Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 55 RANNÍS stendur fyrir kynningarráðstefnu um 6. rannsóknaáætlun ESB á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 22. nóvember kl. 9:00-15:00, þar sem fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynna forgangssvið áætlunarinnar og nýtt fyrirkomulag á verkefnum. Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: 09:00-09:10 Setning formanns Rannsóknarráðs Íslands, Hafliði P. Gíslason, prófessor. 09:10-09:30 Ávarp menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich. 09:30-09:50 Þátttaka Íslands í 5. rannsóknaáætlun ESB, Hjördís Hendriksdóttir, Rannsóknarráð Íslands. 09:50-10:30 Um 6. rannsóknaáætlun ESB. Martin Bohle-Carbonell, Head of Unit, Environment directorate, DG Research. 10:30-10:45 Kaffihlé. 10:45-11:20 Styrkir til þjálfunar vísindamanna, Nicholas Newman, Head of Unit, Human resources directorate, DG Research. 11:20-12:00 Ný verkefnaform í 6. rannsóknaáætlun ESB, Peter Fisch, Scientific Officer, Socio-eco directorate, DG Research. 12:00-13:00 Hádegisverður. Samhliða kynningarfundir 13:00-14:00 Lífvísindi, Indriði Benediktsson, Scientific Officer, Health directorate, DG Research Upplýsingatækniáætlun ESB. Sjálfbær þróun og hnattrænar breytingar, Martin Bohle-Carbonell, Head of Unit, Environment directorate, DG Research. Samhliða kynningarfundir 14:00-15:00 Samfélagsáætlun. Peter Fisch, Scientific Officer, Socio-eco directorate, DG Research. Fiskveiðar, afurðir og landbúnaður, Sigurður Bogason, Expert, DG Fisheries. Efnis-, framleiðslu- og örtækni. Nicholas Hartley, Head of Unit, Industrial directorate, DG Research. 6. rannsóknaáætlun ESB ráðstefna 22. nóvember Skráning á ráðstefnuna skal send á rannis@rannis.is fyrir 20. nóv. HENDRIK Bernhard Dane, sendi- herra Þýskalands, afhenti Vin, at- hvarfi Rauða krossins fyrir geð- fatlaða, 200 þúsund króna ávísun á miðvikudag. Féð er úr dánarbúi þýsks manns sem lést á Íslandi í september, en ákveðið var að verja fénu til geðheilbrigðismála hér á landi. Dane sendiherra og Reinhard Wineberger sendiráðsritari skoð- uðu Vin og ræddu við gesti með Guðbjörgu Sveinsdóttur for- stöðukonu og Sigrúnu Árnadótt- ur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands. Um þrjátíu manns sækja athvarfið á hverjum degi, sinna þar ýmsum hugðarefnum sínum og borða hádegismat. Vin fær gjöf LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á Hring- braut fyrir vestan Njarðargötu 13. nóv sl. um kl. 17.20. Þar lentu saman græn Skoda Felicia fólksbifreið og vörubifreið af ókunnri tegund. Ökumaður vörubifreiðarinnar hélt för sinni áfram og ekki náðist niður skráninganúmer eða tegund bifreiðar hans, en talið er að hún sé appels- ínugul á litinn. Því er ökumaður henn- ar eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum ÁRBÓK sveitarfélaga 2002 er komin út. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur sveitarfélaga á Íslandi og einstakra stofnana sveitarfélaga, auk margháttaðra annarra upplýs- inga um starfsemi sveitarfélaga og stofnana sem tengjast þeim. Birtar eru niðurstöðutölur úr rekstri stofn- ana sveitarfélaganna, svo sem hafna- sjóða, félagslega húsnæðiskerfisins og veitustofna. Yfirlit er birt um rekstrarkostnað einstakra grunnskóla og leikskóla, fjölda barna í hverjum skóla svo og fjölda stöðugilda. Gerð er grein fyrir greiðslum Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga til hvers og eins sveitarfélags í landinu. Auk þess sem hér er talið upp að