Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ undanförnu hefur verið mikil umfjöllun í fjölmiðlum um verklag og vinnubrögð við mat á umhverfis- áhrifum vegna Norðlingaölduveitu. Nokkrir vísindamenn hafa gagnrýnt VSÓ Ráðgjöf harkalega og sakað fyrirtækið og starfsmenn þess um ófagleg vinnubrögð. Til að skýra sjónarmið VSÓ er nauðsynlegt að gera í stuttu máli grein fyrir hlut- verki hvers og eins í verkefni sem þessu. VSÓ Ráðgjöf var ráðin af Lands- virkjun sem framkvæmdaraðila til að vinna að gerð matsskýrslu sem Landsvirkjun ber að leggja inn til Skipulagsstofnunar. Matsskýrslan var byggð á rannsóknum fjölmargra vísindamanna og rannsóknarstofn- ana sem unnið hafa rannsóknir hver á sínu sviði, á því svæði sem fram- kvæmdin nær til. Vísindamennirnir og rannsóknarstofnanirnar voru ráðnar til þessara starfa af Lands- virkjun. Matsskýrslan sem VSÓ vann í samstarfi við sérfræðinga Lands- virkjunar byggir á skýrslum vísinda- mannanna og þeir fengu til yfirlestr- ar þá kafla matsskýrslunnar sem byggjast á þeirra niðurstöðum. Orðalagi og ályktunum var breytt til samræmis við rökstuddar athuga- semdir vísindamannanna. Með yfir- lestri vísindamanna var fengin stað- festing á að rétt hafi verið farið með tilvísanir og efni í matsskýrslunni. Gagnrýni vísindamanna Tveir vísindamenn, sem unnið hafa að rannsóknum fyrir Lands- virkjun vegna Norðlingaölduveitu, Gísli Már Gíslason og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, hafa gagnrýnt vinnu- brögð VSÓ við gerð matsskýrslunn- ar. Í hinu formlega matsferli sendi Þóra Ellen athugasemdir til Skipu- lagsstofnunar og var þar fjallað um þær og svör Landsvirkjunar við þeim. Niðurstaðan var í lokin að at- hugasemdir Þóru Ellenar hefðu ekki breytt í meginatriðum niðurstöðu matsins. Gísli Már telur sig hafa komið sín- um sjónarmiðum að með athuga- semdum Þjórsárveranefndar sem Náttúruvernd ríkisins skilaði með sínum athugasemdum til Skipulags- stofnunar. Þeim athugasemdum var öllum svarað og um þær fjallað af Skipulagsstofnun eins og lög gera ráð fyrir. VSÓ Ráðgjöf hefur ítarlega gert grein fyrir samskiptum sínum við Gísla Má Gíslason og Þóru Ellen Þórhallsdóttur með sérstökum greinargerðum þar sem rakið er hvernig þau hafa tengst vinnunni við mat á umhverfisáhrifum og síðar hinu lögbundna matsferli. Greinar- gerðirnar hafa verið afhentar þing- mönnum í iðnaðarnefnd og umhverf- isnefnd Alþingis. Þær hafa einnig verið sendar fjölmiðlum og unnt er að nálgast þær á heimasíðu VSÓ Ráðgjafar (www.vso.is). Ágreiningur VSÓ og Ragnhildar Sigurðardóttur Ágreiningur VSÓ og Ragnhildar Sigurðardóttur er allt annars eðlis en ágreiningur Landsvirkjunar sem framkvæmdaraðila við fyrrgreinda vísindamenn. Ragnhildur var í nóv- embermánuði 2000 ráðin af VSÓ Ráðgjöf til að gera samantekt úr nið- urstöðum úr rannsóknum sem unnar hafa verið á svæði Norðlingaöldu- veitu. Ragnhildur var ekki ráðin til að vinna að rannsóknum enda hafði VSÓ engin slík verkefni með hönd- um á því fræðasviði sem Ragnhildur starfar á. Í lok árs 2001 kom í ljós að Ragn- hildur leit ekki sömu augum á hlut- verk sitt og VSÓ sem hún starfaði fyrir. Einhverra hluta vegna