Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ RÍR af stærstu kjúklingafram- leiðendum landsins ráku fyrir- tæki sín með miklu tapi á síð- asta ári, en tapið nam samtals 608 milljónum króna. Tvö stærstu fyrirtækin, Móar og Reykjagarður, voru með neikvætt eigið fé um síðustu ára- mót og skuldir fyrirtækjanna námu samtals yfir tveim milljörðum króna. Sala á kjúklingum hefur aukist mikið á síðustu árum. Árið 1995 nam neysla á hvern Íslending 6,4 kílóum á ári, en í fyrra var þessi tala komin upp í 13,2 kíló. Framleið- endur gera sér grein fyrir að markaðurinn er að vaxa og hafa því ráðist í miklar fjár- festingar til að mæta aukinni eftirspurn. Margir telja að fjárfestingin hafi verið allt of hröð. Hörð samkeppni milli Móa og Reykjagarðs Fjórir aðilar bítast um markaðinn, Móar hf. í Mosfellsbæ, Reykjagarður á Hellu, Ís- landsfugl á Dalvík og Ísfugl í Mosfellsbæ. Stjórnendur Móa ætluðu sér að sameina Móa og Reykjagarð, en samkeppnisyfirvöld ón. Eigið f mót var ne jákvætt í Skuldir um ónum. Staða M var rekstur sameinaðu illa árið 20 milljónum um 22,7 m ársskýrslu áframhalda verði að bæ heimiluðu það ekki, en þessi tvö fyrirtæki eru með um um 80% markaðshlutdeild. Fóðurblandan keypti Reykjagarð á síð- asta ári, en nokkrum vikum síðar keypti Búnaðarbankinn Fóðurblönduna. Bankinn rak Reykjagarð í u.þ.b. eitt ár, en seldi fyr- irtækið í sumar til Sláturfélags Suðurlands. Móar og Reykjagarður voru með sameig- inlega slátrun í sláturhúsi Móa á meðan það var í eigu bankans, en Reykjagarður ákvað að byggja upp slátrun á Hellu skömmu áður en bankinn seldi fyrirtækið til SS. Eftir söl- una til SS hefur samkeppnin milli Reykja- garðs og Móa aukist mjög mikið. Mesta tap hjá Reykjagarði og Móum Það er fróðlegt að skoða ársreikninga þeirra fjögurra fyrirtækja sem eru ráðandi á kjúklingamarkaðinum, en hægt er að skoða reikningana hjá embætti ríkisskatt- stjóra. Ársreikningur Reykjagarðs fyrir árið 2001 bendir ekki til þess að Búnaðarbank- anum hafi tekist sérlega vel upp í því að reka hænsnabú. Tap á árinu nam 313 milljónum, en tap ársins 2000 nam 71 millj- Fyrirtækin töpuðu 600 millj. í fyrra Miklar fjárfestingar í kjúklingarækt hafa leitt til þess að framleiðslugetan er nú mun meiri en mark- aðurinn þolir. Egill Ólafsson skoðaði afkomu kjúk- lingaframleiðenda sem var afar slæm á síðasta ári.        !"" # &$ &    '$&$ ( % Afkoma stærstu kjúklingaframleiðenda KRISTINN Gylfi Jónsson, stjórn-arformaður Móa hf., vísar því ábug að Móar séu að setja kjöt-markaðinn í uppnám með mik- illi framleiðsluaukningu eins og Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suður- lands, hélt fram í gær. Steinþór stendur við fyrri fullyrðingar að Móar beri meg- inábyrgð á þeirri framleiðsluaukningu sem hafi orðið á kjúklingamarkaði, en hann segir að hún hafi valdið uppnámi á kjötmarkaðinum og eigi eftir að valda bændum í öllum greinum stórtjóni. „Það er ekki rétt sem fram kemur hjá forstjóra Sláturfélags Suðurlands, sem jafnframt er aðaleigandi Reykjagarðs, að Móar séu að auka sína framleiðslu úr 1.000 tonnum af kjúklingum í 3.000 tonn. Sann- leikurinn er sá að Móar framleiddu árið 2001 um 1.060 tonn og framleiða um 1.280 tonn í ár, en stefna í 2.400 tonn á næsta ári. Á sama tíma er Reykjagarður að auka sína framleiðslu úr um 1.800 tonnum árið 2001 og stefna í um 3.000 tonna framleiðslu árið 2003 eins og fram hefur komið hjá Jónatan Svavarssyni, framkvæmdastjóra félags- ins.