framan er fjöldi annarra upp- lýsinga er varða sveitarfélögin í Ár- bók sveitarfélaga 2002. Árbókin fæst á skrifstofu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á Háa- leitisbraut 11 í Reykjavík og kostar hún 2.200 krónur með vsk. Bókina er hægt að panta í tölvupósti sigridur- @samband.is. Árbók sveit- arfélaga komin út Alþingi opnar sýningu Forseti Al- þingis opnar í dag sýningu á munum og skjölum í tilefni þess að þann 1. október síðastliðinn voru 50 ár liðin frá því að Alþingi hóf að nota hljóð- upptökur til að skrásetja ræður þing- manna. Íslendingar hafa alltaf verið fljótir að tileinka sér tækninýjungar og 1. október 1952 varð Alþingi fyrst þinga í Evrópu til að treysta ein- göngu á hljóðupptökur í stað þing- skrifara við útgáfu ræðuhluta Al- þingistíðinda þegar tekin voru í notkun hljóðupptökutæki sem keypt höfðu verið í Bandaríkjunum sama ár. Alþingistíðindi hafa verið gefin út samfellt frá endurreisn Alþingis 1845. Á sýningunni má meðal annars sjá gömul hljóðupptökutæki og hrað- ritunargögn. Þar er einnig til sýnis fyrsti ræðustóllinn sem tekinn var í notkun 1952 en fram að þeim tíma höfðu þingmenn talað úr sætum sín- um. Setja þurfti bráðabirgðalög 12. september 1952 svo þingmenn mættu tala úr ræðustól er þing kæmi saman 1. október það ár. Á sýningunni gefst tækifæri til að hlusta á hljóðdæmi af röddum allra forsætisráðherra frá 1952. Jafnframt er hægt að heyra brot af fyrstu til- raunaupptökunni sem gerð var 25. apríl 1949. Sýningin í Skálanum er opin almenn- ingi frá næstkomandi mánudegi frá 10-12 og 14-16 á virkum dögum til 13. desember. Fundur um októberbyltinguna Málfundur aðstandenda sósíalíska verkalýðsblaðsins Militant í dag, föstudaginn 15. nóvember kl. 17.30, ber titilinn „Pathfinder varð til með októberbyltingunni“. Fundurinn verður að Skólavörðustíg 6b. „Byltingin í Rússlandi í október 1917, þegar verkamenn og bændur breyttu gangi mannkynssögunnar, hvatti mörghundruð þúsund vinnandi fólks, karla, konur og ungmenni í öðrum löndum til þess að berjast gegn kúg- un og arðráni heima fyrir og í öllum heiminum, skipuleggja sig innan verkalýðshreyfingarinnar, byggja upp byltingarsamtök og mennta sig. Pathfinder forlagið rekur rætur sín- ar til októberbyltingarinnar. Forlag- ið stendur fyrir fjársöfnun til þess að gefa út nýjar bækur um bylting- arsinnuð verkalýðsstjórnmál og end- urprenta aðrar. “ segir í frétta- tilkynningu. Í DAG Lúðrasveit í Ráðhúsinu Barna- og fjölskyldutónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir laugardaginn 16. nóvember næstkomandi kl. 14:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er í þriðja sinn sem hausttónleikar sveitarinnar eru helgaðir tónlist sem tengist börnum á einhvern hátt en lagavalið er þó mjög fjölbreytt. Á efnisskránni eru meðal annars lög úr Disney-myndinni Skógarlíf, Soul Bossanova úr kvikmyndunum um einkaspæjarann Austin Powers, ein- kennislag Bleika Pardussins og Leikfangamarsinn úr myndinni „Börn í Leikfangalandi“ með Gög og Gokke. Börn úr salnum fá að prófa að stjórna lúðrasveit. Stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins er Tryggvi M. Baldvinsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Jólabasar í Lækjarbotnum Waldorfskólinn í Lækjarbotnum heldur sinn árlega jólabasar laugardaginn 16. nóv. kl. 14-17 Margt verður á boðstólnum eins og brúðuleikrit, sögur, hand- verksmunir og heimabakað með kaffinu. Borgarmálafundur samfylking- arinnar Borgarmál verða til um- ræðu í laugardagskaffi