Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 47 innilegar samúðarkveðjur til Valdís- ar, barna þeirra Jóns og fjölskyldna þeirra. Minningin um góðan fjöl- skylduföður og sannan dreng mun vaka í hjarta þeirra um ókomin ár. Magnús Stefánsson. Jón Ólafsson stóð traustum fótum í nútíðinni þar sem hann naut útivistar, lengri og skemmri ferðalaga innan- lands og utan, tileinkaði sér tækni og hugsunarhátt nútímamannsins og fylgdist vel með þjóðmálum. Hann var gagnrýninn á umhverfi sitt, menn og málefni en jafnframt á sjálfan sig bæði til orðs og æðis. Gagnrýni hans á umhverfið var þó ævinlega studd góð- um rökum og sleggjudómar voru víðsfjarri skaplyndi hans. Jón velti fyrir sér framtíðinni, möguleikum lands og lýðs, tók afstöðu til erfiðra álitamála og var trúr sinni sannfær- ingu. En fortíðin átti einnig hug hans. Hann safnaði gömlum munum og velti fyrir sér notagildi þeirra og til- urð. Hann var stálminnugur og hafði gaman af að segja frá. Hann kvað fast að orðum sínum og valdi þau af gaum- gæfni þess manns sem lætur sér annt um velferð íslenskrar tungu. Í frá- sögnum sínum af liðnum atburðum hafði hann lag á að halda athygli áheyrandans og stutt var þá oft í glettnina þegar það hentaði að blanda henni inn í. Jón var mikill fjölskyldufaðir, sem lét sér annt um sína nánustu. Hann hafði mikið uppáhald á afa- og lang- afabörnum og blandaði gjarnan geði við þau þegar samverustundir gáfust. Þau sakna nú vinar í stað. Nánast tengdist Jón þó nafna sínum og dótt- ursyni, Jóni Matthíasi því þau mæðg- in voru til heimilis í Hátúni 17 öll upp- vaxtarár drengsins. Jón bar aldurinn vel. Þegar hann lést, 79 ára að aldri, leit hann út fyrir að vera tíu árum yngri. Samband hans og fjölskyldu hans við æsku- heimili Valdísar á Skorrastað var af- skaplega tryggt og ræktarlegt. Jóns Ólafssonar og reglulegra heimsókna hans verður því sárt saknað af for- eldrum mínum og fjölskyldu, sem og öðru tengdafólki í Norðfirði. Þórður Júlíusson. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. (Vilhj. Vilhj.) Elsku afi minn, það er undarlegt að hugsa til þess að þú sért horfinn á braut. Söknuðurinn er svo mikill. Afi, sem var alltaf með útrétta hjálpar- hönd, tilbúinn að hjálpa hverjum sem er, hvenær sem er. Mér eru minn- isstæðar allar stundirnar sem við átt- um þegar við vorum að horfa saman á sjónvarpið og ég skreið upp í fangið á þér og ósjaldan sofnaði ég þar. Líka stundirnar úti í bílskúr, þar var nú alltaf nóg að gera og oftar en ekki varst þú þar að bauka eitthvað. Ég man þegar ég og Gunnar vinur minn vorum með þér í bílskúrnum og þú tókst upp stóra hamarinn og sagðir við okkur að með þessum hamri hefð- ir þú smíðað fjallið Hólmatind og vá, þá var ég sko montinn af afa mínum. Ekki gleymi ég þegar þú fórst að kenna mér að skjóta úr byssum og þegar ég var að fara að skjóta úr gömlu löngu haglabyssunni og var búinn að miða svo lengi en loks þegar ég tók í gikkinn sprakk skotið ekki. Svo eru allar rjúpnaferðirnar okkar sem ekki gáfu nú alltaf vel af sér, ég man samt hvað ég var stoltur þegar ég veiddi fleiri rjúpur en þú einn dag- inn. Aldrei mun ég gleyma stundun- um við jólaborðið með þig á hægri hönd, alltaf að reyna að borða fleiri rjúpur en þú, afi minn. Þetta eiga eftir að að verða mjög skrítin jól, aðeins önnur jólin frá því að ég fæddist sem við erum ekki sam- an á jólunum. Ég mun alltaf geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Takk fyrir allar góðu stundirnar og allt saman, elsku afi minn, ég