telur Ragnhildur að hún hafi unnið að sjálfstæðu rannsóknarverkefni en ekki að samantekt á niðurstöðum annarra vísindamanna. Hún hefur lýst sig ósammála orðalagi og ýms- um ályktunum sem fram koma í end- anlegri gerð matsskýrslu. Einnig hefur hún haldið því fram að VSÓ hafi brotið á sér höfundarétt með því að vitna ekki í texta umræddrar samantektar í skýrslunni. Hið rétta er að VSÓ og Ragnhild- ur gerðu með sér samning þar sem hún framseldi fyrirtækinu höfundar- réttindi að texta samantektarinnar. Samkvæmt samningnum hafði fyr- irtækið fulla heimild til að nýta text- ann eftir því sem það taldi eðlilegt, enda yrði þess gætt að Ragnhildi yrðu ekki ranglega eignaðar skoðan- ir eða mat í skýrslunni. Við þennan samning hefur VSÓ staðið í einu og öllu. Að lokum má benda á að sjónar- mið Ragnhildar hafa fengið að koma fram því vinnugögn hennar voru send í formi skýrslu til Skipulags- stofnunar. Jafnframt sendi Ragn- hildur til Skipulagsstofnunar at- hugasemdir í hinu formlega matsferli og var öllum þeim athuga- semdum svarað af verkefnisstjórn matsins með aðstoð sérfræðinga sem unnu að grunnrannsóknum. Öll gögn og sjónarmið Ragnhildar lágu því á borði Skipulagsstofnunar áður en hún kvað upp úrskurð sinn um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu. VSÓ stóð faglega að gerð matsskýrslunnar Eftir Stefán P. Eggertsson „Með yfir- lestri vís- indamanna var fengin staðfesting á að rétt hafi verið farið með tilvísanir og efni í matsskýrslunni.“ Höfundur er framkvæmdastjóri VSÓ Ráðgjafar ehf. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófess- or hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi í tilefni af yfirlýsingum undanfarna daga: Í tilefni af yfirlýsingum undan- farna daga bið ég Morgunblaðið að birta eftirfarandi: Fjórir vísindamenn, sem komu með ólíkum hætti að matsskýrslu um Norðlingaölduveitu, hafa á síðustu dögum opinberlega gagnrýnt ýmis- legt varðandi efnistök og vinnslu skýrslunnar. Ég hef gert athuga- semdir við það hvernig farið var með mínar rannsóknaniðurstöður. Í matsskýrslunni er 11 sinnum vitnað í mig og ég hef ekki gert at- hugasemdir við hvernig farið var með mínar niðurstöður þar sem þær voru notaðar. Hins vegar er minna rannsókna sums staðar ekki getið þar sem ég tel að þær hefðu getað varpað skýrara ljósi á líkleg áhrif framkvæmdarinnar. Einkum finnst mér þetta einkennilegt þar sem ekki virðast liggja fyrir aðrar rannsókna- niðurstöður á svæðinu. Í tveimur slíkum tilvikum höfðu mínar rann- sóknir að auki birst í erlendu vísinda- tímariti en greinar sem þannig birt- ast hafa farið í gegnum strangt faglegt mat (peer review). Plássins vegna rek ég aðeins eitt dæmi. Það snertir áhrif vetrarflóða og hækkaðrar vatnsstöðu að vetri á gróður. Þetta skiptir máli vegna þess að þykkur jarðvegur liggur undir mestöllu grónu landi Þjórsárvera. Efsti hlutinn ber alls staðar merki um áfok og korna- stærðarsamsetning og aðrir eiginleikar þannig að hann er ákaflega auðrofinn. Ef gróðurþekja eyðist ofan lónsins, getur þar hafist uppblástur sem erfitt yrði að stöðva. Veðrasamt er í Þjórsárverum og hvassviðri tíð. Í matsskýrslu Landsvirkjunar segir að á sumrin verði lónið stöðugt en „að vetri geta orðið verulegar sveiflur í því“. Síðan segir: „Sveiflur í grunn- vatnsborði að vetri hafa ekki mikil áhrif á vöxt eða vaxtarskilyrði gróð- urs (Árni Hjartarson, 1999) (bls. 52).