Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa mun greiða eigendum Reyðaráls hf. í áföngum fyrir þá vinnu sem undirbúningsfélagið hefur innt af hendi. Ennfremur er samkomulagið háð því að áform Alcoa gangi upp um að reisa álver í Reyðarfirði. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verður að lokinni áreiðanaleikakönnun greiddur hluti af samningnum, sem hljóð- aði upp á um 600 milljónir króna. Önnur greiðsla kemur til þegar og ef Alcoa tekur ákvörðun um að reisa álverið og lokagreiðslan mun jafnvel ekki fara fram fyrr en álverið hefur tekið til starfa. Samkomulagið við eigendur Reyðarál er ekki háð því hvort Alcoa þurfi að láta framkvæma nýtt umhverfismat, að því er heimildir blaðsins herma, en talsmenn Alcoa og Reyðaráls hafa verið tregir til að tjá sig frekar um innihald samkomu- lagsins sem undirritað var á miðvikudag. Alcoa greiðir í áföngum til Reyðaráls sjúkraskrár. En ég segi í bréfinu að við viljum samstarf við ÍE, það er ekki vandamálið, en auð- vitað verður að leiða það samstarf til einhvers þroska.“ Geta ekki lagt til fé eða mannafla að óbreyttri stöðu Magnús bendir á að Landspítalinn hafi lagt fé í undirbúninginn og vitaskuld geti spítalinn ekki haldið honum áfram nema að gefnum ákveðnum forsendum sem ekki séu fyrir hendi nú. Spítalinn sé ekki mjög aflögufær eins og mönnum eigi að vera kunnugt. Magnús segir að í bréfi ÍE frá 14. október harmi fyrirtækið þær tafir sem orðið hafi en tilkynni spítalanum jafnframt að fresta verði öllum frekari samningaviðræðum um ótilgreind- an tíma. „Ég held það sé því ekki ofsagt að staðan sé óljós. Við höfum sett í undirbúninginn nokkurn mannafla og þar með fé, raunar í ágætis sam- starfi við ÍE en fyrirtækið hefur ekki tekið þátt í að standa undir þeim kostnaði.“ Þolinmæði ÍE einnig á þrotum Páll Magnússon, framkvæmdastjóri sam- skipta- og upplýsingasviðs ÍE, segir að þar á bæ hafi menn svo sem skilning á því að þolinmæði Landspítalans sé á þrotum en það eigi sömuleiðis við um ÍE. „Persónuvernd hefur haft þetta mál í gíslingu í hátt á fjórða ár og þetta hreyfist ekki út úr þeirri stofnun. Við gerðum Landspítalanum grein fyrir því bréflega að við gætum ekki undirgengist frekari skuldbindingar eða tekið á okkur meiri fjárútlát í tengslum við þennan grunn fyrr en við vissum hvort af honum yrði. Við sögðum jafn- framt í bréfinu til Landspítalans að við myndum vilja taka þráðinn upp aftur um leið og þessi mál skýrðust hjá Persónuvernd. Landspítalinn virðist aftur á móti draga þá ályktun af þessu að sam- starfinu á þessu sviði sé lokið og okkur finnst það satt að segja frekar hæpin ályktun,“ segir Páll. Óvissa með samstarf ÍE og LSH um rafrænan gagnagrunn á heilbrigðissviði Þolinmæði beggja á þrotum Forstjóri Landspítalans segir samstarfið við ÍE búið að vera að gefnum óbreyttum forsendum SAMSTARF Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) og Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) um raf- rænan gagnagrunn á heilbrigðissviði virðist vera búið eins og staðan er nú, segir Magnús Pét- ursson, forstjóri Landspítalans. Páll Magnússon hjá ÍE segir að fyrirtækið hafi skilning á því að þolinmæði Landspítalans sé á þrotum. „Þeir eru þá einfaldlega á sama báti og við því þolinmæði okkar er einnig á þrotum. Persónuvernd hefur haft þetta mál í gíslingu í hátt á fjórða ár og mál- ið hreyfist ekki út úr þeirri stofnun.“ Aðspurður hvaða önnur fyrirtæki gætu komið til greina sem samstarfsaðili bendir Magnús á að innlent fyrirtæki reki núverandi sjúkraskrár spítalans og eins sé út af fyrir sig ekkert sem komi í veg fyrir að Landspítalinn taki upp sam- starf við erlenda aðila. „Ég sendi ÍE bréf 1. október og óskaði eftir af- stöðu þeirra í þessu samningastarfi, þ.e. hvort þeir treystu sér til þess að leiða það til ein- hverrar niðurstöðu og endaði það bréf með því að segja að þess væri vænst að slík niðurstaða lægi fyrir við lok október þar sem Landspítalanum er nauðsyn að taka ákvörðun hið fyrsta hvernig hann stendur best að uppbyggingu rafrænnar FULLTRÚARÁÐ Mjólk- ursamsölunnar, MS, kemur saman til árlegs haustfundar í dag í höfuðstöðvum fyr- irtækisins á Bitruhálsi. Meðal þeirra mála sem verða til umræðu eru greiðslur úr