Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 33 BÓKSALA Björns H. Jónssonar efnir til útsölu á gömlum bókum af margvíslegum toga í húsnæði bóka- verslunarinnar á Hjarðarhaga 24. Verður útsalan opnuð kl. 14 í dag og stendur næstu viku. Fornbókasala Björns H. Jóns- sonar fagnar sjö ára afmæli sínu í dag, en hún hefur verið starfandi á Hjarðarhaganum frá árinu 1995. Á útsölunni verður hægt að kaupa bækur fyrir tvö til þrjú hundruð krónur, en þær eru flokkaðar eftir verði. Til sölu eru þýddar og ís- lenskar bækur, um margvísleg efni, barnabækur, skáldrit og bækur al- menns efnis. Björn H. Jónsson segist hafa ákveðið að efna til útsölunnar til að fagna afmæli verslunarinnar. „Ég hef safnað bókum og tímarit- um um fjörutíu ára skeið. Eftir að ég byrjaði að selja úr þessu safni hefur fólk verið að láta mig hafa bækur sem það vill losa sig við og hef ég séð um að koma þeim í verð. Ég get selt bækurnar tiltölulega ódýrt, þar sem ég þarf ekki að leggja á bækurnar nema sem nem- ur rekstrarkostnaði verslunar- innar. Þetta eru allt bækur og blöð sem ég hef fengið gefins. Nú er lag- erinn orðinn svo stór hjá mér að ég ákvað að efna til þessarar útsölu fyrir jólin,“ segir Björn. Grúskað í bókabunkum „Ég hef komið bókunum fyrir á fimm borðum, sem eru misjafnlega verðlögð og getur fólk grúskað í bókabunkunum þar. Verðmætari bækur og tímarit eru síðan í hillum og geta gestir einnig skoðað þær, eða lagt inn fyrirspurnir og pant- anir,“ segir Björn H. Jónsson forn- bókasali í Vesturbænum. Morgunblaðið/Kristinn Björn H. Jónsson, fornbókasali í Vesturbænum, efnir til útsölu sem verður opnuð í dag. Hann hefur safnað bókum og tímaritum í hartnær 40 ár. Bókaútsala á Hjarðarhaganum Nútímadanshátíð stendur nú yfir í Tjarnarbíói og hefst flutningurinn kl. 20.30. Flutt verða tvö verk: Rosered eftir Jóhann Frey Björg- vinsson og Í draumi eftir Nadia Katrínu Banine. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Þýski rithöfundurinn Dieter Well- ershoff les úr nýrri skáldsögu sinni, Liebeswunsch, kl. 20. Bókin kom út árið 2000 og ári seinna kom út rit- gerð hans Der verstörte Eros. Zur Literatur des Begehrens sem er fræðilegt svar við skáldsögunni. Hann les einnig úr henni. Well- ershoff er fæddur í Neuss í Rín- arhéraði 1925. Hann hefur skrifað skáldsögur, smásögur, ritgerðir, út- varpsleikrit og kvikmyndahandrit og hlaut árið 1988 Heinrich Böll- bókmenntaverðlaunin fyrir verk sín. Wellershoff var um langt árabil rit- stjóri hjá forlaginu Kiepenheuer & Witsch í Köln þar sem hann hafði m.a. umsjón með heildarútgáfu á verkum Gottfrieds Benns. Á íslensku hefur komið út ein smá- saga eftir Wellershoff, í safnritinu „Sögur frá Þýskalandi“ sem kom út hjá Máli og menningu 1994. Anna Pálína Árnadóttir heldur tón- leika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 20.30. Með henni leika Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Gunnar Gunn- arsson og Jón Rafnsson. Flutt verður ljóða- og tónleika- dagskrá og þar koma m.a. við sögu lög af geislaplötu Önnu Pálínu Guð og gamlar konur. Flestir textanna eru eftir Aðalstein Ásberg, en hann mun einnig flytja nokkur ljóð úr bók sinni Sagði mamma. Björn Þór Björnsson opnar ljós- myndasýningu í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg kl. 20. Björn nemur grafíska hönnun við Listaháskóla Ís- lands og er þetta hans þriðja einka- sýning. Myndirnar eru svart/hvítar og sýna augnablik innanlands og ut- an sem hafa fangað auga ljósmynd- arans. Sýningin stendur til 21. nóvember og verður opin kl. 15-17 frá sunnu- degi til og með fimmtudegi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÁTTUNDA starfsár Richard Wagn- er-félagsins á Íslandi er gengið í garð. Fyrsta myndbandssýning vetrarins verður á morgun, laugar- dag, kl. 13, í Norræna húsinu en þá verður sýnd ópera Wagners, Lohengrin. Sýnd verður uppfærsla Metropolitan-óperunnar í New York frá árinu 1986 í leikstjórn August Everding. Hljómsveitarstjóri er James Levine. Í titilhlutverkinu er tenórsöngvarinn Peter Hofman. Önnur hlutverk skipa Eva Marton, Leif Roar, John Macurdy og Leonie Rysanek. Sýningin er með enskum skjá- texta. Aðgangur er ókeypis. Á dagskrá félagsins í vetur verða m.a. myndbandskynningar á óper- unum Lohengrin og Tristan og Is- olde í Norræna húsinu. Reynir Ax- elsson mun flytja þriðja fyrirlestur sinn í röðinni „Æskuverk Wagners“ og óperuna Rienzi. Auk þess verður sérstök dagskrá tileinkuð sambandi Richards Wagner og Lúðvíks II, konungs af Bæjaralandi. Um páskana verður efnt til hópferðar til Parísar til að sjá óperuna Parsifal, en þar munu Íslendingarnir Kristinn Sigmundsson og Guðjón Óskarsson verða í stórum hlutverkum. Félagið hefur árlega sent ungan söngvara eða tónlistarmann sem sér- stakan styrkþega á Bayreuthhátíðin í því skyni að kynnast verkum Wagners í sínu kjörumhverfi. Styrk- þegar hafa m.a. verið Anna M. Magnúsdóttir, Tómas Tómasson og Árni Heimir Ingólfsson og Jónas Guðmundsson. Félagsmenn eru nú 160 og hefur formaður verið frá upphafi Selma Guðmundsdóttir píanóleikari. Lohengrin sýnd í Norræna húsinu BRESKI píanóleikarinn Simon Marlow heldur einleikstónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Hann flytur verk eftir Scarlatti, Haydn, Schubert, Debussy og Ravel. Simon Marlow hefur komið fram sem einleikari og undirleikari víða um heim. Hann hefur m.a. leikið með skosku Kammersveitinni, unnið fyr- ir BBC, leikið undir með lágfiðluleik- ara Medici kvartettsins, Ivo-Jan van der Werff, og hafa þeir tekið upp b-moll sónötu Max Regers og fyrir skömmu kom út skífa með þeim þar sem þeir flytja öll verk Arnold Bax fyrir víólu og píanó. Undanfarin ár hefur hann leikið undir með þeim hjónum Sigríði Ellu Magnúsdóttur mezzósópran og Simon Vaughan, bassa, á tónleikum víða um Bretland. Simon hefur áður komið til Íslands þar sem hann lék undir með nem- endum á söngnámskeiði á vegum Sigríðar Ellu Magnúsdóttur. Simon Marlow er áhugamaður um guðspeki og mannrækt og mun hann heimsækja Hallgrím Magnússon lækni á Djúpavogi og halda tónleika þar ásamt Berglindi Einarsdóttur og Birnu Hallgrímsdóttur. Píanótónleikar Simons Marlows
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.