mun ætíð elska þig. Jón Matthías. Það er bæði auðvelt og erfitt að skrifa nokkrar línur í minningu hans afa. Auðvelt, af því minningarnar eru margar og góðar, en erfitt að velja úr og hafna. Ég er svo heppinn að hafa átt afa á Eskifirði. Ekki bara það, heldur hitt að hafa átt mikil samskipti og miklar samvistir við hann, bæði sem ungur drengur og aftur talsvert á síðari árum. Þetta eru ómetanlegar minningar. Afi var fínn kall. Hann var hress og skemmtilegur, þótt hann væri mjög jarðtengdur. Hann hafði skoðanir á hlutunum og stóð nokkuð fast á sínum skoðunum. Afi var stór og stæðilegur maður, yfir tveir metr- ar á hæð og kraftalegur, enda mikill íþróttamaður á sínum yngri árum. Það var ekki ónýtt fyrir lítinn pjakk að eiga svona afa, sem þar að auki var lögga. Þær voru ófáar ferðirnar í löggubílunum með afa og stundum var stolist til að kveikja á sírenum uppi í Oddskarði eða á Hólmahálsin- um, þegar engin umferð var. Það var mikið ævintýri fyrir lítinn pjakk. Afi var laghentur og mörg hand- arverkin liggja eftir hann. Í því sem öðru naut ég þess að fá tilsögn og tals- verða aðstoð, m.a. þegar ég var að koma fyrsta bílnum mínum á götuna. Nú síðustu mánuði hefur verið erf- itt að fylgjast með afa í veikindum sínum, en ekki var mikið kvartað, enda ekki hans siður. Þegar ég fékk fréttir af því að afi hefði verið lagður inn á spítala, beið ég alltaf eftir að fá fréttir um að hann væri búinn að ná sér. Hann hlaut að hressast. Á þess- um tímamótum þökkum við fyrir þann tíma sem við áttum saman. Fyr- ir börnin okkar Eddu er það ómet- anlegt að eiga minningar um langafa á Eskifirði og verða þá stundirnar fyrir austan sumarið 2000 og allar samverustundirnar á þessu ári mikils virði í minningunni. Hildur Sigrún á vonandi eftir að muna eftir langafa og Guðjón Andri á vonandi eftir að eiga lengi minningar um afa sinn sem var svo langur að hann var kallaður langafi á Eskifirði. Jón Ármann. Ég hafði aldrei hugsað út í þetta. Mér fannst þú vera ódauðlegur og hélt að þú yrðir alltaf til staðar. Alltaf svo stór og sterkur. „Þar kemur heimasætan,“ varstu vanur að segja þegar ég gekk inn um dyrnar á Jóruselinu. Svo stríddirðu hundinum og kallaðir hann „Tíkó“ milli þess sem þú varst að laga eitt- hvað. Handlaginn varstu. Þú gast gert við allt, leyst alla hnúta. Sama hversu fastir og flóknir þeir voru, þú fannst alltaf leið, og það sama má segja um flest sem þú tókst þér fyrir hendur. Einhvern tímann gerðirðu við uppáhaldsskóinn minn. Takk fyrir það og allt annað sem þú og amma hafið gert fyrir mig og gefið mér. Ég var ekki tilbúin að missa þig, ég var allt of sein. Ég vildi að ég gæti séð þig einu sinni enn. Strokið þér um vangann, kysst þig á ennið, haldið í höndina á þér og sagt þér hvað mér þykir vænt um þig. Afi minn. Risastór og sterkur. Þannig mun ég alltaf muna eftir þér. Jónína Herdís Ólafsdóttir. Elsku afi, mér þótti ofboðslega vænt um þig. Ég sakna þín rosalega mikið. Þú varst svo mikill grall- araspói. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku afi minn. Þín Ylfa. Afi var góður maður. Hann var mikill grallari og mjög barngóður. Ég og vinkona mín skrökvuðum einu sinni að honum og sögðumst hafa ver- ið að stökkva fram af mjög lágum vegg þegar við vorum að stökkva fram af vegg sem var þrisvar sinnum hærri og stærri en hinn veggurinn. Vinkona mín, Unnur, tognaði í fæt- inum og fann mjög mikið til. Ég sé mjög eftir því að hafa ekki sagt hon- um sannleikann en er fegin að segja hann núna. Það er rosalega skrýtið að hann sé farinn til Guðs. Ég segi til dæmis alltaf: ,,Hvenær förum við til afa og ömmu?