Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 53 SAMTÖK psoriasis- og exemsjúk- linga (SPOEX) voru stofnuð 15. nóv- ember 1972 og eru því 30 ára í dag. Þessara tímamóta var minnst í lok september. Haldin var ráðstefna um psoriasis og exem með mörgum fróðlegum erindum, en daginn áður var fundur stjórnar og fulltrúa deilda á landsbyggðinni. Veglegt af- mælisblað SPOEX er gefið út í til- efni afmælisins þar sem m.a. er út- dráttur úr flestum erindanna auk ótal margs annars fróðleiks. Markmið samtakanna Markmið samtakanna er að sinna hagsmunamálum psoriasis- og ex- emsjúklinga, berjast fyrir rétti þeirra og fræða félagsmenn um þessa sjúkdóma, auka skilning og fræðslu á þeim meðal almennings og eyða fordómum. Félagsmenn eru nú um 1.400. Psoriasis og exem Psoriasis og exem eru langvinnir húðsjúkdómar sem engin lækning er til við. Ýmsar meðferðir geta haldið einkennum í skefjum í lengri eða skemmri tíma. Álitið er að 6– 9.000 manns þjáist af psoriasis hér á landi og fleiri af exemi. Sjúklingarn- ir upplifa útbrotin, sem einkenna sjúkdómana, oft sem líkamslýti og reyna eftir megni að fela þau. Oftar en ekki fylgir útbrotunum mikill sviði og kláði og einnig getur blætt úr þeim. Sjúklingarnir upplifa því oft vanmáttarkennd, óöryggi og verða stundum fyrir einelti einhvern tíma á lífsleiðinni. Þannig hefur sjúkdómurinn líkamlega, andlega og félagslega erfiðleika í för með sér. Undanfarin ár hafa farið fram rannsóknir á psoriasis hér á landi og erlendis. Íslensk erfðagreining stendur að erfðarannsóknum í góðri samvinnu við samtökin. Sérfræðing- ar telja sig hafa fundið a.m.k. tvö gen sem valda sjúkdómnum, auk þess sem álitið er að um fleiri sjúk- dóma en einn sé að ræða. Psorias- isgigt er einn fylgikvilla psoriasis. Þar til nýlega var álitið að einungis 7% sjúklinga fengju psoriasisgigt en nýlegar rannsóknir sýna að allt að 30% sjúklinga fá hana. Psoriasis og psoriasisgigt getur leitt til örorku. Gigtarfélag Íslands og Samtök psoriasis- og exemsjúklinga hafa tekið höndum saman um að stofna áhugahóp fyrir þá sem eru með psoriasisgigt. Stofnfundur var 14. nóvember sl. og er hópurinn opinn sjúklingum og aðstandendum þeirra. Hópurinn mun hafa aðstöðu í húsi Gigtarfélagsins í Ármúla 5 í Reykjavík. Göngudeildin Í húsnæði samtakanna í Bolholti 6 rekur SPOEX göngudeild. Þang- að geta þeir psoriasis- og exemsjúk- lingar leitað sem þurfa á UVB- eða UVA-ljósameðferð að halda. Stöð- ugt er verið að reyna að bæta þjón- ustuna við sjúklingana og fyrir stuttu var keyptur handa- og fóta- lampi af nýjustu gerð. Einnig er hægt að komast í ljósagreiðu á göngudeildinni. Sjúklingar þurfa ekki að panta tíma á göngudeild SPOEX og ekkert gjald er tekið af þeim. Deildin starfar undir eftirliti húðsjúkdómalæknis en forstöðu- maður hennar er Steinunn Ásta Zebitz. Landsbyggðin Deildir á landsbyggðinni eru 16 talsins. Samtökin hafa haldið fræðslufundi úti á landi í samvinnu við Bláa lónið. Hjúkrunarfram- kvæmdastjóri meðferðardeildar- innar þar hefur kynnt deildina og einnig höfum við fengið með okkur húðlækni á fundina. Fræðsluefni Í tilefni af afmælinu gáfu sam- tökin út barnabók um dreng með húðsjúkdóm og er ætlunin að gefa hana í alla yngri bekki grunnskól- ans og leikskóla landsins. Samtökin telja brýna þörf á slíku fræðsluefni fyrir börn, því ekki hefur nóg verið gert í gegnum árin til þess að koma fræðslu inn í skólana um börn með húðsjúkdóma. Börn verða oft fyrir aðkasti vegna fordóma og ónógrar vitneskju innan skólanna og á sund- og íþróttastöðum. Margir húðsjúk- lingar eru t.d. ósyndir