Samfylking- arinnar í Reykjavík laugardaginn 16. nóvember. Fjallað verður um fræðslumál, leikskólamál og fé- lagsmál. Málshefjendur eru þau Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, Sigrún Elsa Smára- dóttir, fulltrúi í leikskólaráði og Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi í félagsmálaráði. Fluttar verða stutt- ar framsögur og svo gefst tími til fyrirspurna og umræðna. Fund- urinn er haldinn í húsakynnum Sam- fylkingarinnar, Austurstræti 14, 4 hæð, og hefst klukkan 11. Fund- urinn er öllum opinn. Basar og kaffisala Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ verður með basar og kaffihlaðborð, laugardag- inn 16. nóvember nk. kl. 13.30–16.00 í Dvalarheimili aldraðra Hlaðhömr- um. Fallegar jólavörur, prjónavörur o.fl. Vorboðar, kór aldraðra syngur nokkur lög. Ræða um Tjarnarkjallarann Borgarmálaráð Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs efnir til fundar um fyrirhugaðan bílakjallara undir Tjörninni, laugardaginn 16. nóvember kl. 11:00. Fundurinn verð- ur á Torginu, húsnæði VG á 3. hæð, Hafnarstræti 20. Frummælendur verða Árni Þór Sigurðsson, Kol- beinn Ó. Proppé, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Einar Ólafur Þorleifs- son. Kynning á sykursýki Samtök syk- ursjúkra hyggjast fara í átak til að vekja fólk til umhugsunar um geysi- lega útbreiðslu sykursýki tegund 2. Herferðin er unnin með fulltingi heilbrigðisráðuneytisins og land- læknisembættisins ásamt fjölda styrktaraðila. Átakinu verður hleypt af stokkunum næstkomandi laug- ardag, þ.16.nóvember. Þá verður haldinn „Fræðsludagur um syk- ursýki“ á Hótel Loftleiðum. Þar verður fjallað um sykursýki, tegund 1 og tegund 2, frá ýmsum hliðum. Dagskráin stendur frá kl. 9.30 að morgni til kl.15 og viljum við hvetja alla þá sem áhuga hafa á þessu mik- ilvæga málefni til að koma, sýna sig og sjá aðra, segir í frétt frá stjórn samtaka sykursjúkra. Opnaðu hjarta þitt Eru ást og kær- lekur forvörn gegn hjartasjúkdóm- um. Hvernig tengjast kvíði, reiði og kaldlyndi hjartasjúkdómum? Þessar spurningar og fleiri verða skoðaðar á námskeiði sem hefst næsta laug- ardag hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið fjallar m.a. um áhættuþætti ýmissa sjúkdóma og hvernig þeir tengjast lífsmynstri. Fjallað verður um áhrif kyrrsetu, of- næringar og fíknar á innra jafnvægi í tauga- og hormónastarfsemi og hutverk streitukerfis og tilfinninga í þróun hjartasjúkdóma. Gerð verður grein fyrir rannsóknum sem sýna að neikvæðar tilfinningar s.s. kvíði, reiði, kaldlyndi, andúð, þunglyndi og kulnun tengist hjartasjúkdómum. Sagt frá kenningum um mikilvægi ástar og kærleika sem forvörn gegn hjartasjúkdómum og rætt um heilsuefling og sjúkdómsvæðingu. Umsjón með námskeiðinu hefur Gunnlaugur B. Ólafsson atferlis- og lífeðlisfræðingur og fyrirlesarar með honum eru Júlíus K. Björnsson sálfræðingur, Þórunn Finnsdóttir sálfræðingur, Anna S. Ólafsdóttir næringarfræðingur og Þórarinn Sveinsson lífeðlisfræðingur. Nám- skeiðið verður laugardagana 16. og 23. nóv. kl. 9–16. Skráning fer fram á vefslóðinni www.endurmenntun.is Á MORGUN Opnar heimasíðu Guðrún Inga Ingólfsdóttir sem stefnir á níunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur opnað heimasíðu. Á síðunni er að finna upplýsingar um þau málefni sem Guðrún Inga setur á oddinn, athyglisverðar grein- ar, stuðningsmannalista, upplýs- ingar um frambjóðandann og fleira. Slóðin er www.gudruninga.net. Í DAG STJÓRNMÁL Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.