“ Setningin er orðrétt úr skýrslu Árna Hjartarsonar, Vatnafar í Þjórs- árverum. Aðeins er rætt um gróð- urfar á þessum eina stað í skýrslunni og ekki er vísað í heimildir eða rann- sóknir. Í Spegli Ríkisútvarpsins 14. maí sl. sagði Árni aðspurður um þetta við fréttamann að hann hefði ekki haft sérstakar heimildir fyrir sér, en að hann „hefði þetta á tilfinn- ingunni“. Rannsóknir mínar voru gerðar við fyrsta vatn Kvíslaveitu, Stóravers- lón. Þar stíflaðist útrennsli að vetr- um þannig að gróður næst lóninu lá undir vatni. Þessi vetrarflóð höfðu veruleg áhrif á þurrlendisgróður (víðiheiði, mosaheiði og staðnaðar rústir) á yfir 100 m breiðu belti upp frá vatninu. Sumar tegundir hurfu á 1–3 árum en öðrum fækkaði mikið. Viðkvæmastar virtust vera þurrlend- isjurtir með langa stólparót. Þá þarf að spyrja hvort einhver slíkur munur sé á aðstæðum við þessar tvær framkvæmdir að sams- konar áhrifa sé ekki að vænta við Norðlingaöldulón. Því hefur verið svarað að mínar niðurstöður ættu ekki við Norðlingaölduveitu þar sem þar sé um grunnvatn að ræða, en yf- irborðsvatn í Stóraverslóni. Ég sé ekki að það skipti máli fyrir plöntur í vatnsósa jarðvegi hvernig vatnið hef- ur borist að. Votlendið í Þjórsárver- um liggur oft undir ís á vetrum en þar eru tegundir aðlagaðar að loft- firrðum jarðvegi. Melarnir umhverf- is verin eru blautir í stuttan tíma á vorin svo væntanlega þola þurrlend- istegundir vatnsósa jarðveg í ein- hvern tíma en almennt þola rætur blómplantna illa loftfirrðan jarðveg. Ekki kemur fram í matsskýrslu hversu langvinnar grunnvatnsstöðu- breytingar í Norðlingaöldulóni gætu verið. Það sem ég er ósátt við er að í matsskýrslunni skuli aðeins hafa ver- ið getið órökstuddra fullyrðinga, en látið hjá líða að geta 9 ára rannsókna sem sýna aðrar niðurstöður. Hafi höfundar matsskýrslu talið að mínar niðurstöður ættu ekki við, tel ég að það hefði að minnsta kosti þurft að útskýra. Athugasemdir mínar og fyrri ummæli standa því óhögguð. Ég vil bæta því við að lokum að þótt ýmislegt hafi verið fundið að meðferð og framsetningu gagna, er það að mínu mati ekki versti efnislegi ágallinn á matsskýrslunni. Alvar- legra er að framkvæmdin var ekki að fullu kynnt í matsskýrslu og í henni er ekki gerð grein fyrir raunveruleg- um langtímaáhrifum framkvæmdar- innar. Norðlingaölduveita mun hrinda af stað atburðarás sem felur í sér stigvaxandi vandamál og hún kallar á slóða mótvægisaðgera sem stórauka áhrifasvæði og afleiðingar framkvæmdarinnar innan friðlands Þjórsárvera. Yfirlýsingar vegna matsskýrslu Þegar líkaminn þarf meira en lystin leyfir Útsölustaðir apótek landsins og Heilsuhúsið Við orku- og próteinskorti Úr • Skart • Silfurborðbúnaður www.erna.is Ársskeið sterling silfur Tilvalin gjöf við öll tækifæri Sif gullsmíðaverkstæði Laugavegi 20b s. 551 4444 Gull- og silfursmiðjan Erna Skipholti 3 s. 552 0775 Verð 5.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.