vegna þess að þeir veigruðu sér við að sækja sundkennslu á sínum tíma vegna fordóma og jafnvel eineltis. Þrjár gerðir fræðslubæklinga voru gefnir út í tilefni afmælisins. Vegleg félagsblöð eru gefin út tvisvar á ári með fræðigreinum og gagnlegum upplýsingum fyrir fé- lagsmenn, auk fréttapésa nokkrum sinnum á ári með ferðatilboðum, til- kynningum o.fl. Meðferðarúrræði Meðferðir eru einkum fólgnar í lyfjanotkun og meðhöndlun í ljósa- lömpum (UVB og PUVA). Reknar eru 3 göngudeildir fyrir húðsjúkl- inga á Reykjavíkursvæðinu auk göngudeilda og ljósaaðstöðu á heilsugæslustöðvum vítt og breitt um landið. Eina sérhæfða legudeild húðsjúklinga á landinu hefur til margra ára verið á Vífilsstöðum. Nú stendur til að loka Vífilsstöðum og opna í stað þess dagdeild fyrir húðsjúklinga. Stjórn SPOEX hefur haft miklar áhyggjur af þessum málum og ítrekað reynt að fá upp- lýsingar frá stjórnarnefnd Land- spítala – háskólasjúkrahúss um hver verði endanleg niðurstaða. Fátt er um svör, því endanleg ákvörðun virðist ekki hafa verið tekin. Margir psoriasissjúklinga sækja meðferð á göngudeild Bláa lónsins og fá bata af meðferð þar. Til margra ára áttu 40 sjúklingar ár- lega kost á loftslagsmeðferð á heilsustöð sem Norðmenn reka á Kanaríeyjum. Nú eiga mun færri kost á slíkri meðferð þar sem Tryggingastofnun hefur sett mjög ströng skilyrði fyrir henni, t.d. að hafa reynt allar meðferðir hér á landi og öll lyf sem í boði eru. Þessi meðferð hefur reynst vel þeim sem verst eru haldnir. Stjórn SPOEX skipa Valgerður Auðunsdóttir formaður, Sigurður Bjarnarson varaformaður, Elín Hauksdóttir ritari, Hinrik Þór Harðarson gjaldkeri, Jóna Björg Karlsdóttir meðstjórnandi, Stefanía Ingimundardóttir og Einar Sveins- son varamenn. Framkvæmdastjóri SPOEX er Helga Guðmundsdóttir. Stjórn samtakanna: F.v. Elín Hauksdóttir, Hinrik Þór Haraldsson, Stefanía Ingimundardóttir, Jóna Björk Karls- dóttir, Valgerður Auðunsdóttir, Sigurður Bjarnarson og Einar Sveinsson. Samtök psor- iasis- og exem- sjúklinga 30 ára TENGLAR ..................................................... Við hvetjum alla sem áhuga hafa á nánari vitneskju um félagið og starf- semi þess að hafa samband við skrifstofuna en hún er í Bolholti 6 í Reykjavík. Síminn þar er 588-9666 og netfang spoex@psoriasis.is. w w w .d es ig n. is © 20 02 Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin) Sími 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Við látum verðin tala! Handlaugar. Verð frá kr. 3.950,- stgr. kr kr kr kr krkr kr kr kr Wc með festingum og harðri setu. Tvöföld skolun. Stútur í vegg eða gólf. Verð frá kr. 16.950,- stgr. Einnarhandar blöndunartæki f. handlaug m. lyftit. Kr. 4.690,- stgr Einnarhandar blöndunartæki f. bað m. sturtusetti Kr. 5.900,- stgr Handlaug með fæti. 55x43 cm. Verð kr. 9.450,- stgr. Heilir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing, sturtu-sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 70x70 cm. Kr. 47.900,- stgr 80x80 cm. Kr. 49.900,- stgr 75x90 cm. Kr. 59.900,- stgr 90x90 cm. Kr. 59.900,- stgr Heilir rúnnaðir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing, sturtu-sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 80x80 cm. Kr. 65.780,- stgr. 90x90 cm. Kr. 67.450,- stgr. Hitastýrð blöndunartæki m. brunaöryggi. verð frá kr. 8.990,- stgr. Þrískipt baðkarshlíf. Öryggisgler, segullæsing. 125x140 cm. Kr. 16.900,- stgr Baðkarshlíf. Hert öryggisgler. 85x140 cm. Kr. 14.900,- stgr Verð sett með öllu Kr. 43.800,- stgr Innbyggingar WC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.