“ Kristinn Gylfi sagði að Steinþór Skúla- son hefði því vegið ómaklega að Móum í Morgunblaðinu í gær og hér væru á ferð- inni örvæntingarfull ummæli samkeppn- isaðila sem bæri að taka með fyrirvara. Hann hefði gleymt að nefna fram- leiðsluaukningu Reykjagarðs. „Ég er ósáttur við að hann skuli fara rangt með staðreyndir og varpa með þessum hætti ábyrgð á vanda kjúklingaframleiðslunnar og kjötframleiðslunnar í heild yfir á Móa hf., en líta ekki í eigin barm.“ Kristinn Gylfi minnti á að Reykjagarður hefði á sl. tveimur árum tekið nokkra nýja aðila í viðskipti og tekið eldispláss á leigu. Hann sagði að ekki mætti gleyma að Ís- landsfugl væri fyrst nú í haust að koma inn á markaðinn af fullum krafti eftir að hafa gengið í gegnum fjárhagslega end- urskipulagningu. Þar hefðu hundruð millj- óna verið afskrifuð. „Móar er fyrirtæki sem er eingöngu í kjúklingarækt og tekur ákvarðanir út frá mati á vexti kjúklingamark- aðarins. Sláturfélag Suð- urlands er í hins vegar með slátrun og sölu í öll- um kjötgreinum og heyr varnarbaráttu þar á sumum vígstöðum. Þeir hafa því fleiri hagsmuni að verja.“ Kristinn Gylfi benti á að mikill vöxtur hefði verið í kjúklingarækt á síðustu árum. Í kringum 1990 hefði hver Íslend- ingur borðað um 5 kg af kjúklingum á ári, en í ár stefndi í að neyslan yrði um 15 kg á ári. Á sama tíma borðaði hver Bandaríkjamaður tæp- lega 50 kg af kjúklingum á ári. „Við sjáum því fyrir okkur mikla vaxtarmöguleika í kjúklingarækt og að aukin neysla á kjúk- lingum komi til viðbótar annarri kjöt- neyslu. Aukin kjúklinganeysla hér á landi hefur birst í því að fólk er að færa sig úr dýrum fiski í ódýrt kjúklingakjöt. Við er- um líka í mikilli samkeppni við pasta, brauð og grænmeti.“ Kristinn Gylfi sagði að rekstur Móa skil- aði í dag jákvæðri framlegð fyrir afskriftir og vexti. Hann sagði að það kæmi sér á óvart ef forstjóri SS væri þeirrar skoðunar að verðið dygði ekki fyrir breytilegum kostnaði. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs hefði nýlega látið þau orð falla að rekstur félagsins hefði á skömmum tíma orðið já- kvæður. Þarna stönguðust yfirlýsingar á. Jafnvægi að nást í svínakjöts- framleiðslunni Kristinn Gylfi sagði að Sláturfélag Suð- urlands ætti talsverðan þátt í því hvernig komið væri fyrir svínaræktinni. „SS hefur brugðist skyldum sínum sem samvinnu- félag þar sem svínabændur hafa verið fé- lagar gegn um tíðina. SS hefur sett úr við- skiptum n viðskipti þ yfirkeyrsl liðnum áru mestu viðs annars veg Grímsnesi við Sláturf endur. Bú frá verði s því að það Hins vega Ferskum k irtækis va irtækið va keypti ráð tók um lei Stjörnugr leiðslu í sv Kristinn un svínabú mikinn þá að sú stæk löngum tím iðleikum m en það hef Brautarho Reykjagarður líka Kristinn Gylfi Jónsson: „Steinþór ætti að líta í eigin barm.