg verðlaun og tilnefningar. Myndin var m.a. tilnefnd sem besta evrópska kvikmyndin og á Montreal kvikmyndahátíðinni hlaut leikstjóri myndarinnar, Oliver Hirschbiegel, verðlaun sem besti leikstjórinn. Hún hlaut þrenn Golden Lola verðlaun, sem eru þýsk kvikmyndaverðlaun, fyrir bestu leikstjórnina, besta aðal- hlutverk karla, og bestu listrænu leikstjórnina. Myndin var framlag Þjóðverja í Óskarnum sem besta er- lenda myndin í ár. Moritz Bleibtreu hlaut áhorfendaverðlaunin á alþjóðu kvikmyndahátíðinni í Seattle. Das Experiment hlaut líka áhorf- endaverðlaunin á alþjóðulegu kvik- myndahátíðunum í Bergen og í Seoul. Hún hlaut bæversku kvik- myndaverðlaunin m.a. fyrir bestu leikstjórn, kvikmyndatöku og kvik- myndahandrit og á Fantasporto há- tíðinni í Portúgal hlaut myndin verð- laun fyrir handritið, en höfundar þess eru Don Bohlinger og Christ- oph Darnstädt. Das Experiment, Tilraunin, styðst við raunverulega atburði, sem áttu sér stað í Stanford-háskóla árið 1971. Mannleg tilraunadýr í rannsóknarverkefni Háskólabíó frumsýnir Das Experiment Leikarar: Moritz Bleibtreu, Christian Berkel, Oliver Stokowski, Wotan Wilke Möhring og Stephan Szasz. JÓHANN kaupmaður hefur lifað langa og stormasama ævi. Hann á enga ósk heitari en að lifa í friði og deila með afkomendum sínum lífs- visku sinni sem er því dýrmætari sem reynslan sem hún byggist á var sárari og breyskleiki hans meiri. En lífið er ekki svona ein- falt. Fortíðarvandi fjölskyldunnar er enn til staðar og er hreyfiafl at- burðanna í Þreki og tárum, einkum í örlögum Gunna Gæ sem er fórn- arlamb aðstæðna og skapgerðar- bresta, sinna eigin og flestra sinna nánustu. Þótt þessi saga sé kannski meg- inþráðurinn í Þreki og tárum er ótalmargt annað sem við fáum að vita um Jóhann og fólkið hans. All- ir eiga sér forsögu, allir stefna á eitthvað, vilja eitthvað, dreymir um bjartari framtíð. Okkur er sagt frá þessu öllu og drögumst inn í stórfjölskyldulífið – ekki síst í gegnum helstu fjölskylduástríð- una: tónlist. Ljúfsár dægurtónlist- in, tryllt rokkið, kvartettsöngur og íslenskar einsöngsperlur. Tvennt telja Jóhann kaupmaður og Áki rakari helst geta orðið mönnum til sálubótar; tónlist og umburðar- lyndi. Má vera að það sé rétt, en það bjargar ekki þeim sem ekki er við bjargandi og eru fyrir vikið þeir einu sem þarfnast björgunar. Þrek og tár er gott leikhúsverk en leysir ekki lífsgátuna, þó það nú væri. Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur sýnt það undanfarin ár að þar fer hópur sem á góðum degi getur skilað flóknum og viðamiklum sýn- ingum með fullum sóma. Það er skemmst frá því að segja að þau eiga prýðisdag að þessu sinni. Þrek og tár er lífleg sýning, vel leikin og sungin og ákaflega haganlega upp sett af leikstjóran- um, Oddi Bjarna Þorkelssyni. Oddi hefur tekist sérlega vel upp að feta einstigi Ólafs Hauks milli gleði og harms, hláturs og gráts. Sýningin er full af gleði og spaugilegum smáatriðum en jafn- framt tekst flestum að sýna okkur kvikuna þegar á þarf að halda. Erfiðar uppgjörssenur, til að mynda milli Jóhanns og Diddu dóttur hans og kveðjustund feðg- anna Einars og Davíðs, hreyfa svo sannarlega við manni. Sýningin er líka sérlega vel sviðsett, sem tryggir að athygli áhorfenda bein- ist þangað sem hún á að beinast, jafnvel í stórum hóp- og danssen- um. Eini kaflinn sem ég var ekki fyllilega sáttur við voru lokaatrið- in, örlög Gunna, brottför Davíðs og heimkoma. Þar hefði þurft meiri yfirlegu, snjallari lausn, sem í ljósi annarra hápunkta eru fyllilega á valdi leikstjóra og hans fólks. Margir leikaranna eiga góðan dag. Einar Rafn Haraldsson skilar vel hrjúfri hlýju Jóhanns kaup- manns og af þeim Jóhönnum sem ég hef séð gefur hann einna besta tilfinningu fyrir skapgerðarbrest- um og skuggalegri fortíð kaup- mannsins, sem auðvelt er að týna undir góðlátlegu afa-yfirbragðinu. Aðrir góðir eru til dæmis Ágúst Ólafsson sem var sannfærandi sem hinn tvístígandi kommúnisti Einar, og þær Sigurlaug Gunnarsdóttir og Freyja Kristjánsdóttir Gjerde í hlutverkum söngsystranna Helgu og Diddu. Sérstaklega verður þó að hrósa hinum unga Hálfdáni Helga Helga- syni sem gerir þungamiðju verks- ins, Davíð dóttursyni Jóhanns, sterk og einlæg skil. Það verður gaman að fylgjast með þessum dreng þroskast á sviðinu. Fleiri verða ekki taldir upp þó fyllsta ástæða væri til. Svona vand- aðar sýningar gera ekki önnur fé- lög en þau þar sem virðing fyrir viðfangsefnum og leikhúsinu er orðin sjálfsögð og viðtekin. Um- gjörð er prýðileg, búningar sömu- leiðis og tónlistarflutningur ágæt- ur. Heildarútkoman er öllum aðstandendum til sóma og verður Hérðaðsbúum og nágrönnum þeirra vafalaust til gleði, drífi þeir sig í Valaskjálf sem þeir eru hér með hvattir til að gera. LEIKLIST Leikfélag Fljótsdalshéraðs Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson, leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson, Tón- listarstjóri: Jón Kristófer Arnarson. Vala- skjálf 8. nóvember 2002. ÞREK OG TÁR Fortíðarvandi fjölskyldunnar Þorgeir Tryggvason Kafteinn Ofurbrók – og innrás ótrú- lega asnalegu eldhúskerling- anna utan úr geimnum (og upp- reisn afturgengnu nördanna úr mötu- neytinu) er þriðja bókin um Kaftein Ofurbrók sem kemur út á Íslandi. Þýð- andi er Bjarni Karlsson. Á bókarkápu segir m.a.: „Hann sigr- aði hinn hræðilega Brynjólf bleiu… Hann yfirbugaði kolgrimmu, kok- hraustu klósettin… Núna verður hann að berjast fyrir lífi sínu. Geta Kafteinn Ofurbrók og nærbrækurnar hans staðist átökin við þrjá sjúklega ill- gjarna gaura utan úr geimnum? Útgef- andi er JPV útgáfa. Bókin er 143 bls. Verð: 2.480 kr. Börn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.