sér- eignarsjóði en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, gagnrýnt þessar greiðslur og talið þær vera of lágar. Magnús H. Sigurðsson, stjórnarformaður MS og for- maður fulltrúaráðsins, sagði mál Sigurbjörns verða rætt ásamt fleirum sem brynnu á mjólkurframleiðendum. Hann átti þó ekki von á sérstakri ályktun eða niðurstöðu í því máli. Það væri til almennrar skoðunar innan fyrirtækisins sem og á borði lögmanna. Fulltrúaráð MS fundar GUNNAR Snorri Gunnarsson sendiherra tók í gær við starfi ráðuneytisstjóra í utanríkis- ráðuneytinu af Sverri Hauki Gunnlaugssyni sendiherra sem gegnt hef- ur starfinu frá því í mars árið 1999. Sverrir Haukur Gunn- laugsson tekur á næstunni við starfi sendi- herra Íslands í Bretlandi, jafn- framt því að gegna starfi sendi- herra í Hollandi, Írlandi, Grikklandi, Nígeríu og Ind- landi. Gunnar Snorri Gunnarsson var skipaður sendiherra í utan- ríkisþjónustunni árið 1991 og jafnframt skrifstofustjóri við- skiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Gunnar Snorri gegndi starfi fastafulltrúa Ís- lands gagnvart EFTA í Genf frá 1994 til ársins 1997 og frá þeim tíma hefur hann gegnt starfi sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu í Brussel og gagnvart Belgíu, Lúxem- borg og Liechtenstein. Nýr ráðu- neytisstjóri VIÐRÆÐUR hafa ekki borið árang- ur milli fulltrúa heilbrigðisráðuneyt- isins og heilsugæslulækna á Suður- nesjum og í Hafnarfirði. Ráðuneytið hefur boðið þjónustusamninga á báð- um stöðunum en þeim verið hafnað. Gripið hefur verið til þess ráðs m.a. að leita eftir íslenskum læknum er- lendis. Elsa B. Friðfinnsdóttir, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, segir að viðræður um samninga við tvo lækna í Grindavík hafi verið vel á veg komnar í síðustu viku þegar slitnað hafi upp úr. Eftir það hafi verið reynt að styrkja móttökuna á Suð- urnesjum með því að ráða tvo heilsu- gæslulækna inn á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja. Elsa segir viðræður einnig verið við stjórnarformann og fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðvar- innar Sólvangs í Hafnarfirði. Þjón- ustusamningi þar hafi einnig verið hafnað og í framhaldi af því var reynt að finna málamiðlun. „Staðan í Hafn- arfirði er þannig núna að uppsagnir læknanna virðast standa og við erum farin að skoða hvernig öryggisþjón- usta verður skipulögð. Enn vonum við að læknarnir annaðhvort gefi það tveggja mánaða svigrúm sem við óskuðum eftir til að vinna að gerð þjónustusamnings eða að þeir dragi uppsagnir sínar til baka. Við teljum okkur vera búin að tryggja lágmarks öryggisþjónustu og síðan er verið að reyna að manna stöðurnar,“ segir Elsa. Að hennar sögn er búið að auglýsa stöður þeirra heilsugæslulækna sem sagt hafa upp störfum í Hafnarfirði og á Suðurnesjum. Heimild hafi einnig fengist til að leita til íslenskra heimilislækna erlendis. Elsa segir ráðuneytið hafa verið að skoða stöðu unglækna í heilsu- gæslunni. Ráðherra taki undir með þeim að þeir hafi ekki komið vel útúr úrskurði kjaranefndar og full ástæða sé til að hafa áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Að sögn Elsu hefur verið ákveðið að fjölga námsstöðum fyrir unglækna um þrjár og verða þær stöður auglýstar fljótlega. Síðast var stöðunum fjölgað um tvær fyrir ári. Árangurslausar viðræður við heilsugæslulækna Leitað eftir íslenskum læknum erlendis til að manna stöður ALLT tiltækt vakthafandi lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út síð- degis í gær vegna elds í Umbúðamiðstöð- inni á Héðinsgötu. Síðar kom í ljós að eld- ur var ekki eins mikill og talið var í fyrstu og var því hluti liðsins kallaður inn aftur. Aðstæður voru slæmar á vettvangi enda mikill eldsmatur í einu stóru rými hússins. Tildrög eldsins eru rakin til þess að pappírstætari hafði ofhitnað og kveikt í pappír. Starfsmaður við tætarann tók strax duftslökkvitæki og sprautaði á eldinn og voru því glóðir einar sem biðu slökkviliðs- manna, en mikill reykur. Slökkviliðið var kallað út í verkefnið klukkan 17.14 og lauk störfum kl. 18.42. Pappírstæt- ari ofhitnaði og kveikti í Morgunblaðið/Þorkell Minni eldur en talið var í fyrstu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.