“ Ste „La veg BÖRN OG FÍKNIEFNI Það eru skuggaleg tíðindi að fíkni-efni skuli seld í grunnskólum íReykjavík, ekki af harðsvíruðum fíkniefnasölum heldur skólabörnum. Að undanförnu hafa slík mál komið upp í fimm grunnskólum. Grunur leikur á að áþekk dæmi sé að finna í fleiri skólum. Einnig er vitað um tilvik þar sem fíkni- efni hafa verið seld í tengslum við skemmtanir framhaldsskóla. Í haust boðaði lögreglan forráðamenn 88 barna á aldrinum 13 til 17 ára í viðtöl vegna þess að þau höfðu verið orðuð við fíkniefna- neyslu. Fíkniefnasala í grunnskólum var til umræðu í fræðsluráði Reykjavíkur fyrr í vikunni og segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, í Morgunblaðinu í gær, að ráðið sé einhuga um að styðja starfsmenn grunnskóla borgarinnar í því að vísa nemendum, sem verða uppvísir að fíkniefnasölu, úr skóla. Hann tekur hins vegar fram að afleitt sé að þurfa að vísa nemendum sem eiga í miklum fíkniefna- vanda úr skóla án þess að þeim sé tryggð meðferð eða önnur úrræði. Fræðsluyfir- völd hafi hins vegar engin úrræði fyrir þessa nemendur og dæmi sé um margra mánaða bið eftir meðferðarplássi. Fíkni- efnaneytendum hafi til skamms tíma ver- ið kennt í sérdeildum og sérskólum. Það komi hins vegar ekki til greina að vísa fíkniefnasölum úr hópi nemenda þangað. Því sé eina lausnin sú að vísa þessum nemendum úr skóla. Samkvæmt reglugerðum um grunn- skóla hafa skólar ekki leyfi til að vísa nemendum úr skóla án þess að finna þeim önnur úrræði. Afstaða fræðsluráðs er engu að síður skiljanleg. Það er ekki hægt að líða að fíkniefnasalar séu innan um aðra nemendur í grunnskólum lands- ins. Hins vegar er afleitt að ekki skuli vera hægt að finna önnur úrræði. Það er ekki hægt að ætlast til þess að skólar leysi mál þessara barna upp á eigin spýt- ur. Þessi vandi hverfur heldur ekki með því að vísa börnunum úr skóla. Það er samfélagsleg skylda okkar að taka á vanda þessara barna. Ef það er ekki gert heldur hann áfram að magnast með hrikalegum afleiðingum. Neysla og sala fíkniefna er rótin að fjölmörgum öðrum vandamálum og má nefna aukna glæpa- tíðni og ofbeldisverk í því sambandi. Síð- ast en ekki síst má ekki gleyma þeim mannlega harmleik sem fylgir því að ung börn ánetjast fíkniefnum. Auðvitað eru engar einfaldar lausnir til í þessum efnum. Ef sú væri raunin væri búið að beita þeim fyrir löngu. Hins vegar vekur furðu að ekki skuli einu sinni vera hægt að tryggja að börn sem verða uppvís að fíkniefnaneyslu þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum eftir að komast á Stuðla eða önnur meðferðarheimili. Vandi þeirra leysist ekki í millitíðinni. Þvert á móti er hætta á að þau sökkvi enn dýpra í kviksyndi neyslu sem dregur úr líkunum á að tímabundin meðferð skili varanlegum árangri. Börn, sem þegar eru orðin það langt leidd að vera komin út í sölu, væntanlega til að fjármagna eigin neyslu, verður að taka í gjörgæslu um leið og slíkt uppgötvast. Hér verður að koma til samstillt átak ríkis og sveitarfélaga, skóla og heimila. Því fyrr sem hægt er að ná til barna er lenda í ógöngum þeim mun meiri líkur eru á að hægt sé að hjálpa þeim og að- stoða þau við að snúa lífi sínu til betri vegar. Það verður hins vegar ekki gert með bráðabirgðaráðstöfunum og