“ í staðinn fyrir að segja: ,,Hvenær förum við til ömmu?“ Það er erfitt að kveðja en ég mun alltaf minnast hans sem frábærs manns og frábærs afa. Ég mun aldrei gleyma þér, afi. Þín Urður Dís. Mér brá við þegar ég frétti það gegnum síma að afi minn lægi þungt haldinn á spítala. Þar sem ég er bú- settur í öðru landi mátti ég una við það að hugsa hlýlega til hans og vona það besta. Morguninn eftir hringdi síminn aftur, afi var allur. Ég vissi að meinið var til staðar en í ljósi þess að hann hafði fengið nokkra bót gegnum læknismeðferð þá kom þetta mér samt í opna skjöldu. Hugurinn fer á flug þegar fyrstu öldur tilfinninga tekur að lægja. Fjarlægðin hefur alltaf verið breyta í sambandi mínu við afa; hann og amma búsett á Austurlandi en ég á Norðurlandi og síðar Suðurlandi. En það kom þannig séð ekki að sök, þau hafa alla tíð fylgst með og vakað yfir mér. Fyrst um sinn voru það þau sem komu og heimsóttu mig en seinna var það ég sem lagði land undir fót. Á Eskifirði væsti aldrei um mann og þar opnuðust ýmsir undraheimar. Heilmikið af bókum að lesa og eins var ævintýralegt að gramsa í dótinu hans afa, eða draslinu eins og sumir hefðu kannski kallað það. Úr því sem fólk safnar í kringum má lesa heil- mikið um það og skrifstofan hans var troðin af allskonar minningum. Ég hef ætíð verið sakaður um sér- visku. Í gegnum afa sannfærðist ég um að hún er ekki endilega neikvæð- ur hlutur. Þegar ég varð eldri og kom austur að vinna og vera hjá þeim þá kynntist ég betur sérkennilegri, kald- hæðinni kímnigáfu hans. Hann hafði afskaplega skemmtilega sýn á hlut- ina, var fróður um margt og gott að leita til hans. Manneskja mótast af mörgu, meðal annars fólkinu sem hún kynnist. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Jóni Ólafssyni og betri maður fyrir vikið. Hvíldu í friði, afi minn. Kristján Már. Frændi minn, Jón Ólafsson, fyrr- verandi lögregluþjónn á Eskifirði, er látinn. Vil ég minnast hans með fáeinum fátæklegum þakkarorðum. Við frændur ólumst upp við Ham- arsfjörðinn á fyrrihluta 20. aldar. Foreldrar hans voru Ólafur Þórlinds- son og Þóra Stefánsdóttir, sem bjuggu á Hamri í Hamarsfirði nærri hálfa öld. Þótt 5–6 kílómetrar að- skildu bæina var samgangur mikill. Á Hamri dvaldi ég vikum saman við nám. Þar voru löngum farkenn- arar, ágætir fræðarar. Þá var oft glatt á hjalla, ekki síst á kvöldin, þegar gengið var í ýmsa úti- leiki, en himintungl og norðurljós lýstu upp kalt vetrarlandið. Í þessum útileikjum var Jón frændi minn oft at- kvæðamikill foringi. Upp úr fermingu héldu elstu bræð- urnir á Hamri, Jón og Steinar, á Eiða- skóla. Á Eiðum kom í ljós að Jón var góður námsmaður og mikið íþrótta- mannsefni, enda vel gerður til líkama og sálar. Eftir námsárin á Eiðum tók hann virkan þátt í félags- og íþróttastarfi austanlands og víðar. Vann hann mörg ágæt afrek og tók þátt í keppnisferðum, bæði innan lands og utan. Keppti hann m.a. á landsmótum UMFÍ. Á landsmóti á Laugum 1946 var hann stigahæstur keppenda í frjálsum íþróttum og í framhaldi af því valinn í hóp þeirra frjálsíþróttamanna sem kepptu á Evrópumeistaramótinu í Ósló 1946. Keppti Jón þar í kringlukasti. Eflaust hefði Jón náð langt, ef hann hefði haldið áfram á þessari braut. En störfin kölluðu að, bæði bú- störfin heima á Hamri og síðar störf við kennslu í handmenntum og íþrótt- um. Einnig starfaði hann við lög- gæslu norðanlands og austan. Lög- gæsla