skammtímalausnum. LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS UNDIR EITT ÞAK Listaháskóli Íslands hefur verið í mót-un allt frá því að fyrsta deild hans, myndlistardeildin, tók til starfa árið 1999. Síðan þá hafa leiklistardeild, tón- listardeild og hönnunar- og arkitektúr- deild bæst við, svo starfsemi skólans er orðin afar fjölþætt. Enda segir í stefnu- skrá skólans að hann eigi að vera „mið- stöð framsækinnar listsköpunar og suðupottur nýrra hugmynda á sviði menningar og samfélags“. Það frumkvöðulsstarf sem unnið hef- ur verið á þeim stutta tíma sem Listahá- skólinn hefur starfað hefur skilað mikl- um árangri. Þótt skólinn byggi vissulega á góðum grunni annarra menntastofn- ana, er allt það starf sem þar fer fram nú á háskólastigi og lýtur því öðrum lög- málum. Hugmyndafræðileg uppbygging hefur því verið mikil, bæði innan hverrar greinar fyrir sig, sem og í heildarstefnu- mótun skólans þar sem ætlast er til að skólastarfið sé „samþætt og ávinningur- inn af sambýli listgreinanna nýttur til fullnustu“. Ef tekið er mið af því að Listaháskól- inn starfar nú á þremur stöðum í borg- inni – í sumum tilvikum við erfiðar að- stæður – má í raun telja undravert hversu vel hefur tekist til við mótun heil- steyptrar skólastefnu. Þó er ljóst að ef ofangreind markmið um samþættingu og ávinning af sambýli listanna eiga að ná fram að ganga með viðunandi hætti er brýnt að koma starfseminni allri undir eitt þak sem allra fyrst. Fram að þessu hafa margir staðir verið nefndir sem hugsanleg framtíðarheimkynni Listahá- skólans, en þrátt fyrir það hefur enn engin niðurstaða fengist. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, þar sem skýrt var frá tillögu Þorgerðar K. Gunn- arsdóttur, um að koma skólanum fyrir á lóð Kennaraháskóla Íslands, er nú verið að meta húsnæðisþörf hans en niður- stöður eiga að liggja fyrir um næstu ára- mót. Þótt eflaust hafi allir sem í Listahá- skólanum starfa ákveðnar óskir varð- andi framtíðarstaðsetningu hans í höf- uðborginni skiptir ef til vill ekki höfuðmáli fyrir stofnunina sem slíka hvar í nábýli við miðborgina hún lendir. Frá skipulagslegum sjónarmiðum má þó ætla að ákjósanleg staðsetning væri í ná- munda við fyrirhugaða tónlistar- og ráð- stefnuhöll á hafnarsvæðinu, enda gætu skapast áhugaverðir möguleikar með návígi tveggja öflugra menningarstofn- ana. Einnig er erfitt að horfa framhjá því hversu mikil lyftistöng það væri þróun Reykjavíkur í framtíðinni að hafa Listaháskólann í hjarta miðborgarinnar. Þar myndi borgarsamfélagið finna best fyrir hreyfiafli skólans sem lifandi mið- stöðvar lista, í námunda við allar þær helstu menningarstofnanir sem nú eru hornsteinar menningarlífsins. Nú þegar allar deildir Listaháskólans hafa tekið til starfa er ekki seinna vænna að taka af skarið í húsnæðismálum hans, enda kostar töluverða fjármuni að inn- rétta húsnæði á mörgum stöðum til bráðabirgða. Þeim fjármunum væri mun betur varið til framtíðaruppbyggingar svo skólinn fengi sem best þjónað því markmiði sínu að vera „lifandi listamið- stöð í nánum tengslum við lista- og menningarlífið í landinu“, eins og segir í stefnuskrá hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.