varð hans ævistarf. Eftirlifandi kona Jóns er Valdís Ármann. Lengst af áttu þau heima á Eskifirði. Við fráfall Jóns Ólafssonar hafa fjölskylda hans og vinir mikils misst, en minningin lifir um góðan dreng. Við hjónin vottum Valdísi, börnum og öðrum ættingjum innilega samúð okkar um leið og við þökkum góða samfundi á liðnum árum. Ingimar Sveinsson, Djúpavogi. Við Jón áttum samleið nokkur spor á lífsleiðinni. Fyrst man ég eftir þess- um stóra og myndarlega manni sem kom í heimsóknir í Sigurðarhúsið á Eskifirði þar sem ég var daglegur gestur í uppvextinum. Það vakti at- hygli okkar krakkanna þegar Jón kom á Willys-jeppanum með upp- hækkaða þakinu og okkur fannst hann varla rúmast við stýrið. Nokkrum árum síðar fluttist Jón ásamt fjölskyldu sinni til Eskifjarðar og varð þar yfirlögregluþjónn og kennari um tíma. Jón var, eftir því sem ég skynjaði sem unglingur og ungur maður á Eskifirði, milt og gott yfirvald sem lögregluþjónn á stað þar sem allir þekktu alla. Það var svo í kringum 1970 að ég átti sæti í stjórn Ungmenna- og íþróttasambans Austurlands undir styrkri stjórn Jóns sem var formaður UÍA í mörg ár. Það var mér heilmikill skóli að starfa með svo reyndum og hæfum félagsmálamanni eins og Jón var þótt ég entist ekki nema fá ár í þessu starfi. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við vorum að und- irbúa Atlavíkurhátíðir á þessum ár- um, en þar var Jón í forystu í skipu- lagningu, bæði hvað varðaði undirbúnig okkar UÍA-fólks og eins allrar löggæslu á hátíðunum. Allt fórst þeim Jóni og Birni Ágústssyni, sem var hægri hönd Jóns innan UÍA, þetta afar vel úr hendi og hátíðirnar heppnuðust í alla staði mjög vel. Síðast hitti ég þau hjón Jón og Val- dísi í afmælisfagnaði á Skorrastað hjá þeim Lalla og Jóu fyrir rúmu ári og var Jón þá vel hress í bragði og átti ég ekki von á að það yrði okkar síðasti fundur en svona er lífið, enginn veit ævina fyrr en öll er. Ég kveð Jón Ólafsson með hlýhug og virðingu og þakka honum traust sem hann sýndi mér í samskiptum okkar og sendi Valdísi og börnum þeirra og öðrum vandamönnum inni- legustu samúðarkveðjur. Hjörvar O. Jensson.  Fleiri minningargreinar um Jón Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FANNEY EINARSDÓTTIR LONG kjólameistari, Miðleiti 5, áður Brekkugerði 10, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðviku- daginn 13. nóvember. Siguroddur Magnússon, Magnús G. Siguroddsson, Guðrún R. Þorvaldsdóttir, Einar Long Siguroddsson, Sólveig Helga Jónasdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Guðný M. Magnúsdóttir, Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, Halldór Jónasson, Bogi Þór Siguroddsson, Linda Ólafsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Elsku maðurinn minn, pabbi, tengdapabbi og afi okkar, ÓSKAR BJÖRGVINSSON ljósmyndari, Vestmannaeyjum, lést þriðjudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð hjá MND-félag- inu á Íslandi. Steina Fríðsteinsdóttir, Þráinn, Kristín, Arnar, Anna Sif, Snorri, Anna og sonadætur. Elskulegur faðir okkar, ARNGRÍMUR GUÐJÓNSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn 13. nóvember. Þórir Arngrímsson, Ebba Freyja Arngrímsdóttir, Arngrímur Arngrímsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN HELGASON, frá Hlíðarenda, fyrrverandi bóndi á Rauðaskriðum, Fljótshlíð, verður jarðsunginn frá Hlíðarendakirkju laugar- daginn 16. nóvember kl. 14.00. Þóra Ágústsdóttir, börn hins látna, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.